Færsluflokkur: Írak

Laura Bush, Maria Antoinette og Imelda Marcos

Laura og GeorgeÞað er sorglegt hvernig sagan hefur farið með eiginkonur ömurlegra þjóðarleiðtoga. Lagalega bera þessar konur enga ábyrgð á hörmulegri óstjórn eða ofstjórn eiginmanna sinna, en ef skríllinn hálsheggur þær ekki sjá sagnfræðingar um það. Imelda Marcos, með skósafn sitt og Maria Antoinette með kökubakstur sinn, eru frægar fyrir fullkomna veruleikafyrringu sína. Meðan þær léku sér og höfðu það gott þjáðust þjóðir þeirra undan hörmungarstjórn eiginmanna þeirra.

Í gærkvöld þegar ég var að horfa á fréttirnar benti konan mín mér á að Laura Bush sótt um aðild að þessum merkilega klúbb. Í viðtali við CNN í fyrradag sagði Laura Bush nefnilega að það væri allt í himnalagi í Írak, ef ekki væri fyrir "eina sprengingu daglega", og að almenningur myndi ekki vera á móti stríðinu ef ekki kæmi til fréttaflutningur fjölmiðla!

And many parts of Iraq are stable now. But, of course, what we see on television is the one bombing a day this discourages everybody.

Þessi skilningur Bush á ástandi í Írak er jafn hlægilega fáránlegur og skilningur Maríu Antoinette á ástandi franskrar alþýðu vorið 1789. Að meðaltali eru um 190 árásir hemdarverkaárásir daglega í Írak. Ekki ein, heldur 190... Annað hvort er Laura Bush fullkomlega veruleikafirrt - sem segir kannski eitthvað um veruleikafyrringu annarra fjölskyldumeðlima, eða Lauru Bush finnst allt í lagi að ljúga að þjóðinni.

Það er líka merkilegt að Lauru fannst aðalleiðindin sem stríðið skapaði vera óþægilegar fréttamyndir í sjónvarpinu. Með öðrum orðum: stríðið er leiðinlegt vegna þess að það gerir að verkum að við þurfum að hlusta á "leiðinlegar" fréttir í The Teevee? Eins og John Stewart benti á í The Daily Show í gærkvöld, það er meira "discouraging" að vera sprengdur í loft upp... en það er lífsreynsla sem þúsundir bandarískra hermanna og tugþúsundir írakskra borgara hafa upplifað, þökk sé snilldarherstjórn eiginmanns hennar!

M


Bush fjármagnar leynilega öfgahópa tengda Al-Qaeda

The New Yorker er alltaf með flottustu forsíðumyndirnar - og það er ekkert sem segir: Ég er upplýstur liberal heimsborgari, en að ganga um með eintak af The New Yorker...Í nýjasta hefti The New Yorker er merkileg grein eftir Seymour M Hersh, sem er rannsóknarblaðamaður og hefur meðal annars fengið Pulitzer verðlaunin - Hersh varð frægur fyrir að hafa afhjúpað fjöldamorð bandaríkjahers í Mai Lai í Vietnamstríðinu. Hersh hefur að undanförnu fjallað um hernað núverandi bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, og í nýjust grein sinni afhjúpar hann að Bush hafi leynilega - og án vitundar þingsins, sem hefur fjárveitingarvaldið - veitt stórfé til hryðjuverkahópa sem eru tengdir Al Qaeda!

Tilgangur þessa er að styrkja súnní-hópa gegn shíum, en Íranir styðja shíahópa á borð við Hezbollah, sem Bush hefur meiri áhyggjur af en Al-Qaeda, því Hezbollah gerði árásir á Bandaríkin fyrir fimm árum, en Al Qaeda er aðallega upptekið við lókal stríðsrekstur í suður Líbanon...? Nei, þetta meikar ekki mikinn sens, því ég hélt að stríðið í Írak væri hluti af stríðinu gegn hryðjuverkum, og að hættulegasta hryðjuverkaógnin væri Al-Qaeda, það hefur jú enginn annar gert árásir á Bandaríkin. En það ætti kannski ekki að koma manni á óvart að Bandaríkjaforseta standi á sama um þjóðaröryggi, eins og honum virðist standa á sama um nokkurnveginn allt.

Greinin öll er djöfullega góð - og frekar scary líka. Jafnvel þó bara helmingur alls sem Hersh segir sé rétt höfum við fulla ástæðu til að hafa alvarlegar áhyggjur. Fyrir hálfu ári síðan var ég sannfærður um að Bush og Cheney myndu aldrei vera svo vitlausir að fara í stríð við Íran - en ég er ekki svo viss lengur. Ég yrði ekki hissa ef það yrði búið að gera loftárásir á Tehran áður en Bandaríkjamenn kjósa arftaka Bush.

Einn merkilegasti partur arfleiðar Bush stjórnarinnar verður vafalaust að hún hefur gert meira en nokkur ríkisstjórn, að Nixon og LBJ til að blása eld að glæðum samsæriskenninga. Ekki vegna þess að vinstrimenn og "óvinir" Bush séu allir vænisjúkir - nei, vegna þess að Bush stjórnin hegðar sér svo furðulega, lýgur svo kerfisbundið og óforskammað, og fer fram með slíkri leynd, að venjulegt fólk getur ekki með nokkru móti treyst stjórninni, eða trúað yfirlýsingum hennar. Þó allar ásakanir um leyniplön um fjárveitingar til öfgafullra hópa tengdum Al-Qaeda séu tilbúningur hefur stjórnin þó glatað allri tiltrú. Og það eitt er nóg til að fordæma Bush sem einn versta forseta fyrr og síðar.

M

ps. Ég biðst afsökunar á fljótfærnisvillu í þessari færslu, sem ég svo leiðrétti... Höfuðborg Íran er auðvitað ekki Kabúl - það kemur fyrir að manni verði á mistök, og yfirleitt prófarakales ég ekki færslurnar, ég þarf stundum að gera eitthvað annað en að blogga um samsæriskenningar The New Yorker allan daginn, jafnvel þó það sé bráðskemmtilegt - annars myndi ég varla nenna þessu?


Herforingjar hóta að segja af sér ef Cheney gerir loftárásir á Íran

VPOTUS vinkarSamkvæmt Times munu "fjórir eða fimm" háttsettir herforingjar og flotaforingjar segja af sér ef Cheney fyrirskipar loftárásir á Íran. Ég segi Cheney, því einhverra hluta vegna eru liberal bloggarar og margir stjórnmálaskýrendur þeirrar skoðunar að það sé Cheney, en ekki Bush, sem sé raunverulega við völd í Washington. Og þetta Cheneytal er sérstaklega bundið við loftárásir á Íran.

Svo virðist reyndar sem Cheney sé í einhverjum rosalegum ham þessa dagana, því það líður varla sá dagur að hann sé ekki í fjölmiðlum með einhverjar stórkarlalegar yfirlýsingar um pólítíska andstæðinga sína - en eins og karlmennið sem hann er, hefur hann ákveðið að einbeita sér að árásum á konur og gamalmenni: Nancy Pelosi og John Murtha. Það er eitthvað alveg sérstaklega heillandi við fullorðna karlmenn sem froðufella af bræði yfir því að konur séu að gagnrýna þá.

En ég ætlaði ekki að fara að skrifa um Cheney og ómerkilegar árásir hans á Pelosi og Murtha, heldur um þessa frétt Times.

“There are four or five generals and admirals we know of who would resign if Bush ordered an attack on Iran,” a source with close ties to British intelligence said. “There is simply no stomach for it in the Pentagon, and a lot of people question whether such an attack would be effective or even possible.”

There are enough people who feel this would be an error of judgment too far for there to be resignations.”

A generals’ revolt on such a scale would be unprecedented. “American generals usually stay and fight until they get fired,” said a Pentagon source. Robert Gates, the defence secretary, has repeatedly warned against striking Iran and is believed to represent the view of his senior commanders.

Ég vona svo sannarlega að þetta verði að veruleika, því það er alveg augljóst að það væri fullkomið glapræði að gera árásir á Íran - ég tala nú ekki um meðan Bandaríkjamenn eru uppteknir við að tapa öðru stríði hinum megin landamæranna.

Cheney og Bush virðast hins vegar trúa því staðfastlega að stríð sé pólítík - þ.e. það snúist fyrst og fremst um orð og yfirlýsingar, og að það sé hægt að gera nokkurnveginn hvað sem er ef viljinn er fyrir hendi. Í pólítík er nefnilega hægt að lofa hlutum, og jafnvel gera hluti - og meðan það lítur út fyrir að þú sért að gera þá skiptir minna máli hvort þú ert raunverulaga að gera þá. Meðan þú hefur peninga til að starta einhverju metnaðarfullu prógrammi, og getur svo farið og látið taka af þér ljósmyndir fyrir framan þetta sama prógramm, mæta í kokteilboð og móttökur þar sem blaðamenn fá að hitta yfirmenn þessa nýja prógramms og þú getur látið taka af þér myndir (í þessu tilfelli á flugvélamóðurskipi með borða "Mission Accomplished"), skiptir minna máli hvort prógrammið er raunverulega að gera nokkurn skapaðan hlut.

