Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Frekar en að lúta eftirliti þingsins hafa embættismenn repúblíkanaflokksins ákveðið að segja upp störfum.
Important Bush Administration officials are ready to leave the government rather than undergo two years of hell from Democratic committee chairmen in Congress. Leading the exodus are officials of the Environmental Protection Agency (EPA), fearing investigation by two chairmen, Representatives Henry Waxman (D-CA) and John Dingell (D-MI).
Frekar en að þurfa að þola að þingið hafi eftirlit með embættisfærslum þeirra hafa þessir herramenn ákveðið að segja upp störfum. Sem vekur auðvitað spurningar: Við hvað eru þeir hræddir? Tilfellið er auðvitað að þingið hefur ekki sinnt neinum af eftirlitsskyldum sínum - Bush hefur skipað allra handa vanhæf skoffín í mikilvæg embætti - "Heck of a Job" Brownie er auðvitað besta dæmið, og þingið hefur ekkert gert til þess að veita þeim aðhald.
Ég hef mikla samúð með þeirri heimspeki að ríkið eigi ekki að vasast í málefnum borgaranna - hvorki einstaklinga né fyrirtækja - en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að ríkið hafi eftirlit með sínum eigin embættismönnum, og sjái til þess að þeir fari að lögum, ekki satt?
M
mið. 6.12.2006
Repúblíkanar of "þreyttir" til að klára þingstörf
Þegar ég sá fyrst að liberal bloggarar voru að uppnefna 109 löggjafarþing bandaríkjanna "the do nothing congress" hélt ég að þeir væru að vísa til þess að Repúblíkanaflokkurinn hafi ekki sinnt skyldum sínum við kjósendur - þingið hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu. Ástæðan er þó mun einfaldari: Núverandi þingmeirihluti Repúblíkanaflokksins hefur ósköp einfaldlega ekki nennt að mæta í vinnuna!
Before the midterm elections, GOP leaders had dismissed the Democrats' "do-nothing" label for the 109th Congress as political posturing, promising that a robust post-election session would put the accusation to rest. Instead, Republican lawmakers will have met for one week in November, devoted almost exclusively to leadership elections for next year, and one week in December, largely to pick committee assignments, move offices and pass a measure to keep the government operating through February.
En það er ekki bara að repúblíkanar hafi ekki getað mætt í vinnuna vegna þess að þeir hafi allir verið heima undir sæng í þunglyndi yfir útkomu kosninganna, því alls hafa þeir haldið 103 þingfundi undanfarið ár - vinnuvikan hefur að jafnaði byrjað eftir hádegi á þriðjudögum og lokið fyrir hádegi á fimmtudögum! Opinberir frídagar, þegar venjulegt fólk fær eins dags frí frá vinnu, hafa þingmenn notað sem afsökun til að taka sér viku frí frá vinnu.
Þetta væri svosem ekkert stórmál ef þingmenn væru þeim mun duglegri þegar þeir hundskuðust til að mæta í vinnuna - en þingmeirihluti Repúblíkana komst ekki yfir að ganga frá og samþykkja routine fjárveitingar til ríkisstofnana. Frekar en að klára þingstörf hafa þingmenn Repúblíkana ákveðið að taka sér jólafrí snemma, og láta næsta þingi, þegar demokratar verða komnir með meirihluta, sjá um að klára lagasetningar um 460 milljarða ríkisframlög til ríkisstofnana og ráðuneyta.
Af hverju geta repúblíkanar ekki klárað þessi þingstörf? Sumir vinstrimenn hafa haldið því fram að hér sé á ferð einhverskonar klókt plott: með því að velta leiðindastörfum eins og fjárlögum á næsta þing verði demokratar of störfum hlaðnir til að geta ráðist í einhver radikal stórvirki. Ástæðan er hins vegar mun einfaldari. Mike Pence, repúblíkani frá Indiana segir að þingmenn séu barasta of þreyttir til að geta hangið í vinnunni mikið lengur:
There is a lot of battle fatigue among members, probably on both sides of the aisle ... Contrary to popular belief, members of Congress are human beings. They have a certain shelf life and a certain amount of energy to be drawn on. We're tired.
Carpetbagger Report hafði þetta að segja um væl Mike Pence:
Tired? Americans are supposed to understand lawmakers unwillingness to do their job because theyre worn out? Two quick thoughts. One, members of Congress dont get to whine about running out of energy and feeling tired. Soldiers in a disastrous war, which Congress has been reluctant to talk about, they get to talk about feeling tired.
Two, what, exactly, has worn these guys out? Have any major pieces of legislation passed both houses of Congress this year? Lawmakers may be fatigued after running from reporters who have questions about Mark Foley, Tom DeLay, Duke Cunningham, and Bob Ney, but thats not much of an excuse.
Nýkjörnir þingmenn Demokrata hafa hins vegar lofað að mæta í vinnuna á mánudagsmorgnum, og sitja stíft við alla vikuna! Þetta þykja Repúblíkönum vondar fréttir. Í viðtali við Washington Post í morgun sagði Jack Kingston, repúblíkani frá Georgíu að þetta væri ein enn sönnun þess að Demokrataflokkurinn hataði fjölskyldur og fjölskyldugildi!
"Keeping us up here eats away at families," said Rep. Jack Kingston (R-Ga.), who typically flies home on Thursdays and returns to Washington on Tuesdays. "Marriages suffer. The Democrats could care less about families -- that's what this says."
Búúhúú!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 6.12.2006
Tony Snow búinn að skera á "borgarastríð-smorgarastríð" hnútinn í Írak: engin leið að segja til eða frá...
Það var koinn tími til að fréttamenn krefðu Tony Snow, talsmann forsetans, um svör við því hvort það væri borgarastríð í Írak. Snow segist hafa velt þessu fyrir sér "lengi" í seinustu viku, og komst að þeirri niðurstöðu að það væri barasta ekki nein leið til að skera úr um hvenær skeggjaðir múslimar væru í borgarastríði. Á blaðamannafundi í dag (það er ennþá þriðjudagur hjá mér!) var Snow spurður eftirfarandi spurningar:
Q Well, my question now is, what is the definition of the White House of the words "civil war?"
Þetta fannst Snow vera merkileg spurning:
MR. SNOW: That's an interesting question, and there's no clear answer to it, because the one thing -- I spent a lot of time thinking about this last week, and I'm not sure you get any two people to agree. For instance, if a civil war is a situation in which you have two clearly identified organizations with clearly identified leadership, both actively soliciting support from the populace and fighting over territory, authority and legitimacy -- it probably doesn't apply. If you have as your definition of a civil war something that involves the entire land mass -- north, south, east and west -- doesn't apply. But some people think the sectarian violence you've seen -- centered largely around Baghdad, and you also have some terrorist activity in Anbar, a considerable amount -- they think that is civil war. So it depends on which metrics you use for doing it. And frankly, I gave up on trying because there are any number of people who have different measurements.
Nú jæja. Tony Snow er semsagt búinn að játa sig sigraðan í orðskilgreiningamaraþoninu. Nú er eftir að sjá hverjir aðrir falla úr keppni!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta Bush-Jim Webb mál virðist ekki ætla að hverfa af bandarískum bloggsíðum eða úr hefðbundnari fjölmiðlum. Og þetta er samt með einfaldari málum: Forsetinn spurði Webb (sem er nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demokrata frá Virginíu) hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak - Webb svaraði "Id like to get them out of Iraq, Mr. President" - sem forsetanum fannst ekki nógu kurteislegt, eða nákvæmt svar við mjög svo einfaldri spurningu, svo hann svaraði um hæl: "That's not what I asked you: How's your boy?" Webb var misboðið, og samkvæmt fréttum þurfti hann að taka á sér öllum til að hjóla ekki í "the decider". Ég fjallaði um þetta stórskemmtilega mál í síðustu viku. Sjá hér.
Stuðningsmenn Repúblíkanaflokssins hafa gert mikið mál úr "dónaskap" Webb - enda finnst þeim að Bush megi koma fram við foreldra hermanna, sem eru að heyja tilgangslaust stríð í fjarlægu landi, af fullkominn óvirðingu, krefja þau um svör og gerast snúðugur þegar fólk fellur ekki í stafi frammi fyrir foringjanum. Seinasta skoffínið til að tjá sig um dónaskap Webb var Bill O'Reilly, sem sagði í gær að Webb hafi sýnt forsetanum "óvenjulega óvirðingu", í ljósi þess að Bush hafi "bara verið að reyna að vera kurteis". Mannasiðakennarar repúblíkanaflokksins hafa látið í veðri vaka að Webb hafi sett alla uppákomuna á svið til þess að fá tækifæri til að lenda í einhverskonar konfrontasjón við forsetann.
Nýjasta uppljóstrunin í þessu undarlega máli er samt sú að Bush vissi að sonur Webb hafði nýlega sloppið naumlega við að vera drepinn: Stuttu áður en Webb og Bush ræddust við í kokteilboði Hvíta Hússins var bíll sem var að keyra við hliðina á Webb yngri sprengdur í loft upp, og í þeim bíl þrír landgönguliðar. Webb eldri hafði fengið fréttirnar, og var auðvitað hrærður. Það besta er þó að forsetinn hafði verið varaður við því að vera "extra sensitive" þegar hann talaði við Webb! Jim Moran (D-Va) segir að Bush hafi verið beðinn um að sýna Webb sérstaka aðgát:
Not only did Bush know about it, he was specifically briefed on the incident before meeting with Webb, and was cautioned to be extra sensitive in speaking with Webb about his son.
Og hvernig ákvað forsetinn að sýna föður hermanns sem hafði rétt í þessu horft upp á félaga sína sprengda í loft upp, og sjálfur rétt sloppið við að vera drepin? Nú með því að heimta skýr og greinargóð svör, þegar Webb lét í ljós ósk sína um að sonur hans og aðrir hermenn kæmust heim sem fyrst! "Thats not what I asked you"...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2006 kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.12.2006
Jólagjöfin í ár: GOP dagatalið
Íllgjarnir liberal bloggarar í Bandaríkjunum hafa varla getað hamið gleði sína yfir þessu frábæra dgagatali Repúblíkanaflokksins. Sérstaka gleði vekur herra águst - glæsilegur og karlmannlegur, með tíugallona-hattinn! "The decider" sem herra mars er líka viðeigandi - Mars, guð stríðs og hernaðar; forsetinn situr íhugull að naga gleraugun, ábyggilega að tala við þjóðarleiðtoga og stjórnspekinga í símann, meðan hann horfir út í fjarskann, hugurinn reikar til Írak, áhyggjurnar og samúðin skín úr augunum, og reyndar barasta hverjum einasta andlistsdrætti.
Dagatalið kostar skitna 25 dollara, og samkvæmt heimasíðu repúblíkanaflokksins er dagatalið tilvalið til að sýna öllum, vinum og kunningjum, hversu mikið þú elskir forsetann.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 4.12.2006
Leiðari Washington Post um Ísland: "Blame Iceland"
Ég verð að játa að ég hef ekki fylgst nógu vel með íslenskum fjölmiðlum, svo ég veit hreinlega ekki hvort ég er seinastur með þessar fréttir - en í gær skrifaði Washington Post leiðara um afstöðu Íslendinga til togveiða. Washington Post er ekkert sérstaklega vinveitt íslendingum í þessum leiðara, og mér fannst bráðnauðsynlegt að birta hann aftur í heild sinni! Takið eftir að stefna okkar í sjávarnytjum hefur síst vaxið í augum útlendinga eftir að við tókum upp á því aftur að veiða hvali.
Blame Iceland
A tiny country that still hunts whales scuttles an effort to save the ocean bottom.
Sunday, December 3, 2006; Page B06
IN A FORM of fishing known as bottom trawling, huge, weighted nets are dragged across the ocean floor, destroying corals and just about everything else in their path. In U.S. waters, the practice is tightly regulated -- and forbidden in certain environmentally sensitive areas. On much of the high seas, however, it's open season. Delicate ecosystems get ravaged with nobody paying attention. The Bush administration, along with several other governments, has been pushing for a moratorium on unregulated trawling on the high seas. Last month, thanks in large part to Iceland, it failed to get that measure.
Iceland did not act alone in preventing a ban: Russia, Japan, China and South Korea joined in. Iceland's embassy, in a statement, said it "strongly objects to claims, made by some environmental organizations, that it was in the forefront of blocking consensus" to ban deep-sea bottom trawling. The denial is disingenuous. In closed-door negotiations, Iceland, along with Russia, took a particularly vocal and aggressive stand against strong action.
Because the arcane rules of high-seas fishing are largely defined by consensus, even small countries that are genuine moral outliers in world attitudes toward oceans can prevent agreement. The result in this case was a mushy resolution that fell far short of what the administration and environmental groups wanted, which in turn is ominous for efforts to protect marine life in international waters. The world's oceans are heading toward environmental collapse, which only bold action will avert. It's hard to imagine that happening if a country that hunts whales and has a population smaller than Washington's can help block a common-sense proposal to safeguard the ecological health of the ocean floor.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 4.12.2006
NASA sækir innblástur til víkinga
Í Washington Post í morgun var grein um geimkönnunarprógrömm NASA og drauma um landnám á fjarlægum hnöttum. Greinarhöfundur og NASA virðast sjá geimferðaprógramm Bandaríkjanna sem beinan arftaka víkinganna. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga, því það er ekki svo lélegt að NASA og geimáhugamenn ímyndi sér að Leifur Eiríksson sé forfaðir Captain Picard!
As Michael Griffin, the head of NASA, sees it, humanity is setting out on an interplanetary quest not dissimilar to what began with the Vikings. An age of space exploration has begun, but only with the same confused baby steps that brought Leif Eriksson briefly to Vinland and North America (or was it Greenland?).
"Fifty years into it, the amount of progress that the Vikings had made would not have been that noticeable, and that's where we are in space flight today," Griffin said in a recent interview. "I really think that's the way to look at it." [...]
It's an ambitious, almost Star Trek-like vision, one that has ardent supporters and vocal detractors.
M
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 4.12.2006
Galin gamalmenni: Öldungadeildarþingmaðurinn Pete Domenici (R-New Mexico) ráfar um þingsali í náttfötunum
Bandaríkjamenn eiga það til að sinna ýmsum erindum í náttbuxunum - það er t.d. alsiða að háskólanemar mæti í náttbuxunum í skólann meðan próf standa yfir. Og yfirleitt kippir fólk sér ekki upp við að sjá fullorðið fólk á náttfötunum úti í búð. Ég veit ekki hvort þessi siður er bundinn við Miðvesturríkin, en það virðist vera almenn skoðun fólks að náttbuxur séu ásættanlegur klæðnaður í siðaðra manna samfélagi.
En það virðist sem þessi siður þyki ekki nógu fínn í Washington D.C., því á föstudaginn varð uppi fótur og fit þegar starfsmenn þingsins sáu til öldungadeildarþingmannsins Pete Domenici þar sem hann var á einhverju rápi, ógirtur, klæddur í náttbuxur og stóra skyrtu. Domenici, sem er 75 ára gamall, virtist vera á stefnulaus ráfi um ganga þinghússins í buxum sem sjónarvottar sögðu að gætu ekki hafa verið neitt annað en náttbuxur. Aðrir þóttust hafa séð Domenici á nærbrókinni... Samkvæmt The Hill: (The Hill krefst áskriftar, sem ég tími ekki að punga út, en Raw Story birti parta úr greininni):
We had a number of reports Friday that Sen. Pete Domenici (R-N.M.) was wandering the halls of Senate office buildings in his jammies, ... Two staffers said they saw the Senator wearing 'tartan' or 'buffalo plaid' pajama bottoms and a 'loose-fitting shirt.' By the end of the day, one informant called to say she heard Domenici was walking around in his boxers.
Domenici brást hinn versti við þessum aðdróttunum:
What are people talking about walking the halls? I work! the 74-year-old Domenici said, sounding a tad indignant that folks would assume his lightweight wool plaid pants were pajamas. These pants have two pockets like any else.
Theyre comfy, and theyre fun, he said. People stop me to talk about them. Theyre Christmasy, theyre black and white.
Þannig eru semsagt buxur skilgreindar af orðskilgreiningarráðuneyti Repúblíkana? Eitthvað sem er með tvo vasa? Fyrir þarsíðustu jól keypti ég mér einmitt svona buxur, úr þykkri bómull með tveimur vösum. Það hafa þá verið fullkomlega legitimate vinnubuxur, samkvæmt Domenici? Domenici hefur reyndar eina afsökun: það eru að koma jól, og þessi náttbuxnaárátta bandaríkjamanna er yfirleitt verst í Desember. En hvenær urðu svartur og hvítur að "jólalitum"? Ég hélt að grænn og rauður væru "jólalitirnir".
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 4.12.2006
Bandaríska biskupakirkjan að klofan vegna hommaógnarinnar - hómófóbískar kirkjur leita til Nígerísks erkibuskups
Forsaga málsins er sú að 2003 var samkynhneigður maður kosinn biskup í New Hampshire. Þetta líkaði íhaldssömum kirkjumeðlimum auðvitað alls ekki, og gremja þeirra yfir því að búa innan um fólk sem ekki er nákvæmlega eins og það sjálft, tvíefldist þegar einn helsti stuðningsmaður þess að samkynhneigðir prestar og biskupar séu jafnir öðrum prestum og biskupum var kosinn leiðtogi kirkjunnar allrar.
Afturhaldssamir söfnuður hafa alltaf við og við sagt sig úr lögum við kirkjuna - en nú ætla semsagt tveir söfnuðir ekki bara að segja sig úr lögum við Bandarísku Biskupakirkjuna, heldur ætla þeir að ganga inn í Nígerísku biskupakirkjuna, vegna þess að leiðtogi hennar, Erkibiskup Peter J Akionla er harður andstæðingur samkynhneigðar. Akinola hefur meðal annars talað fyrir því að lögreglan handtaki alla samkynhneigða karlmenn og komi þeim fyrir í sérstökum fangelsum þar sem þeir séu geymdir. Nú, því annars eru þeir að spilla almannafrið og siðgæði. Búist er við að fleiri bandarískar kirkjur fylgi í kjölfarið!
If the votes at The Falls Church and Truro succeed, as their leaders predict, the 3,000 active members of the two churches would join a new, Fairfax-based organization that answers to Nigerian Archbishop Peter J. Akinola, leader of the 17 million-member Nigerian church and an advocate of jailing gays. The new group hopes to become a U.S.-based denomination for orthodox Episcopalians.
How many congregations will take this route is unknown, with the likelihood of costly litigation over historic, valuable properties and bitterness infecting a holy space. Even church centrists estimate that 15 percent of U.S. Episcopalians would leave the national church if their congregations could keep their church buildings and remain in the Communion.
Þetta mál snýst allt um tvo hluti: Hatur "orthodox episcopalians" á samkynhneigð og löngun þessara sömu "orthodox" safnaða og presta til að halda í allar eignir kirkjunnar. Ef presturinn og söfnuðurinn segja sig úr lögum við kirkjuna halda þeir ekki eignum sóknarinnar, en ef þeir ganga til liðs við Hina heilögu nígerísku hommahaturskirkju eiga þeir betri séns á að halda húseignum og öðru kirkjugóssi.
Það er athyglisvert að þessir "orthodox episcopalians" skuli þurfa að leita til þriðja heimsins til að finna menn sem geta leitt þennan nýja söfnuð þeirra. Báðir söfnuðirnir sem ætla að ganga til liðs við nígeríumennina eru í Fairfax County, í Virginíu. Um 70% íbúa í Fairfax county er hvítur, og biskupakirkjan er yfirleitt hvítari en aðrar kirkjudeildir. innan við 9% íbúa Fairfax county er svartur, og íbúar Virginíu er síst þekktir fyrir ást sína á öðrum kynþáttum eða interracial mixing. Það var ekki að ástæðulausu sem George Allen hélt að hann gæti komist upp með að uppnefna S.R. Sidarth, "Macaca" eða troða afskornum dádýrshausum í póstkassan hjá "surtum". Nú er eftir að sjá hvort safnaðarmeðlimir í "orthodox" hommahaturskirkjunnu hafi áttað sig á því að þeir myndu tilheyra kirkju sem væri ekki leidd af hommum heldur halanegrum? Verst að klanið er ekki viðurkennt sem alvöru trúarsöfnuður.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
sun. 3.12.2006
Átökin í Írak ekki borgarastríð - bara múslimar að hegða sér eins og múslímum er vant
Fox News hefur ákveðið að óöldin og almennt upplausnarástand sem ríkir í Írak sé ekki borgarastríð, enda hefur orðskilgreiningrráðuneyti flokksins ekki gefið út fyrirskipun þaraðlútandi. Það sem er merkilegt við þessa ákvörðun Fox er heiðarleiki þeirra um ástæðurnar. Fox reynir nefnilega ekki að skýla sér á bak við málfræði og nákvæmin í hugtakanotkun, heldur viðurkenna þeir að ástæðan sé sú að hugtakið "borgarastríð" gefi til kynna að utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar hafi mistekist:
...some are using the term civil war to indicate failure, not inside Iraq, but on U.S. policy in Iraq. Were unwilling to fall into that tender trap.
Ef innrásin hleypti af borgarastríði þýðir það að "operation enduring freedom" misheppnaðist: markmið allrar utanríkisstefnu ný-íhaldsmannanna sem studdu innrásina var að opna mið-austurlönd fyrir vindum lýðræðis og gera Írak að lýðræðislegu réttarríki og einhverskonar beachhead fyrir vestrænt lýðræði í þessum heimshluta. Árangurinn hefur hins vegar orðið sá að ástandið í Miðausturlöndum er ótryggara en nokkru sinni fyrr, enda hafa bandamenn Bandaríkjanna orðið miklar áhyggjur af því að óöldin í Írak breiðist út. En það er ennþá hægt að skýla áhorfendum Fox við þessum óþægilega sannleika. Það fyndnasta er að starfsmenn Fox virðast sjá sjálfa sig sem einhverskonar síðustu víglínu frelsisins og Bandaríkjanna í stríði við hryðjuverkamenn og "the surrender monkeys" sem vinna fyrir aðra fréttamiðla:
Þann 28 nóvember sagði Bill O'Reilly í útvarpsþætti sínum:
NBC News has declared that there is indeed a civil war in Iraq. Now, that's not shocking because NBC is the most aggressive anti-Bush network these days, as they have made a calculated effort to woo left-wing viewers. The question is, is NBC wrong about Iraq? The answer is, yes. Of course, the American media is not helping anyone by oversimplifying the situation and rooting for the USA to lose in Iraq. And that is what some media people are doing.
Hryðjuverkamennirnir hafa sigrað ef við köllum átökin í Írak "borgarastríð"? Joe Scarborough - sem er hægrisinnaður þáttastjórnandi á NBC benti á fáránleika þessarar röksemdafærslu:
I think that's insane, that he's suggesting there that NBC is rooting for America to lose in Iraq. Bill O'Reilly has had questions about this war from the very beginning. Bill O'Reilly knows we're engaged in a civil war over there. I'm stunned. What is going on at Fox News? Why is Bill O'Reilly claiming that my network, NBC News, is rooting for terrorists? That's truly insulting to me.
O'Reilly er hins vegar ekki af baki dottinn - því hann er með nýja skýringu á því af hverju við ættum ekki að vera kippa okkur upp við ástandið í Írak, og af hverju það sé ekki ástæða til að kalla átökin "borgarastríð", því óöld, upplausn og fjöldamorð séu óaðskiljanlegur partur af menningu Íraka og annarra múslima:
So all of those things have combined. It's not a civil war as NBC News wants you to think. It has nothing to do with that. It has to do with a lot of bad guys going into an area and seizing the opportunity to create death and mayhem. And they're all Muslims, and they're doing what they do. They're killing each other. And they're killing Americans.
Fréttaskýrendur og blaðurmaskína repúblíkana í útvarpi og sjónvarpi virðist nefnilega vera að missa þolinmæðina þegar það kemur að Írak og Írökum, og það verður æ algengara að þeir segi sem svo að það sé engin leið til að koma á friði í Írak því írakar, múslimar og arabar séu hvort sem er allir blóðþyrstir villimenn sem viti ekkert skemmtilegra en að standa í bræðravígum. Ef "harðlínumenn" eins og O'Reilly eru byrjaðir að missa trúna á að stríðið geti unnist getur varla verið langt í að forsetinn þurfi að horfast í augu við raunveruleikann.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)