Færsluflokkur: Siðgæði
Þetta var aðalsagan allan liðlangann daginn í gær! Michelle Bachmann, sem er einn af þingmönnum repúblíkana fyrir Minnesota, króaði George Bush af eftir að ræðunni lauk í gær, greip í hann og sleppti ekki takinu fyrr en hún var búin að fá smá action frá leiðtoga hins frjálsa heims...
Í kjölfar SOTU ræðu forsetans í gær gekk hann um þingsalinn og gaf stuðningsmönnum sínum eiginhandaráritanir og vínkaði sumum - svona eins og alvöru rokkstjarna! Heitustu stuðningsmenn forsetans fengu handaband, eða klapp á öxlina og stutt orðaskipti. Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ræðunnar! Jack Kingston stóð aftarlega í þvögunni og veifaði til forsetans að hann vildi eiginhandaráritun, sem forsetinn krafsaði handa Jack "þriggja daga vinnuvika er fullnóg" Kingston. Chris Matthews, eða hver það nú var sem ég var að horfa á, útskýrði að forsetinn notaði sína frægu "Sharpie" penna við þessa eiginhandaáritunagjöf, sem er fastur viðburður að lokinni þessari árlegu stefnuræðu.
Michelle Bachmann var mætt þarna (og Katherine Harris - fyrrverandi þingkona Flórída sem var secretary of state í Flórída þegar "kosningavandræði" tryggðu Bush forsetaembættið í nóvember 2000). Bachmann náði athygli forsetans, sem skrifaði "Go Broncos! Go Team!" eða eitthvað álíka í dagskrána hennar, og ætlaði að snúa sér að öðrum repúblíkönum sem Hvíta Húsið er að reyna að halda á flokkslínu þessa dagana. En Bachmann var ekki sátt við að fá bara eiginhandaráritun. Hún vildi að forsetinn talaði við sig! Andskotinn hafi það! Hún hafði unnið kosningar útí á frosinni steppunni í Miðvesturríkjunum og var sannfærð um að ef hún bara gæfist ekki upp gæti hún líka náð nokkrum þakkarorðum upp úr forsetanum. Og kannski líka koss?
Bachmann vildi meira, svo hún greip í öxlina á forsetanum, sem var að reyna að halda leiðar sinnar - og hún hélt fast í Bush þar til hann loksins fattaði að hann yrði líka að kyssa hana áður en hún sleppti af honum takinu! Bachmann hélt forsetanum föngnum í heilar 30 sekúndur, sem sérfræðingar í "presidential etiquette" sem National Public Radio talaði við segja að sé mjög vafasamt athæfi. Það þykja víst ekki góðir mannasiðir að snerta forsetann, hvað þá að halda í hann! Samkvæmt KSTP, sem er lókal ABC sjónvarpsstöð okkar Minneapolisbúa, fóru samskipti Bachmann og Bush þannig fram:
Newly-elected Congresswoman Michele Bachmann got quite a bit of face time with President Bush after his State of the Union Speech Tuesday night.
While the President was signing autographs for members of Congress after the speech, the sixth-district Republican put her hand on Bush's shoulder. However, it wasn't just a tap. After he signed an autograph for her, Bachmann grabbed the president and did not let go for almost 30 seconds.
After signing the autograph for Bachmann, the president turns away, but Bachmann doesn't let go. In fact, the video shows her reaching out to get a better grip on him.
Bush then leans over to kiss another congresswoman, but Bachmann is still holding on. Bachmann then gets more attention, a kiss and an embrace from the president. A few seconds later, Bachmann's hand finally comes off the presidential shoulder.
Bachmann er kona sem fer sínu fram - og fær það sem hún vill! Það er hægt að sjá upptöku af samskiptum Bachmann og Bush á heimasíðu KSTP. Fréttaskýrendur og nokkurveginn allir liberal bloggarar Bandaríkjanna hafa verið á báðum áttum hvort Bachmann hafi verið réttu megin við velsæmismörk þegar hún "greip" í forsetann og "hélt" honum þar til hann hafði þýðst hana!
Ég veit ekki hvort skiptir meira máli í áhuga fréttaskyrenda á þessu kossaflangsi forsetans og Bachmann að:
- a) Bachmann sé bæði falleg og glæsileg, (sumir segja "hot") og kannski dálítið próvókerandi - svona á miðvesturríkjamáta í það minnsta - hún mætti í sjónvarpsviðtal á TPT, Twin Cities Public Television, sem er "gullstandard" púkalegrar en yfigengilega hástemmdrar pólítískrar fréttamennsku og stjórnmálaumræðu í Miðvesturríkjunum, íklædd uppreimuðum sandölum, í stuttum kjól og með meiriháttar brjálaða túberingu, sem heitir líka "Texas hair" - klæðaburður sem þykir mjög próvókerandi í liberal kreðsum í Minnesota. Minnesota er nefnilega fylki sem kýs sósíalíska háskólaprófessora í flauelisjökkum í öldungadeildina - samanber Paul Wellstone! Eða,
- b) hún er það sem sumir kalla "Jesus-freak". Bachmann var einn háværasti talsmaður evangelista á Minnesotaþingi, og rekur einhverskonar barnabúgarð fyrir norðan tvíburaborgirnar... því hún og eiginmaður hennar eiga saman fimm börn, og hafa ættleitt allt í allt 23 önnur!
Aðrir hafa bent á að það sé reyndar dálítið grunsamlegt hversu spennt Bachmann sé fyrir forsetanum, því auk þess að hafa vera linnulausa baráttu fyrir fjölskyldugildum hefur Bachmann líka verið einn af eldheitustu stuðningsmönnum forsetans í Minnesotafylki. Fréttatilkynning sem Bachmann sendi frá sér í kjölfar heimsóknar forsetans til fylkisins í ágúst í fyrra vakti töluverða athygli, enda stórskemmtileg lesning!
Fréttatilkynningin segir semsagt í smáatriðum frá bílferð Bachmann og forsetans. Bachmann var samferða forsetanum í einhvern fjáröflunarmálsverð, og svo er ákveðið að stoppa ísbúð í Wayzata til að kaupa ís handa mannskapnum!
I have never been in the Presidential limousine before so I was a little unsure what to do when the limousine stopped at the custard stand. I wasn't sure if I should exit with the President or get out of my side of the car. Karl Rove told me I would exit out the door on my side after The President steps out and someone would open the door for me. I could not believe I was discussing what flavor of custard to order with the President of the United States! ...
As we were driving, President Bush was constantly waving to people along the streets. I was struck by the humility he has towards his role as President of the United States. He enjoys connecting with people, even ever so briefly, and having them feel they have made contact with the President of the United States. I turned around and looked out the back window. The expressions on people's faces were priceless. They were just ecstatic when they realized The President had just waved at them.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
sun. 7.1.2007
Nú vilja afturhaldssamir evangelistar líka að lög verði sett til að stöðva hjónaskilnaði
Það hlaut að koma að því að "the moral majority" legði í að krefjast þess að það yrðu sett takmörk við rétti fólks til hjónaskilnaðar. Eftir að hafa unnið ötullega að því að takmarka rétt kvenna til fóstureyðinga, með þeim árangri að þó þær séu enn löglegar í öllum fylkjum Bandaríkjanna er svo komið að það er nánast ógerlegt fyrir konur að komast til fóstureyðingalækna ef þær eru svo óheppnar að búa utan stórborga. Í Norður Dakóta er t.d. enginn læknir sem framkvæmir fóstureyðingar!
Þvínæst voru það samkynhneigðir - og þó sú barátta hafi ekki borið erindi sem árangur: Samkynhneigð hefur enn sem komið er ekki verið gerð ólögleg, eru fjölmörg fylki Bandaríkjanna búin að koma ákvæðum í stjórnarskrár sínar sem beinlínis banna hjónabönd samkynhneigðra.
Og nú er semsagt komið að hjónaskilnuðum. Ég held að það sé ekki fjarri lagi að segja að við getum komið auga á mynstur: The Family Foundation vill að sett verði lög um sem mest af einkalífi fólks: Ríkið eigi að hafa eftirlit með því hvað fullorðið fólk gerir í sínu einkalífi, og það er deginum ljósara að The Family Foundation mun ekki ánægt fyrr en það er búið að banna hjónaskilnaði.
After its victory in last year's fight over a constitutional amendment banning same-sex marriage in Virginia, the Family Foundation of Virginia announced Thursday that it will push to change the state's divorce laws to make it more difficult for parents to end their marriage.
The Family Foundation, which opposes abortion and promotes socially conservative values, said it will lobby the General Assembly this year to amend the state's long-standing no-fault divorce law, which essentially allows a husband or wife to terminate a marriage without cause.
The foundation is advocating "mutual consent divorce" for couples with children, which would require a husband and wife to agree to divorce before a marriage can be legally terminated, except in certain instances, such as abuse or cruelty. The proposed legislation would not affect childless couples.
"Right now, one spouse can unilaterally end [the marriage], and not only is their spouse unable to stop the divorce, their abandonment does not preclude them from having custody of their child," said Victoria Cobb, president of the Family Foundation. "When we send a message that one can up and leave their family and have no consequence, the Old Dominion is encouraging divorce."
Ef það þarf samþykki beggja aðila til að slíta hjónabandi þarf ekki mjög fjörugt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér aðstæður þar sem annar aðilinn getur kúgað hinn til að sitja í hjónabandi sem er ástlaust og ónýtt.
Það er auðvitað eitthvað til í því að það eigi að forðast hjónaskilnaði, en það er fráleitt að það verði gert með því að löggjafinn setji fólki stólinn fyrir dyrnar. Eina útkoman verður að það fjölgar óhamingjusömum og misheppnuðum hjónaböndum! Og ég er ekki viss um að það sé verið að gera neinum greiða með því að láta fleiri börn alast upp á ástlausum heimilum.
Ef ríkið á að vera að vasast í einhverju er það ekki einkalíf fólks.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 17.12.2006
Bush samgleðst með Mary Cheney - þó hún sé lesbísk og ólétt
Mary Cheney, dóttir Dick Cheney, og sambýliskona hennar eiga von á barni, en það er ein skelfilegasta og andstyggilegasta synd sem fólk getur framið - að mati afturhaldssinaðra "kristinna" Bandaríkjamanna. Ástæðan er auðvitað sú að samkynhneigt fólk er haldið einhverri smitandi geðveiki sem það vill þröngva upp á börn - og það er alveg sérstaklega hræðilegt fyrir börn að alast upp með tveimur aðilum af sama kyni. Rökin eru eitthvað á þá leið að samkynhneigt fólk geti ekki fjölgað sér sjálft og þurfi því að finna nýja meðlimi með áróðri í skólum og fjölmiðlum, nú, eða með því að eitra fyrir börnum sem það ali upp.
Ég skil svosem alveg að þessi röksemdafærsla geti sannfært sumt fólk. Fólk er misjafnt, misjafnlega vel innrætt og misjafnlega greint, og ég ber fulla virðingu fyrir fjölbreytni mannflórunnar! Karl Rove og hugmyndafræðingar Repúblíkanaflokksins gera sér líka grein fyrir því að fólk sé misjafnt, og hafa lagt mikið upp úr því að höfða til þess fólk sem kaupir þessa furðulegu röksemdafærslu um smithættu samkynhneigðar.
En þegar Bush er spurður út í afstöðu sína barnseigna Mary Cheney neyðist hann til að viðurkenna það sem allir vita: það fer ekki eftir kynferði hvort fólk sé góðir foreldrar:
"I think Mary is going to be a loving soul to her child," Bush said in an interview with People magazine. "And I'm happy for her."
Bush hefur fram til þessa staðið fastar á því en fótunum að börn eigi að ala upp af tveimur aðilum af gagnstæðu kyni.
White House press secretary Tony Snow said on Friday that Bush has not changed his mind. "But he also believes that every human life is sacred and that every child who comes into this world deserves love," Snow said. "And he believes that Mary Cheney's child will, in fact, have loving parents."
Asked if Bush believes that children who are raised by gay and lesbian parents are at a disadvantage, Snow said, "He does not make comments on that and nor will I."
Þó það hafi lítið frést af afstöðu Mary Cheney til Bush, eða Dick Cheney, eða afstöðu hennar til stefnu Bush stjórnarinnar í málefnum samkynhneigðra, hefur það verið á allra vitorði í nokkur ár að hún hefði efasemdir um hómófóbíska pólítík pabba gamla:
Mary Cheney, 37, has said that she considered quitting the Bush-Cheney re-election campaign in 2004 when the president supported a proposed constitutional amendment banning same-sex marriage. She is now an executive at Time Warners AOL unit.
Það er reyndar mjög merkilegt hversu þöglir hægrisinnaðir bloggarar og "kristnir" afturhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa verið um Mary Cheney. Fyrst eftir að fréttist af því að hún væri ólétt varð maður var við smá æsing - en það hefur allt dáið út. Annað hvort eru evangelistarnir allir uppteknir í "the war on christmas" eða þeir kunna ekki við að ráðast á fjölskyldu Cheney.
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 11.12.2006
Veraldarvefirnir og stjórnmál
Í Washington Post í morgun var ágæt grein um hlut internetsins í bandarísku kosningunum í nóvember. Raul Fernandez bendir réttilega á hlut YouTube í falli Macaca Allen og Conrad Burns - og instant messaging varð til þess að repúblíkanar misstu sæti Mark Foley í Flórída.
Search "Conrad Burns" on YouTube.com and you get more than 130 videos, most of them unflattering. The most popular is "Conrad Burns' Naptime," set to "Happy Trails." No fancy production values here -- just a straight-on camera shot of the senator falling asleep during a congressional hearing important to Montana. That video alone received more than 100,000 views.
Allen var sjálfumglaður labbakútur, Conrad Burns spillt og hálfgalið gamalmenni og Mark Foley pervert áður en internetið kom til, en internetið gerði að verkum að almenningur gat séð hverskonar karaktera þessir menn höfðu að geyma. Það er kannski full mikið að segja að Demokratar geti þakkað YouTube sigurinn í kosningunum - en það er þó ekki alveg út í hött.
Við ættum samt ekki að gleyma bloggurunum - heimasíður eins og Wonkette, Think Progress og America Blog og auðvitað Daily Kos. Wonkette lék t.d. lykilhlutverk í falli Mark Foley. Því til sönnunar er Wonkette Exhibit 11 á lista rannsóknar þingsins á málefnum Foley. (Ég mæli ekki með að fólk reyni að opna Exhibit 13, nema það hafi hraða nettengingu: uppskriftirnar af dónapóstsendingum Foley til unglinga eru einar 104 blaðsíður að lengd. En fyrir áhugafólk um sorglega og dökka afkima mannssálarinar er þetta ábyggilega príma lesning!)
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 9.12.2006
Lesbisk dóttir Dick Cheney ólétt - kristinir afturhalds og íhaldsmenn hreint ekkert of kátir...
Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að Mary Cheney, dóttir varaforsetans Dick Cheney, væri ólétt. Þetta væru auðvitað ekki mjög merkilegar fréttir, nema vegna þess að Mary Cheney er lesbísk, og pabbi hennar er varaforseti fyrir Bush, sem hefur byggt pólítískan frama sinn mikið til á því að höfða til hómófóbíu og hræðslu "trúaðra" bandaríkjamanna við samkynhneigð. Trúaðir repúblíkanar hafa reyndar átt í mestu vandræðum með kynhneigð Mary Cheney, því þeir hljóta að þurfa að fordæma þetta hræðilega óeðli sem hún þjáist af, en um leið kunna þeir ekki alveg við það - konan er jú dóttir varaforingjans! Og þó vinstrimenn og aðrir hafi sagt margt ljótt um Cheney virðist hann ekki vera sú skítapadda sem afneitar börnunum sínum ef honum mislíkar kynferði þeirra. Cheney virðist nefnilega vera fullkomlega sáttur við það hver dóttir hans sé, enda skilur hann að samkynhneigð er ekki einhver sjúkdómur eða geðröskun sem sé hægt að lækna fólk af.
Sem setur trúarleiðtoga flokksins í hálfgerð vandræði. Hingað til hafa leiðtogar "the moral majority" forðast umræðuefnið. Fyrir seinustu forsetakosningar rifjaðist það upp fyrir einhverjum blaðamönnum að dóttir Cheney væri samkynhneigð, og þeim fannst rétt að spyrja forsetann og varaforsetann, sem var upptekinn við að kynda undir hómófóbíu meðal kjósenda, hvort þeim þætti þetta ekki vera til marks um hræsni eða tviskynnung, og John Kerry reyndi, af alkunnri tækifærismennsku, að gera kynferði Mary Cheney að einhverju kosningamáli. Viðbrögðin létu ekki á sér standa: Trúarleiðtogar repúblíkana úthrópuðu Kerry fyrir að "ráðast á einkalíf" Cheney fjölskyldunnar. Ekki að Mary Cheney var fyrir löngu komin út úr skápnum, og hafði í meira en áratug búið með unnustu sinni, Heather Poe.
En eftir að fréttist að Cheney væri ólétt hafa "values" kjósendur repúblíkana átt erfiðara með að leiða hjá sér að dóttir varaforsetans sé samkynhneigð.
Janice Crouse of Concerned Women for America described the pregnancy as "unconscionable.": "It's very disappointing that a celebrity couple like this would deliberately bring into the world a child that will never have a father," said Crouse, a senior fellow at the group's think tank. "They are encouraging people who don't have the advantages they have."
Því auðugar yfirstéttir mega kannski vera samkynhneigðar, en ekki fátæklingar? Mary Cheney ætti ekki að vera að hvetja lágstéttirnar til samkynhneigðar? Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki. Og samkvæmt Washington Post bætti Crouse við að Mary Cheney væri að setja alvarlegt fordæmi sem óharnaðar "confused" konur kynnu að fara að apa eftir:
"Her action repudiates traditional values and sets an appalling example for young people at a time when father absence is the most pressing social problem facing the nation,"
Þetta er semsagt aðalmálið: Mary Cheney, með því a vera að "auglýsa" samkynhneigð sína svona er að setja "fordæmi" sem aðrir myndu fara eftir og auka þannig á þetta alvarlegasta samfélagsvandámal sem Bandaríkin standa frammi fyrir.
"I think it's tragic that a child has been conceived with the express purpose of denying it a father," pronounced Robert Knight of the Media Research Center. The couple, he said is seeking to "create a culture that is based on sexual anarchy instead of marriage and family values."
Það er augljóst mál að það leiðir til kynferðislegs anarkí að Mary Cheney og Heather Poe, sem hafa verið í sambúð í 15 ár skuli eignast barn. Meðalhjónaband gagnkynheigðra endist rétt tæplega 6 ár.
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 8.12.2006
Tilvonandi tengdafaðir Chelsea Clinton einhverskonar heimskur skúrkur - féll fyrir Nígerísku keðjubréfi, stal milljónum
Kærasti Chelsea Clinton, Marc Mezvinsky ætla víst að giftast einhverntímann bráðlega. Marc er sonur Ed Mezvinsky sem var þingmaður demokrata fyrir Iowa. Ed Mezinsky var tíður gestur í Hvíta Húsinu og almennt frekar vel liðinn og valdamikill maður, þar til hann, á einhvern óskiljanlegan máta, lét blekkjast af Nígerískri svikamyllu! Samkvæmt ABC:
Initially, Mezvinsky became the victim of "just about every different kind of African-based scam we've ever seen," federal prosecutor Bob Zauzmer told 20/20 for a report to be broadcast this evening.
Nígerísku svikahrapparnir lofuðu Mezvinsky milljónum á milljónir ofan, og eins og aðrir auðtrúa aulabárðar beit hann á agnið.
"He was always looking for the home run. He was always trying to find the business deal that would make him as wealthy as all the people in his social circle," said Zauzmer.
Prosecutors say Mezvinsky used his connections to the Clintons and his son's social relationship with Chelsea to persuade people to give him money to participate in the scams.
Alríkislögreglan segir að Mezvinsky hafi farið margar ferðir til Nígeríu, og stolið samtals 3 milljónum bandaríkjadala af vinum og kunningjum. Hann rændi meira að segja tengdamóður sína! Ef dómgreindarleysi Ed Mezvinsky, þegar kemur að Nígeríumönnum og keðjubréfum og dómgreindarleysi Bill Clinton, þegar kemur að kynlífi og konum með stórt hár, eru arfgeng eiga börn þeirra Chelsea og Marc eftir að verða mjög ævintýraleg! Ég get varla beðið eftir því að Clinton-Mezvinsky verði forseti 2050!
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 7.12.2006
Meira af leti þingmannsins Jack Kingston, (R-GA), sem finnst þriggja daga vinnuvika barasta alveg nóg
Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Jack Kingston, þingmaður repúblíkana frá Georgíu, ákveðið að gera veður út af því að demokratar ætlist til þess að þirmenn mæti í vinnuna alla fimm daga vinnuvikunnar. Í gær lýsti Kingston því yfir í viðtali við Washington Post að Demokrataflokkurinn ætlaði að reka þingið eins og einhverja þrælagaleiðu, og að þetta sannaði enn og aftur að þeir hötuðu fjölskyldur og fjölskyldugildi. Íllska demokrata er nú samt ekki meiri en svo að þingmenn mega fara heim á hádegi á föstudögum. Mig grunar að það séu ansi margir fjölskyldumenn sem myndu glaðir fá að byrja helgina á hádegi á föstudögum. En ekki Kingston. Ef hann fær ekki sína fjögurra daga helgi er hann ónýtur maður.
En það þýðir ekki að Kingston vilji ekki vinna - því í viðtali við Fox í gærkvöld reyndi han að afsaka þetta fáránlega væl sitt:
With BlackBerrys, cell phones, you can stay in touch with whats going on in Washington. But you know, when youre back home with the real people
Það er þó gott að Kingston minntist ekkert á Instant messaging, því það er alvitað að þingmenn gera fleira með hjálp veraldarvefjanna en að "stay in touch with whats going on in Washington" - sumir þingmenn voru nefnilega að senda allskonar annarskonar tölvupósta og skeyti... En hvað sem Mark "Maf54" Foley og nútímalegri samskiftatækni líður eru minnst tveir gallar á þessari kenningu Kingston: Í fyrsta lagi eru margir þingmenn, og jafnvel forsetinn, alls óklárir á því hvað þetta "internet" er. Formaður the United States Senate Committee on Commerce, Science and Transportation,Ted Stevens - repúblíkani frá Alaska - varð t.d. frægur í sumar fyrir eftirfarandi yfirlýsingu:
...just the other day... an Internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday, I got it yesterday. Why? [...] They want to deliver vast amounts of information over the Internet. And again, the Internet is not something you just dump something on. It's not a big truck. It's a series of tubes.
Ted Stevens, sem er formaður þeirrar þingnefndar sem hefur með fjarskifti að gera veit m.ö.o. ekki hvað internetið er. Ég á erfitt með að sjá að sá maður geti sinnt þingstörfum með hjálp internetsins. Og forsetinn? Hann neitar að nota tölvupóst, og viðurkennir að hann noti internetið aðallega til að googla sjálfan sig og skoða gerfitunglamyndir af búgarðinum sínum í Texas!
En jafnvel þó allir þingmenn repúblíkana kynnu að nota internetið og gætu alveg jafn auðveldlega haldið nefndarfundi, samið lagafrumvörp og fengið þau samþykkt í gegn um tölvupóst og farsíma, virðist Kingston telja að vinna stjórnmálamannsins felist alls ekki í svoleiðis leiðindum. Kingston heldur því nefnilega fram að hann vinni 60 tíma vinnuviku, sem felst aðallega í því að tala við kjósendur:
When were back home, were visiting schools, were talking to groups, were meeting with constituents. Were getting real information on the ground. Were listening and were learning.
Þetta heitir "campaigning" og hefur vissulega heilmikið með stjórnmál að gera. Stjórnmálamenn þurfa stöðugt að vera að minna kjósendur á sjálfa sig, mæta á fundi til að auglýsa síðustu afrek sín, eða minna á hversu ægilega hættulegir andstæðingarnir séu, að demokrataflokkurinn "hati fjölskyldur og fjölskyldugildi"... En stjórnmálamenn eru ekki í vinnu hjá almenningi við að auglýsa sjálfa sig og stefnumál sín. Stjórnmálamenn fá laun frá almenningi fyrir að stjórna, sjá til þess að lög séu sett og ríkisstofnanir gæti almannahags. Það er reyndar hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Of margir þingmenn repúblíkana virðast nefnilega halda að stjórnmál snúist um kosningapot og "campaigning", að starf stjórnmálamannsins sé að mæta á fundi og halda æsilegar ræður, að starf stjórnmálamannsins felist í því að vera kosinn á þing. Jú, og svo halda svona stjórnmálamenn að þeirra starf felist í því að tryggja milljarða af almannafé til að byggja jarðgöng og brúarmannvirki á milli óbyggðra útnesja og eyja í Alaska. Svona menn eiga nákvæmlega ekkert erindi á þing.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 2.12.2006
Repúblíkanar vilja eyða seinustu dögunum sem þeir sitja við völd í að æsa sig yfir kynlífi fólks
Það er eitthvað mjög grunsamlegt við hversu mikinn áhuga Repúblíkanar hafa á einkalífi og kynlífi fólks. Ef þeir eru ekki að æsa sig yfir því að sumt fólk sé samkynhneingt, (en þingmenn þeirra eða pólítíksir leiðtogar, eins og Mitt Romney, eða sjónvarpspredíkarar, hafa margir grunsamlega mikinn áhuga á samkynhneigð) þá eru þeir að æsa sig yfir því að gagnkynhneigt fólk stundi kynlíf. Reyndar eru repúblíkanar á því að það eigi enginn að stunda kynlíf, nema hann sé löglega giftur aðila af hinu kyninu. Og þá helst bara til að búa til börn. Og hananú!
Svo miklar áhyggjur hafa repúblíkanar af því að fólk sé að stunda kynlíf, að alríkisstjórnin ver árlega milljónum bandaríkjadala í að prómótera skirlífi! Á undanförnum árum hefur bandaríska alríkisstjórnin, undir hanldeiðslu Bush, veitt milljörðum íslenskra króna í auglýsingaherferðir meðal unglinga sem hvetja þau til þess að stunda ekki kynlíf og taka "skirlífisheit". Á sama tíma hefur verið dregið stórlega úr annarri kynfræðslu, og stjórnvöld lagst alveg sérstaklega gegn því að unglingum og ungmennum sé kennt að nota smokka eða aðrar getnaðarvarnir... enda smokkar alveg voðalega eitthvað ógeðslegir...?
Semsagt: Alríkisstjórnin vill ekki kenna unglingum að nota getnaðarvarnir, en heldur úti stórfelldum áróðri fyrir því að kynlíf sé bæði ljótt og dónalegt, og eigi alls ekki heima meðal siðaðs eða heiðarlegs fólks. Þetta eru þeir sannfærðir um að dragi úr samfélagslegri upplausn og hnignun siðgæðis. Enda vitað mál að kynlíf er ægileg siðgæðishnignun?
Það fyndnasta er að allar rannsóknir hafa sýnt að skirlífisáróður Bush stjórnarinnar hefur engin áhrif - unglingar stunda ekkert minna kynlíf þó þeir séu neyddir til að horfa á áróðursmyndbönd um skirlífi, eða ef skólasálfræðingurinn reynir að sannfæra þau um að kynlíf sé stórt no-no. Það sem verra er, unglingar sem fá enga menntun um notkun getnaðarvarna eru líklegri til að fá kynsjúkdóma en hinir. Eins og það segði sig ekki sjálft? (Reyndar hafa rannsóknir sýnt að skirlífisherferðir auki tíðni kynlífs hjá ungmennum!) En Bush stjórninni er svo mikið í mun að vernda þessi snilldarprógrömm að þeir hafa hvað eftir annað komið í veg fyrir að ríkisendurskoðun kanni fjárveitingar og stjórnsýslu tengda þessum skirlífisárðursherferðum, en skírlífisprógrömm stjórnarinnar hafa kostað skattgreiðendur 1 milljarð bandaríkjadala...
Og til þess að kóróna vitleysuna ætla repúblíkanar núna að veita milljónum bandaríkjadala í að reka áróður fyrir því að fullorðið fólk, þ.e. fólk á aldrinu 19-29 ára stundi ekki kynlíf utan hjónabands!
The government says the change is a clarification. But critics say it's a clear signal of a more directed policy targeting the sexual behavior of adults.
"They've stepped over the line of common sense," said James Wagoner, president of Advocates for Youth, a Washington, D.C.-based non-profit that supports sex education. "To be preaching abstinence when 90% of people are having sex is in essence to lose touch with reality. It's an ideological campaign. It has nothing to do with public health."
Abstinence education programs, which have focused on preteens and teens, teach that abstaining from sex is the only effective or acceptable method to prevent pregnancy or disease. They give no instruction on birth control or safe sex.
The National Center for Health Statistics says well over 90% of adults ages 20-29 have had sexual intercourse.
Þetta er auðvitað alvarlegt vandamál sem ríkið á að takast á við, og verja til þess almannafé!
For last year's state grants, Congress appropriated $50 million. A similar amount is expected for 2007, but the money has not yet been allocated, according to the Administration for Children and Families.
"I think the program should talk about the problem with out-of- wedlock childbearing not about your sex life," Brown says. "If you use contraception effectively and consistently, you will not be in the pool of out-of-wedlock births."
En getnaðarvarnir eru auðvitað bannaðar í þeirri skríngilegu, og satt best að segja frekar scary, veröld sem Bush og hans stuðningsmenn vilja búa í. Ástæðan er auðvitað einföld: það eru ekki kynsjúkdómar, einstæðar mæður eða óskilgetin börn sem þetta fólk hefur áhyggjur af. Repúblíkanaflokkurinn virðist raunverulega hafa áhyggjur af því að fólk 90% alls fólks skuli stunda kynlíf... Það hljóta að vakna spurningar hverskonar kynferðislega óra þingmenn og pólítískir leiðtogar repúblíkanaflokksins eru með. Hvað rekur fullorðið fólk til þess að vilja leggja milljarða króna í að banna öðru fullorðnu fólki að sofa saman?
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkævmt rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna er bara 1.1% af internetinu klám - en rannsóknin gerir enga tilraun til þess að flokka afganginn, 98.9%, niður. Mig grunar að blogg um ketti og hvað var í kvöldmatinn taki upp hærra hlutfall en öll klámvæðingin.
Bandaríkjastjórn lét gera þessa rannsókn til þess að sýna fram á hversu mikilvægt það væri að njósna um netnotkun í almenningsbókasöfnum og almennt að ritskoða allt internetið. Samkvæmt Forbes:
About 1 percent of Web sites indexed by Google and Microsoft are sexually explicit, according to a U.S. government-commissioned study.
Government lawyers introduced the study in court this month as the Justice Department seeks to revive the 1998 Child Online Protection Act, which required commercial Web sites to collect a credit card number or other proof of age before allowing Internet users to view material deemed "harmful to minors."
The U.S. Supreme Court blocked the law in 2004, ruling it also would cramp the free speech rights of adults to see and buy what they want on the Internet. The court said technology such as filtering software may work better than such laws.
The American Civil Liberties Union, which challenged the law on behalf of a broad range of Web publishers, said the study supports its argument that filters work well.
Rannsóknin sýndi nefnilega fram á að netfilterar hreinsuðu út 91% af öllu því klámi sem netið hafði upp á að bjóða, og þá stendur eftir rétt tæpur einn tíundi úr prósenti. En Bandaríkjastjórn, sem trúir á ritskoðun er samt þeirrar skoðunar að rannsóknin sanni mikilvægi þess að koma á víðtækri netritskoðun. Ég hef einhvernveginn staðið í þeirri meiningu að the world wide intertubes væru öll yfirfull af klámi og allskonar öðrum ósóma, og að útúr þeim flæddi slík holskefla af mannskemmandi og klámvæðandi efni, að siðmenningunni stafaði af því bráð hætta. 1.1% hljómar ekkert sérstaklega dramatískt. Kannski eru allar holskeflur svona ómerkilegar þegar einhver tekur sig til og fer að mæla þær?
M
Siðgæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er engin leið að segja hvort sem það séu einhver tengsl á milli þess að Bill Maher hafi í viðtali við Larry King á CNN haldið því fram að Kenneth Mehlman, RNC chairman, sé gay og svo yfirlýsingar þess síðarnefnda að hann myndi láta af störfum í janúar. Ummæli Maher komust í loftið í beinni útsendingu, en voru svo klippt út af CNN þegar viðtalið var endurflutt. Óklippta útgáfan lítur þannig út:
Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...Larry King:You will Friday night?Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...Larry King: You will name them?Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first. Ken Mehlman. Ok, there's one I think people have talked about. I don't think he's denied it when he's been, people have suggested, he doesn't say...Larry King: I never heard that. I'm walking around in a fog. I never...Ken Mehlman? I never heard that. But the question is...Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.
Þegar viðtalið var endurflutt var búið að klippa athugasemdina um Mehlman út - og viðtalið er nú orðið nánast óskiljanlegt.
Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...Larry King:You will Friday night?Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...Larry King: You will name them?Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first.Larry King: But the question is...Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.
Það er hægt að sjá báðar upptökurnar hér. CNN hefur reynt að fá YouTube til þess að stöðva sýningar á óklipptu útgáfunni, en hver einasta vinstrisinnaða bloggsíða í Bandaríkjunum er búin að birta viðtalið.
Maher, sem er skemmtikraftur og stjórnmálaskýrandi, er þekktur fyrir libertarian skoðanir - og þó hann sé bæði umhverfissinni og dýravinur er ekki með nokkru móti hægt að segja að hann sé einhverskonar vinstrimaður. Ekki nema við notum skilgreiningarfræði sumra bandarískra íhaldsmanna að hver sá sem ekki marserar "lock step" með forsetanum sé hættulegur kommúnisti. Jú, og svo eru Maher og Ann Coulter bestu vinir. Maher gæti alveg eins verið að vekja athygli á sjálfum sér með ummælum sínum um Mehlman, eða að sparka á hetjulegan hátt í liggjandi fórnarlamb. Repúblíkanaflokkurinn, eins og hann leggur sig, liggur þessa dagana steinrotaður í gólfinu, eftir að hafa eytt seinustu sex árum í skipulagslaust fyllerí á kostnað skattgreiðenda. Stjórnmálaskýrendur eru ekki búnir að átta sig á því hvort það hafi verið Howard Dean, formaður DNC og Rahm Emanuel, formaður DCCC (kosningaskrifstofu demokrataflokksins) sem hafi rotað repúblíkanaflokkinn, eða hvort repúblíkönunum hafi bara skrikað fótur í the santorum...
Eftir að ljóst var að Repúblíkanaflokkurinn myndi tapa í kosningunum tóku hinar aðskiljanlegustu blokkir hægrimanna, sem höfðu setið sæmilega sáttar saman í "the big tent" að rífast innbyrðis - og kenna hvor öðrum um ósigurinn. Þetta rifrildi hefur ekki batnað síðan á þriðjudaginn. Sumir kenna nýíhaldsmönnunum um, nýíhaldsmennirnir benda á Bush - aðrir halda því fram að "the religious right" hafi of mikil áhrif, og efir að upp komst um Mark Foley hefur trúarofstækisarmurinn reynt að halda því fram að það sé einhverskonar "hommasamsæri" innan flokksins, og það væri þessum kynvillingum að kenna hversu ílla væri komið.
En hvað sem því líður hefur Mehlman sagt af sér. Það er alveg jafn líklegt að hann sé að taka ábyrgð á því að hafa stýrt flokknum inn í stórkostlegasta skipbrot bandarísks stjórnmálaflokks síðan á fyrrihluta tíunda áratugarins. Heimildarmenn innan flokksins gera samt allt sem þeir geta til þess að afstýra því að nokkur komist að þeirri niðurstöðu:
Two sources, speaking on condition of anonymity, said Mehlman has made clear to close associates for some time he was likely to leave after the 2006 elections -- and that there is no dissatisfaction with his performance in the midterm cycle. A third source confirmed Mehlman's leaving is a good possibility but said a final decision has not been made. "It would be wrong to call it a done deal," this source said.
Ég skil ekki af hverju Mehlman getur ekki sýnt þá karlmennsku að viðurkenna að flokkurinn hafi beðið algjört skipbrot meðan hann var við stjórnvölin, og þó hann tæki ekki á sig alla ábyrgð, því forsetinn ber auðvitað mikið af ábyrgðinni, finnst mér að hann ætti að viðurkenna að flokkurinn sé "off course". En Repúblíkanaflokkurinn virðist ekki virka eins og venjulegur ábyrgur stjórnmálaflokkur, heldur frekar eins og einhverskonar hræðileg dysfunctional fjölskylda, með allskonar fjölsylduvandamál og harmleiki falda í skápunum.
Afsögn Rumsfeld og Mehlman, ásamt brottfalli margra af spilltustu og gölnustu þingmanna flokksins er fyrsta skrefið í að hreinsa til í flokknum, en þeir eiga enn langt í land.
M
Siðgæði | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)