Fölsk skilríki bjarga mannslífum

Ég rakst á umfjöllun um þessa AP frétt hjá Cato - 'Iraqis turn to fake IDs for safety'.

Although it's nearly impossible to distinguish between a Sunni and a Shiite by sight, names can be telling. Surnames refer to tribe and clan, while first names are often chosen to honor historical figures revered by one sect but sometimes despised by the other.

For about $35, someone with a common Sunni name like Omar could become Abdul-Mahdi, a Shiite name that might provide safe passage through dangerous areas.

Eins og Cato bendir á, getur það hljómað mjög skynsamlega að gefa út samræmd, ítarleg og ófalsanleg persónuskilríki - það hlyti að auka öryggi borgaranna. En slík skilríki er líka hægt að nota til þess að velja fórnarlömb fyrir kynþátta eða trúarofsóknir - í Írak setja fylkingar dulbúinna byssumanna upp öryggishlið og krefjast þess að allir sýni skilríki og pappíra, og svo er hægt að velja úr alla þá sem heita vitlausum nöfnum.

Ekki að ég sjái endilega vopnaða fanatíkera taka fólk kerfisbundið af lífi á götuhornum í hinum siðmenntaða heimi, en það er rétt að hafa það í huga að það er ekki svo langt síðan slíkir hlutir gerðust í hinum siðmenntaða heimi líka. Röð og regla er undirstaða siðmenningar - og það má því færa fyrir því rök að ítarleg persónuskilríki og fullkomnir miðlægir gagnagrunnar um alla borgarana hljóti að vera hin fullkomna undirstaða siðmenningar. En eins og þetta dæmi frá Írak sannar - geta þær aðstæður komið upp þar sem minni röð, og aðeins minni regla getur skilið milli lífs og dauða.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband