Veraldarvefirnir og stjórnmál

Það er líka hægt að flytja pervertískar langanir og þrár miðaldra manna í gegnum veraldarrörin.jpg

Í Washington Post í morgun var ágæt grein um hlut internetsins í bandarísku kosningunum í nóvember. Raul Fernandez bendir réttilega á hlut YouTube í falli Macaca Allen og Conrad Burns - og instant messaging varð til þess að repúblíkanar misstu sæti Mark Foley í Flórída.

Search "Conrad Burns" on YouTube.com and you get more than 130 videos, most of them unflattering. The most popular is "Conrad Burns' Naptime," set to "Happy Trails." No fancy production values here -- just a straight-on camera shot of the senator falling asleep during a congressional hearing important to Montana. That video alone received more than 100,000 views.

Allen var sjálfumglaður labbakútur, Conrad Burns spillt og hálfgalið gamalmenni og Mark Foley pervert áður en internetið kom til, en internetið gerði að verkum að almenningur gat séð hverskonar karaktera þessir menn höfðu að geyma. Það er kannski full mikið að segja að Demokratar geti þakkað YouTube sigurinn í kosningunum - en það er þó ekki alveg út í hött.

Við ættum samt ekki að gleyma bloggurunum - heimasíður eins og Wonkette, Think Progress og America Blog og auðvitað Daily Kos. Wonkette lék t.d. lykilhlutverk í falli Mark Foley. Því til sönnunar er Wonkette Exhibit 11 á lista rannsóknar þingsins á málefnum Foley. (Ég mæli ekki með að fólk reyni að opna Exhibit 13, nema það hafi hraða nettengingu: uppskriftirnar af dónapóstsendingum Foley til unglinga eru einar 104 blaðsíður að lengd. En fyrir áhugafólk um sorglega og dökka afkima mannssálarinar er þetta ábyggilega príma lesning!)

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband