Kóngafólk, þjóðhöfðingjar og stríð

Fullu nafni heitir Harry - Henry Charles Albert David Mountbatten-WindsorHarry, skapvondi prinsinn af Wales, er á leiðinni til Írak, og ég óska honum alls hins besta. Reyndar verð ég að taka ofan af fyrir Harry, og breksa konungdæminu fyrir að hafa alvöru manndóm. Það ættu að vera lög sem krefjast þess að allir þjóðhöfðingjar og stjórnmálamenn sem leiða þjóðir sem eru í stríði fjarlægum heimshlutum, ég tala nú ekki um ef þeir styðja þessi stríð - eins og núverandi leiðtogalið Bandaríkjanna, þurfi að hafa einhverja alvöru reynslu af því að vera í stríði.

Nú er ég nokkurnveginn viss um að Bretarnir komi til með að sjá til þess að prinsinn þurfi ekki að vera í alvöru hættu, en það er sama. Hann mun þó allavegana fá tækifæri til að sjá að stríð er ekki einhverskonar sprell og grín sem snýst um tölfræði.

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Vonandi fer Harry Pothead með friðarpípuna sína meðferðis   og nasistabúningurinn gæti slegið í gegn á landamærum Írans.   Annars er þetta ljómandi framtak hjá konungsfjölskyldunni.  Hef ekki heyrt um marga þingmannasyni hér í Ameríkunni sem hafa lagt á sig að berjast fyrir föðurlandið.

Róbert Björnsson, 22.2.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband