Að vinna ekki, en tapa samt ekki

Eru Bandaríkin að vinna stríðið í írak? Schoomaker, Army Chief of Staff, svaraði þeirri spurningu með 10 sekúndna þögn, meðan hann hugsaði sig um, og sagði svo:

I think I would answer that by telling you I don't think we're losing.

Svipuð komment hafa verið að koma frá öðrum yfirmönnum í hernum - Gen. George W Casey, yfirmaður heraflans í Írak hefur t.d. lýst því yfir að bandaríkjamenn verði að fjölga hermönnum í höfuðborginni - sem gengur auðvitað þvert gegn sí-endurteknum yfirlýsingum Rumsfeld og forsetans um að Íraksstríðið fari nú alveg réttbráðum að klárast, og að það sé verið að vinna sigra á hverjum degi. Það að yfirmenn hersins sjá það sem allir aðrir sjá, að þetta asnalega stríð vinnist ekki á morgun eða sennilega nokkurntímann, er auðvitað ekkert mjög merkilegt. Það að forsetinn og hans menn geti ekki fundið í sér manndóminn til að viðurkenna það sama er hins vegar svolítið merkilegt.

Í millitíðinni þurfa bandaríkjamenn að byrja að ræða þetta stríð út frá þessari einföldu staðreynd: að það sé óvinnanlegt. Meðan stjórnvöld neita að horfast í augu við að stríðið vinnist ekki, og þvermóðskast við að ræða hernaðarpólitíkina út frá því að stríðið geti endað með sigri, er ekki nein von til þess að hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Það er forsetinn og hans menn sem heimta að í umræðunum um íraksstríðið séu bara tveir valkostir: að vinna eða tapa - og að allir sem ekki séu sammála forsetanum vilji 'tapa' stríðinu, þaðan kemur sú ranghugmynd að allar tillögur um að stefna að því að draga saman heraflann í Írak sé raunverulega einhverskonar uppgjöf 'cut and run'. Bandaríkin eru ekki búin að tapa þessu stríði - en þau munu tapa því ef stjórnvöld krefjast þess að láta eins og þeir ætli að vinna það!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband