Færsluflokkur: Forsetakosningar
lau. 7.7.2007
Framboð John McCain svo gott sem búið að vera
Undanfarnar vikur hafa fréttir verið að berast af vandræðum John McCain. McCain var lengi talinn langsamlega sigurstranglegasti frambjóðandi repúblíkana, McCain raðaði í kringum sig fyrrum starfsmönnum af framboðsskrifstofum Bush og leitaðist eftir stuðningi afturhaldssamra kristinna kjósenda: "The straight talk express" þótti nokkurnveginn örugg um að keyra McCain alla leið í Hvita Húsið. Síðan þá hafa veður skipast í lofti, mikilvægir ráðgjafar og starfsmenn hafa yfirgefið framboðið og McCain virðist stöðugt eiga minni séns á að sigra prófkjör flokksins.
Fjáröflun McCain hefur alls ekki gengið nógu vel - á öðrum ársfjórðungi hefur safnaði hann minna fé en á fyrsta ársfjórðungi, en ef allt er í lagi eiga bandarískir forsetaframbjóðendur að safna meira fé eftir því sem liður nær kosningum. Fyrir vikið hefur McCain neyðst til að reka starfsfólk. Þó McCain eigi enn marga dygga aðdáendur, og segi sjálfur að hann sé alls ekki að íhuga að gefast upp, hafa fréttaskýrendur og bloggarar hér vestra í auknu mæli tekið að velta því fyrir sér hversu lengi hann muni haldast í slagnum.
Seinustu fréttir af framboði McCain benda ennfremur til að hann sé í vanda staddur: Frjálshyggjumaðurinn Ron Paul stendur betur að vígi þegar kemur að fjáröflun vegna komandi kosninga! Ron Paul, þingmaður repúblíkana frá Texas, mælist með nokkurra prósenta fylgi, en hefur gengið furðu vel í fjáröflun. ABC News:
Though often regarded as a longshot candidate for president, Republican Ron Paul tells ABC News that he has an impressive $2.4 million in cash on hand after raising an equal amount during the second quarter, putting him ahead of one-time Republican frontrunner John McCain, who reported this week he has only $2 million in the bank. ...
"I think some of the candidates are on the down-slope, and we're on the up-slope," said Paul.
Reyndar varpa þessar fréttir ljósi á hversu ílla repúblíkönum hefur gengið við fjáröflun. Á sama tíma og demokratar eru að slá öll met virðist enginn hafa áhuga á að fjármagna frambjóðendur repúblíkana.
Paul's cash on hand puts him in third place in the Republican field in that important metric, although he is well behind leader Rudy Giuliani, who has $18 million in the bank, and Mitt Romney, with $12 million.
Þegar Ron Paul, sem mælist með um 2% fylgi, er þriðji best fjármagnaði frambjóðandi Repúblíkana er flokkurinn í vanda.
M
Boston Globe flutti í fyrradag (ég var of upptekinn við að grilla og halda upp á þjóðhátíðardaginn til að geta staðið í bloggi og fréttalestri!) fréttir af því að þátttaka Fred Thompson í rannsókninni á Wategate skandalnum sé síst eitthvað sem Thompson eigi að vera að gorta sig af eins og hann gerir á heimasíðu sinni "Im with Fred", þar sem hann segist m.a. hafa átt heiðurinn að því að koma upp um að Nixon hefði hljóðritað samtöl í The oval office. Ekki nóg með að sú saga sé mjög orðum aukin, því eins og Bob Woodward hefur bent á, var það ekki Thompson að þakka að upp komst um hljóðritanirnar - þó Thompson hefði eignað sér heiðurinn af því - heldur virðist Thompson hafa varað Nixon við!
WASHINGTON -- The day before Senate Watergate Committee minority counsel Fred Thompson made the inquiry that launched him into the national spotlight -- asking an aide to President Nixon whether there was a White House taping system -- he telephoned Nixon's lawyer.
Thompson tipped off the White House that the committee knew about the taping system and would be making the information public. In his all-but-forgotten Watergate memoir, "At That Point in Time," Thompson said he acted with "no authority" in divulging the committee's knowledge of the tapes, which provided the evidence that led to Nixon's resignation. It was one of many Thompson leaks to the Nixon team, according to a former investigator for Democrats on the committee, Scott Armstrong , who remains upset at Thompson's actions.
"Thompson was a mole for the White House," Armstrong said in an interview. "Fred was working hammer and tong to defeat the investigation of finding out what happened to authorize Watergate and find out what the role of the president was."
Meira á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni
Það kemur ekki á óvart að stuðningur við Rudolph Giuliani meðal Repúblíkana sé að dala. Giuliani hefur verið líkt við Eisenhower, hann "eigi" 9/11 og sé einhvernveginn frá náttúrunnar hendi best til þess fallinn að berjast við hryðjuverk, og sé "America's Mayor". Munurinn á Giuliani og Eisenhower er þó sá að Eisenhower leiddi heri Bandamanna til sigurs í heimsstyrjöld, meðan Giuliani gerði ekkert annað en að vera borgarstjóri, og frekar ílla liðinn sem slíkur, í borg sem ráðist var á. Þegar kemur að hryðjuverkum hefur Giuliani ennfremur sýnt, með fyrra framferði, að hann tekur þau ekki alvarlega, og er algjörlega vanhæfur þegar kemur að því að skipuleggja viðbrögð við hryðjuverkaárásum.