Eina vandamálið er að heyja stríð er dálítil alvara - eins og alvöru herforingjar skilja. Og herforingjar skilja að það er ekki hægt að ana út í stríð sem er fyrirséð að muni ekki vinnast. Þeir skilja að stríð sem tapast á vígvellinum er ekkki hægt að vinna í þingsölum.

M


Michelle Bachmann (R-Coocooland): Bandaríkjastjórn ætlar að gefa Íran hálft Írak, stofna þar "a terrorist safe haven zone"

Bachmann - Crazy for JeesusÞegar Michelle Bachmann náði kjöri á Bandaríkjaþing fyrir norðurúthverfi Minneapolis og St Paul glöddust fréttaskýrendur og áhugamenn um undarleg stjórnmál - því Bachmann er merkileg kona. Ekki nóg með að hún sé "class A Jeesus Freak" heldur er hún uppátækjasöm og aktíf í meiralagi. Konan rekur barnabúgarð og á þrjátíu og eitthvað börn, og svo þegar hún kom til Washington lét hún það verða eitt fyrsta verk sitt að áreita forsetann kynferðislega.

Og Bachmann hefur ekki svikið okkur! Nýjasta skets hennar í því leikhúsi fáránleikans sem Bandaríkjaþing er, er yfirlýsing um að hún hafi séð "leyniplön" sem "þeir" eigi að hafa samið - og ganga út á að gefa Íran helminginn af Írak, svo það sé hægt að stofna þar "a terrorist safe haven zone". Samkvæmt Star Tribune, sem er aðaldagblað Minnesota:

U.S. Rep. Michele Bachmann claims to know of a plan, already worked out with a line drawn on the map, for the partition of Iraq in which Iran will control half of the country and set it up as a “a terrorist safe haven zone” and a staging area for attacks around the Middle East and on the United States.

Bachmann lét þessi ummæli falla í viðtali við blaðamann St Cloud Times - sem er frekar ómerkilegt dreifbýlisdagblað. (Þeir kalla heimasíðuna sína "Central Minnesota's Home on the Web") Blaðamaður Star Tribune skemmtir sér augljóslega yfir vitleysunni í Bachmann;

There are other interesting and provocative statements in the interview. But the most amazing is at the end, when the discussion turned to Iran and Iraq, Bachmann’s reasons for sticking with the stay-until-victory camp, and her beliefs, stated as established fact, that Iran has reached an agreement to divide Iraq and set up a free-terrorism zone.

Og hvað segir Bachmann? Jú - það eru einhverjir "þeir" sem eru búnir að ákveða að stofna terroristaríki í Írak, og það á að heita "The Iraq State of Islam... Something like that"!

“Iran is the trouble maker, trying to tip over apple carts all over Baghdad right now because they want America to pull out. And do you know why? It’s because they’ve already decided that they’re going to partition Iraq.

And half of Iraq, the western, northern portion of Iraq, is going to be called…. the Iraq State of Islam, something like that. And I’m sorry, I don’t have the official name, but it’s meant to be the training ground for the terrorists. There’s already an agreement made.

They are going to get half of Iraq and that is going  to be a terrorist safe haven zone where they can go ahead and bring  about more terrorist attacks in  the Middle East region and then to come against  the United States because we are their avowed enemy.”

Við fáum hins vegar ekkert að vita hvar Bachmann sá þessi leynilegu leyniskjöl, né hverjir þessir dularfullu "þeir" eru... Pelosi? Cheney? Nú brennum við öll í skinninu! Bachmann er augljóslega nógu galin til að bæta upp fyrir bæði Kitty Harris OG Rick Santorum!

M


Kóngafólk, þjóðhöfðingjar og stríð

Fullu nafni heitir Harry - Henry Charles Albert David Mountbatten-WindsorHarry, skapvondi prinsinn af Wales, er á leiðinni til Írak, og ég óska honum alls hins besta. Reyndar verð ég að taka ofan af fyrir Harry, og breksa konungdæminu fyrir að hafa alvöru manndóm. Það ættu að vera lög sem krefjast þess að allir þjóðhöfðingjar og stjórnmálamenn sem leiða þjóðir sem eru í stríði fjarlægum heimshlutum, ég tala nú ekki um ef þeir styðja þessi stríð - eins og núverandi leiðtogalið Bandaríkjanna, þurfi að hafa einhverja alvöru reynslu af því að vera í stríði.

Nú er ég nokkurnveginn viss um að Bretarnir komi til með að sjá til þess að prinsinn þurfi ekki að vera í alvöru hættu, en það er sama. Hann mun þó allavegana fá tækifæri til að sjá að stríð er ekki einhverskonar sprell og grín sem snýst um tölfræði.

M

 


Meðlimur úr innsta hring repúblíkanaflokksins, verktaki fyrir varnarmálaráðuneytið kærður fyrir að fjármagna... Al Qaeda!

Gallagher vill fleiri hryðjuverkaárásir til að þagga niðrí vinstrimönnumAllt síðan 2001 hefur Repúblíkanaflokkurinn blóðmjólkað Al-Qaeda ógnina. Allar kosningar síðan "9-11" hefur flokkurinn varað kjósendur við því að ef demokratar kæmust til valda væri stríðið gegn terroristunum tapað, því allir demokratar væru einhverskonar flugumenn Bin Laden. Mike Gallagher, sem er republican "pundit", sem er starf sem gengur út á að hafa, eða þykjast hafa, vit á málefnum líðandi stundar og geta talað út í eitt um þessi mál öll, skrifaði um daginn á bloggsíðu sinni á Townhall:

Seeing Jane Fonda Saturday was enough to make me wish the unthinkable: it will take another terror attack on American soil in order to render these left-leaning crazies irrelevant again. Remember how quiet they were after 9/11? No one dared take them seriously. It was the United States against the terrorist world, just like it should be.

Það er sennilega fátt sem veitir betri innsýn í þankagang margra á hægrivæng (nei, réttara sagt, hálfvita, og fasistavæng) repúblíkanaflokksins: "9-11" var hið besta mál vegna þess að það þaggaði niðri í þessum leiðinda vinstrimönnum! (Ég mæli með umfjöllun Pandagon um þessi ummæli Gallagher.)

Í ljósi þessa kemur það eiginlega ekki á óvart að fjármálamenn flokksins skuli hafa reynt að halda lífinu í þessum félagsskap með fjárgjöfum! Samkvæmt CBS news hefur auðmaðurinn Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari verið ákærður fyrir að hafa reynt að senda hátt á annað hundruð þúsunda dollara til Afghanistan til að kaupa búnað fyrir Osama!

Terrorism charges brought Friday against the administrator of a loan investment program claimed that he secretly tried to send $152,000 to the Middle East to buy equipment such as night vision goggles for a terrorist training camp in Afghanistan.

Abdul Tawala Ibn Ali Alishtari, 53, of Ardsley, N.Y., pleaded not guilty in U.S. District Court in Manhattan to an indictment accusing him of terrorism financing, material support of terrorism and other charges. The charges carried a potential penalty of 95 years in prison.

Alishtari er einnig þekktur undir nafninu Michael Mixon, og hefur verið stórtækur fjársvikamaður:

He was also charged with money laundering for allegedly causing the transfer on Aug. 17 of about $25,000 from a bank account in New York to a bank account in Montreal, Canada. The money was to be used to provide material support to terrorist, prosecutors said.

The indictment also charged him with wire fraud conspiracy and wire fraud. It said he devised a scheme to administer and promote a fraudulent loan investment program known as "Flat Eletronic Data Interchange" through which Alishtari and others fraudulently obtained millions of dollars from investors by promising high guaranteed rates of return

Besti parturinn er að þessi Alishtari var líka í innsta hring repúblíkanaflokksins!

CBS News has confirmed that Alishtari is a donor to the Republican Party, as he claims on his curriculum vitae. ...

Alishtari also claims to be a lifetime member of the National Republican Senate Committee's Inner Circle, which the NRCC describes as "an impressive cross-section of American society – community leaders, business executives, entrepreneurs, retirees, and sports and entertainment celebrities – all of whom hold a deep interest in our nation's prosperity and security."

TPM hefur fylgt þessari GOP/Terrorist-kingpin sögu eftir - Alishtari segist einnig hafa verið meðlimur í einhverju "White House Business Advisory Committee"...

M


Írakar kunna Bandaríkjunum engar þakkir fyrir að slá grasið, heldur skjóta á þá?!

Punxsutawney PhilSvo virðist sem starfsmannastjóri bandaríkjaþings sjái til þess að eintómir jólasveinar fái vinnu sem "þingmenn"... Allavegana mega menn alls ekki kunna að segja sæmilega vitibornar dæmisögur. Ric (ekki Rick, bara Ric) Keller, sem er einhverskonar undarlegur einfeldningur og þingmaður Repúblíkana fyrir Flórída sté í pontu í gær til að mæla með þingsályktunartillögu demokrata gegn "the surge":

Let me give you an analogy. Imagine your next door neighbor refuses to mow his lawn and the weeds are all the way up to his waist. You decide you’re going to mow his lawn for him every single week. The neighbor never says thank you. He hates you and sometimes he takes out a gun and shoots at you.

Under these circumstances, do you keep mowing his lawn forever? Do you send even more of your family members over to mow his lawn? Or do you say to that neighbor, ‘You better step it up and mow your own lawn or there’s going to be serious consequences for you’?

Ok - ég skal játa að þetta meikar smá sens - auðvitað myndi maður ekki nenna að slá túnið fyrir nágrannann ef hann væri að skjóta á mann. Og ekki heldur senda einhverja aðra til að slá sama túnblett. Ric ætlaði kannski líka að halda því fram að það væri jafn klókt að senda 20.000 manns til viðbótar til Írak, í þeirri trú að það myndi stöðva óöldina sem þar geisar, og að halda að maður geti stoppað morðóðan nágranna sem skýtur á fólk af handahófi, með því að slá túnið hjá honum. Hvort heldur er, þetta er frekar langsótt dæmisaga...

En það voru fleiri þingmenn repúblíkana sem töluðu um Íraksstríðið og landbúnað. (Því túnrækt er landbúnaður! - ég veit ekki betur en landbúnaður okkar Íslendinga hafi snúist um grasrækt síðan einhverntímann á landnámsöld?) Allavegana, Lynn Westmoreland, sem er þingmaður fyrir Georgíu, varaði nefnilega "defeotokrata" á borð við Ric Keller og nýfundna vini hans í demokrataflokknum við að halda að Írakar hefðu áhuga á grasi:

This is a global war on terror. Some people from the other side seem to believe that if we pull out of Iraq, that the Iraqi people are going to go back to tending sheep and herding goats. That’s not what’s going to happen. If we pull out of Iraq, what’s going to happen is you are going to see more bloodshed than we have seen in a long time in this world.

Það sem er merkilegt er að Westmoreland heldur að Írakar geti snúið sér aftur að því að vera geithirðar. Því í hans huga eru allir arabar, eða kannski bara allir skítugir útlendingar, einhverskonar "geithirðar"? Þ.e. fyrir utan þá sem eru morðóðir byssumenn? En þetta skýrir kannski alltsaman: Kannski eru geithirðirnir í Írak fúlir yfir því að Ric Keller sé alltaf að slá grasið sem geiturnar áttu að éta?

Þetta virðist alltasaman allavegana snúast um geitur og gras, en ekki olíu, eins og vinstrimenn halda!

M


Leiðbeiningum flokksforystu Repúblíkana til þingmanna vegna Íraksumræðunnar lekið: "Ekki tala um Írak"!

búúhúú það eru allir svo vondir við BoehnerÞað hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að bandaríkjaþing er þessa dagana að ræða þingsályktun gegn fyrirætlun forsetans að senda fleiri hermenn til Írak.

Teksti ályktunarinnar:

Disapproving of the decision of the President announced on January 10, 2007, to deploy more than 20,000 additional United States combat troops to Iraq.

Resolved by the House of Representatives (the Senate concurring), That—

(1) Congress and the American people will continue to support and protect the members of the United States Armed Forces who are serving or who have served bravely and honorably in Iraq; and

(2) Congress disapproves of the decision of President George W. Bush announced on January 10, 2007, to deploy more than 20,000 additional United States combat troops to Iraq.

Ályktunin, sem er studd þingmönnum úr báðum flokkum, er mjög hógvær, en flokksforystu Repúblíkana er samt mikið í mun að koma í veg fyrir að ályktunin verði samþykkt. Af hverju? Ástæðan er auðvitað að ef þingið lýsir sig andsnúið stefnu forsetans er það aðeins augljósara hversu algjörlega einangraður forsetinn er. Flokksforystan óttast ennfremur að verði ályktunin samþykkt muni þeir missa öll tök á flokknum: Ef margir repúblíkanar kjósa með demokrötum, eins og allt bendir til, mun það afhjúpa hversu sundraður flokkurinn er. Flokksbroddunum er svo mikið niðri fyrir og svo hrærðir að þeir fara að skæla! Myndun hér að ofan er af John Boehner að vola við umræður um hversu vondir demokratar væru að "vinna skítverk Al-Qaeda" eða eitthvað álíka klókt. Örstuttu eftir að hafa skælt svolítið meira sagði Boehner orðrétt:

Al Qaeda and their supporters in the region have been steadfast in their efforts to slow us down and frustrate our efforts to succeed. But because they cannot defeat Americans on the battlefield, al Qaeda and terrorist sympathizers around the world are trying to divide us here at home. Over the next few days, we have an opportunity to show our enemies that we will not take the bait.

Semsagt - bandaríkjaþing er, einhvernveginn, að vinna fyrir Al-Qaeda ef þingmenn lýsa því yfir að þeir séu ósáttir við óstjórn Bush stjórnarinnar? Krókodílatár Boehner eiga þá sennilega að sannfæra okkur um að hann trúi sjálfur þessari hundalógik. En það er erfitt að þjappa mönnum saman til að verja vond málefni - sérstaklega þegar yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er sammála demokrötum.

Og hvað er þá til ráða? Nú - drepa umræðunni á dreif og fara að tala um eitthvað allt annað! Peter Hoekstra og John Shadegg sendu því út bréf til þingmanna flokksins, þar sem þeir eru hvattir til að tala ekki um Írak! - og alls ekki um efni þingsályktunartillögunnar! Bréfinu var lekið til demokrata, og það er hægt að lesa það á heimasíðu þingflokksformanns þeirra. Þar segir meðal annars:

We are writing to urge you not to debate the Democratic Iraq resolution on their terms, but on ours.

Democrats want to force us to focus on defending the surge, making the case that it will work and explaining why the President's new Iraq policy is different from prior efforts and therefore justified.

Þetta finnst mér nú kannski alveg eðlilegt? Er ekki hægt að ætlast til þess að þingmenn, sem styðja stefnu forsetans - sem er að senda fleiri hermenn til Írak - þurfi að réttlæta þennan stuðning sinn? Og kannski útskýra fyrir kjósendum hvernig þessi stefna muni leiða til einhvers? Neibb. Það finnst rebúblíkönum sko alls ekki:

The debate should not be about the surge or its details. This debate should not even be about the Iraq war to date, mistakes that have been made, or whether we can, or cannot, win militarily. 

Af hverju má ekki ræða aðalatriði málsins? Hoekstra og Shadegg útskýra það fyrir kollegum sínum, því þessari málsgrein lýkur með eftirfarandi setningu: 

If we let Democrats force us into a debate on the surge or the current situation in Iraq, we lose.

Þess í stað eiga þingmenn að fara að tala um Al-Qaeda, segja flokksforingjarnir. Semsagt: ekki tala um stefnu forsetans, heldur einbeita sér að hræðsluáróðri um vonda araba. Bréfinu lýkur þannig:

Join us in asking our Democratic colleagues the essential question: If we do not defeat radical Islam in Iraq, then where will we do so?

En nú er það þannig, að demokratar, og bandaríska þjóðin, vilja fá skýr svör frá forsetanum um hvort hann hafi yfirliett einhverjar áætlanir um hvernig eigi að fara að því að "defeat radical Islam", þ.e. aðrar en að ausa skattfé almennings og mannslífum í borgarastríð sem enginn endir virðist á!


McCain óttast að stríðið í Írak verði óvinsælt... fréttaskýrendur óttast að McCain hafi tapað öllu raunveruleikaskyni

Hvað gerir maður ekki fyrir völd og áhrif?John McCain tapaði prófkjöri repúblíkanaflokksins árið 2000, þrátt fyrir að vera augljóslega skynsamari og ábyrgari en helsti mótframbjóðandinn, George Bush yngri. En skynsemi og yfirvegun máttu sín lítils gegn ófrægingarmaskínu Karl Rove og "the wingnut vote" sem Bush virðist hafa reytt sig á. En McCain er maður sem lærir af fyrri mistökum, og því virðist forsetaframboð hans 2008 eiga að snúast um 1) hræsni og svik við fyrri yfirlýsingar, 2) að sleikja upp vitfirringa á borð við Jerry Falwell, sem McCain hefur áður fordæmt, og mikilvægasti parturinn: 3) fullkominn flótta frá raunverulaikanum...

Og þó flipflop McCain séu skemmtileg (maðurinn hefur skift um skoðun á mikilvægum málum, eins og réttindum samkynhneigðra, tvisvar í einu sjónvarpsviðtali!), og þó nýfundin ást hans á trúarofstækismönnum sé svívirðileg er það raunveruleikaflótti McCain sem er eiginlega merkilegastur.

Í gær lýsti McCain því nefnilega yfir að hann óttaðist að Bandaríska þjóðin kynni að snúa bakinu við stríðinu í Írak!

"By the way, a lot of us are also very concerned about the possibility of a, quote, 'Tet Offensive.' You know, some large-scale tact that could then switch American public opinion the way that the Tet Offensive did," the Arizona senator said.

Nú hlýtur maður að spyrja, hvernig gæti almenningsálitið "snúist" þegar kemur að stríðinu? AP reynir að útskýra þennan sögulega referens McCain þannig:

Tet, a massive invasion in 1968 of South Vietnam by Communist North Vietnamese, inflicted enormous losses on U.S. and South Vietnamese troops and is regarded as a point where public sentiment turned sharply against the war.

Og það er þá von að maður spyrji: Getur almenningsálitið snúist "gegn" stríðinu í Írak? Það væri aðeins hægt ef almenningsálitið væri fyrst fylgjandi stríðini, ekki satt? Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er nefnilega andsnúinn stríðinu, og þvi hvernig ríkisstjórnin hefur kosið að há það. 63% Bandaríkjamanna vilja að ALLIR hermenn verði kallaðir aftur Í ÁR! Við erum ekki að tala um nauman meirihluta sem hafi efasemdir um stríðið og vilji að það verði fækkað í hernum í Írak - nei, yfirgnæfandi meirihluti alemennings vill að Bandaríkjaher geri akkúrat það sem Bandaríkin þurftu að gera í Vietnam: Viðurkenna ósigur og fara heim! 62% telja að það hafi verið mistök að ráðast í Írak til að byrja með!

Nú má vel vera að McCain hafi eitthvað annan skilning en við hin á því hver þessi "almenningur" sé, og hvert álit hans sé á stríðinu í Írak. Og kannski finnst honum að almenningsálitið ekki "sharply against the war"...

Og ef svo er getur vel verið að McCain sé klókari og í betri tengslum við raunveruleikann en virðist við fyrstu sýn, því þrátt fyrir allt hafa Bandaríkjamenn "bara" misst um 3000 manns í þessu fáránlega stríði sínu. Og ástandið gæti hæglega orðið verra. Meðan Bush virðist neita að horfast í augu við hversu slæmt ástandið er nú þegar orðið er McCain hugsanlega byrjaður að hafa áhyggjur af því að það sé um það bil að verða enn verra, því þó yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé andsnúinn stríðinu getur andstaðan orðið enn háværari.

Kannski er McCain ekki alveg eins vitfirrtur og sumir fréttaskýrendur og liberal bloggarar í Bandaríkjunum halda? En ef McCain er virkilega farinn að óttast að ástandið geti orðið enn verra ætti hann að reyna að sýna smá ábyrgðarkennd og koma hreint fram við kjósendur, frekar en að vera að eltast við stuðning veruleikafirrtustu kjósenda repúblíkanaflokksins, sem halda að það sé enn hægt að merja út einhverskonar "sigur" í Írak.

M


Íraksstríðið tapað... tími til að finna sér ný stríð!

OdomWilliam Odom, yfirmaður Þjóðaröryggisráðs Ronald Reagan skrifaði langa grein í sunnudagsútgáfu Washington Post þar sem hann bendir á að þar sem Bush sé búinn að skíttapa stríðinu í Írak sé kominn tími til að leita nýrra leiða. Grein Odom er bæði skynsamleg og vel skrifuð, og niðurstaða hans, að Bandaríkin þurfi að horfast í augu við að stríðið sé tapað, getur varla verið gleðifréttir fyrir forseta sem virðist ímynda sér að hann sé einhverskonar arftaki Reagan. Odom hrekur öll rök sem borin hafa verið á borð til að réttlæta áframhald stríðsins, og kallar á þingið að stöðva stríðsrekstur Bush. Það sé alls ekki nóg að samþykkja einhverjar "nonbinding resolutions".

The public awakened to the reality of failure in Iraq last year and turned the Republicans out of control of Congress to wake it up. But a majority of its members are still asleep, or only half-awake to their new writ to end the war soon.

Perhaps this is not surprising. Americans do not warm to defeat or failure, and our politicians are famously reluctant to admit their own responsibility for anything resembling those un-American outcomes. So they beat around the bush, wringing hands and debating "nonbinding resolutions" that oppose the president's plan to increase the number of U.S. troops in Iraq.

Odom heldur því fram að utanríkisstefna forsetans felist í "[a] relentless pursuit of defeat", og sé byggð á "illusions, not realities", sem ég held að sé einhver besta lýsing á þessari utanríkisstefnu sem ég hef séð. Odom svarar þvínæst helstu rökum þeirra sem halda að það sé góð hugmynd að halda áfram að sökkva skattfé og mannslífum í þetta tapaða stríð:

1) We must continue the war to prevent the terrible aftermath that will occur if our forces are withdrawn soon. Reflect on the double-think of this formulation. We are now fighting to prevent what our invasion made inevitable! Undoubtedly we will leave a mess -- the mess we created, which has become worse each year we have remained. Lawmakers gravely proclaim their opposition to the war, but in the next breath express fear that quitting it will leave a blood bath, a civil war, a terrorist haven, a "failed state," or some other horror. But this "aftermath" is already upon us; a prolonged U.S. occupation cannot prevent what already exists.

2) We must continue the war to prevent Iran's influence from growing in Iraq. This is another absurd notion. One of the president's initial war aims, the creation of a democracy in Iraq, ensured increased Iranian influence, both in Iraq and the region. Electoral democracy, predictably, would put Shiite groups in power -- groups supported by Iran since Saddam Hussein repressed them in 1991. Why are so many members of Congress swallowing the claim that prolonging the war is now supposed to prevent precisely what starting the war inexorably and predictably caused? Fear that Congress will confront this contradiction helps explain the administration and neocon drumbeat we now hear for expanding the war to Iran.

Here we see shades of the Nixon-Kissinger strategy in Vietnam: widen the war into Cambodia and Laos. Only this time, the adverse consequences would be far greater. Iran's ability to hurt U.S. forces in Iraq are not trivial. And the anti-American backlash in the region would be larger, and have more lasting consequences.

3) We must prevent the emergence of a new haven for al-Qaeda in Iraq. But it was the U.S. invasion that opened Iraq's doors to al-Qaeda. The longer U.S. forces have remained there, the stronger al-Qaeda has become. Yet its strength within the Kurdish and Shiite areas is trivial. After a U.S. withdrawal, it will probably play a continuing role in helping the Sunni groups against the Shiites and the Kurds. Whether such foreign elements could remain or thrive in Iraq after the resolution of civil war is open to question. Meanwhile, continuing the war will not push al-Qaeda outside Iraq. On the contrary, the American presence is the glue that holds al-Qaeda there now.

4) We must continue to fight in order to "support the troops." This argument effectively paralyzes almost all members of Congress. Lawmakers proclaim in grave tones a litany of problems in Iraq sufficient to justify a rapid pullout. Then they reject that logical conclusion, insisting we cannot do so because we must support the troops. Has anybody asked the troops?

During their first tours, most may well have favored "staying the course" -- whatever that meant to them -- but now in their second, third and fourth tours, many are changing their minds. We see evidence of that in the many news stories about unhappy troops being sent back to Iraq. Veterans groups are beginning to make public the case for bringing them home. Soldiers and officers in Iraq are speaking out critically to reporters on the ground.

But the strangest aspect of this rationale for continuing the war is the implication that the troops are somehow responsible for deciding to continue the president's course. That political and moral responsibility belongs to the president, not the troops. Did not President Harry S. Truman make it clear that "the buck stops" in the Oval Office? If the president keeps dodging it, where does it stop? With Congress?

En meðan Odom telur að lausnin á ófremdarástandinu fyrir botni Persaflóa sé að leita eftir samstarfi við önnur ríki á svæðinu virðast Cheney og Bush vera önnun kafnir við að undirbúa stríð við Íran! Odom heldur því fram að ef Bush sé annt um orðstír sinn ætti hann að stilla til friðar og draga herlið Bandaríkjanna heim:

If Bush truly wanted to rescue something of his historical legacy, he would seize the initiative to implement this kind of strategy. He would eventually be held up as a leader capable of reversing direction by turning an imminent, tragic defeat into strategic recovery.

Bush virðist hins vegar staðráðinn í að verða minnst sem allra lélegasta og forseta fyrr og síðar. Honum hefur þegar tekist að endurreisa orðstír Nixon, sem í samanburði við Bush virðist nánast holdgerfingur skynseminnar. Og til að tryggja þennan orðstír er eitt misheppnað stríð ekki nóg! Það þarf tvö!

M

ps - meðan ég var að leita að upplýsingum um Odom rakst ég á fyrirlestur sem hann flutti hjá The Watson Institute For International Studies, sem er helvíti góður. (Sjá hér - það er bæði hægt að hlusta á fyrirlesturinn í mp3 og horfa á upptöku af honum.) Odom færir nokkuð góð rök fyrir því að Bush sé langt kominn með að eyðileggja "The American Empire", sem Odom finnst auðvitað hið versta mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband