Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Eftirfarandi er minnisblað Rumsfeld til Bush, dagsett 6. nóvember. New York Times birti minnisblaðið í heild sinni í morgun, og fylgir því eftir með umfjöllun. Minnisblaðið sýnir að Rumsfeld var búinn að gera sér grein fyrir því að stríðið væri svo gott sem tapað, og að það væri komið að því að forsetinn horfðist í augu við hversu ömurlegt ástandið væri. Það er sérstaklega athyglisvert að Rumsfeld telur það með verstu kostum í stöðunni að "stay the course" (Reyndar segir Rumsfeld "Continue on the current path", og orðhenglar repúblíkanaflokksins eru ábyggilega tilbúnir til þess að halda því fram að þar með hafi Rumsfeld ekki verið að gera lítið úr "stay the course" stefnu forsetans)
Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Rumsfeld, en mér sýnist hugmyndir hans flestar benda í rétta átt. (Jú, að vísu hef ég alltaf dáðst að því hvernig Rumsfeld setur saman furðulegar opinberar yfirlýsingar um hluti eins og "the known unknowns, and the unknown unknwonws", en yfirlýsingum Rumsfeld hefur veirð líkt við existensíalískan skáldskap. Eftirfarandi eitt af betri ljóðum Rumsfeld, performerað 12 febrúar 2002, á fréttamannafundi/ljóðalestri varnarmálaráðuneytisins:
- Reports that say, that something hasn't happened
- are always interesting to me,
- because as we know, there are known knowns;
- there are things we know we know.
- We also know there are known unknowns;
- that is to say, we know there are some things we do not know.
- But,
- there are also unknown unknowns the ones we don't know...
- we don't know.
Minnismiðinn er ekki alveg stórkostlegur skáldskapur, en sem sæmilega raunsannt og skynsamt mat á stöðu mála er hann hreint ekki svo slæmur! Rumsfeld vill ekki fjölga hermönnum (eins og McCain og forsetinn hafa viljað), heldur vill hann byrja að draga niður herstyrk Bandaríkjanna. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum repúblíkana við minnisblaði Rumsfeld. Það sama má segja um Lieberman - sem er einhverskonar repúblíkani, en hann sagði að minnisblaðið hefði verið "in many ways surprising", og er mjög undrandi á að Rumsfeld vilji ekki fjölga hermönnum í Írak.
I must say, that the one thing he doesnt raise as a possibility is to increase the number of our troops there even though theres very broad criticism of Rumsfeld for having had too few American troops in Iraq after Saddam Hussein was overthrown. That may well be a critical part of the problems that weve been having lately.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig stuðningsmenn stríðsins snúa sig út úr því að Rumsfeld sé fylgjandi einhverskonar "cut and run-and/or-redeploy" stefnu.
Nov. 6, 2006
SUBJECT: Iraq Illustrative New Courses of Action
The situation in Iraq has been evolving, and U.S. forces have adjusted, over time, from major combat operations to counterterrorism, to counterinsurgency, to dealing with death squads and sectarian violence. In my view it is time for a major adjustment. Clearly, what U.S. forces are currently doing in Iraq is not working well enough or fast enough. Following is a range of options:
ILLUSTRATIVE OPTIONS
Above the Line: (Many of these options could and, in a number of cases, should be done in combination with others)
¶Publicly announce a set of benchmarks agreed to by the Iraqi Government and the U.S. political, economic and security goals to chart a path ahead for the Iraqi government and Iraqi people (to get them moving) and for the U.S. public (to reassure them that progress can and is being made).
¶Significantly increase U.S. trainers and embeds, and transfer more U.S. equipment to Iraqi Security forces (ISF), to further accelerate their capabilities by refocusing the assignment of some significant portion of the U.S. troops currently in Iraq.
¶Initiate a reverse embeds program, like the Korean Katusas, by putting one or more Iraqi soldiers with every U.S. and possibly Coalition squad, to improve our units language capabilities and cultural awareness and to give the Iraqis experience and training with professional U.S. troops.
¶Aggressively beef up the Iraqi MOD and MOI, and other Iraqi ministries critical to the success of the ISF the Iraqi Ministries of Finance, Planning, Health, Criminal Justice, Prisons, etc. by reaching out to U.S. military retirees and Reserve/National Guard volunteers (i.e., give up on trying to get other USG Departments to do it.)
¶Conduct an accelerated draw-down of U.S. bases. We have already reduced from 110 to 55 bases. Plan to get down to 10 to 15 bases by April 2007, and to 5 bases by July 2007.
¶Retain high-end SOF capability and necessary support structure to target Al Qaeda, death squads, and Iranians in Iraq, while drawing down all other Coalition forces, except those necessary to provide certain key enablers for the ISF.
¶Initiate an approach where U.S. forces provide security only for those provinces or cities that openly request U.S. help and that actively cooperate, with the stipulation being that unless they cooperate fully, U.S. forces would leave their province.
¶Stop rewarding bad behavior, as was done in Fallujah when they pushed in reconstruction funds, and start rewarding good behavior. Put our reconstruction efforts in those parts of Iraq that are behaving, and invest and create havens of opportunity to reward them for their good behavior. As the old saying goes, If you want more of something, reward it; if you want less of something, penalize it. No more reconstruction assistance in areas where there is violence.
¶Position substantial U.S. forces near the Iranian and Syrian borders to reduce infiltration and, importantly, reduce Iranian influence on the Iraqi Government.
¶Withdraw U.S. forces from vulnerable positions cities, patrolling, etc. and move U.S. forces to a Quick Reaction Force (QRF) status, operating from within Iraq and Kuwait, to be available when Iraqi security forces need assistance.
¶Begin modest withdrawals of U.S. and Coalition forces (start taking our hand off the bicycle seat), so Iraqis know they have to pull up their socks, step up and take responsibility for their country.
¶Provide money to key political and religious leaders (as Saddam Hussein did), to get them to help us get through this difficult period.
¶Initiate a massive program for unemployed youth. It would have to be run by U.S. forces, since no other organization could do it.
¶Announce that whatever new approach the U.S. decides on, the U.S. is doing so on a trial basis. This will give us the ability to readjust and move to another course, if necessary, and therefore not lose.
¶Recast the U.S. military mission and the U.S. goals (how we talk about them) go minimalist.
Below the Line (less attractive options):
¶Continue on the current path.
¶Move a large fraction of all U.S. Forces into Baghdad to attempt to control it.
¶Increase Brigade Combat Teams and U.S. forces in Iraq substantially.
¶Set a firm withdrawal date to leave. Declare that with Saddam gone and Iraq a sovereign nation, the Iraqi people can govern themselves. Tell Iran and Syria to stay out.
¶Assist in accelerating an aggressive federalism plan, moving towards three separate states Sunni, Shia, and Kurd.
¶Try a Dayton-like process
![]() |
Rumsfeld sendi forsetanum minnisblað um breytta stefnu gagnvart Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 2.12.2006
Repúblíkanar vilja eyða seinustu dögunum sem þeir sitja við völd í að æsa sig yfir kynlífi fólks
Það er eitthvað mjög grunsamlegt við hversu mikinn áhuga Repúblíkanar hafa á einkalífi og kynlífi fólks. Ef þeir eru ekki að æsa sig yfir því að sumt fólk sé samkynhneingt, (en þingmenn þeirra eða pólítíksir leiðtogar, eins og Mitt Romney, eða sjónvarpspredíkarar, hafa margir grunsamlega mikinn áhuga á samkynhneigð) þá eru þeir að æsa sig yfir því að gagnkynhneigt fólk stundi kynlíf. Reyndar eru repúblíkanar á því að það eigi enginn að stunda kynlíf, nema hann sé löglega giftur aðila af hinu kyninu. Og þá helst bara til að búa til börn. Og hananú!
Svo miklar áhyggjur hafa repúblíkanar af því að fólk sé að stunda kynlíf, að alríkisstjórnin ver árlega milljónum bandaríkjadala í að prómótera skirlífi! Á undanförnum árum hefur bandaríska alríkisstjórnin, undir hanldeiðslu Bush, veitt milljörðum íslenskra króna í auglýsingaherferðir meðal unglinga sem hvetja þau til þess að stunda ekki kynlíf og taka "skirlífisheit". Á sama tíma hefur verið dregið stórlega úr annarri kynfræðslu, og stjórnvöld lagst alveg sérstaklega gegn því að unglingum og ungmennum sé kennt að nota smokka eða aðrar getnaðarvarnir... enda smokkar alveg voðalega eitthvað ógeðslegir...?
Semsagt: Alríkisstjórnin vill ekki kenna unglingum að nota getnaðarvarnir, en heldur úti stórfelldum áróðri fyrir því að kynlíf sé bæði ljótt og dónalegt, og eigi alls ekki heima meðal siðaðs eða heiðarlegs fólks. Þetta eru þeir sannfærðir um að dragi úr samfélagslegri upplausn og hnignun siðgæðis. Enda vitað mál að kynlíf er ægileg siðgæðishnignun?
Það fyndnasta er að allar rannsóknir hafa sýnt að skirlífisáróður Bush stjórnarinnar hefur engin áhrif - unglingar stunda ekkert minna kynlíf þó þeir séu neyddir til að horfa á áróðursmyndbönd um skirlífi, eða ef skólasálfræðingurinn reynir að sannfæra þau um að kynlíf sé stórt no-no. Það sem verra er, unglingar sem fá enga menntun um notkun getnaðarvarna eru líklegri til að fá kynsjúkdóma en hinir. Eins og það segði sig ekki sjálft? (Reyndar hafa rannsóknir sýnt að skirlífisherferðir auki tíðni kynlífs hjá ungmennum!) En Bush stjórninni er svo mikið í mun að vernda þessi snilldarprógrömm að þeir hafa hvað eftir annað komið í veg fyrir að ríkisendurskoðun kanni fjárveitingar og stjórnsýslu tengda þessum skirlífisárðursherferðum, en skírlífisprógrömm stjórnarinnar hafa kostað skattgreiðendur 1 milljarð bandaríkjadala...
Og til þess að kóróna vitleysuna ætla repúblíkanar núna að veita milljónum bandaríkjadala í að reka áróður fyrir því að fullorðið fólk, þ.e. fólk á aldrinu 19-29 ára stundi ekki kynlíf utan hjónabands!
The government says the change is a clarification. But critics say it's a clear signal of a more directed policy targeting the sexual behavior of adults.
"They've stepped over the line of common sense," said James Wagoner, president of Advocates for Youth, a Washington, D.C.-based non-profit that supports sex education. "To be preaching abstinence when 90% of people are having sex is in essence to lose touch with reality. It's an ideological campaign. It has nothing to do with public health."
Abstinence education programs, which have focused on preteens and teens, teach that abstaining from sex is the only effective or acceptable method to prevent pregnancy or disease. They give no instruction on birth control or safe sex.
The National Center for Health Statistics says well over 90% of adults ages 20-29 have had sexual intercourse.
Þetta er auðvitað alvarlegt vandamál sem ríkið á að takast á við, og verja til þess almannafé!
For last year's state grants, Congress appropriated $50 million. A similar amount is expected for 2007, but the money has not yet been allocated, according to the Administration for Children and Families.
"I think the program should talk about the problem with out-of- wedlock childbearing not about your sex life," Brown says. "If you use contraception effectively and consistently, you will not be in the pool of out-of-wedlock births."
En getnaðarvarnir eru auðvitað bannaðar í þeirri skríngilegu, og satt best að segja frekar scary, veröld sem Bush og hans stuðningsmenn vilja búa í. Ástæðan er auðvitað einföld: það eru ekki kynsjúkdómar, einstæðar mæður eða óskilgetin börn sem þetta fólk hefur áhyggjur af. Repúblíkanaflokkurinn virðist raunverulega hafa áhyggjur af því að fólk 90% alls fólks skuli stunda kynlíf... Það hljóta að vakna spurningar hverskonar kynferðislega óra þingmenn og pólítískir leiðtogar repúblíkanaflokksins eru með. Hvað rekur fullorðið fólk til þess að vilja leggja milljarða króna í að banna öðru fullorðnu fólki að sofa saman?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er til merkis um algjört rökþrot þegar menn fara að rífast um merkingu orða. Og ef það er eitthvað að marka orðhengilshátt bandaríkjaforseta í Íraksmálum - en öll utanríkisstefna forsetans virðist nú snúast um hvað eigi að kalla stríðið í Írak, þ.e. að það sé ekki "borgarastríð", heldur eittvað allt allt annað. En það er ekki bara forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans sem þykjast vera betur máli farnir en aðrir, og vita betur hvað eigi að kalla hlutina. Repúblíkanaflokkurinn virðist fullur af kverúlöntum og litlum merkikertum í snyrtilegum jakkafötum sem halda að það sé legitimate rökræðutækni að skilgreina hugtök upp á nýtt og gagrýna andstæðinga sína fyrir að kunna ekki rétt mál, eða kalla ekki hlutina sínum "réttu nöfnum"...
Og nú beina íhaldsmenn spjótum sínum að rauðliðanum Webb: Um daginn lenti Jim Webb, nýkjörnum öldungadeildarþingmanni Virginíu, saman við George W. Bush, fertugasta og þriðja forseta Bandaríkjanna. Bush, sem ber ábyrgð á því að þúsundir bandarískra hermanna hafa fallið í misheppnaðri hernaðaraðgerð sem kom af stað "innanríkisátökum og upplausn" í Írak, spurði Webb "How's your Boy" - en sonur Webb er í Írak. Webb svaraði: "I'd like to get them out of Iraq, Mr. President", þ.e. Webb vill fá son sinn til baka frá Írak. En frekar en að segja eitthvað eins og "let us hope they can all return soon", eða "We must do everything we can to make sure that they succeed in their mission, and can return home soon", eða bara eitthvað kurteislegt, eitthvað sem sýndi að hann skildi að Webb ætti son sem væri í lífshættu, ákvað foresetinn að hreyta út úr sér: "That's not what I asked you, How's your boy?" Og þessu svaraði Webb: "That's between me and my boy, Mr. President" (sjá færslu mína um þessi samskifti þeirra hér.)
Það ætti að vera öllum ljóst hvor aðilinn sýndi hinum dónaskap, hvor kom fram af hroka og hvor ætlaðist til þess að embættisstaða sín kallaði fram undirlægjuhátt og smjaður... Ef ég ætti börn sem væru föst í tilangslausu borgarastríði einhverstaðar í eyðimörk hinum megin á hnettinum myndi ég líka vilja fá þau aftur, og ég skil mjög vel að Webb skuli hafa vogað sér að láta þá skoðun í ljós, þó forsetinn væri valdamikill og auðugur maður.
En bandarískir hægrimenn og fréttaskýrendur hafa aðrar skoðanir á þessum samskiftum. George F. Will á Washington Post skrifaði langa grein um "dónaskap" Webb gagnvart forsetanum. Samkvæmt Will er Webb nefnilega "a boor". Í frásögn Will urðu samskifti þeirra tveggja þannig:
When Bush asked Webb, whose son is a Marine in Iraq, "How's your boy?" Webb replied, "I'd like to get them [sic] out of Iraq." When the president again asked "How's your boy?" Webb replied, "That's between me and my boy." ... Webb certainly has conveyed what he is: a boor. Never mind the patent disrespect for the presidency. Webb's more gross offense was calculated rudeness toward another human being -- one who, disregarding many hard things Webb had said about him during the campaign, asked a civil and caring question, as one parent to another.
Til þess að ná fram réttum áhrifum sleppir Will snúðugu svari forsetans, og sleppir því að Webb ávarpaði forsetann "mr. President". Hvað sem því líður þykist Will vera búinn að sanna að Webb sé dóni, sem ekki þurfi að taka alvarlega. Hér birtist hugmynd margra afturhalds-íhaldsmanna um kurteisi og helgi stofnana og nauðsyn þess að menn bukti sig og beygi frammi fyrir sér hærra settum embættismönnum. Bændadurgar eins og Webb eiga að sýna sýslumanninum virðingu, jafnvel þó sýslumaðurinn sé getulaus auli sem hafi sólundað sveitasjóðinum, steypt sveitinni í skuldir, sendi börn bænda út í opinn dauðann og neiti að viðurkenna að hann hafi gert nein mistök?
En þessi ímyndaða ókurteisi er ekki alvarlegasti glæpur Webb. Nei. Helsti glæpur hans er nefnilega að "[he] has become a pompous poseur and an abuser of the English language before actually becoming a senator", og máli sínu til stuðnings vitnar Will í grein sem Webb skrifaði í Wall Street Journal (sjá fyrri færslu mína um þá grein hér).
Umfjöllun Will um Webb er áhugaverð, því í henni birtast nokkur af uppáhalds rökræðutækjum margra repúblíkana og íhaldsmanna. Útúrsnúningar eru auðvitað eftstir á lista, enda byrjar Will grein sína á að þeim. Þvínæst er orðhengilsháttur. Will vitnar í grein Webb. Webb hafði skrifað:
"The most important -- and unfortunately the least debated -- issue in politics today is our society's steady drift toward a class-based system, the likes of which we have not seen since the 19th century. America's top tier has grown infinitely richer and more removed over the past 25 years. It is not unfair to say that they are literally living in a different country."
Þessu svarar Will þannig:
Never mind Webb's careless and absurd assertion that the nation's incessantly discussed wealth gap is "the least debated" issue in American politics.
In his novels and his political commentary, Webb has been a writer of genuine distinction, using language with care and precision. But just days after winning an election, he was turning out slapdash prose that would be rejected by a reasonably demanding high school teacher.
Það er semsagt prósinn sem er ekki nógu góður? Og hvað er það sem Will mislíkar? Notkun Webb á orðinu "literally". Webb segir að hinir ríkustu lifi "bókstaflega" á annarri öld en almenningur. Það er vissulega rétt að Webb hefði átt að segja "figuratively" eða eitthvað álíka, en raunveruleikinn er engu að síður hinn sami, og Webb lýsir hlutunum eins og þeir birtast almenningi, þ.e. venjulegu fólki sem þarf að hafa áhyggjur af alvarlegri hlutum en hvort forsetinn hafi verið ávarpaður af tilhlýðlegri virðingu og hvort þingmenn séu nógu vel máli farnir og noti réttar myndlíkingar. Það sama gildir um stríðsátökin í Írak. 68% allra Bandaríkjamanna eru þeirrar skoðunar að það sé borgarastríð í Írak, og allir fréttaskýrendur eru sömu skoðunar, þó sumir noti enn orðalag stjórnarinnar, af "virðingu við forsetaembættið", eða eitthvað álíka gáfulegt. Það getur varla skift miklu að íbúum Írak og öllum fræðimönnum sem fjalla um Mið Austurlönd eða borgarastríð séu þeirrar skoðunar að átökin séu borgarastríð?
Eftir að þeir töpuðu kosningunum virðast repúblíkanar ekki treysta sér til annars en að rífast um orð og orðanotkun... En það er rétt að rifja það upp að Jim Webb sigraði frambjóðanda repúblíkana George "Macaca" Allen, eftir að sá síðarnefndi kom upp um hverskonar orðaforða hann hefði. Allen reyndi líka að snúa sig út úr því vandamáli með því að reyna að endurskilgreina og búa til ný orð.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)