Færsluflokkur: Írak

Fréttir, Írak og Anna Nicole Smith

Fréttir og WMD'sEins og sennilega allir vita, lést Anna Nicole Smith, sem var tvímælalaust mjög tragískur karakter, í gær. Og þetta eru auðvitað merkilegustu fréttir dagsins, sem endurspeglast í þeim tíma sem sjónvarpsstöðvar og kapalstöðvar í Bandaríkjunum eyddu í að tala um Smith. Think Progress tók saman hversu oft kapalstöðvarnar hefðu minnst á Smith, og báru það saman við hversu oft þær minntust á Írak:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
CNN14127
FOX NEWS11233
MSNBC17024

 

Það er ekki eins og það hafi ekki verið mikilvægar fréttir frá Írak, eða um Írak: Eitt stykki þyrla skotin niður (sem bendir til þess að "the insurgents" séu orðnir áræðnari), fréttir að heilbrigðismálaráðherra landsins hafi fjármagnað og stjórnað mannránum og árásum hryðjuverkamanna, fréttir þess efnis að herinn sé þegjandi og hljóðalaust að búa sig undir að "the surge" misheppnist og stríðið í Írak sé tapað, fréttir þess efnis að leiðtogum repúblíkana í öldungadeildinni hafi snúist hugur, og þeir séu nú tilbúnir til að ræða rekstur stríðsins við Demokrata - þrátt fyrir að Hvíta Húsið hafi bannað þeim það, og svo auðvitað fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi sent 363 tonn af nýprentuðum peningaseðlum, samtals 8 miljarða dollara (Reuters segir 4, en heildarupphæðin var nær 9), til Írak - og hafi ekki hugmund um hvað hafi orðið af þessum peningum! (Sjá frábæra grein á Mother Jones um þessar peningasendingar*)

En ekkert af þessu fannst kapalstöðvunum jafn merkilegt og andlát sorglegrar konu. Eins og Lenin sagði, dauði eins er harmleikur, dauði þúsunda er statistík...

Sjónvarpsstöðvarnar voru þó balanseraðari:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
NBC3:130:14
CBS2:00

2:17

ABC2:212:58

 

Anna Nicole Smith og Írak fengu nokkurnveginn jafn mikið rými. Harry Shearer, sem bloggar á Huffingtonpost segir að dauði Smith sé dæmi um "weapons of mass distraction", sem eru ekki síður hættuleg en hin tegundin af WMD's.

M

* Þessa Mother Jones grein fann ég í tengli hjá Hit&Run, sem er fyndið, því H&R er vefútgáfa Reason magazine, sem er frjálshyggjurit - og mjög "pro-kapítalískt", meðan Mother Jones er eitt vinstrisinnaðasta vikuritið! Sannar að allt skynsamt fólk, hvorum megin það er á stjórnmálaskalanum hafi sömu skoðanir á spillingu, heimsku og getuleysi Bushco!


Hvíta Húsið mótmælir því að yfirmenn hersins styðji lýðræðislega umræðu!

Í morgun skrifaði ég færslu um vitnisburð Robert Gates og Peter Pace fyrir bandaríkjaþingi, þar sem þeir félagar héldu því fram að það væri fráleitt að halda því fram að þingmenn gætu einhvernveginn grafið undan sigurmöguleikum Bandaríkjamanna í Írak með því að ræða stríðið. Þetta þótti Hvíta Húsinu hið versta mál, því Bush og leiðtogar repúblíkana hafa ákveðið að eina lausnin á Íraksstríðinu sé einhverskonar Dolchstosslegende - stríðið sé að tapast vegna þess hversu vondir demokratarnir séu, að styðja ekki forsetann í blindni.

Talking Points Memo ber saman hvernig Hvíta Húsið og Varnarmálaráðuneytið túlka ummæli Pace og Gates. Fyrst er fréttatilkynning Hvíta hússins:

2007-02-08_WH_Iraq_Debate
 

 

Svo mynd af heimasíðu Varnarmálaráðuneytisins:

2007-02-08_DOD_Iraq_Debate

Það vekur athygli að Varnarmálaráðuneytið leggur áherslu á að lýðræðinu standi engin hætta af lýðræðislegri umræðu - og að aðalatriðið sé að herinn fái nauðsynlegar fjárveitingar, meðan Hvíta  Húsið leggur áherslu á "congressional support", sem er mun loðnara. Demokratar hafa margoft lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrúfa á fjárveitingar til hersins, heldur vilji þeir fá að ræða stríðsreksturinn. Forsetinn hefur hins vegar þvertekið fyrir allar slíkar umræður, undir því yfirskyni að umræður eða efasemdir um að hann viti hvað hann sé að gera séu til þess fallnar að "embolden the enemy".

M


Lýðræðisleg umræða hvetur ekki "hryðjuverkamennina til dáða" eins og Hvíta Húsið virðist halda...

Gates og PaceRíkisstjórn Bush hefur reynt, með öllum ráðum, að koma í veg fyrir að þingið geti samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af ástandi mála í Írak, og efasemdum um að það sé skynsamlegt að senda fleiri hermenn þangað. Dick Cheney hefur haldið því fram að slíkar yfirlýsingar mun "embolden the enemy" - hvetja hryðjuverkamennina til dáða! Leiðtogar Repúblíkanaflokksins (og seníli vingullinn Joe Loserman) hafa sungið sama söng: hryðjuverkamennirnir eru að hlusta á umræður í öldungadeild bandaríkjaþings - og munu tvíeflast ef það kemur í ljós að í lýðræðisríki skuli menn hafa ólíkar skoðanir, og jafnvel voga sér að tjá þær opinberlega!

Þetta er frekar ömurleg röksemdafærsla, og það var kominn tími til að vitibornir menn á hægrivængnum tjáðu sig opinberlega um hversu heimskuleg þessi rök væru. Robert Gates, varnarmálaráðherra Bush mætti fyrir þingnefnd í gær og benti á hið augljósa:

Gates said troops understand members of Congress want to find the best way to win the war. "I think they're sophisticated enough to understand that that's what the debate's really about," he said.

Chairman of the Joint Chiefs of Staff, Peter Pace, bætti við:

"As long as this Congress continues to do what it has done, which is to provide the resources for the mission, the dialogue will be the dialogue, and the troops will feel supported," Pace told the House Armed Services Committee.

Ég hlustaði á Pace á NPR - og svör hans við ásökunum þingmanna repúblíkana að það gæti einhvernveginn "embolden the enemy" að leyfa þingmönnum að ræða utanríkisstefnu í lýðræðisríki - voru djöfulli góð.

"There's no doubt in my mind that the dialogue here in Washington strengthens our democracy. Period," Gen. Peter Pace, chairman of the Joint Chiefs of Staff, testified before the House Armed Services Committee. He added that potential enemies may take some comfort from the rancor but they "don't have a clue how democracy works."

Nei. Verst að leiðtogar annars stærsta stjórnmálaflokks landsis virðast ekki heldur fatta þetta. En Bush og Hvíta Húsið virðast ekki bera mikla virðingu fyrir "the troops", því þeir virðast halda að herinn sé svo nautheimskur að hann fatti ekki að stjórnmálamenn ræða stjórnmál - þeir séu ekki að gefa skít í herinn þó þeir vogi sér að ræða utanríkismál! Og Hvíta Húsið og leiðtogar Repúblíkana virðast líka halda að eina leiðin til að sigra trúarofstækismenn hinum megin á hnettinum sé að kæfa lýðræðislega umræðu heima. Það er gamall söngur að segja að Bush beri ekki mikla virðingu fyrir lýðræði eða frelsi, fyrst hann haldi að eina leiðin til að vernda lýðræði og frelsi sé að skerða frelsi og þagga niður lýðræðislega umræðu - en þessi söngur er samt enn í góðu gildi: Það þarf yfirmann hersins hersins til að benda þingmönnum repúblíkana á að lýðræðið styrkist af því að vera iðkað!

Hvort vingjarleg ábending Pace hafi haft einhver áhrif er óljóst, en það merkilega er að Repúblíkanar í senatinu virðist hafa fengið bakþanka yfir að hafa stöðvað umræður um tillögu Demokrata, og segjast núna ætla að leyfa áframhaldandi umræður. Ég er sérstaklega ánægður með að Norm Coleman, öldungadeildarþingmaður repúblíkana fyrir Minnesota, skuli styðja áframhaldandi umræður. En hann er sennilega skíthræddur við að tapa kosningunum 2008 - það væri virkilega ömurlegt að tapa kosningu gegn útvarpsfígúrunni Al Franken!

M

 


Gary Ackerman: lesbískar sérsveitir til Baghdad

AckermanÞað virðist enginn skortur á gay-themed "war-on-the-family" og núna "war-on-terror" fréttum! Gary Ackerman, sem er þingmaður demokrata fyrir New York, grínisti og baráttumaður fyrir jafnrétti hefur nefnilega lagt til að leysa megi þetta ófremdarástand í Baghdad með því að senda þangað lesbíur - helst lesbíur sem kunna arabísku. Hvernig þetta á að binda endi á borgarastríð Shia og Sunni múslima og svo allra hinna "Al Qaeda types, Baathists ot dead enders" sem Rumsfeld var í stríði við er hins vegar ekki alveg ljóst...

(AP) A New York congressman on Wednesday jokingly suggested the Bush administration may fear a "platoon of lesbians" more than terrorists in Baghdad, given the military's resistance to letting homosexuals openly serve.

"For some reason, the military seems more afraid of gay people than they are against terrorists. They're very brave with the terrorists, and if the terrorists ever got ahold of this information, they get a platoon of lesbians to chase us out of Baghdad," said Ackerman, prompting laughter in the hearing room.

"Can we marry up these two — or maybe that's not the right word. ... Can we have some kind of union of those two issues?" Ackerman asked, prompting a fresh outburst of laughter.

Ackerman beindi spurningu sinni til Condi Rice, sem var að gefa utanríkismálanefnd þingsins skýrslu. Þetta grín Ackerman er enn fyndnara, eða kannski aðeins meira óviðeigandi, því þær sögur ganga fjöllunum hærra að Rice sé lesbísk, og það má víst ekki minnast á lesbíur, eða barneignir, í návist Rice án þess að repúblíkanar fari að kveina - Samanber furðulegt upphlaup þeirra um daginn þegar Barbara Boxer sagði að Rice ætti ekki börn sem ættu á hættu að verða send til Írak - það þótti hægriressunni svo svívirðileg atlaga að karakter og persónu Rice að hvíta húsið sá ástæðu til að setja ofaní við Boxer! Það er eftir að sjá hvernig þessum vangaveltum Ackerman verður tekið. NY Post virðist allavegana ætla að tengja þessi tvö atviki saman, undir fyrirsögninni "Nutty Rep's "Gay" Gaffe"! (Fox ákvað hins vegar að snúa útur orðum Ackerman og hélt því fram að hann hefði verið að vara við því að terroristarnir myndu tefla fram lesbískum vígasveitum... fyrirsögnin var Rep. Ackerman Warns of Terrorist 'Platoon of Lesbians' sú frétt hvarf svo af síðu fox stuttu seinna.)

Ackerman var reyndar ekki bara að reyna að vera fyndinn eða að gera íllilegt grín að Rice, því hann var að benda á þá merkilegu staðreynd að herinn hefur rekið 300 málfræðinga á seinustu árum fyrir þann alvarlega glæp að vera samkynhneigðir, og það á tíma þegar herinn skortir fólk sem kann önnur tungumál en ensku. Hernum gengur þess utan mjög ílla að sannfæra sæmilega frambærilegt fólk til að skrá sig. Ackerman var því ósköp einfaldlega að benda á fáránleika þess að herinn skuli vanta hæfileikaríkt fólk í vinnu, og á sama tíma vera að reka fólk sem talar Farsi eða Arabísku fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Ackerman benti réttilega á að það herinn hefur ekki efni á að vera að heyja stríð á tveimur vígstöðvum í einu: gegn einhverjum íllaskilgreindum óvin í Írak, og svo samkynhneigð. Herinn yrði að gera það upp við sig hvort hlutverk hans væri að heyja stríð við "óvini Bandaríkjanna" eða heyja púrítanísk siðgæðisstríð fyrir talsmenn "fjölskyldugilda"...

M

Update: Think Progress er með upptöku af Ackerman á C-Span að útskýra þessa lesbíustrategíu sína, og þar segir hann líka að terroristarnir ættu að nota lesbíur gegn Bandaríkjaher, því herinn virðist hræddari við þær en venjulega araba.

I mean, if the terrorists ever got a hold of this information, they’d get a platoon of lesbians to chase us out of Baghdad.

Svo virðist því sem Fox hafi alls ekkert misskilið Ackerman.


Rubert Murdoch viðurkennir að Fox lagfæri fréttir til að styðja forsetann

Murdoch á bænÞetta eru svosem ekki fréttir fyrir neinn sem hefur horft á FOX "news", en það eru samt fréttir að eigandi stærstu kapalfréttastöðvar Bandaríkjanna skuli viðurkenna opinberlega að stefna stöðvarinnar hafi ekki verið að flytja fréttir, heldur að styðja stefnu forsetans. Murduch er staddur í Davos í Sviss, og var að tala um fjölmiðla og internetið við blaðamenn. Murdoch hélt því meðal annars fram að stóru fjölmiðlafyrirtækin hefðu litla stjórn á internetinu, og að blogg væru að breyta, ef ekki gerbreyta bæði fjölmiðlalandslaginu og því hvernig fólk nálgast fréttir af líðandi stundu.

Svo spurðu blaðamennirnir Murdoch hvort hann og Fox hefðu reynt að hafa áhrif á skoðanir almennings varðandi stríðið í Írak. Svarið var já!

Asked if his News Corp. managed to shape the agenda on the war in Iraq, Murdoch said: "No, I don't think so. We tried." Asked by Rose for further comment, he said: "We basically supported the Bush policy in the Middle East...but we have been very critical of his execution."

Murdoch viðurkennir þetta eins og ekkert sé. Það sem hann virðist ekki fatta er að fréttamiðlar hafa það hlutverk að segja fréttir - ekki styðja stefnu einhverra ákveðinna stjórnmálaflokka. Og það væri ekki heldur stórmál ef Fox styddi forsetann ef einkunnarorð sjónvarpsstöðvarinnar væru ekki "Fair and balanced".  

Ég er ekki búinn að sjá að neinn "alvöru" fjölmiðill flytji fréttir af þessari yfirlýsingu. Enn sem komið er er sýni google leitir engar niðurstöður fyrir þessa frétt, og ég hef bara séð hana á tveimur bloggsíðum og svo á Hollywood reporter. Kannski vegna þess að það eru ekki fréttir að segja frá því sem er augljóst? C&L segjast þó hafa farið á stúfana til að fá staðfestingu á að rétt sé haft eftir Murdoch.

M


Og næst á dagskrá: Jim Webb svarar ræðu forsetans

Jim WebbOk - forsetinn var rétt í þessu að klára ræðuna, og á leiðinni út þurfti hann að skrifa eiginhandaráritanir fyrir herskara af senatorum. Það var eiginlega skemmtilegasti partur sjónvarpsútsendingarinnar. Og núna var Webb að byrja andsvar Demokrata! Byrjar vel... AmericaBlog er með allan teksta ræðu Webb. Hann byrjar vel...

It would not be possible in this short amount of time to actually rebut the President's message, nor would it be useful. Let me simply say that we in the Democratic Party hope that this administration is serious about improving education and healthcare for all Americans, and addressing such domestic priorities as restoring the vitality of New Orleans.

Further, this is the seventh time the President has mentioned energy independence in his state of the union message, but for the first time this exchange is taking place in a Congress led by the Democratic Party. We are looking for affirmative solutions that will strengthen our nation by freeing us from our dependence on foreign oil, and spurring a wave of entrepreneurial growth in the form of alternate energy programs. We look forward to working with the President and his party to bring about these changes.

Og Webb hefur líka áhyggjur af millistéttinni og launafólki:

When one looks at the health of our economy, it's almost as if we are living in two different countries. Some say that things have never been better. The stock market is at an all-time high, and so are corporate profits. But these benefits are not being fairly shared. When I graduated from college, the average corporate CEO made 20 times what the average worker did; today, it's nearly 400 times. In other words, it takes the average worker more than a year to make the money that his or her boss makes in one day.

Webb bendir líka á hið augljósa:

The President took us into this war recklessly. He disregarded warnings from the national security adviser during the first Gulf War, the chief of staff of the army, two former commanding generals of the Central Command, whose jurisdiction includes Iraq, the director of operations on the Joint Chiefs of Staff, and many, many others with great integrity and long experience in national security affairs. We are now, as a nation, held hostage to the predictable – and predicted – disarray that has followed.

The war's costs to our nation have been staggering.
Financially.
The damage to our reputation around the world.
The lost opportunities to defeat the forces of international terrorism.
And especially the precious blood of our citizens who have stepped forward to serve.

The majority of the nation no longer supports the way this war is being fought; nor does the majority of our military. We need a new direction. Not one step back from the war against international terrorism. Not a precipitous withdrawal that ignores the possibility of further chaos. But an immediate shift toward strong regionally-based diplomacy, a policy that takes our soldiers off the streets of Iraq's cities, and a formula that will in short order allow our combat forces to leave Iraq.

Og nokkuð góður endir líka!

As I look at Iraq, I recall the words of former general and soon-to-be President Dwight Eisenhower during the dark days of the Korean War, which had fallen into a bloody stalemate. "When comes the end?" asked the General who had commanded our forces in Europe during World War Two. And as soon as he became President, he brought the Korean War to an end.

These Presidents took the right kind of action, for the benefit of the American people and for the health of our relations around the world. Tonight we are calling on this President to take similar action, in both areas. If he does, we will join him. If he does not, we will be showing him the way.

Thank you for listening. And God bless America.

M

Update: Chris Matthews á NBC hélt því fram að andsvar Webb hefði verið "sterkara" en ræða forsetans: "...this was perhaps for the first time since Ed Muskie delivered the Democratic adress in 1970, that the opposition response was stronger than the Presidents own state of the union address..." Þess er skemst að minnast að árið 1970 var Richard Mihlouse Nixon forseti Bandaríkjanna, og að vinsældir Bush núna eru jafn litlar og vinsældir Nixon þegar hann þurfti að segja af sér í kjölfar Watergate!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband