Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
fim. 28.12.2006
Bush viðurkennir að hann lesi dagblöð
Ég get ekki sagt að ég hafi lesið mikið af dagblöðum yfir jólin, eða yfirleitt fylgst með fréttum. Og þessvegna hef ég ekki heldur haft fyrir því að skrifa um uppátæki repúblíkanaflokksins eða tilvonandi þingmeirihluta. Það er samt af nógu af taka. T.d. æsingur Denis Prager yfir því að nýkjörinn þingmann okkar Minnesotabúa, Keith Ellison ætli að nota kóraninn þegar sver embættiseið og æsingur Virgil Goode yfir því að Ellison sé múslimi. En fyrir utan þetta Prager-Goode-Ellison mál allt virðast bandarískir pólítíkusar hafa haldið aftur af verstu vitleysunni yfir jólahátíðina. Jólin eru líka hátið fjölskyldutengdrar vitleysu, og síður hátið opinberra uppþota! (því ég tel dauðsföll auðvitað ekki til uppþota, þó þau séu kannski pólítískar fréttir.)
En það eru aðrir sem virðast hafa tekið upp á því að lesa dagblöð - New York Times birti á jóladag langa grein þar sem fjallað var um þá merkilegu uppljóstrun að forseti Bandaríkjanna, George W. Bush hafi hugsanlega lesið grein í dagblaði!
Flash! President Bush Says He Reads Papers
Is there hope for newspapers after all? Readers may be abandoning the printed versions, but over the last couple of years, at least one person seems to have started reading them, at least sometimes. He lives in the White House.
President Bush declared in 2003 that he did not read newspapers, but at his final news conference of the year last week, he casually mentioned that he had seen something in the paper that very day.
Asked for his reaction to word that Vice President Cheney would be called to testify in the C.I.A. leak case, the president allowed: I read it in the newspaper today, and its an interesting piece of news.
Þetta þykja auðvitað merkilegar fréttir, því forsetinn hefur ítrekað lýst því yfir að hann lesi ekki dagblöð. Í viðtali við Brit Hume á Fox fyrir þremur árum sagðist forsetinn stundum renna yfir fyrirsagnirnar:
I glance at the headlines just to kind of [get] a flavor for whats moving. I rarely read the stories, and get briefed by people who [...] probably read the news themselves.
Forsetinn reiðir sig nefnilega á fólk sem hann heldur að hafi sennilega fylgst með fréttum. En svo virðist sem þetta sé allt eitthvað málum blandið, því forsetafrúin þykist geta borið vitni um að forsetinn láti sér ekki nægja að lesa dagblöð, því hann drekki líka kaffi á morgnana. Tony Snow staðfestir þessar fréttir, en neitar að veita frekari upplýsingar:
Laura [Bush], said last week that she and her husband had read the morning papers for years. Weve done the same thing since we first got married, she told People magazine. We wake up in the morning and drink coffee and read the newspapers.
Tony Snow, the presidents press secretary, said in an interview he was certain Mr. Bush read the papers, though he was not sure which ones.
Þetta er allt hið undarlegasta mál - því forsetinn hefur áður lýst því yfir að hann fái heil fjögur dagblöð borin út í Hvíta Húsið, og að einstaka sinnum fletti hann þeim, þ.e. ef honum finnst einhver af fyrirsögnunum á forsíðunni áhugaverð:
I get the newspapers the New York Times, The Washington Times, The Washington Post and USA Today those are the four papers delivered ... I can scan a front page, and if there is a particular story of interest, I'll skim it.
M
sun. 24.12.2006
Jólasagan í ár: David Sedaris sem Crumpet the Elf
Ég held ég hafi fyrst heyrt í David Sedaris fyrir tveimur árum - og hann er sennilega einhver skemmtilegasti hversdagscommentator sem ég hef heyrt. Og í tilefni jólahátiðarinnar datt mér í hug að pósta þessum link á jólasögu um reynsly Sedaris af því þegar hann var jólaálfurinn "Crumpet" í Macys. Það er ekki hægt að tengja beint á upptökur á NPR - svo það þarf að smella á "Listen" takkann efst í meginmáli þessa glugga - "The original 1992 segment", sem er aðeins neðar á síðunni er reyndar örlítið lengri, og þessvegna pínulítið skemmtilegri.
Á einhvern furðulegan hátt tekst Sedaris að endurvekja trú manns á mannkynið og minna mann á hversu stórfenglega ídjódískst og fáránlegt það er. Sedaris stendur líka fyrir allt það besta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða - það er nefnilega ekki bara Rick Santorum og Michael Savage í Bandaríkjunum, heldur líka David Sedaris og Dan Savage!
Þessi jólasaga er sú fyrsta sem Sedaris flutti á NPR - National Public Radio - sem er nokkurskonar ríkisútvarp Bandaríkjanna, og er eitt allra besta útvarp sem ég hef hlustað á. Að vísu hlusta ég á MPR, Minnesota Public Radio, því það eru lókal public radio stöðvar í hverju fylki sem útvarpa efni NPR og framleiða líka sitt eigið útvarpsefni. Sedaris er tíður gestur í þættinum This American Life sem er framleiddur af Chicago Public Radio. Það er hægt að hlusta á This American Life hér. This American Life er sennilega allra skemmtilegasta innsýn í Bandaríkin sem til er! (Ira Glass, sem stýrir This American Life, er sennilega klókasti hversdagskommentator okkar daga, á eftir Sedaris.)
En semsagt: Ég mæli endregið með David Sedaris, hann er frábær - og líka frábær Bille Holiday eftirherma!
Og, meðan ég man: Jólakveðjur frá Minnesota!!!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 22.12.2006
Update á (mjög raunveruleg) krossferðaplön Robin Hayes til Írak!
Í gærkvöld - sem er snemma um morgun á Íslandi - skrifaði ég færslu um Robin Hayes, sem hefur talað opinberlega fyrir því að þátttaka Bandaríkjahers í borgarastríði Íraka meiki engan sens nema henni sé breytt í alvöru krossferð. Robin Hayes benti nefnilega á hið augljósa: það verður aldrei friður í Mið-Austurlöndum nema öllum aröbunum verði snúið til kristni!
Þessi hugmynd hefur reyndar áður verið rædd af stjórnmálaheimspekingum á borð við Ann Coulter - sem vildi reyndar líka að við myndum drepa alla leiðtoga arabaheimsins, en í kjölfar 9/11 hafði Coulter þetta að segja:
We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity
Í allan dag hafa stjórnmálablogg í Bandaríkjunum verið að velta því fyrir sér hvort Hayes hafi virkilega sagt að það ætti að kristna Íraka - því það er almennt viðurkennt að Coulter sé ekki alveg í lagi í höfðinu, meðan Hayes er þingmaður á Bandaríkjaþingi, og orð hans hafa því aðeins meiri vigt en blaðrið í ómerkjungnum Coulter. Hayes er ekki heldur alveg eins blóðþyrstur og Coulter - vissulega er þetta trúboð hans ætlað til þess að dreifa fagnaðarerindinu, ást og náungakærleik, en svoleiðis bissness hefur yfirleitt ekki gengið alveg sársaukalaust fyrir sig, og fyrri tilraunir vesturlanda til að dreifa fagnaðarerindinu og hinni einu sönnu trú meðal íbúa Mið-Austurlanda hafa ekki allar mætt miklum skilningi... og allsendis óvíst að svona vangaveltur skiljist sem friðarboðskapur meðal óbreyttra borgara í Írak. En semsagt: hér er ljósmynd af forsíðu Concord Standard "Your Hometown Newspaper" sem flutti fréttina af krossferðaplani þingmannsins.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 22.12.2006
Þingmaðurinn Robin Hayes (R-NC) hefur lausn á ástandinu í Írak: snúa Írökum til kristni
Hayes lýsti því yfir á Rótarífundi í heimabæ sínum um daginn að Bandaríkjamönnum myndi ekki takast að stilla til friðar í Írak fyrr en búið væri að kristna alla djöfuls heiðingjana sem þar búa:
Stability in Iraq ultimately depends on spreading the message of Jesus Christ, the message of peace on earth, good will towards men. Everything depends on everyone learning about the birth of the Savior.
Hayes er vel þekktur fyrir sérkennilegar hugmyndir sínar um stríðið í Írak - hann er til dæmis einn fárra þingmanna sem enn trúa því að bandaríkin séu að vinna, og hefur reyndar fært rök fyrir því að vaxandi óöld í landinu sé til marks um hversu vel gangi að stilla til friðar...
Það er auðvelt að gera grín að Heyes, eða fárast yfir trúarofstæki Suðurríkjamanna. En raunverulega vandamálið er ekki trúarofstæki, per se, að bandaríkjaher fari að stunda trúboð meðal múslima (þó þeim væri kannski trúandi til þess) eða að utanríkisstefna Bandaríkjanna verði rekin sem krossferðir (þó Heyes virðist dreyma um það). Raunverulega vandamálið er að menn eins og Heyes hafa verið kosnir á þing, þar sem þeir fá að setja lög sem hafa áhrif á líf og framtíð heilla þjóða. Menn sem hafa svona brenglaðar hugmyndir um hvernig heimurinn raunverulega virkar geta aldrei leitt þjóðir neitt annað en út í glötun. Menn sem trúa því virkilega að það sé hægt að leysa borgarastríð (eða whatchamacallit) hinum megin á hnettinum með því að "spread the message of Jesus Christ" eiga ekki að fá að taka sæti á þjóðþingum. Svoleiðis menn geta aldrei fundið skynsamar eða vitrænar lausnir á nokkrum sköpuðum hlut! Meðan repúblíkanar eru að kjósa svona jólasveina á þing er ekki nema von að þeim gangi ílla að stjórna flóknu iðnríki í nútímanum.
Ein helsta ástæða þess að flokknum hefur gengið jafn ílla og raun ber vitni (samanber tap þeirra í kosningunum um daginn) er að þeir hafa of marga jólasveina eins og Robin Hayes innan sinna raða. Og því miður tókst demokrötunum ekki að fella alla þessa grasasna í seinustu kosningum. Vonandi hafa kjósendur Repúblíkana vit á að fella Hayes í prófkjöri fyrir næstu kosningar.
Update: Þessi frétt er búin að birtast á nokkrum pólítískum bloggsíðum (t.d. Carpbetbagger Report - upprunalega virðist hún hafa farið af stað af BlueNC). Upprunalega er frásögnin úr einhverju lókal smáblaði í Norður Karólínu - en enn sem komið er hefur enginn meiriháttar fjölmiðill fjallað um ummæli Hayes. Huffingtonpost og Raw Story pikkuðu þessa frétt reyndar upp fyrir stuttu, svo þess er vonandi stutt að bíða að hefðbundnu fjölmiðlarnir fjalli um Krossfarann Hayes.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.12.2006
Jólakort í Tennessee veldur uppþotum - mynd af múslimskri konu þykja alvarleg helgispjöll!
Þetta er með fyndnari "war on christmas" fréttum ársins! Fylkisstjóri Tennesse er tómstundamálari, og í mars var karlinn á ferð um Afghanistan og málaði mynd af ungri konu - og svo fannst honum og konunni hans, sem er guðslifandi feginn að maðurinn skuli hafa sæmilega heilbrigt tómstundagaman, en sé t.d. ekki upptekinn fyrir framan internetið öllum stundum, þetta svo falleg og hjartnæmt málverk, að hann ákvað að prenta það á jólakort. Sem væri hið besta mál ef Afghanir væru ekki allir upp til hópa ógeðslegir heiðingjar sem væru á leið til helvítis - fyrir utan að vera íslamófasistar, talíbanar og hata Jesú Krist, og Jólin! En það eru alltaf einhverjir tilbúnir til að verja Jesús fyrir svona helgispjöllum:
Pastor Maury Davis of Cornerstone Church in Madison said the timing doesn't make sense.
"If on Martin Luther King Day, you sent a picture of a Klansman and said Martin Luther had a dream that this guy would one day get along with the people he's trying to kill, I'm not sure the African-American community would handle that very well," Davis said. "Christmas is about Christ. Put a picture of the Savior on our card."
Davis has been vocal ever since he heard about the card.
"We have to understand that we have a problem between our culture, their culture, the religions possibly. And I think Christmas ought a be kept pure at this time," Davis said.
Fylkisstjórinn hefur reynt að afsaka sig:
Bredeson wrote in his explanation of his choice, "While it may seem odd to put a portrait of a young Muslim woman on a Christmas card, this Season reminds us that He loves His children most of all."
"For people who complained about it, I'll send them a card next year and maybe they'll get the Christmas spirit next year," Bredesen said.
Davis er nefnilega uppfullur af ást og náungakærleik... Og þökk sé citizen journalism á Wonkette vitum við meira um Maury Davis - hann er dæmdur morðingi... og akkúrat þannig menn viljum við að standi vörð um litla baby jesus yfir jólahátíðina! Hverjir aðrir ætli geti varið frelsarann fyrir jólakortum með myndum af múslimum?
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.12.2006
Scarborough líka búinn að fá nóg af Bush
Joe Scarborough sem var einn af leiðtogum the pitchfork revolution of 1994 þegar repúblíkanar tóku þingið, og er sennilega skynsamasti sjónvarpspundit/þáttastjórnandi repúblíkana á kapalstöðvunum, er búinn að fá sig fullsaddan af Bush. Umfjöllun Scarborough um yfirlýsingu Bush um að strðið sé tapað - en hann ætli samt að senda fleiri hermenn til Írak - jafnvel þó enginn af herforingjum hersins styðji þá hugmynd og jafnvel þó aðeins 11% Bandaríkjamanna (Scarborough segir 12%) styðji þá hugmynd. Og af þingmönnum? Stöðugt fleiri öldungadeildarþingmenn repúblíkana hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja að fleiri hermenn yrðu sendir til Írak. Nú síðast Norm Coleman frá Minnesota. Scarborough þótti það sérstaklega varhugavert að Bush vildi ekki segja hvort hann myndi ganga þvert á ráðleggingar yfirmanna hersins, the joint chiefs of staff eða herforingja í Írak. The commander in chief getur ekki rekið stríð þvert á vilja og ráðleggingar yfirmanna hersins!
Scarborough bendir á að ef Clinton hefði staðið fyrir álíka pólítík hefðu repúblíkanar líklega verið búnir að standa fyrir uppreisn! Scarborough kemur nálægt því að segja að Bush sé versti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar.
Þegar menn eins og Scarborough er farnir að segja hluti eins og þessa er ílla komið fyrir forsetanum.
Sjá þessa upptöku af umræðunum Scarborough við á MSNBC við Mike Barnicle, Michael Crowley og Joshua Green. Barnicle, sem er fréttaskýrandi á MSNBC, segir hreint út að Bush sé "totally delusional" og hættulegur, og allt sem hann segi sé "poppycock" - (vídeóið er 13 mínútur, og tekur smá tíma að opnast).
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.12.2006
Bush fjölskyldan loksins hætt í stjórnmálum?
Fyrir stuttu síðan voru stjórnmálaskýrendur að velta því fyrir sér hvort Jeb Bush, litlibróðir George, myndi bjóða sig fram til forseta 2008 eða 2012, og verða þarmeð þriðji Bush-inn, á eftir Pabba-Bush (41) og Dubya Bush (43) til að stýra Bandaríkjunum út í ógöngur við almenn fagnaðarlæti repúblíkana. Jeb hefði getað orðið 44 eða 45 forseti Bandaríkjanna.
En nú virðist sem stóri bróðir hafi eyðilagt öll slík plön - hörmuleg frammistaða hans og almenn andúð alls þorra vitiborins fólks á utanríkispólítík hans og annarri stjórnsýslu virðist hafa gert útaf við öll plön um að framlengja Bushveldið! Jeb á að hafa sagt spænskumælandi blaðamönnum í Miami: "No tengo futuro", sem þýðir víst "Ég á mér enga framtíð", eða eitthvað álíka.
Bush did not elaborate on his terse "no future" comment. But he has said repeatedly over the past year that he would not run for president in 2008 and has never seemed comfortable with talk about Bush III or the Bush presidential dynasty.
"Jeb would have made an outstanding presidential candidate," said Kansas Sen. Sam Brownback who joined Bush at a luncheon on Wednesday hosted by a Cuban American political action committee.
Brownback er sjálfur að sækjast eftir tilnefningu Repúblíkana, og er eini sanni "social conservative" frambjóðandinn, því hvorki Giuliani né McCain eru nógu íhaldssamir fyrir "the base".
Það er stutt síðan Pabbi-Bush fór að háskæla fyrir framan þing Flórída meðan hann var að lýsa mannkostum Jeb:
He then broke down in tears mentioning his son, Gov. Jeb Bush, as an example of leadership and the way he handled losing the 1994 governor's race to popular incumbent Democrat Lawton Chiles. He vaguely referred to dirty tricks in the campaign.
"He didn't whine about it. He didn't complain," the former president said before choking up in front of lawmakers, Gov. Bush's top administrators and state workers gathered in the House chamber for the last of the governor's leadership forums.
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessi fjölskyldumál Bushfeðganna, en ég vona að Jeb standi við að vera hættur í pólítík. Bandaríkin eru búin að þola alveg nóg af hendi þeirra!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mið. 20.12.2006
Enn annar ósigur "trúaðra" afturhaldsmanna í "the culture wars"
Kennslustofur barnaskóla í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafa undanfarin ár verið einn æsilegasti vígvöllur "the culture wars". Átökin hafa aðallega snúist um þróunarkenninguna og sköpunarsögu biblíunnar - en nokkuð hávær hópur fólks hefur krafist þess að þróunarkenningin skuli tekin af kennsluskrá, því hún stangast jú á við bjargfasta sannfæringu þeirra að guð hafi skapað heiminn á fáeinum dögum fyrir nokkurþúsund árum síðan.
Að vísu hafa bókstafstrúarmenn ekki lagt í að krefjast þess að sköpunarsaga biblíunnar skuli kennd í skólum, en hafa látið sér nægja að krefjast þess að niðurvatnaðar útgáfur hennar skuli kenndar til jafns á við þróunarkenninguna, enda sé hún barasta "kenning" og hljóti því að geta staðið jafnfætis öðrum "kenningum", t.d. "intelligent design". Vinsæalasta taktík bókstafstrúarmanna var að sigla undir fánum "opinnar og gagnrýninnar umræðu" - öll "vísindi" væru viðhorf, og það ætti að kenna börnum að vega og meta ólík sjónarmið og hugmyndir. Kennslustofur ættu að vera vettvangur gagnrýninnar umræðu þar sem nemendur og kennarar ræddu kosti og galla vísinda annarsvegar og rugls og vitleysu hinsvegar... Enda er rugl og vitleysa "viðhorf", svona eins og vísindi eru "viðhorf"?
Hávaði bókstafstrúarmanna var mestur milli 2003 og 2005, og eftir að Bush vann kosningarnar 2004 voru margir skynsamir og vitibornir Bandaríkjamenn farnir að óttast að kristnum bókstafstrúarmönnum myndi takast að ryðja viðurkenndum vísundum út úr skólakerfinu. En síðan þá hafa talsmenn þess að öll fræði væru bara viðhorf beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum.
Síðasti ósigurinn kom í gær, en skólayfirvöld í Cobb County í Georgíu samþykktu að fjarlægja límmiða sem á stóð: "evolution is a theory, not a fact" úr kennslubókum í líffræði. LA Times fjallaði um þetta mál í morgun:
In a settlement announced Tuesday in federal court, the Cobb County Board of Education agreed never to use any similar "stickers, labels, stamps, inscriptions or other warnings," or to undermine the teaching of evolution in science classes. [...]
Evolution has long been controversial in Cobb County, north of Atlanta, where some biology teachers used to tear pages out of textbooks to avoid discussing it. In 2002, after more than 2,000 parents objected to sections on evolution in a new biology textbook, stickers were placed on the inside of the front cover.
Board members said they attempted to craft a sensitive response to parents' complaints. The sticker read: "This textbook contains material on evolution. Evolution is a theory, not a fact, regarding the origin of living things. This material should be approached with an open mind, studied carefully and critically considered."
Þessi niðurstaða sýnir að jafnvel "hógværar" tilraunir bókstafstrúarmanna í Bandaríkjunum til að ryðja nútímanum til hliðar mistakast. Skynsemin sigrar alltaf að lokum.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 20.12.2006
Loksins svar við einni af ráðgátum okkar daga: Hver drap Bamba? Hver annar en Dick Cheney!
Þessi spurning hefur brunnið á vörum allra í umþaðbil þrjá áratugi, eða svo, hver drap bamba?! Hipparnir hafa verið bendlaðir við þetta ódæðisverk - enda þeim ekki treystandi. En nú kemur semsagt í ljós að það líklega hefur Dick Cheney verið á bakvið dauða Bamba!
Í allan dag og gær, hef ég, milli þess að baka piparkökur og drekka kaffi, verið að fylgjast með magnaðri frétt um dautt dádýr fyrir utan the Naval Observatory, sem er opinber bústaður varaforsetans. (Myndin hér til hliðar er af dádýrinu, dauðu). Um helgina urðu vegfarendur varir við að það lá dautt dádýr utaní the Cheney compound - sumir reyndu að biðja lögregluna að fjarlægja dýrshræið, en þremur dögum síðar liggur dýrið ennþá jafn dautt fyrir allra augum:
People passing by the vice president's residence over the weekend were shocked to see a dead deer on his lawn. "Who killed it!?" asked one horrified witness. "The deer has been there a while, because a friend E-mailed me earlier this morning to report the sad sighting. I just saw it myself, in a cab going down [Massachusetts Ave.]. I'm crying."
Another source confirmed the carcass on the grounds of the U.S. Naval Observatory, where the vice president lives. "I was walking to work and tried my best to look away,"
Þetta bambamorð hefur augljóslega vakið mikinn óhug meðal vegfarenda sem senda tölvupóst til fjölmiðla, og bloggmiðla. Fréttin var fyrst á Wonkette - og þvínæst á NY Daily News, sem hringdi í skrifstofu Cheney til að krefjast skýringa. Starfsmenn varaforsetans neituðu hins vegar að svara spurningum um dádýrið eða önnur morð í nágrenninu, og vísuðu á lögregluyfirvöld.
NY Daily News telur reyndar að sennilega hafi Cheney verið að reyna að drepa hinn goðsagnakennda Rúdolf - en hann var hreindýr en ekki dádýr. En Cheney hefur áður farið dýrategundavillt þegar kemur að því að skjóta á hluti sem hreyfast - það er öllum enn í fersku minni þegar hann skaut annað gamalmenni - vin sinn og Texas Bigwig Harry Whittington í andlitið á veiðiferð fyrr í ár. Þá þóttist Cheney hafa verið á rjúpnaskytteríi.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 19.12.2006
Kannabis mikilvægasta landbúnaðarafurð Bandaríkjanna!
Þessi frétt er búin að vera á sveimi um veraldarvefina undanfarna daga - og í gær skrifaði LA Times langa grein um nýja skýrslu sem reiknar út að markaðsvirði kannabis í Bandaríkjunum sé varlega áætlað næstum tvisvar sinnum hærra en markaðsvirði sojabauna, og um þriðjungi meira en maís!
A report released today by a marijuana public policy analyst contends that the market value of pot produced in the U.S. exceeds $35 billion far more than the crop value of such heartland staples as corn, soybeans and hay, which are the top three legal cash crops.
California is responsible for more than a third of the cannabis harvest, with an estimated production of $13.8 billion that exceeds the value of the state's grapes, vegetables and hay combined and marijuana is the top cash crop in a dozen states, the report states.
Skýrsluhöfundar áaætla að framleiðsla kannabis hafi tífaldast að umfangi á seinustu 25 árum, þrátt fyrir að miljörðum af almannafé sé á ári hverju varið til að heyja "the war on drugs" og þúsundir manna séu árlega dæmdir í fangelsi fyrir að hafa kannabis undir höndum. Það er ekki bara "the war on terror" sem stjórnvöld eru að tapa - heldur líka "the war on drugs". Enda hafa talsmenn þess að ríkið þurfi að endurhugsa stríð sitt gegn kannabis tekið skýrslunni opnum höndum.
Jon Gettman, the report's author, is a public policy consultant and leading proponent of the push to drop marijuana from the federal list of hard-core Schedule 1 drugs which are deemed to have no medicinal value and a high likelihood of abuse such as heroin and LSD.
He argues that the data support his push to begin treating cannabis like tobacco and alcohol by legalizing and reaping a tax windfall from it, while controlling production and distribution to better restrict use by teenagers.
"Despite years of effort by law enforcement, they're not getting rid of it," Gettman said. "Not only is the problem worse in terms of magnitude of cultivation, but production has spread all around the country. To say the genie is out of the bottle is a profound understatement."
Og talandi um kannabis - Barack Obama, sem "the netroots" demokrataflokksins elska hefur viðurkennt að hafa reykt gras sem ungur maður.
M