Rumsfeld finnst bandaríska borgarastríðið leiðinlegt lesefni...

Rumsfeld.jpg

Donald Rumsfeld lýsti því yfir á borgarafundi í Pentagon að hann hefði gefist upp á bókum um bandaríska borgarastríðið - vegna þess að það var leiðinleg lesning! Að vísu viðurkenndi Rumsfeld að hann hefði aðallega lesið sagnfræði, en ekki hvernig sagnfræði sem er. Rumsfeld var spurður hvaða bækur hann hefði lesið sem varnarmálaráðherra og hvaða bækur hefðu verið gagnlegastar:

Mr. Secretary, I’m wondering what books you read while you were secretary that you found most useful and edifying.

Þessu svaraði Rumsfeld þannig: 

Well, I’ve read a great many books. They’re all history books; a number about the Revolutionary War and about George Washington and John Adams and others, Jefferson.

I started reading a number of books about the Civil War. And one particularly good one was a book on Ulysses S. Grant. But I stopped. I found the struggle going on — gosh, those years, there were so many people killed and wounded, and they were all Americans, except for the foreign fighters who came over from Germany and Poland and elsewhere.

So I turned away from that and read a great deal about World War II. And that has been basically what I’ve been reading.

Þetta svar Rumsfeld er eiginlega svo skríngilegt að ég botna hvorki upp né niður í því. Hann lýsir því vísvitandi yfir að hann hafi gefist upp á að lesa bækurum bandaríska borgarastríðið - frekar en að sleppa því að minnast á þetta hugtak "borgarastríð" sem Bush stjórnin hefur forðast eins og heitan eldinn, kaus Rumsfeld að draga sérstaklega athygli að því að hann hefði gefist upp á að lesa sér til um borgarastríð: Vegna þess að sér þættu þau leiðinleg. "Gosh... there were so many people killed and wounded..." og hann ákvað, frekar en að glíma við þessa óþægilegu sögu að zóna út, og taka upp léttara lesefni. Eigum við að skilja það svo að ástæða þess að hann hafi ekki viljað horfast í augu við ástandið í Írak hafi verið sú að hann hafi "tunrend away from that..."? Að öll strategía hans í Írak hafi komið úr bókum um síðari heimsstyrjöldina?

Bloggarar í Bandaríkjunum túlka orð Rumsfeld svo að hann sé almennt í afneitun þegar það kemur að borgarastríðum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband