Færsluflokkur: Írak

95% bandarískra hermanna í Írak vilja komast heim - sjá engan tilgang með áframhaldandi veru í Írak

Bandarískir hermenn í ÍrakFram til þessa hefur það verið fastur liður í ræðum forsetans og repúblíkana sem styðja stríðið í Írak að "the soldiers on the ground" styðji stríðið, og sjái gríðarlegan árangur af hersetunni, þeir séu að vinna mikið og óeiningjarnt uppbyggingarstarf og elta uppi og drepa "bad guys and terrorists". Þegar þessari fullyrðingu hefur verið spilað út eru andstæðingar stríðsins ásakaðir um að vera á móti "the troops": fólk eigi að treysta hermönnunum því þeir viti auðvitað best hvað sé að gerast og hversu afspyrnu frábært upplausnarástandið í Írak sé...

Ef eitthvað er að marka herenn sem International Herald Tribune ræðir við í sunnudagsblaði sínu virðist sem repúblíkanar geti þurft að kveðja þetta rak:

BAGHDAD: Staff Sergeant David Safstrom does not regret his previous tours in Iraq, not even a difficult second stint when two comrades were killed while trying to capture insurgents.

"In Mosul, in 2003, it felt like we were making the city a better place," he said. "There was no sectarian violence, Saddam was gone, we were tracking down the bad guys. It felt awesome." But now on his third deployment in Iraq, he is no longer a believer in the mission. ...

"In 2003, 2004, 100 percent of the soldiers wanted to be here, to fight this war," said Sergeant First Class David Moore, a self-described "conservative Texas Republican" and platoon sergeant who strongly advocates an American withdrawal. "Now, 95 percent of my platoon agrees with me."

Ástæða þess að herinn er búinn að missa trúna á að áframhaldandi vera þeirra í landinu þjóni neinum tilgangi virðist vera að ástandið sé svo slæmt að það skipti engu hvort bandaríkjamenn fari eða ekki:

in Safstrom's view, the American presence is futile. "If we stayed here for 5, even 10 more years, the day we leave here these guys will go crazy," he said. "It would go straight into a civil war. That's how it feels, like we're putting a Band-Aid on this country until we leave here."

Hermennirnir sem blaðið talar við segjast hvað eftir annað hafa drepið "insurgents" og hryðjuverkamenn - til þess eins að komast að því að hryðjuverkamennirnir voru meðlimir í Írakska hernum eða lögreglunni: þ.e. sömu menn og herinn á að vera að þjálfa til að berjast við "insurgents" og terrorista... S.Sgt. Safastrom segir að hann hafi misst trúna á að hægt væri að vinna "stríðið gegn hryðjuverkum" í Írak:

The pivotal moment came, he says, this past February when soldiers killed a man setting a roadside bomb. When they searched the bomber's body, they found identification showing him to be a sergeant in the Iraqi Army.

"I thought, 'What are we doing here? Why are we still here?' " said Safstrom, a member of Delta Company of the 1st Battalion, 325th Airborne Infantry, 82nd Airborne Division. "We're helping guys that are trying to kill us. We help them in the day. They turn around at night and try to kill us." ...

"We've all lost friends over here," he said. "Most of us don't know what we're fighting for anymore. We're serving our country and friends, but the only reason we go out every day is for each other."

"I don't want any more of my guys to get hurt or die. If it was something I felt righteous about, maybe. But for this country and this conflict, no, it's not worth it."

Það er vonandi að Boehner og Bush sem þykjast elska "the troops" hlusti. Ekki að þeir eru sennilega báðir of uppteknir við að æfa næsta publicity stunt til að geta haft áhyggjur af smámunum eins og lífi og limum samlanda sinna.

M


CIA hafði spáð fyrir um hörmungarástandið í Írak - skv. nýjum skjölum

ekki hunang og mjólk, heldur sorp og blóð...Dagblöð í Bandaríkjunum hafa undanfarna daga fjallað um þrjár skýrslur CIA sem nýlega voru gerðar opinberar. Samkvæmt þessum skýrslum, sem CIA samdi fyrir ríkisstjórnina, hafði leyniþjónustan og sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda séð fyrir að innrásin væri óráð - hún myndi leiða til upplausnar í Írak...  Skv. Washington Post:

Months before the invasion of Iraq, U.S. intelligence agencies predicted that it would be likely to spark violent sectarian divides and provide al-Qaeda with new opportunities in Iraq and Afghanistan, according to a report released yesterday by the Senate Select Committee on Intelligence. Analysts warned that war in Iraq also could provoke Iran to assert its regional influence and "probably would result in a surge of political Islam and increased funding for terrorist groups" in the Muslim world.

The intelligence assessments, made in January 2003 and widely circulated within the Bush administration before the war, said that establishing democracy in Iraq would be "a long, difficult and probably turbulent challenge." The assessments noted that Iraqi political culture was "largely bereft of the social underpinnings" to support democratic development.

Og okkur var sagt fyrir innrásina að Bandaríkjamönnum yrði tekið sem frelsurum og að það þyrfti lítið annað en að steypa Saddam af stóli til að lýðræði myndi blómstra um öll miðausturlönd... Þessar skýrslur hafa verið gerðar opinberar vegna rannsóknar demokrata í öldungadeildinni á "pre-war intelligence", þ.e. þeim forsendum sem forsetinn gaf sér þegar hann ákvað að gera innrás í Írak.

In addition to portraying a terrorist nexus between Iraq and al-Qaeda that did not exist, the Democrats said, the Bush administration "also kept from the American people . . . the sobering intelligence assessments it received at the time" -- that an Iraq war could allow al-Qaeda "to establish the presence in Iraq and opportunity to strike at Americans it did not have prior to the invasion."

Forestinn vissi semsagt að innrásin myndi tvíefla Al-Qaeda, og ákvað samt að ana áfram. 

Þessar fréttir koma ekkert sérstaklega á óvart - en það er þó enn nóg af fólki sem reynir að verja ákvörðun Bush um að ráðast á Írak. En ef það var samdóma álit allra sérfræðinga að innrásin væri vond hugmynd, hvernig gat forsetinn komist að þeirri skoðun að það væri góð hugmynd? Ég skil að venjulegt fólk sem fylgdist frekar ílla með fréttum hafi getað stutt innrásina. Innrásir í önnur lönd höfða til karlmannlegrar árásargirni í sumum mönnum sem hafa áhyggjur af eigin sjálfsmynd - forsetinn hefur spilað ótæpilega þessu "karlmennsku" spili - kúrkehatturinn og það sem kanarnir kalla "swagger" hans höfðar til manna sem þurfa að kaupa sér pikkupptrukk til að bæta úr skorti á öðrum sviðum. Svo er það líka automatískt viðbragð margra repúblíkana að vera á móti öllu sem demokratar segja, svo ef "vinstrimenn" voru á móti stríðinu hljótum við að vera með því. Saddamrökin voru líka sæmilega góð: Saddam var íllmenni, og það var siðferðislega rangt að leyfa íllmennum að sitja við völd...

Þetta er allt skiljanlegt. En hvað í andskotanum gekk forsetanum til? Ef það er búið að segja manninum að hann sé að undirbúa katastrófískt utanríkismálaklúður og þar á ovan að dæma þúsundir manna til dauða í tilgangslausu stríði. Vörn forsetans hingað til hefur verið að hann hafi tekið ákvarðanirnar "based on the intelligence", en nú vitum við að það getur varla hafa verið rétt.

M


mbl.is Bandaríkin og Íran ætla að funda um öryggismál í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mission Accomplished" dagurinn haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum

Mission Accomplished my ... expletive deletedFyrir fjórum árum lauk stríðinu í Írak með sigri Bandaríkjamanna. Við hátíðlega athöfn um borð í USS Abraham Lincoln lýsti forsetinn því yfir að "major combat operations have ended. In the battle of Iraq, the United States and our allies have prevailed." Það er full ástæða til að rifja þessi sögulegu ummæli upp nú, fjórum árum síðar. Ekki af einhverri íllgirni eða langrækni, eða "órökréttu Bush-hatri", heldur vegna þess að maðurinn lét þessi orð falla í alvörunni. Hann stóð, undir borða sem á stóð "Mission Accomplished" og hélt því blákalt fram að stríðinu væri lokið með sigri Bandaríkjanna.

Því miður var stríðinu engan veginn lokið, og því miður eru engar líkur lengur til þess að því ljúki með sigri Bandaríkjamanna. Ég segi það vegna þess að ég vil ekkert frekar en að Bandaríkjamenn sigri þetta stríð, en líkt og yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna tel ég að það sé best að horfast í augu við hið óumflýjanlega. Það má vel vera að einhverstaðar leynist fólk sem finnist það einhvernveginn mátulegt á Bandaríkin að tapa stríðinu í Írak, Bandaríkin eigi það einhvernveginn skilið að fá rasskellingu, því það þurfi að lækka í þeim rostann, en ég get ekki talið mig í þeim flokki. Afhroð Bandaríkjanna í þessu stríði - sem var óþarft, en sem forsetinn steypti þjóðinni engu að síður út í - hefur skaðað orðstír Bandaríkjanna, sólundað lífi bæði bandarískra hermanna, írakskrar alþýðu, skattfé Bandaríkjamanna og lagt eitt land hinum megin á hnettinum í rúst. Bandaríkin eiga ekkert af þessu skilið, en það verður ekki hægt að byrja að bæta skaðann fyrr en Bush og félagar viðurkenna þann óumflýjanlega sannleik að þeir hafi haft á röngu að standa, og að vanhugsuð og heimskuleg utanríkisstefna þeirra hafi steypt þjóðinni út í þær ógöngur sem hún er í dag.

Í tilefni dagsins skulum við rifja upp afrek forsetans og afrakstur stríðsins (Think Progress tók tölurnar saman):

Í tilefni þess að dagurinn í dag er líka alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins (og nb. eftir byltinguna mun ég sjá til þess að hver sá sem kallar 1. maí göngu "skrúðgöngu" en ekki kröfugöngu verði sendur upp að veggnum!), gætum við talað um "heimsvaldastefnu", "auðvald" og "olíustríð", en þó stríðið í Írak sé hörmulegt og utanríkisstefna Bandaríkjanna ámælisverð má ekki gleyma því að Bandaríkin, og bandarísk menning, eru miklu meira en Bush og Írak. Svo, ég vil biðja alla þá sem syngja Ísland úr NATO og herinn á brott, eða Internasjónalinn í tilefni dagsins, hvort sem það er af gömlum vana eða af nýfundnum vinstrigrænum innblæstri, að biðja með bandarísku þjóðinni fyrir því að "major combat operations" í Írak ljúki sem allra fyrst, svo við getum hætt að hugsa um bandaríkin og tilgangslaus stríð og óstjórn í sömu andrá. Bandaríkin eiga betra skilið.

M


Bush og nýstofnað "stríðskeisara" embætti Hvíta Hússins

SheehanSeinasta útspil Hvíta Hússins í ævintýralegri sigurgöngu þeirra í Írak er að stofna embætti stríðskeisara, eða "War Czar". Hugmyndin er sú að það vanti einhvern sem geti stýrt öllum stríðsrekstri Bandaríkjanna í bæði Afghanistan og Írak. The Daily Show hefur sennilega gert þessu máli öllu best skil (það er hægt að horfa á upptöku af umfjöllun Jon Stewart og Jon Oliver á Raw Story:

So there you have it, folks: five years into the global war on terror, the President believes it is now time for someone to be in charge of it.

Af lestri bloggsíðna og fréttaskýringa virðist sem þessi skoðun sé nokkuð ríkjandi, og ef stríðskeisaraembættið átti að vera PR-stunt þá hefur það líklega misheppnast. En þessi frétt er mjög merkileg, fyrir nokkurra hluta sakir, og óþarfi að afskrifa þessa hugmynd alveg strax. Það er af nógu að taka: af hverju her "keisara"? og hvað varð um embættið "commander in chief"? Gerir stjórnarskráin ekki líka ráð fyrir embætti sem hefði endanlegt úrskurðarvald og gæti sætt deilur milli ráðuneyta og samræmt störf þeirra? Mig minnir að það sé meira að segja haldnar kosningar á fjögurra ára fresti til þessa embættis?

Það sem hefur þó vakið mesta athygli er að forsetanum hefur ekki tekist að finna neinn til að taka þetta starf að sér. Það er ekki á hverjum degi sem jafn háttsettar stöður eru stofnaðar og enginn vill fá heiðurinn af því fá keisaratitil. Fred Kaplan á Slate:

Let's be clear about the significance of these refusals. Generals do not become generals by being demure. They are, as a rule, confident, opinionated, and in many cases, arrogant. Retired generals like to talk with other retired generals about how they would handle one foul-up or another if they were still in command.

In other words, if some retired generals out there had a great idea about how to solve the mess in Iraq, and if the president offered them the authority to do what they wanted to do, few of them would hesitate to step up and take charge.

The fact that Bush has found no takers suggests one of three possibilities: The generals don't have any great ideas; they don't believe they'd really be given carte blanche; or, most likely, to some degree, both.

Kaplan bendir á að þessi herkeisari Bush sé ekki fyrsta keisaraembættið sem bandaríkjaforsetar hafa stofnað til að takast á við erfið vandamál. Frægastur er auðvitað eiturlyfjakeisaraembættið sem Ronald Reagan stofnaði - og það þarf sennilega ekki að segja mikið um hversu árangursríkt það embætti hefur reynst. Ef vandamálið er óleysanlegt er augljóst að það breytir engu hvort skipaður er "keisari" til að leysa það, og eins og Kaplan bendir á, þessi "czar" embætti öll hefur skort vald eða umboð til að móta stefnu - hlutverk þeirra er að samræma störf annarra stofnana svo hún samræmist betur stefnu stjórnarinnar:

...they're not given the power to set policy. If the president doesn't have a sound policy, the most efficient coordinator can't solve anything important.

Þeir herforingjar sem stjórnin hefur leitað til fram til þessa virðast allir  vera þeirrar skoðunar að það sé ekkert sem þeir geti gert til að leysa ástandið í Írak. Best þekktur þeirra herforingja sem hefur hafnað tilboði forsetans er John Sheehan, en hann skrifar langa grein í Washington Post í dag. Útskýringar hans eru merkilegar m.a. vegna þess að þær veita innsýn í hvernig hæst settu og reyndustu herforingjar Bandaríkjanna upplifa stríðsrekstur þeirra Bush, Cheney og Rumsfeld.

... after thoughtful discussions with people both in and outside of this administration, I concluded that the current Washington decision-making process lacks a linkage to a broader view of the region and how the parts fit together strategically. We got it right during the early days of Afghanistan — and then lost focus. We have never gotten it right in Iraq. For these reasons, I asked not to be considered for this important White House position. These huge shortcomings are not going to be resolved by the assignment of an additional individual to the White House staff. They need to be addressed before an implementation manager is brought on board.

Sheehan segir vandann liggja í því að forsetinn og stjórnin hafi enga heildstæða strategíu eða sýn varðandi Írak eða Mið-Austurlönd, og ólík markmið stjórnarinnar stönguðust á:

What I found in discussions with current and former members of this administration is that there is no agreed-upon strategic view of the Iraq problem or the region. 

... Simply put, where does Iraq fit in a larger regional context? The United States has and will continue to have strategic interests in the greater Middle East well after the Iraq crisis is resolved and, as a matter of national interest, will maintain forces in the region in some form. The Iraq invasion has created a real and existential crisis for nearly all Middle Eastern countries and created divisions among our traditional European allies, making cooperation on other issues more difficult. In the case of Iran, we have allowed Tehran to develop more policy options and tools than it had a few years ago. Iran is an ideological and destabilizing threat to its neighbors and, more important, to U.S. interests.

Möo: Forsetinn hefur ekki haft heildstæða utanríkisstefnu eða strategíu í Írak, og Sheehan gagnrýnir stjórnina fyrir að hafa breitt yfir þetta með því að slá um sig með frösum og klisjum:

The day-to-day work of the White House implementation manager overseeing Iraq and Afghanistan would require a great deal of emotional and intellectual energy resolving critical resource issues in a bureaucracy that, to date, has not functioned well. Activities such as the current surge operations should fit into an overall strategic framework. There has to be linkage between short-term operations and strategic objectives that represent long-term U.S. and regional interests, such as assured access to energy resources and support for stable, Western-oriented countries. These interests will require a serious dialogue and partnership with countries that live in an increasingly dangerous neighborhood. We cannot "shorthand" this issue with concepts such as the "democratization of the region" or the constant refrain by a small but powerful group that we are going to "win," even as "victory" is not defined or is frequently redefined.

Grundvallarvandamál Bush stjórnarinnar, í þessu, líkt og öllu öðru, virðist vera að forsetinn heldur að starf sitt sé pólítík - en ekki að stjórna stóru ríki og leysa vandamál. Pólítíkusar slá um sig með frösum og slagorðum meðan þeir eru að sækjast eftir atkvæðum almennings. Það er hægt að vinna kosningar og ræðukeppnir með því að kunna að raða saman slagorðum og frösum og snúa út úr fyrir andstæðingunum. En það er ekki hægt að sigra stríð með slagorðum og útúrsnúningum - og það er ekki hægt að stjórna löndum með PR einu saman.

M


Flótti Halliburton til Dubai og viðbrögð demokrata og liberal bloggara

Höfuðstöðvar HalliburtonEin aðalfréttin í gær var að Halliburton ætlaði að flytja höfuðstöðvar sínar til Dubai. Halliburton verður þar í góðum félagsskap, því áður hafði barnavinurinn Michael Jackson flúið til þessa smáríkis. Talsmenn Halliburton héldu því fram að ástæður flutningsins væri að fyrirtækið þyrfti að vera nær olíulindum Persaflóa, en stjórnmálamenn, fjölmiðlar og almenningur virtust ekki kaupa þá skýringu.

New York Times benti á að Halliburton sætti rannsókn bæði dómsmálaráðuneytisins og verðbréfaeftirlitsins vegna vafasamra viðskiftahátta í Írak, Kuveit og Nígeríu. Halliburton neitaði því að þessi flutningur hefði neitt með þessar rannsóknir að gera. En hér vakna líka spurningar um skattgreiðslur Halliburton, og það sem helst virðist ergja bæði demokrata og bloggara: Halliburton, eða dótturfyrirtæki þess, KBR, er einn af mikilvægustu verktökum Bandaríkjahers.

KBR hefur þegið hundruði milljarða af almannafé í lokuðum útboðum. Það er ekki að ástæðulausu að Demokratar og almenningur hafa efasemdir um heiðarleika Halliburton og KBR. Fyrirtækið hefur sætt fjölda rannsókna fyrir spillingu og samningsbrot. Halliburton sá t.d. um þá álmu Walter Reed sem virðist hafa verið í hvað verstu ástandi...

Demokratar voru fljótir til að gagnrýna ákvörðun Halliburton: 

“I think it’s disgraceful,” Senator Clinton, who is running for president, told a news conference in the Bronx, “that American companies are more than happy to try to get no-bid contracts, like Halliburton has, and then turn around and say, ‘But you know, we’re not going to stay with our chief executive officer, the president of our company, in the United States anymore.’ ”

Senator Byron L. Dorgan, Democrat of North Dakota, added: “I want to know, is Halliburton trying to run away from bad publicity on their contracts?”

Mr. [Charles] Schumer [demokrati frá NY] predicted that Congress would take a hard look at the move, adding: “What kind of tax or regulatory laws are they trying to circumvent? They didn’t just do this on a whim. They could easily focus more on the Middle East without doing this kind of change.”  

Liberal bloggar tóku í sama streng, en höfðu minni áhuga á því hvort Halliburton væri að skjóta sér undan sköttun, en voru þeim mun sannfærðari um að Halliburton væri að reyna að koma sér undan opinberum rannsóknum.

Nú veit ég ekkert um hvað býr að baki þessari ákvörðun Halliburton. Fyrirtækið er að reyna að losa sig við her-verktakaarminn, KBR. Það hlýtur teljast eðlilegt, því ég get ekki séð hvernig stjórnvöld gætu réttlætt að láta fyrirtæki staðsett í Dubai sjá um "support operations" fyrir herinn. Í fyrra kom þingið í veg fyrir að fyrirtæki staðsett í Dubai fengi að sjá um rekstur nokkurra bandarískra hafna, og ef gámauppskipun er of viðkvæmur atvinnurekstur til að leyfa fyrirtækjum sem hafa skrifstofur við Persaflóa að koma nálægt honum er nokkuð ljóst að bandarískir hernaðarverktakar geta ekki verið með aðalskrifstofur Í Dubai.

Það getur vel verið að Halliburton hafi fullkomlega heiðarlegar og eðlilegar ástæður fyrir þessum flutningi, en saga Bush stjórnarinnar og tengsl hennar, og þó sérstaklega Cheney, við Halliburton eru ekki til þess fallin að vekja traust eða trú hjá almenningi.

M


Bandaríkjaher kominn í þrot: farinn að senda slasaða hermenn aftur til Írak!

Bush elskar hermenn svo mikið að hann er tilbúinn að láta taka af sér ljósmyndir með þeim...Fréttir af manneklu Bandaríkjahers hafa verið að berast um nokkurt skeið. Fyrst fluttu fjölmiðlar fréttir af því að herinn hefði slakað á reglum um húðflúr, (það er samt ennþá bannað að vera með tattú í andlitinu) svo komu fréttir af því að hann væri farinn að taka við fólki með sakaskrá, og stöðugt berast fréttir af því að hermenn séu sendir í fleiri en eitt "tour of duty" til Íraks eða að hermönnum sé haldið í Írak lengur en þeim og fjölskyldum þeirra var sagt. Það er svo ílla komið fyrir hernum að 2/3 hlutar hersins eru "not combat ready"!

Nýjustu fréttir benda hins vegar til þess að herinn sé í verra ásigkomulagi en áður var vitað. Nú er nefnilega svo komið að herinn er farinn að senda slasaða og sjúka hermenn aftur á vígvöllinn!

As the military scrambles to pour more soldiers into Iraq, a unit of the Army's 3rd Infantry Division at Fort Benning, Ga., is deploying troops with serious injuries and other medical problems, including GIs who doctors have said are medically unfit for battle. Some are too injured to wear their body armor, according to medical records.

The 3,900-strong 3rd Brigade is now leaving for Iraq for a third time in a steady stream. In fact, some of the troops with medical conditions interviewed by Salon last week are already gone. Others are slated to fly out within a week, but are fighting against their chain of command, holding out hope that because of their ills they will ultimately not be forced to go. Jenkins, who is still in Georgia, thinks doctors are helping to send hurt soldiers like him to Iraq to make units going there appear to be at full strength. "This is about the numbers," he said flatly.

Support the troops! Það er kannski ódýrara að láta Írakana sprengja þessa vesalinga í loft upp en að borga fyrir þá spítalavist í Bandaríkjunum?

M


Bush og repúblíkanaflokkurinn svíkja bandaríkjaher

Eaton hjá MaherPaul D. Eaton, sem sá um þjálfun Írakska hersins árin 2002-3, hefur verið mjög harðorður í garð ríkisstjórnar Bush og skammerlegrar óstjórnar hennar. Eaton, sem er hreinræktaður "military man" skilur að stríð þarf að undirbúa, og að það þarf að koma sæmilega sómasamlega fram við hermenn - í fyrsta lagi á ekki að senda þá út í opinn dauðann til að heyja tilgangslaus stríð, og í öðru lagi á að sýna þeim lágmarks virðingu þegar þeir koma til baka. Sú virðing á að felast í einhverju öðru og meiru en að kyrja "support the troops" en senda þá síðan á spítala sem eru þéttsetnir af rottum og kakkalökkum...

Bill Maher tók viðtal við Eaton á föstudaginn, og Eaton var ekki að skafa utan af skoðunum sínum:

"We've got this thing that so many military believe that Republican administrations are good for the military.  That is rarely the case.  And, we have to get a message through to every soldier, every family member, every friend of soldiers that the Republican party, the Republican dominated Congress has absolutely been the worst thing that's happened to the United States Army and the United States Marine Corps."

Óháð því hvaða skoðanir menn hafa á stríði og "heimsvaldastefnu" Bandaríkjanna verður ekki horft framhjá því að öll stórveldi halda úti herjum - og þessir herir eru mannaðir alvöru fólki, og þetta fólk trúir flest í hreinni einlægni á að það sé að þjóna fósturjörð sinni. Fólk sem skráir sig í herinn gerir það á þeim forsendum að það muni "verja fósturjörðina", og lýsir sig tilbúið til að deyja í þeirri þjónustu. Það hlýtur því að vera hægt að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau standi við sinn hluta samningsins. En Repúblíkanaflokkurinn undir handleiðslu Bush virðist hafa sömu afstöðu til óbreyttra hermanna og þeir hafa til afgangsins af bandarísku þjóðinni.

Ég mæli með viðtalinu. Það er hægt að horfa á upptöku af því hér. (það tekur smá tíma að hlaðast inn...)

M


Sjö sinnum fleiri hryðjuverkaárásir, þökk sé stríðinu í Írak

Mother Jones birtir merkilega grein um fjölda hryðjuverkaárása eftir að Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak 2003 - og til að gera langa sögu stutta hefur hryðjuverkaárásum fjölgað, ekki fækkað...

Fjöldi árása

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar tölur stangast á við kenningar Bush stjórnarinnar um hlut Íraksstríðsins í "stríðinu gegn hryðjuverkum", því Cheney og félagar hafa reynt að selja Bandaríkjamönnum þá hugmynd að ef Bandaríkin væru ekki að drepa araba í Írak þá þyrfti að "berjast við þá hér": 

Has the war in Iraq increased jihadist terrorism? The Bush administration has offered two responses: First, the moths-to-aflame argument, which says that Iraq draws terrorists who would otherwise “be plotting and killing Americans across the world and within our own borders,” as President Bush put it in 2005. Second, the hard-to-say position: “Are more terrorists being created in the world?” then-Secretary of Defense Donald Rumsfeld asked at a press conference in September 2006. “We don’t know. The world doesn’t know. There are not good metrics to determine how many people are being trained in a radical madrasa school in some country.”

terrorism_attacks_fatalitieIn fact, as Rumsfeld knew well, there are plenty of publicly available figures on the incidence and gravity of jihadist attacks. But until now, no one has done a serious statistical analysis of whether an “Iraq effect” does exist. We have undertaken such a study, drawing on data in the mipt-rand Terrorism database (terrorismknowledgebase .org), widely considered the best unclassified database on terrorism incidents.

Our study yields one resounding finding: The rate of fatal terrorist attacks around the world by jihadist groups, and the number of people killed in those attacks, increased dramatically after the invasion of Iraq. Globally there was a 607 percent rise in the average yearly incidence of attacks (28.3 attacks per year before and 199.8 after) and a 237 percent rise in the fatality rate (from 501 to 1,689 deaths per year). A large part of this rise occurred in Iraq, the scene of almost half the global total of jihadist terrorist attacks. But even excluding Iraq and Afghanistan—the other current jihadist hot spot—there has been a 35 percent rise in the number of attacks, with a 12 percent rise in fatalities.

M


Fox News og Walter Reed: ekkert djöfuls vandamál!

Brit HumeHneykslismálið á Walter Reed hefur verið ein aðalfréttin í öllum alvöru fjölmiðlum í Bandaríkjunum undanfarna daga. Fox "News" hefur hins vegar haft áhuga á öðrum, mikilvægari málum... til dæmis dauða fyrrverandi fyrirsætu. Anna Nicole Smith lést fyrir þremur vikum síðan en Fox News tókst samt að eyða tólf sinnum meiri tíma í að tala um hana en ástand mála á Walter Reed! Think Progress hefur áður fjallað um sérkennilegan áhuga kapalsjónvarpsstöðvanna á Anna Nicole Smith, samanborið við alvöru fréttir, eins og t.d. ástandið í Írak. Það sem stendur upp úr í þessum nýjustu tölum er samt ekki að Fox News tali of mikið um Smith, heldur að þeir skuli alls ekkert tala um Walter Reed.

Think Progress tók saman hversu oft þrjár helstu kapalsjónvarpsstöðvarnar minntust á Smith og Walter Reed á föstudaginn (en þá voru fréttir af Walter Reed að byrja að ná athygli almennings): 

NETWORKANNA NICOLEWALTER REED
FOX NEWS12110
MSNBC9684
CNN4053

Ástæðan er auðvitað augljós. Á sunnudagsmorgun voru fréttaskýrendur Fox við  vikulegu hringborðsumræðu sína og Brit Hume, sem er einn helsti stjórnmálaspekingur Fox News útskýrði skandalinn þannig:

HUME: I think it tells you a lot about the effect of the last election and the political atmosphere in Washington. This is an administration which is known or had been known for sticking by people even when they were embattled. ...

This is unfortunate. It looks terrible, which is the problem. The problem is that it looks as if this administration, which has sent troops into harm’s way, is now neglecting them when they’re injured and need care and help. But make no mistake about it, this was a — there was a potential political firestorm on Capitol Hill began to brew about this. The administration did what it did to try to get it over with, and it may well have succeeded…

Semsagt: Vandamálið er að þetta lítur ílla út... ekki að þetta sé alvarlegt vandamál? Vandamálið er að þetta kemur sér ílla fyrir forsetann, ekki að herinn og forsetinn hafi brugðist hermönnum, og láti þá gista í rottu og kakkalakkaholum í stað þess að veita þeim læknishjálp?

Þessi ummæli sanna reyndar enn og aftur að raunverulega vandamálið í þessu stríði öllu er að dyggustu stuðningsmenn þess eru fólk sem skilur ekki að stríð er raunverulegt - og að slasaðir og dauðir hermenn og almenningur er alvöru fólk. Brit Hume, George Bush og aðrir "haukar" og Íraksstríðsáhugamenn eru nefnilega fólk sem heldur að stjórnmál snúist um að láta hlutina líta vel út - en skilja ekki að hlutverk stjórnmálamanna er að stýra samfélaginu til betri vegar. Bush og Hume halda að aðalatriðið sé að það líti út fyrir að forsetinn sé að standa sig.

Auðvitað getur forsetinn ekki leyst öll vandamál allra, og auðvitað munu menn slasast og deyja í stríði, en það er hægt að gera kröfu til þess að stjórnvöld sem senda menn í stríð sjái til þess að 1) stríðið leysi fleiri vandamál en það skapar og 2) að það standi við þau loforð sem þau gefa. Bush og núverandi ríkisstjórn hafa gert hvorugt.

M


Walter Reed: Hermenn, rottur og kakkalakkar

Jeremy Duncan slasaðist í Írak og eyddi mánuðum í niðurníddu spítalaherbergi á Walter Reed, með flagnandi málningu, rottum og dauðum kakkalökkum, Walter Reed málið heldur áfram að vinda upp á sig, því Bandaríkjamönnum finnst auðvitað frekar óþægilegt að frétta að hermenn sem snúi heim særðir skuli látnir dúsa í niðurníddum vistarverum þar sem rottur hlaupa um ganga, og skortur á læknum og hjúkrunarfólki verður til þess að þeir fá legusár og ekki er skipt á sárabindum. Hermönnum með skotsár í höfði er sagt að finna sjálfir sín eigin sjúkrarúm, og menn eru útskrifaðir áður en þeir hafa jafnað sig. Ástandið á Walter Reed virðist í stuttu máli sagt skelfilegt. Cafferty, á CNN kallaði Walter Reed "A National Disgrace", og jafnaði því á við fellibylinn Katarínu.

Fjölmiðlar hafa spurt hvort þetta sé enn eitt dæmið um slælegan undirbúning forsetans fyrir stríðið, og Army Times, og bloggarar hafa bent á að hluti reksturs Walter Reed hafi verið einkavæddur af Bush - og að þessi einkaævðing, eða réttara sagt sá "rekstraraðili" sem fenginn var til að sjá um spítalann beri hugsanlega ábyrgð á ástandi máal. og spjótin beinast að Halliburton, auðvitað! Þessi Halliburton tenging virðist reyndar vera ein skringilegasta fléttan í þessu máli, því bloggarar hafa haldið því fram að yfirmenn hersins séu að reyna að hylma yfir hlut Halliburton í skandalnum. (Það er lygasögu líkast hversu oft Halliburton virðist koma upp þegar spurningar vakna um óstjórn og spillingu stjórnarinnar...)

Þetta skammarlega mál virðist ekki heldur vera einskorðað við þennan eina stað, því svo virðist sem ástandið sé álíka ömurlegt á öðrum herspítölum. Og meðan yfirmenn hersins reyna að halda því fram að þetta sé einangrað mál bendir allt til þess að ráðamenn hafi vitað af ástandinu í mörg ár.

Það kemur reyndar engum sem hefur fylgst með Bush stjórninni á óvart að hún passi ekki upp á óbreytta hermenn. Það vissu allir sem eitthvað skildu að allt píp repúblíkana um "support the troops" þýddi raunverulega "support the president and our awesome military might". Eins og bandaríkjamenn orða það, við vissum alveg að "they didnt give a rats ass about the troops". Að vísu fengu hermennirnir rottur að launum fyrir fórnir sínar, svo kannski vorum við full harðorð...

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband