Færsluflokkur: Sjónvarp

Eru demokratar og repúblíkanar sekir um 'samskonar' öfgar?

Beck spyr Keith Ellison, þingmann demokrata frá Minnesota, fyrsta múslima á Bandaríkjaþingi hvort hann sé hryðjuverkamaður og hvort honum sé treystandi...!Því heyrist oft fleygt að demokratar og repúblíkanar séu einhvernveginn "eins" og að það séu "samskonar" öfgar beggja vegna. Þegar vinstrimenn benda á Ann Coulter benda hægrimenn á Bill Maher, þegar vinstrimenn benda á Michael Savage benda hægrimenn á Michael Moore. Eini vandinn við þetta er að fjölmiðlafígúrur repúblíkana eru alls ekki "eins og" fjölmiðlafígúrur vinstrimanna - eins og fram kom í þætti Glenn Beck á CNN í gærkvöld. Beck er þekktur fyrir öfgakenndar hugmyndir sínar og skort á smekkvísi, en í gær held ég að hann hljóti að hafa náð áður óþekktum lægðum.

Beck fékk Michael Graham sem er fyrrverandi ráðgjafi Repúblíkanaflokksins og útvarpsmaður voru að ræða nýjustu auglýsingu Hillary Clinton, en sú er byggð á lokasenu Sopranos þáttanna. Aðdáendur Sopranos hafa deilt um hvað þessi lokasena eigi að þýða en henni lýkur einhvernveginn án þess að neinn botn fáist í neitt - og margir virðast hallast að því að Tony Soprano sé myrtur í lok senunnar: það er allt í einu klippt í svart, sem á þá að tákna dauðann.

Graham virtist vera þessarar skoðunar og spurði Beck hvort það hefði ekki verið "æðislegt" ef Clintonhjónin hefðu verið myrt í myndskeiðinu

Seriously, Glenn, didn’t you at one point want to see, like, Paulie Walnuts or someone come in and just whack them both right there. Wouldn’t that have been great?

Beck brosti sínu breiðasta, en þar sem það þykir ósmekklegt að láta sig dreyma um að myrða fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðendur sagðist Beck ekki hafa viljað sjá það. Graham svaraði: "C’mon. … I wanted that." Það er hægt að horfa á upptöku af þessum orðaskiptum á Think Progress.

Beck hefur áður talað um að sig langaði til að myrða Michael Moore. Það er hægt að hlusta á upptöku af Beck dreyma um morð á Media Matters:

Hang on, let me just tell you what I'm thinking. I'm thinking about killing Michael Moore, and I'm wondering if I could kill him myself, or if I would need to hire somebody to do it. No, I think I could. I think he could be looking me in the eye, you know, and I could just be choking the life out -- is this wrong? I stopped wearing my What Would Jesus -- band -- Do, and I've lost all sense of right and wrong now. I used to be able to say, "Yeah, I'd kill Michael Moore," and then I'd see the little band: What Would Jesus Do? And then I'd realize, "Oh, you wouldn't kill Michael Moore. Or at least you wouldn't choke him to death." And you know, well, I'm not sure.

Nei, kannski myndi Jesú ekki vilja leggja blessun sína yfir morð. Kannski. Glenn Beck er ekki alveg viss. 

Ég skal viðurkenna að það eru ábyggilega til vinstrimenn í Bandaríkjunum sem dreymir um að myrða pólítíska andstæðinga sína - eða kvikmyndagerðarmenn sem þeim líkar ílla við - en ég get ekki munað eftir því að hafa nokkurntímann heyrt stungið upp á því opinberlega. Cindy Sheehan er eina undantekningin - en það eru allir, líka vinstrimenn, sammála um að hún er coocoo, og á samúð skylda. Sonur hennar dó í Írak, og það skýrir kannski eitthvað - en hvaða afsökun hefur Glenn Beck? Þess utan er hún ekki með daglegan sjónvarpsþátt á einni stærstu kapalfréttastöð Bandaríkjanna. Michelle Malkin, sem sjálf hefur skrifað greinar þar sem hún ver 'racial profiling' og ákvörðun Bandaríkjastjórnar í fyrri heimsstyrjöldinni að loka alla Bandaríkjamenn af japönskum uppruna í fangabúðum, skrifaði um Sheehan á Townhall:

On the fifth anniversary week of the September 11 attacks, the anger of entertainment industry liberals and anti-war zealots is directed not at Islamic terrorists telling us to convert or die. ...

No, their thoughts are not focused on killing jihadists. Their dreams lie with killing George W. Bush. The mainstreaming of presidential assassination chic is on.

In her new book, "Peace Mom," Cindy Sheehan confesses on page 29 that she has imagined going back in time and killing the infant George W. Bush in order to prevent the Iraq War.

Malkin gat ekki haldið aftur af vandæltingunni, og notaði tækifærið til að halda því fram að allir vinstrimenn væru einhverskonar vitfirringar. Auðvitað er augljóst að Sheehan er ekki með öllum mjalla - og þessir furðulegu draumórar hennar um að myrða Bush sem kornabarn voru það sem fyllti mælinn fyrir nánast alla vinstrimenn sem höfðu haft samúð með Sheehan og stutt hana í baráttu sinni gegn Bush. Sheehan hefur síðan horfið úr sviðsljósinu, enda kærir enginn sig um að vera bendlaður við fólk sem dreymir um að myrða (eða horfa á) sitjandi eða fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Eða hvað?

Meðan menn eins og Glenn Beck tala í fjölmiðlum um að myrða pólítíska andstæðinga finnst mér nokkuð augljóst hvor hliðin hefur gengið lengra í að pólarísera eða draga stjórnmálaumræðuna í Bandaríkjunum niður í svaðið.

M


Hægrisinnuð slagsíða bandarískra frétta alls, alls ekki nógu mikil...

Máttarstolpar samsæris vinstrimanna eru valdamiklir menn... Michael Moore og Al Franken þar fremst í flokki... og til þess að stemma stigu við ægivaldi þessara manna þurfa repúblíkanar að hafa sig alla við?Í gær skrifaði ég stutta færslu um athugun Media Matters á fjölda hægrisinnaðra eða íhaldssamra gesta í hringborðsumræðum bandarísku fréttastöðvanna. Niðurstaðan kom svosem engum á óvart sem hefur horft á bandarískar fréttir: þó vinstrimenn og demokratar hefðu verið tíðir gestir hafði mun fleiri repúblíkönum, hægrimönnum og íhaldsmönnum verið boðið að tjá sig um málefni líðandi stundar.

En hvað finnst afturhaldssömum repúblíkönum um þessa niðurstöðu? Þeir geta varla kvartað yfir því að vinstrimenn fái of mikið rými í "the liberal media"? Nei, ekki beint, en þeir hafa hins vegar kvartað undan því að þeir fái ekki nógu mikla athygli, og að tölurnar taki ekkert tillit til þess hversu ægilega ílla sé farið með þá þegar þeir mæta í viðtöl!

Focus on the Family útbjó einhverskonar fréttatilkynningu sem hefur lýsir þessari sérkennilegu afstöðu:

The report found that during President Bush’s first term, the news shows favored GOP guests over Democrats 60 to 39 percent. Cliff Kincaid of Accuracy in Media said that’s a pyrrhic victory, considering the grilling conservatives often endure on the shows.

“When [Media Matters] analyzes so-called conservative bias,” he said, “it completely ignores the fact that the program is hosted by a liberal journalist.”

Gary Schneeberger, media liaison for Focus on the Family founder Dr. James Dobson, agreed.

Semsagt: Talsmenn Dobson og "Accuracy in Media", sem hefur fyrst og fremst einbeitt sér að því að "afhjúpa" samsæri vinstrisinnaðra fjölmiðlamanna til að sverta repúblíkana, telja að hægrislagsíða fjölmiðla sé nauðsynlegt til að vega upp alla vinstrislagsíðuna? Þetta er hreint snilldarlógík.

Það sem er samt merkilegast í viðbrögðum Focus on the Family er hverskonar umfjöllun eða fjölmiðlaaðgang þeir vilja fá. Talsmaður Dobson hafði þetta að segja:

“I get plenty of phone calls from journalists who want Dr. Dobson to appear on one these shows – but it’s never to give him an open mic to talk about how our ministry helps families stay together,” Schneeberger said. “They want him to talk about some contentious political issue – and there’s little doubt about the kinds of questions they want to ask or the disapproving tone with which they would ask them.”

Focus on the Family er ergilegt yfir því að fréttamenn skuli vilja vera að taka viðtöl við Dobson, og í ósvífni sinni spyrja hann spurninga! Þess í stað eiga þeir að gefa honum "an open mic"?! Í einfeldni minni hélt ég að hlutverk fréttamanna og fjölmiðla væri einmitt að spyrja spurninga, en ekki að gefa valdamiklum mönnum vettvang til að boða fagnaðarerindi pólítískra eða félagslegra skoðana sinna.

En í þessu felst auðvtiað vandamálið: Bandarískir íhaldsmenn trúa því í hjartans einlægni að það sé "liberal bias" að þeir séu spurðir spurninga og beðnir um að færa rök fyrir máli sínu. Því miður er þessi misskilningur ekki bundinn við Bandaríkin. Stjórnmálamenn sem heimta að fá að mæta einir í sjónvarpssal, og setja skilyrði fyrir því hvaða öðrum gestum sé boðið og sömuleiðis stjórnmálamenn sem neita að tala við suma fréttamenn er hægt að finna víðar. Þetta fólk allt heldur að hlutverk fjölmiðla sé að vera "an open mic" fyrir valdhafa að básúna snilld sína og visku.

M


Lýgin um "liberal media bias" og að bandarískir fjölmiðlar séu "óvinveittir" Bush

The Liberal MediaEinn uppáhaldssöngur Repúblíkana er að Bush og flokkur þeirra njóti ekki sannmælis vegna þess að fjölmiðlar séu allir í höndum "vinstrimanna". Þetta heitir víst "The Liberal Mainstream Media", og samkvæmt þessu er Fox "eina" hægrisinnaði fréttamiðillinn. Það er vissulega rétt að við hliðina á Fox eru flestir bandarískir fjölmiðlar nánast eins og Þjóðviljinn, en það er líka allt og sumt.

Seinustu árin hafa kapalsjónvarpsstöðvarnar og viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna undantekningarlítið fengið fleiri repúblíkana og íhaldsmenn í viðtöl, og gestalisti umræðuþátta verið repúblíkönum í vil. Þegar demokratar kvörtuðu undan þessu, því þeim fannst þeir ekki fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að, var svarið að það væri eðlilegt að fjölmiðlar töluðu frekar við repúblíkana, því þeir væru jú við völd. Meirihluti þingmanna væri repúblíkanar, og því væri meirihluti viðmælenda repúblíkanar.

Þetta er kannski alveg sæmilega lógískt, en ef fréttastofur bandarískra sjónvarpsstöðva vinna eftir þessari reglu hefði mátt búast við því að það yrði talað við fleiri demokrata eftir að þeir unnu kosningarnar. En, "surprise, surprise"! ekkert breyttist! Samkvæmt úttekt Media Matters hafa viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna eftir sem áður dómíneraðir af íhaldsmönnum og repúblíkönum.

During the 109th Congress (2005 and 2006), Republicans and conservatives held the advantage on every show, in every category measured. All four shows interviewed more Republicans and conservatives than Democrats and progressives overall, interviewed more Republican elected and administration officials than Democratic officials, hosted more conservative journalists than progressive journalists, held more panels that tilted right than tilted left, and gave more solo interviews to Republicans and conservatives.

Now that Congress has switched hands, one would reasonably expect Democrats and progressives to be represented at least as often as Republicans and conservatives on the Sunday shows. Yet our findings for the months since the midterm elections show that the networks have barely changed their practices. Only one show - ABC’s This Week - has shown significant improvement, having as many Democrats and progressives as Republicans and conservatives on since the election. On the other three programs, Republicans and conservatives continue to get more airtime and exposure.

Nú má vel vera að það séu einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að repúblíkanar séu búnir að fá meiri umfjöllun en demokratar. Þeir töpuðu t.d. kosningunum, og fréttamenn gætu hafa viljað fá viðbrögð þeirra við því. Kannski mun þetta hlutfall réttast eitthvað. En þessar fréttir þarf að skoða í ljósi þess hvernig bandarískir fjölmiðlar brugðust fullkomlega í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Því miður hafa bandarískir fjölmiðlar ekki staðið sig sem skyldi undanfarin sex ár. Dagblöðin hafa sinnt eftirlitshlutverki sínu betur en ljósvakamiðlarnir - en lesendahópur dagblaðanna skreppur stöðugt saman.

M

Blog_Talk_Shows_Since_2006_Midterms


Sjónvarpsþátturinn "24" og hryðjuverkaógnin

Jack Bauer sýnir einhverjum íllmennum hvar Davíð keypti ölið...Á War Room er forvitnileg færsla um þau áhrif sem sjónvarpsþátturinn 24 hefur haft á bandaríska hermenn: Svo virðist nefnilega sem hermenn horfi á 24 og haldi að þeir þurfi að tileinka sér starfshætti Jack Bauer, aðalhetju þáttanna, í baráttu sinni gegn terroristunum. Herinn hefur áhyggjur af því að hermenn haldi til dæmis að yfirheyrslutækni Bauer - en hann reiðir sig kerfisbundið á pyntingar og jafnvel morð til að ná fram upplýsingum - sé eitthvað til eftirbreytni. Herinn hefur reynt að funda með höfundum 24 til að fá þá til að sýna meiri ábyrgð, og hætta að reka áróður fyrir pyntingum og annarri vitfyrringu:

Gary Solis, who has taught a course on the law of war at West Point, tells Mayer that he once struggled to persuade his students that there was anything inappropriate about a scene in "24" in which Jack Bauer shoots one suspect and threatens to shoot another in order to extract information from them. "I tried to impress on them that this technique would open the wrong doors," Solis tells Mayer, "but it was like trying to stomp out an anthill."

