Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Opinber lína bandaríkjastjórnar hefur verið sú að bandaríkin væru að vinna stríðið í Írak. Þegar forsetinn hefur verið spurður hvort hann telji að Bandaríkin séu að vinna hefur svarið alltaf verið afdráttarlaust "já." Aðrir hafa reynt að svara loðnar. Til dæmis lýst Robert Gates því yfir fyrir tveimur vikum þegar þingið samþykkti tilnefningu hans sem varnarmálaráðherra að bandaríkin væru ekki að vinna - þó hann legði ekki í að segja hreint út að þau væru að, eða búin að, tapa.
Asked by Sen. Carl Levin, D-Mich., if the United States was winning the war, Gates said simply, "No, sir." He returned after a break to clarify that he was referring to the broader goals in Iraq and did not mean to suggest that American soldiers were losing the military battles.
Þó margir aðrir, nú síðast Colin Powell, hafi lýst því yfir að bandaríkin væru búin að tapa stríðinu í Írak, og að það þjónaði engum tilgangi að berja höfðinu við steininn, eru það auðvitað stórfréttir að varnarmálaráðherra Bush sé þessarar skoðunar. Hvíta húsið hefur nefnilega fundið sig knúið til að hanga í þeirri sjálfsblekkingu að allt væri í himnalagi í Írak. Það vakti því athygli að Tony Snow, talsmaður forsetans, skuli neita að segja hvort forsetinn trúi því ennþá að stríðið sé að vinnast:
Im not playing the game any more, Snow said at a White House briefing. Its one of those things where you end up trying to summarize a complex situation with a single word or gerund or even a participle. And the fact is that what you really need to do is to take a look at the situation and understand that it is vital to win; by winning, that means to have an independent Iraq that really does stand on its own, is a democratic and free state that supports us in the war on terror.
Asked if Bush, as he said in October, continues to believe the U.S. is winning, Snow said, I think at this point it ceases to be fruitful to jump into this.
What is happening is we are going to win and that we need to find better ways of dealing with the sectarian problem, he said.
Það er tvennt merkilegt við þetta svar Snow: Í fyrsta lagi er það "leikur" að vilja fá svör frá forsetanum um hvort hann telji að stríð, sem kostar skattgreiðendur milljarða og þúsundir mannslífa, skuli vera að vinnast. Snow finnst spurningin um hvort stríðið sé tapað eða unni semsagt vera orðaleikur - svona eins og það er orðaleikur hvort það sé borgarastríð eða ekki í Írak. Í öðru lagi er að svarið er "við ætlum að vinna" - einhverntímann, þegar við erum búin að finna lausnir á "the sectarian problem". Sem er nokkurnveginn það sama og að segja: við ætlum að vinna þegar við erum búin að finna hvernig við getum unnið...
Þessi nýjasti orðaleikur Hvítahússins kemur á hælana á nýrri könnun CNN sem sýnir að stuðningur við forsetann og utanríkisstefnu hans er minni en nokkru sinni fyrr:
- stuðningur við "Bush's handling of the Iraq conflict" er nú 28% var 34% í síðustu könnun, og 70% segjast óánægð eða mjög óánægð með hvernig forsetinn hefur rekið stríðið.
- "job approval" 36%, meðan 62% eru óánægð eða mjög óánægð með frammistöðu Bush í starfi.
Miðað við hversu fáir hafa hina minnstu trú á forsetanum er ekki nema von að menn séu farnir að spyrja sig: er honum kannski algjörlega sama?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 19.12.2006
Meira um mann ársins, þ.e. bloggarar og blogglesendur: alltsaman djöfuls narssissismi...
Það hafa sennilega flestir blogglesendur tekið eftir því að Time magazine útnenfndi þá "menn ársins" - ritstjórum Time þótti að lesendur veraldarvefjanna væru það mikilvægt fólk að þeir ættu, allir með tölu, rétt á þessari merkilegu nafnbót: maður ársins.
En það eru ekki allir jafn upprifnir yfir þessari útnefningu. George Will, sem er annálaður kverúlant og sjálfhverfungur, og er þessutan dálkahöfundur fyrir Washington Post (ég skrifaði nýlaga þessa færslu um orðhengilshátt Will) lýsti því t.d. yfir á ABC að bloggarar væru upp til hópa frekar ómerkilegt og narssissískt fólk:
Its [blogging] about narcissism, which is why a mirror is absolutely perfect. So much of what is done on the web is people getting on there and writing their diaries as though everyone ought to care about everyones inner turmoils. I mean its extraordinary.
Ég hef svosem lesið eitt eða tvö blogg sem ganga út á narssíska sjálfskoðun, sjálfspeglun og vangaveltur um innra sálarlíf og tilfinningarót á borð við þá sem Will George hatar svona hræðilega mikið. En ég veit ekki hvort það sé endilega rétt að blogospherið allt sé einhverskonar allsherjar egómanía.
Það sem er kannski merkilegast er að bandarískir stjórnmálabloggarar veittu þessu ummælum Will eiginlega meiri athygli en útnefning Time á manni ársins. Og svo virðist sem bloggarar séu frekar sammála Will en hitt! (þ.e. fyrir utan hörðustu liberal bloggerana sem er í nöp við Will af því að hann er Repúblíkani) Yfirleitt hafa bloggarar nefnilega tekið frekar kuldalega, eða kannski frekar kaldhæðnislega, í þessa útnefningu Time. Sjá t.d. Wonkette/Gawker, sem sér í þessari útnefningu Time tilraun til að höfða til sjálfhverfu allra netverja.
Coulmbia Journalism Review fjallar um þessi sérkennilegu viðbrögð blogsphersins í grein í morgun:
Oddly, bloggers don't seem as tickled by the honor as we might have expected. Most write the story off as a cop-out, suggesting that Time is simply pandering to advertisers, and that the story is either old news or just not newsworthy.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkrum vikum bárust fréttir af stórkostlegu projecti George W Bush, 43 forseata Bandaríkjanna: Hann hugðist safna 500 milljónum bandaríkjadala frá vinum sínum og kunningjum til að byggja forsetabókasafn sitt. Það eru ekki margir sem eiga svoleiðis peninga á lausu, svo Bush hefur leitað til vina sinna, m.a. í Sádí Arabíu:
Bush sources with direct knowledge of library plans told the Daily News that SMU [Southern Methodist University] and Bush fund-raisers hope to get half of the half billion from what they call "megadonations" of $10 million to $20 million a pop.
Bush loyalists have already identified wealthy heiresses, Arab nations and captains of industry as potential "mega" donors and are pressing for a formal site announcement - now expected early in the new year.
Fimm hundruð milljónir er sæmilega há upphæð - til samanburðar kostaði bókasafn Clinton innan við 165 milljón dollara. Það er svosem ekkert sérstaklega athugavert við að prívataðilar skuli vera tilbúnir til að gefa peninga til þess að byggja bókasöfn, eða til þess að fjármagna stofnanir sem halda úti ákveðinni hugmyndafræði, því tilgangur Bush bókasafnsins átti ekki bara að vera að varðveita pappíra og bækur forsetans:
The half-billion target is double what Bush raised for his 2004 reelection and dwarfs the funding of other presidential libraries. But Bush partisans are determined to have a massive pile of endowment cash to spread the gospel of a presidency that for now gets poor marks from many scholars and a majority of Americans.
The legacy-polishing centerpiece is an institute, which several Bush insiders called the Institute for Democracy. Patterned after Stanford University's Hoover Institution, Bush's institute will hire conservative scholars and "give them money to write papers and books favorable to the President's policies," one Bush insider said.
Eins og ég segi, það er ekkert að því að menn gefi peningana sína til þess að fjármagna svona verkefni. En það segir samt meira en flest annað að forsetinn, sem hefur oft talað um að sagan muni dæma sig, og að aðeins í fyllingu tímans verði ljóst hversu frábær forseti hann hafi verið, skuli telja sig þurfa hundruði milljarða dollara til að tryggja að sagnfræðingar framtíðarinnar skrifi fallega hluti um sig. Ef maðurinn hefði ekki reynst einn lélegasti forseti fyrr og síðar þyrfti hann kannski ekki 500.000.000$ til að tryggja jákvæðan dóm sögunnar?
Forsetabókasafn Bush átti að vera við Southern Methodist University, þar sem Laura Bush fór í skóla. Þegar á reynir hefur hópur prófessora við SMU hins vegar krafist þess við skólayfirvöld að þau afþakki forsetabókasafn Bush:
We count ourselves among those who would regret to see SMU enshrine attitudes and actions widely deemed as ethically egregious: degradation of habeas corpus, outright denial of global warming, flagrant disregard for international treaties, alienation of long-term U.S. allies, environmental predation, shameful disrespect for gay persons and their rights, a pre-emptive war based on false and misleading premises, and a host of other erosions of respect for the global human community and for this good Earth on which our flourishing depends.
Þessi mótmæli sanna að það þarf minnst 500 milljón bandaríkjadali til að eiga í "the liberal academic elite" sem er augljóslega uppfullt af einhverju óskiljanlegu hatri á forsetanum og allri pólítík hans...
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 17.12.2006
Bandaríkjaher að vinna hugi og hjörtu í Írak, kenna börnum að syngja: "F*@k Iraq! F*@k Iraq! ..."
YouTube er ekki bara til þess að dreifa upptökum af Steven Colbert eða The Daily Show - bandarískir hermenn í Írak hafa líka verið svo vinsamlegir að taka upp sum af sérkennilegri uppátækjum sínum. Þetta skýrir kannski af hverju það gengur svona ílla að vinna hug og hjörtu Íraka?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 17.12.2006
Bandaríkjaher neitar að gefa upp tölur um átök í Írak
Þetta stöplarit er búið að birtast á nokkurnveginn annarri hverri liberal bloggsíðu í bandaríkjunum. Það sýnir opinberar tölur bandaríkjahers yfir árásir á bandaríska hermenn, írakska hermenn og óbreytta borgara síðan stríðið hófst. Áhugafólk um stöplari hefur auðvitað tekið þessu vel, enda ekkert skemmtilegra en fréttir með línuritum og stöplaritum. Fljótt á litið virðist ástandið verða stöðugt verra - aðallega virðist ofbeldið þó stöðugt beinast meira að heimamönnum. Hlutfall árása sem beinast að óbreyttum borgurum og írökskum hermönnum hefur verið að aukast í ár - en hvort forsetinn getur kallað átökin "insurgency" eða borgarastríð veltur auðvitað á því hvort vígamenn hafa meiri áhuga á að drepa bandaríska hermenn eða hvorn annan og óbreytta borgara. En ég er enginn sérfræðingur, hvorki í borgarastríðum eða stöplaritum.
Ástæða þess að liberal bloggarar hafa verið að birta þetta stöplarit er að það vantar í það tölur um fjölda árása í september, október og nóvember. Herinn hefur neitað að gafa upp tölur um fjölda árása í september, október og nóvember. Og þá spyrja menn "af hverju?" Besta skýringin er auðvitað sú að herinn eða stjórnvöld vilji ekki að almenningur í Bandaríkjunum viti hversu alvarlegt ástandið í Írak sé.
Bandaríkjastjórn hefur eiginlega alveg síðan stríðið byrjaði keppst við að lýsa því yfir að það væri búið - að kannski á morgun eða hinn myndi herinn vera búinn að vinna fullnaðarsigur á óvininum og hermennirnir gætu byrjað að koma heim. Ástandið virðist hins vegar ekki hafa batnað. Þvert á móti.
Það er af nógu að taka þegar kemur að því að skýra af hverju forsetinn hefur ekki nema 30% approval rating, og að Repúblíkanaflokkurinn hafi tapað með dramatískum hætti í kosningunum í nóvember. En ég er ekki í neinum vafa um að ein ástæðan er sú að flokkurinn og forsetinn hafa kerfisbundið logið að kjósendum. Þó flest fólk fylgist kannski ekki með fréttum kemst enginn hjá því að fatta að ef forsetinn og varaforsetinn eru sennilega að segja ósatt þegar þeir lýsa því stöðugt yfir, ár eftir ár, að þeir séu að "vinna" stríðið, en stríðið heldur áfram og fréttirnar verða verri og verr. Hinn möguleikinn er að þeir séu á kafi í sjálfsblekkingu - og hvorugt finnst fólki ákjósanlegir eiginleikar í stjórnmálamönnum: veruleikafirring eða óheiðarleiki.
M
sun. 17.12.2006
Bush samgleðst með Mary Cheney - þó hún sé lesbísk og ólétt
Mary Cheney, dóttir Dick Cheney, og sambýliskona hennar eiga von á barni, en það er ein skelfilegasta og andstyggilegasta synd sem fólk getur framið - að mati afturhaldssinaðra "kristinna" Bandaríkjamanna. Ástæðan er auðvitað sú að samkynhneigt fólk er haldið einhverri smitandi geðveiki sem það vill þröngva upp á börn - og það er alveg sérstaklega hræðilegt fyrir börn að alast upp með tveimur aðilum af sama kyni. Rökin eru eitthvað á þá leið að samkynhneigt fólk geti ekki fjölgað sér sjálft og þurfi því að finna nýja meðlimi með áróðri í skólum og fjölmiðlum, nú, eða með því að eitra fyrir börnum sem það ali upp.
Ég skil svosem alveg að þessi röksemdafærsla geti sannfært sumt fólk. Fólk er misjafnt, misjafnlega vel innrætt og misjafnlega greint, og ég ber fulla virðingu fyrir fjölbreytni mannflórunnar! Karl Rove og hugmyndafræðingar Repúblíkanaflokksins gera sér líka grein fyrir því að fólk sé misjafnt, og hafa lagt mikið upp úr því að höfða til þess fólk sem kaupir þessa furðulegu röksemdafærslu um smithættu samkynhneigðar.
En þegar Bush er spurður út í afstöðu sína barnseigna Mary Cheney neyðist hann til að viðurkenna það sem allir vita: það fer ekki eftir kynferði hvort fólk sé góðir foreldrar:
"I think Mary is going to be a loving soul to her child," Bush said in an interview with People magazine. "And I'm happy for her."
Bush hefur fram til þessa staðið fastar á því en fótunum að börn eigi að ala upp af tveimur aðilum af gagnstæðu kyni.
White House press secretary Tony Snow said on Friday that Bush has not changed his mind. "But he also believes that every human life is sacred and that every child who comes into this world deserves love," Snow said. "And he believes that Mary Cheney's child will, in fact, have loving parents."
Asked if Bush believes that children who are raised by gay and lesbian parents are at a disadvantage, Snow said, "He does not make comments on that and nor will I."
Þó það hafi lítið frést af afstöðu Mary Cheney til Bush, eða Dick Cheney, eða afstöðu hennar til stefnu Bush stjórnarinnar í málefnum samkynhneigðra, hefur það verið á allra vitorði í nokkur ár að hún hefði efasemdir um hómófóbíska pólítík pabba gamla:
Mary Cheney, 37, has said that she considered quitting the Bush-Cheney re-election campaign in 2004 when the president supported a proposed constitutional amendment banning same-sex marriage. She is now an executive at Time Warners AOL unit.
Það er reyndar mjög merkilegt hversu þöglir hægrisinnaðir bloggarar og "kristnir" afturhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa verið um Mary Cheney. Fyrst eftir að fréttist af því að hún væri ólétt varð maður var við smá æsing - en það hefur allt dáið út. Annað hvort eru evangelistarnir allir uppteknir í "the war on christmas" eða þeir kunna ekki við að ráðast á fjölskyldu Cheney.
M
sun. 17.12.2006
... og "the real Macaca" er maður ársins, skv. Salon.com
Salon.com hefur útnefnt Shekar R. Sirdath mann ársins. Einn örlagaríkan ágústdag var Sirdath á kosningafundi hjá George Allen í Virginíu þegar Allen, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, ákvað að benda á Sirdath - sem er hörundsdökkur - og bjóða hann "velkominn" með eftifarandi orðum:
Let's give a welcome to macaca here. Welcome to America and the real world of Virginia.
Sirdath þurfti ekki Allen til að bjóða sig velkominn, hvorki til Virginíu né Ameríku. Sirdath hefur búið alla sína ævi í Virginíu. Ólíkt Allen, sem ólst upp í Kaliforníu. Að vísu voru foreldrar Sirdath frá Indlandi, en fjölskylda Allen er líka innflutt - frá Norður Afríku. Allen átti síðan í mestu vandræðum með að útskýra hvað hann hafði eiginlega verið að segja: fyrst reyndi hann að halda því fram að "macaca" þýddi "caca-mohawk", (eins og það sé kurteislegt að uppnefna fólk kúka-haus, því Sirdath var ekki með hanakamb...?) Þvínæst þóttist hann hafa fundið orðið upp. En svo rifjaðist það upp fyrir gömlum vinum Allen að hann hefði kallað fólk af öðrum kynþáttum ljótari nöfnum. Til að gera langa sögu stutta tapaði Allen fyrir Jim Webb, og tryggði þannig demokrötum meirihluta í öldungadeildinni. Í sumar var Allen að velta fyrir sér forsetaframboði 2008... Sjá fyrri færslur mínar um "the mysterious macaca" hér.
Salon lýkur umfjöllun sinni um Shekar Sirdath með þessum orðum:
Jim Webb eked out a statewide victory on the basis of massive margins in the booming suburbs of northern Virginia. Macaca and all the missteps that followed helped convince voters in these affluent, well-educated and increasingly diverse zip codes outside Washington that they had grown tired of George Allen. But the same voters may also have recognized Sidarth, born and raised in northern Virginia, a straight-A student at a state college and a member of the local Hindu temple, as their neighbor. Allen was just a California transplant with dip and cowboy boots who had glommed on to the ancient racial quirks of his adopted home. Sidarth was the kid next door. He, not Allen, was the real Virginian. He was proof that every hour his native commonwealth drifts further from the orbit of the GOP's solid South and toward a day when Allen's act will be a tacky antique. Allen was the past, Sidarth is the wired, diverse future -- of Virginia, the political process and the country.
Það er nefnilega ekki Allen, eða þingmenn sem fá að ákveða hvað er "the real world".
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta væri ágætis brandari ef það væri ekki satt. Reyndar voru bandarískir grínarar búnir að vera að segja brandara um að það yrði að ráða ólöglega innflytjendur til að byggja þessa sömu girðingu sem á að koma í veg fyrir að þeir komist til Bandaríkjanna. George Lopez hefur m.a. notað þetta skets í sinni rútínu.
Golden State Fence Company, sem sérhæfir sig í að reisa girðingar, hafði verið ráðið til að reisa girðingu San Diego og Mexíkó, en sú girðing átti að gera að verkum að ólöglegir mexíkanskir innflytjendur yrðu að leggja aðeins meira á sig til að geta komist til Bandaríkjanna. Þegar innflytjendaeftirlitið gerði athugun á starfsmönnum fyrirtækisins kom í ljós að þriðjungur allra starfsmanna girðingaverktakans voru ólöglegir innflytjendur!
Lögmaður fyrirtækisins viðurkennir að fyrirtækið hafi sennilega gerst brotlegt við lög, með því að ráða ólöglega innflytjendur, en bætir við "the case proves that construction companies need a guest-worker program". Það, og fáránleika þessa innflytjendamáls alls.
M
lau. 16.12.2006
Truthiness og Macaca orð ársins
Fyrir nokkrum dögum var "Truthiness" kosið orð ársins af Websters. Truthniness er skilgreint sem sannleikur sem hefur ekki verið íþyngt með staðreyndum, eða sannleikur sem kemur frá "the gut", en ekki úr bókum.
"I think there's a serious issue lurking behind the popularity of the word truthiness," said John Morse, President and Publisher of Merriam-Webster Inc. "What is it exactly that constitutes truth today? This isn't just a political question-it's relevant to a broad spectrum of social issues where our ideas on the nature of authority are being challenged. Adopting the word truthiness is a playful way to deal with this important question."
Global Language Monitor, sem er einhverskonar félagsskapur sem fylgist með orðanotkun hefur svo ákveðið að lýsa macaca "the politically incorrect word of the year"
"The word might have changed the political balance of the U.S. Senate, since Allen's utterance (an offensive slang term for Indians from the Sub-continent) surely impacted his election bid," said the group's head, Paul JJ Payack.
Ég held að 2006 hljóti að hafa verið ár orðsins í bandarískum stjórnmálum - því orð réðu útkomu kosninganna - og utanríkisstefna forsetans snýst núorðið alfarið um merkingu orða, og til þess að lýsa stjórnmálafílósófíu Bush þurfti að finna upp alveg splúnkunýtt orð: truthiness: truth from the gut, unencumbered by facts.
M
mið. 13.12.2006
Evangelistar að leggja undir sig bandaríska herinn
Ég hef verið að fylgjast með þessu í dálítinn tíma: svo virðist sem evangelistar reki kerfisbundið trúboð innan bandaríkjahers og varnarmálaráðuneytisins, og að nú sé svo komið að mönnum sé varla líft innan þessarar stofnunar nema þeir séu endurfæddir. Það þarf varla að taka fram hversu hættulegt það er að herinn sé í höndunum á einum trúarhópi.
Samkvæmt Reuters
A watchdog group that promotes religious freedom in the U.S. military accused senior officers on Monday using their rank and influence to coerce soldiers and airmen into adopting evangelical Christianity.
Such proselytizing, according to the Military Religious Freedom Foundation, has created a core of "radical" Christians within the U.S. armed forces and Pentagon who punish those who do not accept evangelical beliefs by stalling their careers.
"It's egregious beyond the pale," said Mikey Weinstein, president and founder of the Military Religious Freedom Foundation. "We apparently have a radicalized, evangelical Christian Pentagon within the rest of the Pentagon."
Nýlegt trúboðsmyndband á vegum "Christian Embassy" sem er einhverskonar trúboðsfélagsskapur innan hersins, sýndi yfirmenn í hernum ræða trúmál í fullum herskrúða. Hermönnum er bannað að mæta í búning í nein pólítísk eða trúarleg myndbönd eða yfirleitt á slíkar samkomur sem ekki eru beinlínis á vegum hersins eða ríkisins, enda eru hermenn fulltrúar ríkisins meðan þeir eru í búning, en ekki prívatborgarar.
"It associates the power of office with sectarian ideology," said MeLinda Morton, a Lutheran reverend and former Air Force chaplain who said her military career was hurt because she did not adopt evangelical views.
Weinstein compared what he said was radical proselytizing within the military with the Islamist militants U.S. troops are confronting in wars overseas.
"When we're facing a global war on terror against what we call Islamic extremists, it certainly doesn't help when we have apparently a viewpoint from the cognoscenti and glitterati, the leadership of the Pentagon, pushing a particular virulent worldview down the throats of people who are helpless to argue against it," Weinstein said.
M