Afrekaskrá Giuliani er ömurleg. Eftir að gerð var tilraun til að sprengja upp World Trade Center 1993 var Giuliani ráðlagt að staðsetja "The emergency command center" í neðanjarðarbyrgi í Brooklyn. Giuliani ákvað hins vegar að langasamlega besti staðurinn væri... í The World Trade Center! Sú ákvörðun ein ber vitni um ótrúlegt dómgreindarleysi og ætti að gera að verkum að Giuliani sé ekki treystandi til að leiða Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkum. Giuliani hefur að vísu kennt undirmönnum sínum um þá ákvörðun. Jerome Hauer, fyrrum "emergency management director" New York, fyrrverandi vinur Giuliani, sem sinnti því starfi meðan hann var borgarstjóri hefur hafnað þessari afsökun Giuliani, og gagnrýnt fyrrum yfirmann sinn harðlega.
Sem borgarstjóri hafði Giuliani einnig mistekist að koma á samstarfi lögreglu og slökkviliðs borgarinnar - þrátt fyrir að hafa margsinnis verið varaður við því að treysta þyrfti samstarf lögreglu og slökkviliðs, og útvega þeim nýjan búnað, m.a. nýjar talstöðvar. Giuliani gerði hvorugt, enda nýtur hann hvorki stuðnings lögreglu né slökkviliðsmanna í New York...
Í bréfi sem verkalýðsfélag slökkviliðsmanna í New York segir um Giuliani:
"Many people consider Rudy Giuliani 'America's Mayor,' and many of our members who don't yet know the real story, may also have a positive view of him. This letter is intended to make all of our members aware of the egregious acts Mayor Giuliani committed against our members, our fallen on 9/11, and our New York City union officers following that horrific day. ... The fundamental lack of respect that Giuliani showed our FDNY members is unforgivable - ... Our disdain for him is not about issues or a disputed contract, it is about a visceral, personal affront to the fallen, to our union and, indeed, to every one of us who has ever risked our lives by going into a burning building to save lives and property."
Ástæðan í þessu tilfelli var að Giuliani hafði ekki sinnt beiðnum slökkviliðsmanna um að ganga hart fram í að leita að leifum látinna slökkviliðsmanna í rústum á "Ground Zero". Þetta smáatriði með talstöðvarnar hefur svosem ekki heldur aflað honum neinna sérstakra vinsælda meðal slökkviliðsmanna eða eftirlifenda "first responders" sem fórust í september 2001:
The intensity of their feelings can be heard in the voice of Rosaleen Tallon. A stay-at-home mom who supports right-to-life candidates and lives in the unglamorous New York suburb of Yonkers, Tallon lost her brother Sean, a former Marine who became a probationary New York City firefighter, on 9/11. Six years later she is still enraged that Sean never heard the Fire Department's radioed "mayday" order to evacuate the twin towers before they fell. If he had, she says, he would have heeded the directions of his superiors and gotten out.
As Rosaleen will tell anyone willing to listen, the vintage radios that Sean and 342 other city firefighters carried at their deaths on 9/11 were known to be defective. The faulty radios were the target of years of scathing internal assessments, bureaucratic wrangling, and accusations of bidding favoritism, and still the Giuliani administration had never replaced them.
Þar á ofan hefur verið bent á að Giuliani hafi óþægilega náin tengsl við Bernard Kerik (sem er á myndinni hér að ofan) sem á mjög vafasaman feril. (sjá grein Newsweek um Kerik, og grein NYT).
En nóg um það. Þó Giuliani sé vanhæfur sem leiðtogi, og fyrirlitinn af lögreglu og slökkviliðsmönnum - sem eru raunverulega "The heroes of 9/11" getur verið að hann höfði til "the base" - kannski getur hann fylgt íhaldssömum stuðningsmönnum flokksins um "fjölskyldugildi"?
Giuliani er margfráskilinn, hefur staðið í umfangsmiklu framhjáhaldi, samband hans við börn sín af fyrri hjónaböndum eru "strained", það er til fjöldinn allur af myndum af honum í kvenmannsfötum (og meira að segja myndbandsupptökur) - hann hefur verið ötull talsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga, og eftir einn af hjónaskilnöðum sínum deildi hann íbúð með samkynhneigðum kunningjum sínum.
Til þess að bæta gráu oná svart er Giuliani varla með neitt karisma. Í seinasta Rolling Stone var löng grein um Giuliani er honum lýst þannig:
Giuliani has good stage presence, but his physical appearance is problematic -- virtually neckless, all shoulders and forehead and overbite, with a hunched-over, Draculoid posture that recalls, oddly enough, George W. Bush...
Eftir að hafa horft á Giuliani í kappræðum repúblíkanaflokksins get ég ekki annað en tekið undir með þessari lýsingu - þegar Giuliani stendur við hliðina á Mitt Romney er persónuleikaskortur hans sláandi.
Ég hef ekki með nokkru móti getað skilið af hverju Giuliani nýtur stuðnings Repúlbíkana í könnunum, og eina skýringin er að kjósendur flokksins þekki ekki neitt til hans. Leiðtogar íhaldssamra repúblíkana hafa enda fordæmt "America's Mayor": James Dobson, formaður "Focus on the Family" hefur lýst því yfir að hann muni frekar sitja heima en að kjósa Giuliani:
In a piece published on the conservative Web site WorldNetDaily, Dobson wrote that Giuliani's support for abortion rights and civil unions for homosexuals, as well as the former mayor's two divorces, were a deal-breaker for him.
"I cannot, and will not, vote for Rudy Giuliani in 2008. It is an irrevocable decision," he wrote.
"Is Rudy Giuliani presidential timber? I think not," Dobson wrote. "Can we really trust a chief executive who waffles and feigns support for policies that run contrary to his alleged beliefs? Of greater concern is how he would function in office. Will we learn after it is too late just what the former mayor really thinks? What we know about him already is troubling enough."
Ástæðan er stuðningur Giuliani við fóstureyðingar, og líklegt er að aðrir íhaldssamir repúblíkanar muni fara að dæmi Dobson, sérstaklega þegar fjölmiðlar fara að sýna ljósmyndir af honum í kjól og fjalla um stuðning hans við réttindi samkynhneigðra. Meðan hann var borgarstjóri New York sagði Giuliani m.a. í viðtali við CNN:
Im pro-choice. Im pro-gay rights,
Auðvitað kann ég að meta virðingu Giuliani við réttindum kvenna og samkynhneigðra. Og honum til tekna verður að taka fram að hann hefur ekki hlaupið í felur með þessa fyrri afstöðu sína, t.d. eins og Mitt Romney, sem hefur átt í stökustu vandræðum með að útskýra af hverju hann var pro-choice áður en hann var pro-life.
Ástæða þess hversu ílla mér líkar við Giuliani er að hann er tuddi - og frekar ógeðfelldur tuddi. Þetta andstyggðarinnræti hans braust fram með mjög skýrum hætti í seinustu kappræðum repúblíkana, þar sem hann snappaði á Ron Paul, eina frjálshyggjumanninn sem er eftir í Repúblíkanaflokknum. Rolling Stone lýsir samskiptum þeirra:
Yes, Rudy is smarter than Bush. But his political strength -- and he knows it -- comes from America's unrelenting passion for never bothering to take that extra step to figure shit out. If you think you know it all already, Rudy agrees with you. And if anyone tries to tell you differently, they're probably traitors, and Rudy, well, he'll keep an eye on 'em for you. Just like Bush, Rudy appeals to the couch-bound bully in all of us, and part of the allure of his campaign is the promise to put the Pentagon and the power of the White House at that bully's disposal.
Rudy's attack against Ron Paul in the debate was a classic example of that kind of politics, a Rovian masterstroke. The wizened Paul, a grandfather seventeen times over who is running for the Republican nomination at least 100 years too late, was making a simple isolationist argument, suggesting that our lengthy involvement in Middle Eastern affairs -- in particular our bombing of Iraq in the 1990s -- was part of the terrorists' rationale in attacking us.
Though a controversial statement for a Republican politician to make, it was hardly refutable from a factual standpoint -- after all, Osama bin Laden himself cited America's treatment of Iraq in his 1996 declaration of war. Giuliani surely knew this, but he jumped all over Paul anyway, demanding that Paul take his comment back. "I don't think I've ever heard that before," he hissed, "and I've heard some pretty absurd explanations for September 11th."
It was like the new convict who comes into prison the first day and punches the weakest guy in the cafeteria in the teeth, and the Southern crowd exploded in raucous applause. ...
The Paul incident went to the very heart of who Giuliani is as a politician. To the extent that conservatism in the Bush years has morphed into a celebration of mindless patriotism and the paranoid witch-hunting of liberals and other dissenters, Rudy seems the most anxious of any Republican candidate to take up that mantle. Like Bush, Rudy has repeatedly shown that he has no problem lumping his enemies in with "the terrorists" if that's what it takes to get over. When the 9/11 Commission raised criticisms of his fire department, for instance, Giuliani put the bipartisan panel in its place for daring to question his leadership. "Our anger," he declared, "should clearly be directed at one source and one source alone -- the terrorists who killed our loved ones."
Af öllum frambjóðendum Repúblíkana er Rudy Giuliani líklegastur til að framlengja "arfleið" Bush áranna. Af öllum frambjóðendunum er hann líklega versti kosturinn fyrir bæði Bandaríkin og heimsfrið, og af öllum frambjóðendum flokksins er hann líka furðulegasti valkosturinn. Hver myndi trúa því að Repúblíkanar myndu íhuga að velja þennan mann sem frambjóðanda flokksins fyrir næstu kosningar:
M
Giuliani og Clinton enn með forustu; Thompson gæti aukið fylgið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forsetakosningar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
fös. 1.6.2007
Grasrótarstuðningur Repúblíkanaflokksins horfinn: flokkurinn mun héðan í frá alfarið fjármagnaður af milljarðamæringum?
Fyrst þegar ég sá þessa frétt trúði ég henni eiginlega ekki, en þegar ég var búinn að lesa hana í Washington Times sannfærðist ég um að þetta væri satt og rétt. Semsagt: Repúblíkanaflokkurinn hefur rekið alla starfsmenn sem sáu um fjáröflun frá "venjulegum" kjósendum:
RNC fires phone solicitors
The Republican National Committee, hit by a grass-roots donors' rebellion over President Bush's immigration policy, has fired all 65 of its telephone solicitors, Ralph Z. Hallow will report Friday in The Washington Times.
Faced with an estimated 40 percent fall-off in small-donor contributions and aging phone-bank equipment that the RNC said would cost too much to update, Anne Hathaway, the committee's chief of staff, summoned the solicitations staff last week and told them they were out of work, effective immediately, the fired staffers told The Times.
Það eru fréttir að annar af stóru stjórnmálaflokkunum skuli ekki geta safnað fé frá venjulegum kjósendum - og hafi ákveðið að gefa slíka fjáröflun algjörlega upp á bátinn! Að vísu neita talsmenn flokksins því að þetta hafi nokkuð með "a grass-roots donors' rebellion" - því leiðtogar repúblíkana halda áfram að neita að kjósendur séu á einhvern hátt ósáttir við flokkinn eða forsetann.
The national committee yesterday confirmed the firings that took place more than a week ago, but denied that the move was motivated by declining donor response to phone solicitations.
"The phone-bank employees were terminated," RNC spokeswoman Tracey Schmitt wrote by e-mail in response to questions sent by The Times. "This was not an easy decision. The first and primary motivating factor was the state of the phone bank technology, which was outdated and difficult to maintain. The RNC was advised that we would soon need an entire new system to remain viable."
Brottreknu starfsmennirnir höfðu þó aðrar skýringar:
Fired employees acknowledged that the committee's phone equipment was outdated, but said a sharp drop-off in donations "probably" hastened the end of the RNC's in-house phone-bank operation. "Last year, my solicitations totaled $164,000, and this year the way they were running for the first four months, they would total $100,000 by the end of 2007," said one fired phone bank solicitor who asked not to be identified.
Flokkurinn hefur nefnilega verið duglegur við að espa upp útlendingahatur og fordóma meðal kjósenda sinna, og nú, þegar forsetinn og demokratar eru að leita leiða til að koma innflytjendamálum í skynsamlegt lag, eru þessir kjósendur foxvondir:
There has been a sharp decline in contributions from RNC phone solicitations, another fired staffer said, reporting that many former donors flatly refuse to give more money to the national party if Mr. Bush and the Senate Republicans insist on supporting what these angry contributors call "amnesty" for illegal aliens. "Everyone donor in 50 states we reached has been angry, especially in the last month and a half, and for 99 percent of them immigration is the No. 1 issue," said the former employee.
Þessir símabankar flokksins og fjáröflun frá "the grass roots" voru ein mikilvægasta ástæða velgengni repúblíkana undanfarna áratugi: Repúblíkönum gekk betur en demokrötum að móbílísera grasrótarhreyfingu flokksins. Þessi starfsemi átti uppruna sinn á áttunda áratugnum, og skilaði flokknum sigri í forsetakosningum á níunda áratugnum og sigri í þingkosningunum 1994. Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég líka færslu um pólítískt uppeldi Karl Rove - en þegar hann var ungur og luralegur drengstauli vann hann í kjallaranum hjá Richard Nixon við að rækta þessar sömu grasrætur.
Flokkurinn er samt ekki í neinum fjárkröggum:
he RNC spokeswoman denied that the committee has seen any drop-off in contributions. "Any assertion that overall donations have gone down is patently false," Miss Schmitt said. "We continue to out raise our Democrat counterpart by a substantive amount (nearly double)."
Þessi staðhæfing er að vísu röng - repúblíkönum gengur ágætlega að safna fjárframlögum, en allar fréttir benda til þess að demokratar standi betur að vígi í fjáröfluninni en frambjóðendur Repúblíkana. Samtals hafa frambjóðendur demokrata safnað 78 miljónum bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins, meðan frambjóðendur repúblíkana hafa einvörðungu safnað 53.6 milljónum. (sjá úttekt Eric Kleefeld á Talking Points Memo) Sömu sögu er að segja af fjársöfnun fyrir næstu þingkosningar. Skv. Roll Call:
The Democratic Congressional Campaign Committee raised $19 million in the first three months of the year and ended March with more than a $7 million cash-on-hand advantage over its Republican counterpart, fundraising reports due to be filed on Friday will show...
The National Republican Congressional Committee raised $15.8 million in the quarter, a significantly smaller haul than the committee had in the first quarter of both 2005 and 2003, when the GOP still held the House majority.
Þessir yfirburðir eru kannski mikilvægari vegna þess að Demokrötum virðist ganga betur en Repúblíkönum að virkja nútímatækni og ná til "grasrótanna". Washington Times benti fyrir nokkrum vikum t.d. á að demokrötum gangi mun betur en repúblíkönum að safna fé á netinu, og Washington Post birti fyrir rétt viku síðan grein um yfirburði demokrataflokksins á internetinu.
Þessar fréttir, þegar þær eru teknar saman, boða ekki gott fyrir repúblíkanaflokkinn í næstu kosningum.
M
fim. 31.5.2007
Pyntingar bandaríkjahers og CIA ‘Outmoded, amateurish and unreliable’ skv. sérfræðingum
Pyntingar hafa verið mikið í umræðunni í Bandaríkjunum. Pyntingar og íll meðferð á föngum virðist t.d. hafa orðið eitt mikilvægasta prinsippmál repúblíkanaflokksins. Í kappræðum forsetaframbjóðenda flokksins fyrir tveimur vikum kepptust frambjóðendurnir nefnilega við að yfirbjóða hvorn annan þegar þeir voru spurðir hvað þeir myndu vera tilbúnir að ganga langt í að kreista upplýsingar út úr grunuðum hryðjuverkamönnum. Mitt Romney bauðst t.d. til að tvöfalda tvöfalda Guantanamo. Eftirfarandi upptaka af kappræðunum segir sennilega allt sem segja þarf:
Hvað það er sem veldur þessari pyntingaást flokksins er mér eiginlega hulin ráðgáta, og segir líklega meira um andlegt ástand "the base", þ.e. hörðustu stuðningsmanna flokksins, kjósenda sem ráða því hverjir sigra prófkjör. Þetta pyntingarugl er eitt mikilvægasta framlag Bush stjórnarinnar til pólítískrar umræðu í Bandaríkjunum, því stjórnin hefur gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir því að pyntingar verði viðurkenndar sem hluti af "eðlilegum" vinnubrögðum hersins og leyniþjónustunnar - og Fox news og aðrir meðlimir blaðurmaskínunnar hafa svo gripið fánann á lofti og talað fjálglega um Jack Bauer, og sjónvarpsseríuna 24, sannfærðir um að það sé ekki hægt að sigra "stríðið gegn hryðjuverkum" nema Bandaríkjamenn leggist enn lægra en Al-Qaeda.
Það sem gerir þetta pyntingamál fáránlegra er að síðan fréttir af Abu Ghraib bárust fyrst, og jafnvel enn fyrr, hafa yfirheyrslusérfræðingar varað við því opinberlega að pyntingar séu nánast gangslausar! New York Times flutti svo í gær frétt af nýrri skýrslu sem samin var fyrir stjórnina af öllum helstu sérfræðingum í yfirheyrslum:
As the Bush administration completes secret new rules governing interrogations, a group of experts advising the intelligence agencies are arguing that the harsh techniques used since the 2001 terrorist attacks are outmoded, amateurish and unreliable.
The psychologists and other specialists, commissioned by the Intelligence Science Board, make the case that more than five years after the Sept. 11 attacks, the Bush administration has yet to create an elite corps of interrogators trained to glean secrets from terrorism suspects.
Frekar en að þjálfa menn í að yfirheyra fanga, t.d. með því að halda í og ráða menn sem kunna arabísku, eða leita að yfirheyrsluaðferðum sem raunverulea virka, hefur stjórnin barist fyrir því að rýmka lagaheimildir fyrir pyntingum:
Robert F. Coulam, a research professor and attorney at Simmons College and a study participant, said that the governments most vigorous work on interrogation to date has been in seeking legal justifications for harsh tactics. Even today, he said, theres nothing like the mobilization of effort and political energy that was put into relaxing the rules governing interrogation.
Skýrsluhöfundar benda á að í seinni heimsstyrjöldinni hafi Bandaríkjaher haft mun áræðanlegri yfirheyrsluaðferðir, sem hafi ekki byggst á ofbeldi og villimennsku:
...some of the experts involved in the interrogation review, called Educing Information, say that during World War II, German and Japanese prisoners were effectively questioned without coercion.
It far outclassed what weve done, said Steven M. Kleinman, a former Air Force interrogator and trainer, who has studied the World War II program of interrogating Germans. The questioners at Fort Hunt, Va., had graduate degrees in law and philosophy, spoke the language flawlessly, and prepared for four to six hours for each hour of questioning, said Mr. Kleinman, who wrote two chapters for the December report.
Mr. Kleinman, who worked as an interrogator in Iraq in 2003, called the post-Sept. 11 efforts amateurish by comparison to the World War II program, with inexperienced interrogators who worked through interpreters and had little familiarity with the prisoners culture.
En svoleiðis skipulag, undirbúning og fagmennska höfðar ekki til drulluháleista sem halda að ofbeldi og tuddaskapur séu til marks um karlmennsku, smádrengja sem eru búnir að horfa of mikið á sjónvarp og langar til að sparka í annað fólk.
President Bush has insisted that those secret enhanced techniques are crucial, and he is far from alone. The notion that turning up pressure and pain on a prisoner will produce valuable intelligence is a staple of popular culture from the television series 24 to the recent Republican presidential debate, where some candidates tried to outdo one another in vowing to get tough on captured terrorists.
M
Update: ég fann lengra myndskeið af þessari pyntingarumræðu - það er mun betra en fyrra myndskeiðið, því þeir fara ekki almennilega á flug fyrr en svolítið er liðið á svörin!
Bestu partarnir eru Romney, c.a. 3:20 markinu, þegar hann talar um að það þurfi að tvöfalda Guantano, því Guantanamo sé frábært vegna þess að þar hafi hryðjuverkamennirnir ekki aðgang að lögfræðingum...
Forsetakosningar | Breytt 1.6.2007 kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 21.5.2007
Dennis og Elizabeth Kuchinich í Hvíta Húsið
Það eru margar ástæður fyrir því að við eigum að styðja Dennis Kuchinich sem næsta forseta Bandaríkjanna - 1) Hann er langsamlega flottasti fringe og long shot kandídatinn í þessum kosningum (maðurinn er alvöru sósíalisti, for crying out loud!), 2) Hann er alvöru umhverfisverndarsinni (hann gengur svo langt í counter-kúltúrnum að hann er vegan ekki vegetarian)- og 3) Hann á langsamlega sætustu eiginkonuna af öllum frambjóðendum! Hjónaband Dennis og Elizabeth Kuchinich hefur vakið athygli bloggara, blaðamanna og fréttaskýrenda, og fyrir því eru margar ástæður. Það er töluverður aldurs- og hæðarmunur á þeim, Hr. Kuchinich hefur oftar en ekki verið líkt við Hobbita, meðan það eru allir sammála um að ef frú Kuchinich væri karakter í Hringadróttinsssögu myndi hún búa í Lothlórien. Eins og London Times orðar það, Elizabeth er
6-foot-tall willowy redhead who has been compared to Arwen Evenstar, the Lord of the Rings character.
Góðvinur FreedomFries, Rick "santorum" Santorum benti, fyrir seinustu kosningar, á að við stæðum frammi fyrir kosmískum bardaga milli góðs og ílls, þar sem við, vesturlandabúar, værum að berjast við öfl hins ílla Sauron, sem skv. Santorum átti að búa einhverstaðar í Írak, eða miðausturlöndum, þar sem allir skítugu útlendingarnir búa, þ.e.:
the United States has avoided terrorist attacks at home over the past five years because the "Eye of Mordor" has been focused on Iraq instead.
"As the hobbits are going up Mount Doom, the Eye of Mordor is being drawn somewhere else," Santorum said. "It's being drawn to Iraq and it's not being drawn to the U.S. You know what? I want to keep it on Iraq. I don't want the Eye to come back here to the United States."
Og ef það er málið - er ekki best að við kjósum forseta sem er Hobbiti, og er giftur álf? Mig minnir að fyrir utan Viggo Mortensen hafi það verið Hobbitarnir og álfarnir sem björguðu Miðgarði frá hringnum og öflum hins ílla? Elizabeth Kuchinich er allavegana sannfærð um að hún og Kuchinich muni bjarga heiminum frá glötun með ást, ást ást ást! Þetta kemur fram í Times greininni:
Can you imagine what it would be like to have real love in the White House and a true union between the masculine and the feminine?
Satt best að segja mjög hjartnæmt! Myspace síða hennar er líka áhugaverð. Hippískur bakgrunnurinn, blóm og fiðrildi. Kommentin á ljósmyndirnar af henni eru frábær:
Too bad this is such a small photo of such a beautiful couple! I love you guys so much!
Awwwww! I love you guys too!!! So wonderful :)
you are both SO beautiful !!!
Awww this picture is so sweet!
Aðdáendur Elizabeth Kuchinich kunna nefnilega að tjá tilfinningalegt umrót sitt með "awwww's" og upphrópunarmerkjum, og svo eru þeir líka aðdáendur módíkonnotkunar, og kunna að skrifa japönsk módíkon til að tjá tilfinningar sínar. Jei! \(*_*)/
Það sem ég hef helst að athuga við Elizabeth er ást hennar á Coldplay, (helvítis síðan spilar það sataníska væl í hvert skipti sem hún er opnuð!) sem er ekkert annað en Celine Dion fyrir konur sem vilja ekki líta út fyrir að vera fórnarlömb menningariðnaðarins og auglýsingamaskínu kapítalismans, heldur sófistíkeraðar og tilfinningalega næmar...
M
Forsetakosningar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 14.5.2007
Mitt Romney: 'sensationally good looking'
Mitt Romney hefur vakið töluverða athygli fyrir undarlegear yfirlýsingar undanfarnar vikur. Fyrst kom í ljós að uppáhaldsbókin hans sé "Battlefield Earth" eftir L Ron Hubbard, stofnanda vísindakirkjunnar - og svo komu vangaveltur hans um ímynduð "7 ára hjónabönd" í Frakklandi. Romney hélt því nefnilega fram að í Frakklandi væri alsiða að fólk gerði "7 ára hjónabandssamninga" og sliti yfirleitt hjónaböndum að sjö árum liðnum. Þetta þóttu fréttir, því það hefur víst enginn heyrt um þessa samninga. Og það sem gerði þessa vangaveltu þótti enn merkilegri var að Romney er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur búið í Frakklandi! Hann talar líka reiprennandi frönsku, sem fréttaskýrendur benda á að muni ekki teljast honum til tekna þegar hann sækist eftir atkvæðum íhaldssamra kjósenda. Ekkert frekar en stuðningur hans við fóstureyðingar, réttindi samkynhneigðra og andstaða við byssueign.
En Romney er maður sem þekkir styrkleika sína og er óhræddur að benda fólki á þá. Á kosningafundum Romney er nefnilega dreift miðum um ómótstæðilega fegurð hans og hárprýði:
His promotional flyer says, In this media-driven age, Romney begins with a decisive advantage. First, he has sensational good looks. People magazine named him one of the 50 most beautiful people in America. Standing 6 feet, 2 inches tall, Romney has jet-black hair, graying naturally at the temples. Women who will play a critical role in this coming election have a word for him: hot.
Einhvernveginn finnst mér það vera hálf eitthvað hjárænulegt að vera að tala um eigin fegurð. Og vestræn menning hefur lengi haft íllan bifur á narssissistum sem dást að eigin hárprýði og snoppufríðleik. Það fór ílla fyrir norninni í Mjallhvít, og hún var víst með "jet black hair" og velti því mikið fyrir sér hvort hún væri ekki ábyggilega á lista yfir 50 fallegusta fólkið í ríkinu.
Þetta er samt kannski skiljanlegt, því mótframbjóðendur Romney eru allir hvor öðrum eldri, sköllóttari og minni. Og sumir eru meira að segja klæðskiptingar. Og Romney er vissulega myndarlegri karlmaður en Giuliani kona...
M
Kappræður forsetaframbjóðenda Repúblíkanaflokksins voru haldnar um daginn, og ólíkt kappræðum demokrata voru ekkert nema gamlir hvítir karlar uppi á sviði. Kappræðurnar voru ekkert sérstaklega áhugaverðar, og fjölmiðlar hafa sýnt þeim furðulitla athygli. Fyrir utan tvö atriði sem hafa vakið töluverða athygli. Í fyrsta lagi voru frambjóðendurnir spurðir hvort þeir "tryðu" á þróunarkenninguna, og þrír sögðust ekki trúa á þróunarkenninguna. Sbr þessa upptöku:
Það er auðvitað einkamál hvers og eins hverju hann trúir, en það er full ástæða til að efast um að maður sem kýs sköpunarsögu biblíunnar fram yfir nútíma vísindi geti stjórnað þróuðu lýðræðisríki. Ef þessir frambjóðendur bera þetta litla virðingu fyrir vísindum og skilja veröldina þetta ílla hvernig er þá hægt að búast við því að þeir geti tekið upplýstar og skynsamlegar ákvarðanir?
En þetta þróunarkenningarmál er samt ekkert sérstaklega merkilegt. Við höfum vitað um nokkurt skeið að mikið af kjósendum og fulltrúum flokksins hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um gangverk veraldarinnar. Sam Brownback, Mike Huckabee, and Tom Tancredo eiga hvort sem er aldrei eftir að vinna tilnefningu flokksins, svo þetta skiptir svosem ekki miklu máli.
Það sem er merkilegra er að enginn af frambjóðendumum virðist trúa á George Bush.
Það var ekki raunverulega fyrr en i fyrra haust að fréttaskýrendur gerðu sér grein fyrir því að óvinsældir stríðsins í Írak, og ekki síst óvinsældir forsetans, gætu skaðað flokkinn. Síðan þá hafa vinsældir stríðsins og forsetans síst aukist. Samkvæmt síðustu könnun Newsweek er "job approval rating" forsetans 28%. Innan við þriðjungur þjóðarinnar telur að forseti landsins sé að leiða landið í rétta átt. Það þarf að leita allt aftur til 1979 til að finna forseta með jafn lítið fylgi! Með öðrum orðum: Það hefur enginn forseti Bandaríkjanna í 28 ár verið jafn óvinsæll meðal þjóðarinnar...
Þetta er auðvitað meiriháttar vandamál fyrir flokkinn, sem kom skýrt fram í kappræðum forsetaframbjóðenda þeirra um daginn. Nafn forsetans var nefnt einu sinni allt kvöldið! Samhengið var þetta. Chris Matthes, sem stýrði umræðunum spurði Brownback út í Scooter Libby:
MATTHEWS: Let me go to, Senator do you think Scooter Libby should be
BROWNBACK: Let the legal process move forward, and Id leave that up to President Bush. And I think he could go either way on that.
(Sjá uppskrift MSNBC á umræðunum.) Til samanburðar var Ronald Reagan nefndur 19 sinnum á nafn... Hver ætli hafi nefnt Reagan oftast?
- Giuliani: 5
- Romney: 3
- Brownback: 1
- Hunter: 2
- Huckabee: 1
- Thompson: 3
- McCain: 3
- Gilmore: 1
Þessi Reaganást stafar vitaskuld af því að flokkurinn hefur ekkert annað til að grípa til - eftir áralanga óstjórn Bush getur flokkurinn ekki með góðu móti bent á afrek sín. En það að frambjóðendur flokksins finni sig knúna til að segja "Ronald Reagan" í hvert sinn sem þeir þurfa að útskýra afstöðu sína til erfiðra mála, þegar þeir þurfa að útskýra hvaða "sýn" þeir hafa á framtíð Bandarikjanna bendir til djúpstæðari vanda. Það sem gerði Ronald Reagan vinsælan var að honum tókst einhvernveginn að koma í orð draumum og hugsunum margra Bandaríkjamanna. Ég er ekki að segja að ég telji Reagan hafa stýrt Bandaríkjunum í rétta átt - heldur að honum hafi einhvernveginn tekist að telja flestum Bandaríkjamönnum trú um að hann hefði framtíðarsýn, hærri hugsjónir og að hann væri leiðtogi. Þetta virðast frambjóðendur flokksins ekki hafa skilið. Peggy Noonan, sem er dálkahöfundur og mjög hægrisinnuð benti á að þessi Reagan-fixasjón væri ekki til marks um leiðtogahæfileika, heldur skort á þeim. (Að vísu kennir hún "fjölmiðlum" um - en ég held að það hafi ekki þurft fjölmiðla til að kítla Giuliani til að líkja sjálfum sér við Reagan fimm sinnum).
[T]he medias fixation with which Republican is the most like Reagan, and who is the next Reagan, and who parts his hair like Reagan, is absurd, and subtly undermining of Republicans, which is why they do it. Reagan was Reagan, a particular man at a particular point in history. What is to be desired now is a new greatness. Another way of saying this is that in 1960, John F. Kennedy wasnt trying to be the next FDR, and didnt feel forced to be. FDR was the great, looming president of Democratic Party history, and there hadnt been anyone as big or successful since 1945, but JFK thought it was good enough to be the best JFK. And the press wasnt always sitting around saying he was no FDR. Oddly enough, they didnt consider that an interesting theme.
They should stop it already, and Republicans should stop playing along.
Hvað segir það um frambjóðendur flokksins að þeir geti hvorki sagt kjósendum sínum hver afstaða þeirra til sitjandi forseta er, eða hvernig og hvert hann hefur leitt þjóðina seinustu árin, né hvert þeir sjálfir myndu leiða hana?
M
Forsetakosningar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fös. 27.4.2007
Forsetaframbjóðendur demokrata í kappræðum
Þetta fór víst fullkomlega framhjá mér: forsetaframbjóðendur demokrata hittust allir og héldu kappræður hvor við annan. Meginefni ræðuhaldanna skilst mér þó að hafi fyrst og fremst verið hver þeirra væri mest á móti stríðinu í Írak. Samkvæmt fréttum virðist Obama hafa verið stjarna kvöldsins, en Dennis Kuchinich, sem allir vita að á sennilega jafn mikinn séns í að vinna tilnefningu flokksins og Don Imus, virðist þó hafa náð að fanga athygli áhorfenda. Washington Post:
For 90 mostly low-keyed minutes, the Democratic candidates offered a somewhat united front in denouncing Mr. Bush for the way he handled the war and saying that they should work to assemble the votes to try to override Mr. Bushs expected veto.
Ég veit ekki alveg hvað þetta "somewhat united front" á að fyrirstilla - kannski að sumir, eins og Kuchinich og Mike Gravel vilja vantraustsyfirlýsingar á stjórnina, og sennilega helst að forsetinn verði dreginn út á tún, tjargaður og fiðraður:
At one point, Mike Gravel, a former Senator from Alaska, said he wanted Congress to pass a law making it a felony for the administration to stay in Iraq.
Mrs. Clinton and Mr. Obama appeared slack-jawed as Mr. Gravel loudly made his argument.
CNN segir að það hafi ekki verið neinn "sigurvegari" í þessum kappræðum:
"I'm not sure there was a stand-out in this," she said. "I thought it was a pretty mellow debate. You didn't see any blood spilled. You didn't see any real confrontation."
"There was some at the end, but it wasn't the kind of thing that you get in the heat of the moment when a primary election is about to come up. I think what this debate did was serve that beginning mark for these Democrats."
Það er líka mjög skiljanlegt að frambjóðendur demokrata vilji "play it safe" í bili, því "sigurstranglegustu" frambjóðendur repúblíkana - Giuliani, Romney og McCain virðast allir eiga álíka mikinn séns að vinna kosningar og Kuchinich. Giuliani er crossdresser og hefur stutt ríkisfjármögnun fóstureyðinga - McCain er elliært gamalmenni og Romney var fylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra og fóstureyðingum, áður en hann ákvað að bjóða sig fram til forseta. Jú, og svo laug hann því líka að hann væri "a lifelong hunter", en hefur víst aldrei verið meðlimur í NRA og bara farið tvisvar á skytterí, til að skjóta "squirrels, rodents, small creatures..."
M
Impeachment! Seinast þegar þetta orð var notað af stjórnmálamönnum var það þegar repúblíkanaflokkurinn efndi til nornaveiða gegn Bill Clinton fyrir að hafa logið undir eið um hvort samband hans og Móníku hafi verið kynferðislegt. Það hefur auðvitað fjöldi fólks bent, og það réttilega, á að það ætti að ákæra Bush fyrir embættisglöp (því tilgangslaus og ílla skipulögð stríð sem kosta þúsundir mannslífa geta sennilega fallist undir embættisglöp...) og fyrir að hafa logið að þjóðinni í undirbúningi stríðsins. Fram til þessa hafa samt engir stjórnmálamenn gengið svo langt að leggja til að Bush verði ákærður - að þingið "impeachi" forsetann. Þar til núna.
Samkvæmt annarri grein, lið fjögur, í stjórnarskrá Bandaríkjanna:
The President, Vice President and all civil Officers of the United States, shall be removed from Office on Impeachment for, and Conviction of, Treason, Bribery, or other high Crimes and Misdemeanors
Chuck Hegel, sem er einn af háttsettustu öldungardeildarþingmönnum Repúblíkana, stríðshetja frá Víetnam, og eitilharður íhaldsmaður, hefur nú nefnt möguleikann á því að þingið ákæri Bush. Þetta eru mjög merkilegar fréttir - þó Hegel hafi ekki sagst sjálfur ætla að leiða slíka atlögu, heldur bara gefið í skyn að "einhver" kynni að gera það, er ljóst að andstaðan við Bush innan Repúblíkanaflokksins er komin á nýtt og alvarlegra stig.
Í viðtali við Esquire, sem út kemur í næstu viku, gefur Hagel í skyn að Bush kynni að standa frammi fyrir impeachement hearings ef stríðið í Írak haldi áfram:
"The president says, 'I don't care.' He's not accountable anymore," Hagel says, measuring his words by the syllable and his syllables almost by the letter. "He's not accountable anymore, which isn't totally true. You can impeach him, and before this is over, you might see calls for his impeachment. I don't know. It depends how this goes."
The conversation beaches itself for a moment on that word -- impeachment -- spoken by a conservative Republican from a safe Senate seat in a reddish state. It's barely even whispered among the serious set in Washington, and it rings like a gong in the middle of the sentence, even though it flowed quite naturally out of the conversation he was having about how everybody had abandoned their responsibility to the country, and now there was a war going bad because of it.
"Congress abdicated its oversight responsibility," he says. "The press abdicated its responsibility, and the American people abdicated their responsibilities. Terror was on the minds of everyone, and nobody questioned anything, quite frankly."
Hagel er sönnun þess að það eru líka sæmilega skynsamir menn í Repúblíkanaflokknum: menn sem gera sér grein fyrir því að Bush er langt kominn með að eyðileggja ekki bara Bandaríkin, heldur líka sinn eigin sttjórnmálaflokk. Hið fyrra hljóta að vera svik við kjósendur, en hið síðara eru svik við flokkinn, og fram til þessa hafa flokksbræður Bush sýnt honum ótrúlegt langlundargeð. Þjóðin er fyrir löngu búin að missa alla trú á forsetanum, en fram til þessa hefur flokkurinn enn treyst "the decider". Flestir nánast í blindni.
Og jú, auðvitað er líka annar vínkill á þessu máli: Samkvæmt háværum orðrómum er Hagel að íhuga forsetaframboð. Hagel er alvöru íhaldsmaður.
M