One of the interrogators who participated in the "24" meeting was Tony Lagouranis, who served in the Army in Iraq. Mayer says he told the "24" crew that videos of the show circulate among the troops and that they sometimes take their lessons from it. "People watch the shows," Lagouranis says, "and then walk into the interrogation booths and do the same things they've just seen."

En það eru ekki bara 18 ára unglingsstrákar og óbreyttir hermenn sem eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því að 24 sé bara sjónvarp og Jack Bauer ímynduð persóna, því fréttaskýrendur Fox og útvarpsmenn á AM Talk Radio hafa hvað eftir annað notað 24 sem sönnun fyrir því hversu alvarleg terroristaógnin sé, og Jack Bauer sem sönnun fyrir því að það sé bráðnauðsynlegt að leyfa bandaríkjaher að pynta fanga! 24 er reyndar eins og klæðskerasaumað fyrir "the war on terror" stefnu forsetans:

For all its fictional liberties, “24” depicts the fight against Islamist extremism much as the Bush Administration has defined it: as an all-consuming struggle for America’s survival that demands the toughest of tactics.

Höfundur þáttanna lýsir sjálfum sér sem "a right wing nut job". Þetta er afstaða hans til pyntinga:

Speaking of torture, he said, “Isn’t it obvious that if there was a nuke in New York City that was about to blow—or any other city in this country—that, even if you were going to go to jail, it would be the right thing to do?”

Það er því kannski skiljanlegt að vinir forsetans og áhugamenn um "the war on terror" séu hrifnir af 24. Eitt skemmtilegasta dæmið um notkun þeirra á 24 átti sér stað í þætti Neil Cavuto um miðjan janúar. Cavuto var að ræða við einn af "sérfræðingum" Fox um löggæslu og hryðjuverk, Richard "Bo" Dietl, sem er lögreglumaður á eftirlaunum - og augljóslega sérfræðingur um sjónvarpsþætti:

Dietl: The fact of the matter is -- I mean, you don't watch 24 on Fox TV? They're out there. They're out there. There are cells out there. We have to protect ourselves against it, as Americans, and you know something, if you're on a plane with me, Hassan, and you're sitting next to me, you'll be looked at a little careful -- more carefully than me. That's the facts of life. That's what we're living with today. I'm sorry to say, 9-11 changed our whole life.

Það að það sé fullt af hryðjuverkamönnum í sjónvarpinu er sönnun þess að það sé fullt af hryðjuverkamönnum "out there"? Það getur vel verið að 9-11 hafi "changed our whole life", en ég er ekki viss um að hryðjuverkaárásirnar hafi þurrkað út skilin milli raunveruleika og ímyndunar? Kannski urðu repúblíkanar og stuðningsmenn þeirra fyrir alvarlegri geðröskum sem gerir þeim ókleyft að gera greinarmun á grillum og ímyndun og svo þeim raunveruleika sem við búum í?

M


Þingmaðurinn Steve Chabot - (R OH) borar í nefið í beinni útsendingu...

Glöggir áhorfendur að stefnuræðu Bush um daginn þóttust sjá að John McCain hefði dottað í beinni útsendingu. Þetta þótti auðvitað ekki mjög góð pólítík. Og fyrst John McCain - sem þykist ætla að verða næsti forseti Bandaríkjanna leyfir sér að sofna í þingsalnum meðan forsetinn er að flytja stefnuræðu sína, og allar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna eru með beina útsendingu, hlýtur maður að spyrja sig: Hvað eru þingmenn að gera við ómerkilegri tækifæri þegar færri myndavélar hvíla á þeim? Sennilega fara flestar meinlegar uppákomur í þingsalnum framhjá almenningi - því þó C-Span sendi linnulaust út allar ræður og þus sem fulltrúar fólksins standa fyrir, eru ekki nema fáeinir furðufuglar sem sitja yfir þessum útsendingum. En nú virðist sem YouTube hafi leyst þetta "vandamál"!

Þökk sé "citizen journalism" og blogospherinu er nú hægt að finna á YouTube C-Span upptöku af þingmanni demokrata frá Norður Karólínu að tala um einhver þrautleiðinleg nefndarmál - og í bakgrunninum má greinilega sjá einhvern kollega hans sitja og bora í nefið, sennilega af djúpstæðum leiðindum og þreytu á tilgangsleysi allra hluta. Þetta væri þó ekki svo agalegt ef myndavélin hefði verið tekin af þingmönnunum örlítið fyrr, því áhorfendur þurfa að sjá hvernig þessu nefbori öllu lýkur! Á YouTube er þessi maður ekki nafngreindur, en þetta virðist vera Steve Chabot, þingmaður Repúblíkana fyrir Ohio. Chabot gat sér meðal annars fræðgar fyrir frækilega framgöngu í krossferð flokksbræðra sinna gegn siðspillingu Clinton. Á heimasíðu hans segir:

As our Congressman, Steve Chabot shares and respects the values of our community -- and he's bringing those values and common sense to Washington.

Það er auðvitað "community value" og "common sense" að klína ekki hori í buxurnar sínar?

Jæja. Þetta er kannski ekki neitt "macaca-moment" - en þetta getur ekki verið gott publicity fyrir Chabot greyið! Seinast þegar ég gáði var þessi upptaka búin að fá 16.000 áhorfendur.

M


Fréttir, Írak og Anna Nicole Smith

Fréttir og WMD'sEins og sennilega allir vita, lést Anna Nicole Smith, sem var tvímælalaust mjög tragískur karakter, í gær. Og þetta eru auðvitað merkilegustu fréttir dagsins, sem endurspeglast í þeim tíma sem sjónvarpsstöðvar og kapalstöðvar í Bandaríkjunum eyddu í að tala um Smith. Think Progress tók saman hversu oft kapalstöðvarnar hefðu minnst á Smith, og báru það saman við hversu oft þær minntust á Írak:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
CNN14127
FOX NEWS11233
MSNBC17024

 

Það er ekki eins og það hafi ekki verið mikilvægar fréttir frá Írak, eða um Írak: Eitt stykki þyrla skotin niður (sem bendir til þess að "the insurgents" séu orðnir áræðnari), fréttir að heilbrigðismálaráðherra landsins hafi fjármagnað og stjórnað mannránum og árásum hryðjuverkamanna, fréttir þess efnis að herinn sé þegjandi og hljóðalaust að búa sig undir að "the surge" misheppnist og stríðið í Írak sé tapað, fréttir þess efnis að leiðtogum repúblíkana í öldungadeildinni hafi snúist hugur, og þeir séu nú tilbúnir til að ræða rekstur stríðsins við Demokrata - þrátt fyrir að Hvíta Húsið hafi bannað þeim það, og svo auðvitað fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi sent 363 tonn af nýprentuðum peningaseðlum, samtals 8 miljarða dollara (Reuters segir 4, en heildarupphæðin var nær 9), til Írak - og hafi ekki hugmund um hvað hafi orðið af þessum peningum! (Sjá frábæra grein á Mother Jones um þessar peningasendingar*)

En ekkert af þessu fannst kapalstöðvunum jafn merkilegt og andlát sorglegrar konu. Eins og Lenin sagði, dauði eins er harmleikur, dauði þúsunda er statistík...

Sjónvarpsstöðvarnar voru þó balanseraðari:

NETWORKANNA NICOLEIRAQ
NBC3:130:14
CBS2:00

2:17

ABC2:212:58

 

Anna Nicole Smith og Írak fengu nokkurnveginn jafn mikið rými. Harry Shearer, sem bloggar á Huffingtonpost segir að dauði Smith sé dæmi um "weapons of mass distraction", sem eru ekki síður hættuleg en hin tegundin af WMD's.

M

* Þessa Mother Jones grein fann ég í tengli hjá Hit&Run, sem er fyndið, því H&R er vefútgáfa Reason magazine, sem er frjálshyggjurit - og mjög "pro-kapítalískt", meðan Mother Jones er eitt vinstrisinnaðasta vikuritið! Sannar að allt skynsamt fólk, hvorum megin það er á stjórnmálaskalanum hafi sömu skoðanir á spillingu, heimsku og getuleysi Bushco!


Matt Harding og veröldin

Matt Harding fer um heiminn, og tekur sjálfan sig upp að dansa. Og þessi heimsferðadans hans er orðinn að meiriháttar internet/youtube cult fyrirbæri. Það er eitthvað sérkennilega fullnægjandi við að horfa á 30 ára gamlan náunga dansa ílla, út um alla veröld. Ég veit ekki hvað, en það er eitthvað.  

Kannski er þetta besta endurgerð Koyaanisqatsi sem ég hef séð. 

M

 

 


David Wu (D-Or): Bush bandaríkjaforseta er stjórnað af Klingonum...

David Wu, þingmaður demokrata frá Oregon, kvaddi sér hljóðs um daginn í sal fulltrúadeildarinnar og lýsti því yfir að Forseta bandaríkjanna væri stjórnað að "Faux Klingons" - þykjustu klingonum. Fyrir þá sem ekki þekkja til, eru klingonar ein af helstu þjóðflokkum Star Trek. Og Wu finnst það mjög alvarlegt mál að Hvíta húsinu sé stjórnað af Klingonum, en ekki tildæmis Vulkönum - en vulkanir eru geimverurnar sem eru með oddmjó eyru - frægasti Vulkaninn er auðvitað Spock. En hvað Vulkanar og Klingonar koma Bush og Hvíta húsinu við er hins vegar nokkuð óvíst. Eftir að hafa horft á Wu í nokkur skifti útskýra þessa stórfurðulegu samlíkingu á Sci-Fi og DC stjórnmála er ég eiginlega enn jafn áttavilltur. En semsagt, upptaka af Wu á YouTube:

Það er margt athugavert við þessa samlíkingu Wu. Til að byrja með þarf sennilega að útskýra þetta með "vúlkanina": Condoleezza Rice og nokkrir af helstu ráðgjöfum forsetans hafa verið kallaðir "Vúlkanir" - og á það að vísa til guðsins Vulkan, sem var rómverskur guð og sá um að smíða vopn og herklæði fyrir guðina, og er því sennilega verndari The Military-Industrial Complex. Vulkan var líka giftur "a trophy wife", því hann og Venus voru par. En þó Condoleezza og vúlkanirnir hafi haft einhver völd innan Hvíta hússins voru þau þó aldrei ráðandi rödd: Rumsfeld var t.d. aldrei einn af vúlkönunum, og vúlkanarnir og Nýíhaldsmennirnir voru sömuleiðis á sitt hvorri blaðsíðunni. Margir þeirra hafa þess utan hrökklast úr þjónustu forsetans, samanber Colinn Powell sem var einn af helstu vúlkönunum. Eini vúlkaninn sem er enn í áhrifastöðu innan stjórnar Bush er Rice.

Það kom mér því á óvart að Wu væri að reyna að halda því fram að segði að Hvíta Húsinu væri stjórnað af vúlkönum. Það meikar samt smá sens. En hvaðan hann fær það að þeir sem ráði ríkjum þykist vera Klingonar er mér algjörlega hulin ráðgáta - þá hefði verið nær lagi að halda því fram að það væru Romúlar sem hefðu náð völdum í Washington, því Rómular eru frændur Vúlkananna. Eða kannski hefði verið lógískt að halda því fram að Bush og félagar væru Kardassar? Það hefði þá allavegana verið eitthvað fútt í þeirri samlíkingu! Menning Klingona byggist á karlmennsku og heiðri, þeim er ílla við undirferli og leynimakk. Klingonarnir eru einhverskonar Mongólskir-Forngermanir eða eitthvað álíka, meðan Kardassarnir eru bæði siðlausir og svikulir. (Kardassarnir komu reyndar frekar lítið fyrir fyrr en í Deep Space-9, og kannski hefur David Wu aldrei horft á aðrar Star-trek seríur en "Star Trek: The original Series"?) Klingonarnir eru þess utan bandamenn The Federation og okkar jarðarbúa, meðan bæði Rómularnir og Kardassarnir neita að skilja að öll dýrin í skóginum þurfa að vera vinir! (Og ef einhver er í vafa um að The Federation sé ekki stjórnað af repúblíkönum, þá eru höfuðborgir þess tvær: San Fransisco og Paris!)

En hvað sem öðru líður er ég sammála Wu um að við hljótum að geta verið sammála um að þykjustuklingonar (ekkert frekar en þykjustukúrekar) eiga ekki að stjórna ríkjum!

Wu er ekki fyrsti þingmaðurinn til að reyna að tengja role-play nördisma við stjórnmálaskýringar: Rick Santorum vakti verðskuldaða athygli þegar hann hélt því fram að stríðið í Írak væri "eins og" Hringadróttinssaga, og að hann væri alveg hræðilega hræddur við að "auga Sauron" myndi skína á Bandaríkin.

M


Sjónvarpsmaðurinn og spjátrungurinn Geraldo Rivera og Keith Olberman

Rivera með yfirvaraskeggið.jpg

Geraldo Rivera er sennilega einn tilgerðarlegasti og kjánalegasti fréttamaðurinn í bandarísku sjónvarpi. Rivera var lengi vel NBC og CNBC, en flutti sig til Fox News haustið 2001. Rivera varð m.a. frægur fyrir langt viðtal við Michael Jackson - en sjónvarpsframi Rivera hefur fyrst og fremst byggt á frekar ómerkilegum fréttaflutningi af slúðurmálum og "exposes". Spjátrungslegt yfirvaraskeggið fer mjög vel með fréttaflutningi af klæðskiftingum og börnum sem eru föst oní brunni einhverstaðar í Kansas.

En Rivera hefur aðrar hugmyndir um sjálfan sig. Honum finnst hann nefnilega vera mikið karlmenni - og sér sjálfan sig sem óttalausan stríðsfréttaritara. Og eftir að hann fékk vinnu hjá Fox fékk Rivera útrás fyrir karlmennskudrauma sína: Fox sendi hann bæði til Afghanistan og Írak. Rivera varð svo upprifinn af allri þessari stríðsreynslu sinni að honum fannst fullkomlega eðlilegt að halda því fram að hann hefði meiri reynslu af stríði en John Kerry - sem barðist í Vietnam. Í spjallþætti í sumar með Bill O'Reilly sagði Rivera orðrétt:

...in the last 35 years, I've seen a hell of a lot more combat than John Kerry

Því Rivera telur sig hafa "seen combat" þegar hann var fréttaritari í Afghanistan og Írak - og séð svo mikið af bardögum að hann væri einhvernveginn alveg jafn sjóaður í hermennsku og John Kerry. Það að "seen combat" geti haft tvær merkingar í ensku er engin afsökun - því Rivera var að leggja það að jöfnu að horfa á bardaga og taka þátt í þeim. Ég hef líka séð fullt af stríði - ég sá Predator með Swartzenegger þrisva... Og í framhaldi af því gat Rivera því sett sig á háan hest og sagt að tal Kerry um að það þyrfti að setja einhver tímatakmörk á hersetu Bandaríkjamanna í Írak væri einhverskonar landráð: Kerry væri "aiding and abetting the enemy". Það sem gerði þessa furðulegu yfirlýsingu Rivera eiginlega enn fáránlegri er að vorið 2003 gerði Bandaríkjaher hann brottrækan frá Írak fyrir að sjónvarpa leynilegum hernaðaráætlunum!

Víkur þá sögunni að Keith Olbermann. Olbermann er þáttastjórnandi á MSNBC, og þykir frekar frjálslyndur - hann hefur t.d. verið óhræddur við að gagnrýna Bush stjórnina og Repúblíkanaflokkinn, sem er, þrátt fyrir allt píp um "the liberal media" mjög sjaldgæft í kapalsjónvarpi. Í lok hvers þáttar tilnefnir Olbermann "worst person in the world" fyrir ósvífnustu eða andstyggilegustu ummæli dagsins. Bill O'Reilly hefur nokkuð oft verið þess heiðurs aðnjótandi - og í kjölfar þessara undarlegu Kerry ummæla fékk Rivera að vera "worst person in the world". Síðan þá hefur Rivera verið ílla við Olberman.

Fram til þessa hefur Rivera látið sér nægja að kalla Olbermann íllum nöfnum - en fyrir jól mætti Rivera í útvarpsviðtal í Orlando þar sem hann lofaði að láta Olbermann vita hvar Davíð keypti ölið. (Skv. Scott Maxwell, sem er víst einhverskonar blaðamaður og bloggari á Orlando Sentinel):

Geraldo was visiting with 104.1 FM's Monsters just before Christmas, when they asked him about the time he made international headline for disclosing too much information about troops in Iraq. Geraldo claimed the incident was blown out of proportion, largely by NBC -- and specifically Olbermann. Geraldo then began mumbling semi-audible names, seemingly meant to describe Olbermann: "midget ... punk ... slimeball."

But then, with the Monsters helpful prodding, Geraldo went a step further, leaving no doubt about what he was saying. He called Olbermann a coward -- specifically a "[female part of the anatomy] who wouldn't walk across the street against the red light."

He then said he was ready to fight him, saying: "I would make a pizza out of him."

Oh, and before leaving the topic, Geraldo offered an example of a TV talker who's a "real man" ... that would apparently be Montel Williams.

Það meikar auðvitað fullkominn sens að Montel Williams sé "alvöru karlmaður" í augum spjátrungsins Rievera - markhópur Montel eru frústreraðar húsmæður sem eru komnar yfir breytingarskeyðið...

M

(Ég skal viðurkenna að Montel er ekki alslæmur - yfirleitt hafa þættirnir hans frekar jákvæð skilaboð.)


Cavuto á Fox News varar við því að umhverfisverndarsinnar heilaþvoi börn með teiknimyndum

Cavuto er einn af þessum "common sense conservatives".jpg

Þetta virðist vera helsta áhugamál repúblíkana þessa dagana. Fyrir fáeinum dögum skrifaði ég um skelfilaga uppgötvun James Inhofe að sameinuðu þjóðirnar hefðu gefið út myndabók sem kenndi börnum að mengun væri slæm og að það ætti að fara vel með umhverfið. Inhofe hefur fram að þessu stýrt þeirri nefnd öldungadeildarinnar sem hefur með umhverfismál að gera. Samkvæmt Inhofe er víðfemt samsæri Maóista í Hollywood á bak við þennan hættulega umhverfisverndaráróður: "the far left, the George Soros, the Hollywood elitists, the far left environmentalists".

Inhofe er ekki einsamall í þessari baráttu gegn því að börnum sé kennt mikilvægi umhverfisverndar, því í var löng umfjöllun á Fox News um skaðsemi teiknimyndarinnar Happy Feet, sem fjallar um mörgæsir. Neil Cavuto staðhæfði að myndin væri í raun og veru ílla dulbúinn umhverfisverndaráróður:

In the movie the penguins are starving, the fish are all gone and it’s clear human and big buisness are to blame. Is Hollywood using kid’s films to promote a far left message?

... I saw this with my two little boys. What I found offensive — I don’t care what your stands are on the environment — is that they shove this in a kid’s movie. So you hear the penguins are starving and they’re starving because of mean old men, mean old companies, arctic fishing, a big taboo. And they’re foisting this on my kids who frankly were more bored that it was a nearly two-hour movie. And they’re kids!

My biggest thing was — you can make a political statement all you want — adult movie and all. I just think it’s a little tacky, and a big-time objectionable when you start foisting it on kids who don’t know any better.  

Cavuto ræddi við Holly McClure sem er einhverskonar kvikmyndagagnrýnandi Fox, en McClure sagði að myndin notaði "cute penguins" til þess að gabba börn og fullorðna:

I went watching this movie saying Ok, great, a light-harded fun film — love these animated pictures. And it’s interesting how realistic it looks. You get in there and you’re enjoying all the fun and frivolity. And then along comes the subtle messages.

Það sem gerir þessa undarlegum móðursýki athyglisverða er að bandarískir "íhaldsmenn" eyða undarlega miklum tíma í að þusa yfir barnaefni og öllum "liberal" heilaþvættinum í barnasjónvarpi. Þekktasta dæmið er auðvitað upphlaup Jerry Falwell fyrir sjö árum, þegar hann uppgötvaði að Tinky Winky í Teletubbies væri samkynhneigður, vegna þess að hann gekk með litla tösku. Falwell var sannfærður um að Tinky Winky væri að reka áróður fyrir samkynhneigð. Og sömuleiðis Sponge Bob Square Pants. Þá gerðu þessir sömu siðgæðisverðir harða hríð að Shrek 2. Traditional Values Coalition sendi bréf til foreldra til að vara við klæðskiptingum og kynskiptingum í myndinni, en Shrek væri "promoting cross dressing and transgenderism":

The DreamWorks’ animated film, “Shrek 2,” is billed as harmless entertainment but contains subtle sexual messages. Parents who are thinking about taking their children to see “Shrek 2,” may wish to consider the following: The movie features a male-to-female transgender (in transition) as an evil bartender. The character has five o’clock shadow, wears a dress and has female breasts. It is clear that he is a she-male. His voice is that of talk show host Larry King.

During a dance scene at the end of the movie, this transgendered man expresses sexual desire for Prince Charming, jumps on him, and both tumble to the floor.

... An earlier scene in the movie features a wolf dressed in grandma’s clothing and reading a book when Prince Charming encounters him. Later, one of the characters refers to the wolf’s gender confusion.

Amman í rauðhettu og úlfinum er semsagt ekki saga um að ungar stúlkur eigi að passa sig á úlfum í sauðargæru, heldur er úlfurinn að reka áróður fyrir kynvillu? Hversu margir drengir ætli hafi farið á Shrek 2 og ákvaðið að þeir ætluðu að verða samkynhneigðir klæðskiptingar þegar þeir yrðu stórir? Staðreyndin er að margir "íhaldsmenn" og afturhaldssinuð samtök "kristinna" í bandaríkjunum eru sannfærð um að það sé verið að reyna að heilaþvo börn. Það er augljóst að "íhaldsmenn" á borð við Inhofe og Cavuto, og skoðanabræður þeirra í röðum kristilegra siðgæðisvarða þjást af alvarlegri veruleikafirringu. En það er kannski betra að þessir jólasveinar séu að æsa sig yfir teiknimyndum en að gera alvöru óskunda?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband