Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Meira af Nígerísku hommahaturskirkjunni

Akinola erkibiskup útskýrir hvernig vestrænir hnignunarsjúkdómar eins og lýðræði, málfrelsi, og umburðarlyndi eru að ganga að hefðbundnu og heimaræktuðu Nígerísku mannhatri dauðu.jpg

Þetta hefur mjög lítið með Bandaríkin að gera - nema helst að einn af helstu talsmönnum hómófóbíu í Nígeríu, erkibiskup Akinola, þykir svo skeleggur andstæðingur siðspillingar að afturhaldssömustu kirkjudeildir bandarísku Biskipakirkjunnar í Virginíu ætla að segja skilið við bandarísku kirkjuna, og ganga í nýja hommahaturs-biskupakirkju sem Akinola leiðir. (Sjá færslu mína um það hér)

En semsagt: mannvinirnir í ríkisstjórn Nígeríu hafa, sennilega með dyggum stuðningi og áeggjan "orthodox" biskupakirkju Akinola, undirbúið löggjöf sem mun banna allt samneyti samkynhneigðra

LAGOS, Nigeria -- Lawmakers in Nigeria are debating a bill that would ban same-sex marriage and any form of association among gays, even sharing a meal at a restaurant

Few in Nigeria's deeply closeted gay community have publicly opposed the legislation, which proposes penalties of up to five years in prison and is widely expected to pass.

Nei ég skil það vel - Nígeríumenn taka ekki vel á samkynhneigð, þeir sem liggja undir grun eru lamdir eða hýddir opinberlega:

Engaging in homosexual acts is already illegal in Nigeria, with those convicted facing jail terms in the mainly Christian south and execution in the mainly Muslim north.

Other activities prohibited under the proposed law include belonging to gay clubs or reading books, watching films or accessing Internet sites that "promote" homosexuality.

Haruna Yerima, a member of Nigeria's House of Representatives, said he supported the proposed ban. Social contact between gays should be limited, he said, because it might encourage behavior that was "against our culture ... against our religion."

Þegar kirkjuleiðtogar fara um og básúna að samkynhneigð sé glæpur gegn guði og að það eigi að handtaka og fangelsa samkynheigða, fá menn svona löggjöf. Þegar kirkjan leggur blessun yfir mannhatur er útkoman löggjöf sem gengur út á mannhatur.

Það er líka athyglisvert að taka eftir því að næsta skrefið á eftir hómófóbíuskum lögum eru takmarkanir á málfrelsi, fundafrelsi og ritskoðun. Nígeríumenn þurfa sennilega að koma sér upp afhommunarráðuneyti sem les bækur og blöð og horfir á kvikmyndir og sjónvarpsefni til að ganga úr skugga um að það sé ekki að "hvetja til hegðunar sem er andstæð menningunni og trúnni..."

En Nígeríumönnum og trúarleiðtögum þeirra til varnaðar eru ekki allir eins fullir af fordómum og hatri og löggjafarþing landsins og erkibiskupar:

Even some conservative religious leaders say the bill goes too far. Though Bishop Joseph Ojo, who presides over the congregation at the evangelical Calvary Kingdom Church, contends gay relationships are "foreign to Africans" and should be outlawed, he adds that gays should "have freedom of speech and expression."

Nei, því samkynhneigð er vestrænn hnignunarsjúkdómur sem breiðist um með Will og Grace. Þetta sama viðhorf var opinber ríkisboðskapur í Sovétríkjunum og Rúmeníu. Reyndar er þessi heimspeki ekki svo frábrugðin hugmyndafræði kristinna evangelista í bandaríkjunum sem halda að samkynhneigð smitist í gegn um teiknimyndir, sjónvarp eða kvikmyndir, því í þeirra huga er samkynhneigð svo óeðlileg að hún geti ekki undir neinum kringumstæðum verið sumu fólki eðlislæg. Hún barasta hljóti að "smitast" einhverveginn. Seinasta snilldarútspil þeirra sem eru sannfærðir um að samkynhneigð sé áunnin paþológía er grein sem grein sem Jim Rutz, se er einhverskonar megakirkjuprestur og "kristinn" rithöfundur skrifar á World Net Daily (sem er víðlesin hægrisinnuð/íhaldssöm fréttasíða) um hættur sojavöru: Rutz heldur því fram að sojaát leiði til samkynhneigðar!

Það er sennilega yndislegt að vera í þessum félagsskap. Ég óska "orthdox" kirkjudeildum biskupakirkjunnar í Fairfax Virginíu til hamingju með að hafa bundið trúss sitt við skíthæla á borð við Akinola erkibiskup, og Akinola til hamingju með að geta bráðum búið í landi þar sem þjóðin hefur verið hreinsuð af samkynhneigð og komið hefur verið í veg fyrir að þeir smiti fleira fólk af þessari hættulegu lífstílsveiki sinni.

M


Tony Snow gefur í skyn að gagnrýnendur Bush innan Repúblíkanaflokksins séu á móti lýðræði

Smith er hgramegin - hann studdi forsetann og "the troops" þar til að hann fattaði að þetta tvennt var ósamrýmanlegt....jpg

Í síðustu viku gagnrýndi Gordon Smith, öldungadeildarþingmaður repúblíkana frá Oregon, stefnu forsetans í Írak. Ummæli Smith vöktu töluverða athygli í Bandaríkjunum, enda kallaði hann stríðsreksturinn absúrd, siðferðislega rangann og glæpsamlegan. Í þingræðu á fimmtudaginn sagði Smith eftirfarand:

I, for one, am at the end of my rope when it comes to supporting a policy that has our soldiers patrolling the same streets in the same way, being blown up by the same bombs day after day... That is absurd. It may even be criminal. I cannot support that anymore.

Þó Smith hafi flutt ræðuna fyrir nánast tómum þingsal, enda þingmenn flestir farnir heim í jólafrí, tóku menn eftir ummælum Smith, því hann hefur, fram að þessu, verið einn af dyggustu stuðningsmönnum forsetans. Í sumar þvertók hann fyrir að bandaríkin ættu svo mikið sem að íhuga hvort draga ætti herlið til baka frá Írak. En nú hefur Smith semsagt snúið við blaðinu. Í viðtali við ABC sagði Smith

[I] do not support policies, nor should the American people support policies, that lead us down a path to defeat, ... And I believe that that's what we've been pursuing.

Svona svik leggjast ílla í forsetann og hans menn. Á blaðamannafundi í Hvíta Húsinu var Tony Snow spurður út í ummæli Smith. Samskifti Snow og blaðamannanna eru áhugaverð stúdía í útúrsnúngi, því Snow heldur því fram að Smith og forsetann greini á um strategíu, að Smith hafi kallað stretegíu forsetans glæpsamlega og siðlausa. (Smith hélt því hins vegar fram að það væri siðlaust og glæpsamlegt að senda menn út í dauðann, þegar það væri engin von til að sú stefna sem fylgt væri gæti leitt til sigurs). Svo heldur Snow því fram að "strategía forsetans" sé að koma á lýðræði í Írak - og ergó, þarmeð sé Smith á móti lýðræði! Þvílíka aðra eins hundalógík hef ég ekki séð lengi! Það fyndnasta er að Snow er að ásaka þingmann úr eigin flokki um að vera "óvinur lýðræðisins". Blaðamennirnir taka eftir þessari undarlegu yfirlýsingu, og Snow reynir að krafsa í bakkann...

Það er athyglisvert að sjá að talsmaður Bush, sem þykist vera "exporting democracy" til Miðausturlanda (aðallega þó upplausn og anarkí), skuli vera tilbúinn til að ásaka gagnrýnisraddir innan eigin stjórnmálaflokks um að vera óvini lýðræðisins.

Samræða Snow og blaðamanna (heimild: Editor and Publisher)

Q  Don't you think you should answer for that? You're saying -- you've said from this podium over and over that the strategy is a victory, right? And you have a Republican senator is saying there is no clear strategy, that you don't have a strategy.

MR. SNOW: Well, let's let Senator Smith hear what the President has to say. We understand that this is a time where politics are emotional in the wake of an election. And you know what? Senator Smith is entitled to his opinion. But I'm not sure exactly what you would like --

Q Well, how about answering the central thrust about the strategy, not about, like, politics --

MR. SNOW: Okay, the strategy is pretty simple. If you take a look, for instance -- if you take a look at the Baker-Hamilton commission report, what do they talk about? They talk about building greater capability on the part of the Iraqis so that you can have an Iraqi government that governs itself, sustains itself, defends itself, who's ally in the war on terror is a democracy.

I don't think it's immoral to be a democracy. I don't think it's immoral to have a state that is able to stand up and defend itself against acts of terror. I don't think it's immoral to defend the Iraqi people against acts of terrorism aimed at Muslims.

Q The Senator is not saying that's immoral. He's saying that the U.S. -- he's saying, of course democracy is a great goal --

MR. SNOW: You know what, Ed? Ed, I'll tell you what. You're engaging in an argument and you're trying to fill in the gaps in a --

Q It's not an argument. It's a Republican senator saying it, not me. It's a Republican senator saying it, and he's not --

MR. SNOW: Then tell me exactly what --

Q -- of course he's in favor of democracy.

MR. SNOW: Tell me --

Q Are you saying Republican Senator Smith is not in favor of democracy?

MR. SNOW: Well, I don't know. You just said he said it's immoral; when I listed the elements of the policy, you said that's not what he was talking about. So please tell me what he was talking about.

Q He's saying that day after day, that now U.S. soldiers are patrolling the same streets, that they're caught up in the middle of a civil war -- not about the government there --

MR. SNOW: Okay, here's what's immoral: the killing of American soldiers. We agree.

Snow er semsagt ekki viss um að Smith sé lýðræðislega sinnaður, og er alls ekki sammála því að það geti verið siðlaust að senda unga menn út í opinn dauðann.


Bandaríkjastjórn reiðir sig á google þegar kemur að því að finna intel um kjarnorkuáætlun Írana!

En ef ég prófa "Osama hiding place" á google-maps? Ekkert? Djös maðr....jpg

Þessi frétt er búin að birtast á hverri einustu stjórnmálabloggsíðu vestanhafs - enda frekar fyndin! Washington Post komst að því að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna setti mann í fulla vinnu við að googla kjarnorkuáætlun Írana, með það að markmiði að afhjúpa hættulegustu forsprakka þessarar áætlunar...

Sennilega hefur þessi google deild utanríkisráðuneytisins verið sett á stofn eftir að forsetinn uppgötvaði hversu gagnlegt og merkilegt googlið er?

Ástæðan er að leyniþjónustan neitaði, sökum anna, að segja starfsmönnum utanríkisráðuneytisins hverjir væru yfir kjarnorkuáætlun Írana. Ráðuneytið ákvað því að grípa til sinna ráða og googlaði "Top secret officials of the Iranian nuclear program" eða eitthvað álíka clever. Þó CIA hafi borið við að það væri of mikið að gera, svona rétt fyrir jólin, er raunverulega ástæðan auðvitað að leyniþjónustan lítur ekki svo á að það sé hlutverk sitt að fóðra framkvæmdavaldið á efni til að nota í auglýsingaherferðir og global grandstanding.

M


Veraldarvefirnir og stjórnmál

Það er líka hægt að flytja pervertískar langanir og þrár miðaldra manna í gegnum veraldarrörin.jpg

Í Washington Post í morgun var ágæt grein um hlut internetsins í bandarísku kosningunum í nóvember. Raul Fernandez bendir réttilega á hlut YouTube í falli Macaca Allen og Conrad Burns - og instant messaging varð til þess að repúblíkanar misstu sæti Mark Foley í Flórída.

Search "Conrad Burns" on YouTube.com and you get more than 130 videos, most of them unflattering. The most popular is "Conrad Burns' Naptime," set to "Happy Trails." No fancy production values here -- just a straight-on camera shot of the senator falling asleep during a congressional hearing important to Montana. That video alone received more than 100,000 views.

Allen var sjálfumglaður labbakútur, Conrad Burns spillt og hálfgalið gamalmenni og Mark Foley pervert áður en internetið kom til, en internetið gerði að verkum að almenningur gat séð hverskonar karaktera þessir menn höfðu að geyma. Það er kannski full mikið að segja að Demokratar geti þakkað YouTube sigurinn í kosningunum - en það er þó ekki alveg út í hött.

Við ættum samt ekki að gleyma bloggurunum - heimasíður eins og Wonkette, Think Progress og America Blog og auðvitað Daily Kos. Wonkette lék t.d. lykilhlutverk í falli Mark Foley. Því til sönnunar er Wonkette Exhibit 11 á lista rannsóknar þingsins á málefnum Foley. (Ég mæli ekki með að fólk reyni að opna Exhibit 13, nema það hafi hraða nettengingu: uppskriftirnar af dónapóstsendingum Foley til unglinga eru einar 104 blaðsíður að lengd. En fyrir áhugafólk um sorglega og dökka afkima mannssálarinar er þetta ábyggilega príma lesning!)

M


Lesbisk dóttir Dick Cheney ólétt - kristinir afturhalds og íhaldsmenn hreint ekkert of kátir...

Mary Cheney vinstramegin og Heather Poe hægramegin.jpg

Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að Mary Cheney, dóttir varaforsetans Dick Cheney, væri ólétt. Þetta væru auðvitað ekki mjög merkilegar fréttir, nema vegna þess að Mary Cheney er lesbísk, og pabbi hennar er varaforseti fyrir Bush, sem hefur byggt pólítískan frama sinn mikið til á því að höfða til hómófóbíu og hræðslu "trúaðra" bandaríkjamanna við samkynhneigð. Trúaðir repúblíkanar hafa reyndar átt í mestu vandræðum með kynhneigð Mary Cheney, því þeir hljóta að þurfa að fordæma þetta hræðilega óeðli sem hún þjáist af, en um leið kunna þeir ekki alveg við það - konan er jú dóttir varaforingjans! Og þó vinstrimenn og aðrir hafi sagt margt ljótt um Cheney virðist hann ekki vera sú skítapadda sem afneitar börnunum sínum ef honum mislíkar kynferði þeirra. Cheney virðist nefnilega vera fullkomlega sáttur við það hver dóttir hans sé, enda skilur hann að samkynhneigð er ekki einhver sjúkdómur eða geðröskun sem sé hægt að lækna fólk af.

Sem setur trúarleiðtoga flokksins í hálfgerð vandræði. Hingað til hafa leiðtogar "the moral majority" forðast umræðuefnið. Fyrir seinustu forsetakosningar rifjaðist það upp fyrir einhverjum blaðamönnum að dóttir Cheney væri samkynhneigð, og þeim fannst rétt að spyrja forsetann og varaforsetann, sem var upptekinn við að kynda undir hómófóbíu meðal kjósenda, hvort þeim þætti þetta ekki vera til marks um hræsni eða tviskynnung, og John Kerry reyndi, af alkunnri tækifærismennsku, að gera kynferði Mary Cheney að einhverju kosningamáli. Viðbrögðin létu ekki á sér standa: Trúarleiðtogar repúblíkana úthrópuðu Kerry fyrir að "ráðast á einkalíf" Cheney fjölskyldunnar. Ekki að Mary Cheney var fyrir löngu komin út úr skápnum, og hafði í meira en áratug búið með unnustu sinni, Heather Poe.

En eftir að fréttist að Cheney væri ólétt hafa "values" kjósendur repúblíkana átt erfiðara með að leiða hjá sér að dóttir varaforsetans sé samkynhneigð.

Janice Crouse of Concerned Women for America described the pregnancy as "unconscionable.": "It's very disappointing that a celebrity couple like this would deliberately bring into the world a child that will never have a father," said Crouse, a senior fellow at the group's think tank. "They are encouraging people who don't have the advantages they have."

Því auðugar yfirstéttir mega kannski vera samkynhneigðar, en ekki fátæklingar? Mary Cheney ætti ekki að vera að hvetja lágstéttirnar til samkynhneigðar? Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki. Og samkvæmt Washington Post bætti Crouse við að Mary Cheney væri að setja alvarlegt fordæmi sem óharnaðar "confused" konur kynnu að fara að apa eftir:

"Her action repudiates traditional values and sets an appalling example for young people at a time when father absence is the most pressing social problem facing the nation,"

Þetta er semsagt aðalmálið: Mary Cheney, með því a vera að "auglýsa" samkynhneigð sína svona er að setja "fordæmi" sem aðrir myndu fara eftir og auka þannig á þetta alvarlegasta samfélagsvandámal sem Bandaríkin standa frammi fyrir.

"I think it's tragic that a child has been conceived with the express purpose of denying it a father," pronounced Robert Knight of the Media Research Center. The couple, he said is seeking to "create a culture that is based on sexual anarchy instead of marriage and family values."

Það er augljóst mál að það leiðir til kynferðislegs anarkí að Mary Cheney og Heather Poe, sem hafa verið í sambúð í 15 ár skuli eignast barn. Meðalhjónaband gagnkynheigðra endist rétt tæplega 6 ár.

M


Barney - hundur Bush forseta í nýju jólamyndbandi!

Bush að ræða jólaundirbúninginn og heimsmálin við Barney.jpg

Myndbandið er heilar níu mínútur að lengd, og allar stórstjörnur Hvíta Hússins mæta til leiks! Forsetinn í hlutverki "the decider", Karl Rove, Laura Bush, Tony Snow, og svo meira að segja Dolly Parton! Jú, og tveir ráðherrar úr ríkisstjórn forsetans sem höfðu ekkert betra að gera en að leika í myndbandi um hund að hlaupa í hringi: Henry Paulson, fármálaráðherra, Margaret Spelling menntamálaráðherra. Hreinasta snilld! Forsetinn og frú, og hundurinn Barney eru svo jólaleg að maður næstum fyllist eldheitri ást á forsetaembættinu og Hvíta Húsinu! Og jólagleði!

Myndbandið er hér, og heimasíða hundsins Barney, og hans "Holiday Extravaganza" er hér.

Framlag forsetans til Barneycam;

Barney, it’s time for BarneyCam. Are you ready for it this year? Say, what’s the plot about? (Close-up of Barney, blank look.) I can see from the look on your face, Barney, that you haven’t even thought about the plot. Hey Barney, you better get started and you better run along right now!

Og svona í tilefni hátíðanna hefur bandaríska þjóðin ákveðið að missa aðeins meira álit á forsetanum: Samkvæmt nýjustu könnun Zogby er "approval rating" forsetans nú 30%, sem er lægra en það hefur nokkurntímann verið.

M


Rumsfeld finnst bandaríska borgarastríðið leiðinlegt lesefni...

Rumsfeld.jpg

Donald Rumsfeld lýsti því yfir á borgarafundi í Pentagon að hann hefði gefist upp á bókum um bandaríska borgarastríðið - vegna þess að það var leiðinleg lesning! Að vísu viðurkenndi Rumsfeld að hann hefði aðallega lesið sagnfræði, en ekki hvernig sagnfræði sem er. Rumsfeld var spurður hvaða bækur hann hefði lesið sem varnarmálaráðherra og hvaða bækur hefðu verið gagnlegastar:

Mr. Secretary, I’m wondering what books you read while you were secretary that you found most useful and edifying.

Þessu svaraði Rumsfeld þannig: 

Well, I’ve read a great many books. They’re all history books; a number about the Revolutionary War and about George Washington and John Adams and others, Jefferson.

I started reading a number of books about the Civil War. And one particularly good one was a book on Ulysses S. Grant. But I stopped. I found the struggle going on — gosh, those years, there were so many people killed and wounded, and they were all Americans, except for the foreign fighters who came over from Germany and Poland and elsewhere.

So I turned away from that and read a great deal about World War II. And that has been basically what I’ve been reading.

Þetta svar Rumsfeld er eiginlega svo skríngilegt að ég botna hvorki upp né niður í því. Hann lýsir því vísvitandi yfir að hann hafi gefist upp á að lesa bækurum bandaríska borgarastríðið - frekar en að sleppa því að minnast á þetta hugtak "borgarastríð" sem Bush stjórnin hefur forðast eins og heitan eldinn, kaus Rumsfeld að draga sérstaklega athygli að því að hann hefði gefist upp á að lesa sér til um borgarastríð: Vegna þess að sér þættu þau leiðinleg. "Gosh... there were so many people killed and wounded..." og hann ákvað, frekar en að glíma við þessa óþægilegu sögu að zóna út, og taka upp léttara lesefni. Eigum við að skilja það svo að ástæða þess að hann hafi ekki viljað horfast í augu við ástandið í Írak hafi verið sú að hann hafi "tunrend away from that..."? Að öll strategía hans í Írak hafi komið úr bókum um síðari heimsstyrjöldina?

Bloggarar í Bandaríkjunum túlka orð Rumsfeld svo að hann sé almennt í afneitun þegar það kemur að borgarastríðum.

M


Tilvonandi tengdafaðir Chelsea Clinton einhverskonar heimskur skúrkur - féll fyrir Nígerísku keðjubréfi, stal milljónum

Dear Sir! We have a great investment opportunity. Millions in dollar money we want to give to you if you want to be our representative in faith and secret. You only need to supply us with your bankaccountnumber...jpg

Kærasti Chelsea Clinton, Marc Mezvinsky ætla víst að giftast einhverntímann bráðlega. Marc er sonur Ed Mezvinsky sem var þingmaður demokrata fyrir Iowa. Ed Mezinsky var tíður gestur í Hvíta Húsinu og almennt frekar vel liðinn og valdamikill maður, þar til hann, á einhvern óskiljanlegan máta, lét blekkjast af Nígerískri svikamyllu! Samkvæmt ABC:

Initially, Mezvinsky became the victim of "just about every different kind of African-based scam we've ever seen," federal prosecutor Bob Zauzmer told 20/20 for a report to be broadcast this evening.

Nígerísku svikahrapparnir lofuðu Mezvinsky milljónum á milljónir ofan, og eins og aðrir auðtrúa aulabárðar beit hann á agnið.

"He was always looking for the home run. He was always trying to find the business deal that would make him as wealthy as all the people in his social circle," said Zauzmer.

Prosecutors say Mezvinsky used his connections to the Clintons and his son's social relationship with Chelsea to persuade people to give him money to participate in the scams.

Alríkislögreglan segir að Mezvinsky hafi farið margar ferðir til Nígeríu, og stolið samtals 3 milljónum bandaríkjadala af vinum og kunningjum. Hann rændi meira að segja tengdamóður sína! Ef dómgreindarleysi Ed Mezvinsky, þegar kemur að Nígeríumönnum og keðjubréfum og dómgreindarleysi Bill Clinton, þegar kemur að kynlífi og konum með stórt hár, eru arfgeng eiga börn þeirra Chelsea og Marc eftir að verða mjög ævintýraleg! Ég get varla beðið eftir því að Clinton-Mezvinsky verði forseti 2050!

M


Framkvæmdaleysi og leti Repúblíkana Demokrötum að kenna...

Congress In Session.jpg

Athafnaleysi 109 löggjafarþings Bandaríkjanna hefur töluvert verið í fréttum í Bandaríkjunum undanfarna daga, og mér telst til að liberal bloggarar hafi skrifað minnst eina færslu um "the do-nothing congress" seinustu viku eða svo. Svör repúblíkana hafa helst verið þau að væla yfir því að það væri ósanngjarnt að ætlast til þess að þingmenn mættu í vinnuna, því þeir þyrftu að vera heima í kjördæmi að tala við "alvöru" fólk. Það kæmi niður á hjónaböndum þeirra ef þeir væru of lengi í Washington. Að vísu hef ég dálitla samúð með repúblíkönum, því svo virðist sem það séu margar freistingar í Washington, enis og Don Sherwood uppgötvaði.

En nýjasta útspil Repúblíkana er að athafnaleysi og leti þeirra sé raunverulega Demokrötum að kenna: Demokrataflokkuirnn, sem hefur verið í minnihluta í báðum deildum þingsins síðan 2002, á að hafa komið í veg fyrir að þingfrumvörp fengjust samþykkt. Talsmaður John Boehner, þingmanns repúblíkana frá Ohio útskýrði athafnaleysi repúblíkana þannig:

House Democrats have spent every waking moment of the past Congress obstructing any effort towards progress. ... They have tried to blow up the tracks on immigration reform, tax relief, earmark reform, you name it.

And now in the last few days of this Congress where they have a chance to help make progress, they decide instead to abdicate their responsibilities and play the blame game. Just goes to show they're a party of zero ideas and zero action.

Seinustu tvö ár hafa Repúblíkanar haft meirihluta í báðum deildum þingsins, og forseti landsins er líka úr þeirra flokki. Það er ekki við demokrata að sakast að flokkurinn hafi ekki komið neinu í verk. "Immigration reform", sem var á dagskrá fyrr í ár rann út í sandinn vegna þess að Repúblíkanar gátu ekki náð innbyrðis samkomulagi um hvaða leið ætti að fara. Og frekar en að reyna að leysa innbyrðis ágreining sinn fóru þingmenn flokksins heim í kjördæmi "til að tala við venjulegt fólk" um innflytjendavandann. Frekar en að sinna "immigration reform" vildu þingmenn flokksins frekar eyða vinnuvikunni í borgarafundi um hversu hættulegir innflytjendur væri, þar sem þeir gætu útskýrt fyrir kjósendum hversu miklar áhyggjur þeir hefðu af innflytjendum! Varðandi "tax reform" - Repúblíkanar hafa mikið talað um "tax reform", en aldrei borið fram nein raunveruleg lagafrumvörp um endurskoðun skattkerfisins. Deomkratar hafa ekki getað stövað nein af skattalækkunarfrumvörpum repúblíkana. Og "earmark reform"? Þeir sem hafa harðast barist gegn öllum tilraunum til að minnka "pork" og bitlinga í fjárlögunum eru í flokki repúblíkana. Seinast þegar ég gáði var Ted "seris of tubes" Stevens í repúblíkanaflokknum.

Fyrst koma repúblíkanar engu í verk af því að þeir eru of uppteknir af því að vera ósammála innbyrðis um hversu hart þeir vilji taka á innflytjendamálum, svo geta þeir ekki mætt í vinnuna af því að þeir eru of uppteknir við að halda borgarafundi til að auglýsa sjálfa sig, svo kenna þeir demokrötum um getuleysi sitt, og klykkja svo út með því að ásaka demokrata um að "play the blame-game"...

M


Meira af leti þingmannsins Jack Kingston, (R-GA), sem finnst þriggja daga vinnuvika barasta alveg nóg

Þetta finnst Jack Kingston vera "vinna".png

Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Jack Kingston, þingmaður repúblíkana frá Georgíu, ákveðið að gera veður út af því að demokratar ætlist til þess að þirmenn mæti í vinnuna alla fimm daga vinnuvikunnar. Í gær lýsti Kingston því yfir í viðtali við Washington Post að Demokrataflokkurinn ætlaði að reka þingið eins og einhverja þrælagaleiðu, og að þetta sannaði enn og aftur að þeir hötuðu fjölskyldur og fjölskyldugildi. Íllska demokrata er nú samt ekki meiri en svo að þingmenn mega fara heim á hádegi á föstudögum. Mig grunar að það séu ansi margir fjölskyldumenn sem myndu glaðir fá að byrja helgina á hádegi á föstudögum. En ekki Kingston. Ef hann fær ekki sína fjögurra daga helgi er hann ónýtur maður.

En það þýðir ekki að Kingston vilji ekki vinna - því í viðtali við Fox í gærkvöld reyndi han að afsaka þetta fáránlega væl sitt:

With BlackBerrys, cell phones, you can stay in touch with what’s going on in Washington. But you know, when you’re back home with the real people

Það er þó gott að Kingston minntist ekkert á Instant messaging, því það er alvitað að þingmenn gera fleira með hjálp veraldarvefjanna en að "stay in touch with whats going on in Washington" - sumir þingmenn voru nefnilega að senda allskonar annarskonar tölvupósta og skeyti... En hvað sem Mark "Maf54" Foley og nútímalegri samskiftatækni líður eru minnst tveir gallar á þessari kenningu Kingston: Í fyrsta lagi eru margir þingmenn, og jafnvel forsetinn, alls óklárir á því hvað þetta "internet" er. Formaður the United States Senate Committee on Commerce, Science and Transportation,Ted Stevens - repúblíkani frá Alaska - varð t.d. frægur í sumar fyrir eftirfarandi yfirlýsingu:

...just the other day... an Internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday, I got it yesterday. Why? [...] They want to deliver vast amounts of information over the Internet. And again, the Internet is not something you just dump something on. It's not a big truck. It's a series of tubes.

Ted Stevens, sem er formaður þeirrar þingnefndar sem hefur með fjarskifti að gera veit m.ö.o. ekki hvað internetið er. Ég á erfitt með að sjá að sá maður geti sinnt þingstörfum með hjálp internetsins. Og forsetinn? Hann neitar að nota tölvupóst, og viðurkennir að hann noti internetið aðallega til að googla sjálfan sig og skoða gerfitunglamyndir af búgarðinum sínum í Texas!

En jafnvel þó allir þingmenn repúblíkana kynnu að nota internetið og gætu alveg jafn auðveldlega haldið nefndarfundi, samið lagafrumvörp og fengið þau samþykkt í gegn um tölvupóst og farsíma, virðist Kingston telja að vinna stjórnmálamannsins felist alls ekki í svoleiðis leiðindum. Kingston heldur því nefnilega fram að hann vinni 60 tíma vinnuviku, sem felst aðallega í því að tala við kjósendur:

When we’re back home, we’re visiting schools, we’re talking to groups, we’re meeting with constituents. We’re getting real information on the ground. We’re listening and we’re learning.

Þetta heitir "campaigning" og hefur vissulega heilmikið með stjórnmál að gera. Stjórnmálamenn þurfa stöðugt að vera að minna kjósendur á sjálfa sig, mæta á fundi til að auglýsa síðustu afrek sín, eða minna á hversu ægilega hættulegir andstæðingarnir séu, að demokrataflokkurinn "hati fjölskyldur og fjölskyldugildi"... En stjórnmálamenn eru ekki í vinnu hjá almenningi við að auglýsa sjálfa sig og stefnumál sín. Stjórnmálamenn fá laun frá almenningi fyrir að stjórna, sjá til þess að lög séu sett og ríkisstofnanir gæti almannahags. Það er reyndar hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Of margir þingmenn repúblíkana virðast nefnilega halda að stjórnmál snúist um kosningapot og "campaigning", að starf stjórnmálamannsins sé að mæta á fundi og halda æsilegar ræður, að starf stjórnmálamannsins felist í því að vera kosinn á þing. Jú, og svo halda svona stjórnmálamenn að þeirra starf felist í því að tryggja milljarða af almannafé til að byggja jarðgöng og brúarmannvirki á milli óbyggðra útnesja og eyja í Alaska. Svona menn eiga nákvæmlega ekkert erindi á þing.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband