Færsluflokkur: ímyndunarveiki
mán. 23.10.2006
Bush yngri skammar Bush eldri
Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina á Sunnudaginn skammaði Bush pabba sinn fyrir að hafa lýst yfir áhyggjum af því að Demokratarnir kynnu að vinna í kosningunum í nóvember. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafa, alveg síðan bók Bob Woodward, State of Denial, kom út haft mikinn áhuga á sambandi Bushfeðganna. Woodward byggði nefnilega lykilhluta bókarinnar á samræðum við nánustu samstarfsmenn Bush eldri. Fréttir af erfiðu sambandi þeirra gera fjölmiðlum líka kleift að auka á "persónulega" vínkilinn í "human interest" harmleiknum sem kosningabarátta repúblíkana hefur breyst í. Kjósendur hafa alltaf hrifist af "manninum" Bush, hvernig sem á því stendur.
Aðdragandi þessarar síðustu uppákomu í fjölskylduharmleik Bushfjölskydlunnar var ræða Bush eldri á fjáröflunarsamkomu Repúblíkana í Philadelphiu. Þó það hafi ekki fylgt fréttinni hefur hann sennilega verið að væla út peninga fyrir Rick Santorum, því hver annar í Pennsylvaníu getur kallað á Bush-klanið til að mæta í fjáröflunarboð? Það bárust reyndar engar sögur af því að Bush eldri hefði verið eltur inní kústaskáp eins og Jeb Bush, enda færri stálverkamenn í Phíladelphíu en Pittsburg. En semsagt, Bush eldri sagðist hafa þungar áhyggjur af yfirvofandi valdatöku Demokrata.
"if we have some of these wild Democrats in charge of these (congressional) committees, it will be a ghastly thing for our country."
He was also quoted as saying, "I would hate to think ... what my son's life would be like" if their Republican Party lost its majorities.
Gamli maðurinn hefur augljóslega ekki bara áhyggjur af framtíð þjóðarinnar, heldur líka miklar áhyggjur af sálarheill og líðan sonar síns... En eins og synir almennt, er Bush yngri fullur af þvermóðsku og kann engann veginn að meta umhyggju pabba síns:
"He shouldn't be speculating like this, because -- he should have called me ahead of time and I'd tell him they're not going to (win)," a smiling Bush told ABC "This Week"
Því Bush veit auðvitað betur en skoðanakannanir. Hann veit að repúblíkanar munu vinna. Þegar ABC spurði hann út í þetta, hvort hann hefði einhverjar áhyggjur var svarið einfalt: "Not really ... I'm a person that believes we'll continue to control the House and the Senate." Bush hefur alltaf gert mikið úr trúarsannfæringu sinni, hann hefði einhverskonar "faith based" afstöðu til veraldarinnar. Meira að segja pabbi hans er farinn að hafa áhyggjur af því að forsetinn hafi endanlega misst veruleikatenginguna.
Þessi staðfasta sannfæring Bush og nánustu samstarfsmanna hans, um að þeir muni ekki missa meirihlutann í þinginu í nóvember veldur reyndar bæði repúblíkönum og sumum vinstrimönnum áhyggjum. Repúblíkönum vegna þess að þeir hafa áhyggjur af því að Bush hafi engin plön um hvernig hann ætli að stjórna landinu ef demokratar vinni - og sumir vinstrimenn vegna þess að þá grunar að sannfæring Bush um sigur skýrist af því að repúblíkanar séu með eitthvað diabolical scheme til þess að snúa kosningunum sér í hag, t.d. að kosningavélarnar séu allar forritaðar til þess að tryggja repúblíkönum nauman sigur, sama hvernig atkvæðin falli...
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 20.10.2006
Bill O'Reilly ætlar að fara "inní blogospherið" "með handsprengju" til að stoppa alla vondu bloggarana
Bill O'Reilly sagði í The O'Reilly Factor í gær að hann vissi fyrir víst að forsetinn vissi ekki "hvað væri að gerast á internetinu", og að þar réðu ríkjum dularfullir bloggarar, á háum launum, sem hefðu það markmið eitt að standa í skítkasti og árásum á góða og heiðarlega menn, eins og Bush og O'Reilly. En O'Reilly er með lausnina á hreinu: Hann dreymir um að "fara inní blogospherið" og ráða alla þessa vondu bloggara af dögum, með handsprengju...
I know for a fact that President Bush doesnt know whats going on in the Internet. I know that for a fact because I did ask around. ... He is lucky, because these are hired guns. These are people hired being paid very well to smear and try to destroy people.
I think - I have to say President Bush has a much healthier attitude toward this than I do. Because if I can get away with it, boy, Id go in with a hand grenade.
Kannski hann sjái fyrir sér að hann geti einhvernveginn skriðið inní "the worldwide intertubes", því eins og senator Ted "Bridge to nowhere" Stevens (R-AL) benti á í þingumræðum í sumar, þá er "the internet a series of tubes", og um þessi rör öll flæða einhver "internet", og þau geta flækst, enda "net", og rörin stíflast:
I just the other day got, an internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday and I just got it yesterday. Why?Because it got tangled up with all these things going on the internet commercially...
They want to deliver vast amounts of information over the internet. And again, the internet is not something you just dump something on. It's not a truck.
It's a series of tubes.
And if you don't understand those tubes can be filled and if they are filled, when you put your message in, it gets in line and its going to be delayed by anyone that puts into that tube enormous amounts of material, enormous amounts of material.
Veraldarvefirnir eru merkilegir, og dularfullir. Ekki furða að hugsuðir eins og Bill O'Reilly og Ted Stevens eigi í mestu erfiðleikum með að skilja hvað þar fer fram.
M
(Á myndinni er O'Reilly sennilega að sýna hversu lítill maður þarf að verða til að geta skriðið inní veraldarrörin?)
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 19.10.2006
Conrad Burns ætlar ekki að kjafta frá "leyniplani" Bush til að vinna stríðið í Írak...
Conrad Burns, sem er lesendum Freedom Fries að góðu kunnur fyrir uppljóstranir um ægilega andlitslausa Al-Qaeda morðhunda sem þykjast vera saklausir leigubílstjórar á daginn, ljóstraði því upp í fyrradag að hann og Bush væru með topp secret leynilega áætlun til að vinna stríðið í Írak. Og ekki nóg með það, hann og Bush ætluðu sko ekki að segja neinum hvaða frábæra plan þeir væru með, því að Demokratarnir eru allir óttalegar kjaftaskjóður, og myndi hlaupa beint til terroristanna og blaðra öllu!
Burns fór á kostum í kappræðum gegn frambjóðanda demokrata, Jon Tester. Burns reyndi að mála andstæðing sinn sem heigul sem vildi flýja af hólmi í Írak:
"We cant lose in Iraq ... The consequences of losing is too great. ... I said weve got to win ... He wants us to pull out. He wants everyone to know our plan. Thats not smart."
"He says our president dont have a plan. I think hes got one. Hes not going to tell everyone in the world."
Þegar hér var komið sögu voru áhorfendur farnir að hlæja! Það er hægt að horfa á vídeóupptöku af hluta viðureignarinnar hjá Think Progress. Það lítur reyndar út fyrir að Burns hafi haldið að áhorfendur væru að hlæja með sér, en ekki að sér, og því ákvað hann að halda áfram:
Were not going to tell you what our plan is, Jon, because youre just going to go out and blow it.
Eftir kappræðurnar bentu starfsmenn Jon Tester á að "leyniplan" Burns minnti óneitanlega á "leyniplan" Nixon til að enda Víetnamstríðið, en það leyniplan fólst aðallega í að hafa ekkert plan, láta hernum blæða aðeins meira út, og gefast svo upp með skömm... Starfsmenn Burns reyndu hins vegar að bjarga því sem bjargað yrði:
The Burns campaign spokesman Jason Klindt, however, said there is no secret plan. President Bush has said from the start that he wants to empower Iraqis to govern their own country.
Samkvæmt nýjustu könnunum er Burns nokkurnveginn öruggur um að tapa, en ástæðan er ekki sú að það vanti augljóslega nokkrar blaðsíður í Burns. Burns hefur nefnilega verið ásakaður um að hafa haft náin tengsl við Jack Abramoff.
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað gerir maður þegar maður er að tapa kosningum, finnst allir vera vondir og maður hvergi eiga heima? (Pennsylvaníu? Virginíu?: Það fer eftir því hvort spurt er hvar Santorum sofi á kvöldin, og hvar hann þiggi niðugreidda skólaþjónustu handa börnunum...)
Mér hefur alltaf verið sagt að við þessar aðstæður eigi maður að tala við vini sína, og svo leggjast í heitt bað. En Rick Santorum liggur í sófanum og horfir á vídeó. Hvernig annars ætti að skýra nýfundinn áhuga hans á hringadróttinssögu? Ég neita að trúa því að hann hafi lesið öll þrjú bindin, og hann lítur ekki út fyrir að vera þesskonar role-playing nerd sem bara veit allt um hobbita, háálfa og Uruk-hai.
Meðan Santorum var að troða í sig poppkorni núna um helgina fattaði hann nefnilega að það væri alveg augljós hliðstæða milli stríðsins í Írak og baráttu íbua Miðgarðs gegn Sauron og öflum hins ílla, og svo fór hann til að deila þessu stórkostlega innsæi með bandarískum kjósendum. Salon skýrir frá því að í viðtali við Bucks County Courier Times hafi Santorum sagt að
the United States has avoided terrorist attacks at home over the past five years because the "Eye of Mordor" has been focused on Iraq instead.
"As the hobbits are going up Mount Doom, the Eye of Mordor is being drawn somewhere else," Santorum said. "It's being drawn to Iraq and it's not being drawn to the U.S. You know what? I want to keep it on Iraq. I don't want the Eye to come back here to the United States."
Oooh the eye, the eye, the evil eye! Hverjir eru þessir Hobbitar? Og hvað eru þeir að gera? Ég skil hvernig Santorum getur í sínum skrýtna haus séð bandaríska herinn sem Riddarar Róhans, og Bush sem Aragorn. En hvar koma Hobbitarnir inn? Og hver er Sauron? Hvaða hlutverk er Cheney að spila? Og ég vil vita hver er með hringinn!
Vanalega þegar talsmenn the religious right, en Santorum er helsti talsmaður þeirra í þinginu, tala um Írak eða mið-austurlönd nota þeir lýmskulegar tilvísanir í biblíuna og "rapture-talk", um endalok heimsins og endurkomu frelsarans. Bush hefur oft verið staðinn að því að nota rapture-referensa í ræðum sínum. En hér hefur Santorum stígið inn á alveg flúnkunýja braut. Til hverra hann er að reyna að höfða?
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 16.10.2006
Rick "crazy in the head" Santorum er líka crazy on TV.
Um daginn áttust Rick Santorum, Republíkani og öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu og Jim Webb, frambjóðandi demokrata, við í sjónvarpssal. Og Santorum fór á kostum í geðsýkinni! Það liggur við að maður kenni í brjósti um hann! Hann iðaði allur, tvísteig, og rauk upp í æsingi hvað eftir annað, hótaði að þiggja enga almannaþjónustu í Pennsylvaníu, ásakaði andstæðinginn um að mæta ekki í vinnuna, og svo fór hann að baða út höndunum, froðufelldi og gólaði!
Look at the camera, Mr. Casey. Look at the camera. Look at the camera and answer the question. Look at the camera! JUST LOOK AT THE CAMERA!!
Þetta endurtók Santorum nokkrum sinnum og veifaði vísifingrinum í andlitið á Casey og sjónvarpsmyndavélunum! Casey stóð hins vegar sallarólegur og reyndi að koma inn orði - þegar það varð smá hlé á æsingnum í Santorum sagði hann: "you are getting really desperate!", og endurtók svo ásökun demokrata að Santorum hafi svikið tugþúsundir dollara út úr almenningsskólakerfi Pennsylvaníu, og bað hann að endurgreiða þá peninga, en við það fór Santorum aftur úr límingunni. Ástandið var orðið þannig að stjórnandi umræðunnar og meðlimir sérfræðingapanels sem átti að spyrja frambjóðendurna spurninga, voru farnir að hlæja. Það er hægt að sjá alla umræðurnar hér, og styttri útgáfu hér.
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 10.10.2006
Bill O'Reilly - kjarnorkuáætlanir Norður Kóreu snúast líka bara um kosningarnar í nóvember...
Bill O'Reilly er þeirrar skoðunar að allt snúist um kosningarnar í nóvember: Ekki bara eru fjandans vandræðagemsarnir í Írak að drepa sjálfa sig, og samborgara sína til þess að gera Bush gramt í geði og hafa áhrif á kosningarnar í Nóvember - heldur er Kim Jong Il líka að svelta íbúa Norðurkóreu og sprengja gallaðar kjarnorkusprengjur í sama tilgangi. Öll utanríkisstefna Norður Kóreu snýst bara um kosningarnar í nóvember! Jú, og líka vegna þess að Kim Jong Il hatar Búsh!
Now, the reason North Korea is causing trouble is that it wants to influence the November election. As we discussed last week, Iran's doing the same thing in Iraq -- ramping up the violence so Americans will turn against the Bush administration.
That is not a partisan statement. It is a fact. America's enemies are emboldened by the stalemate in Iraq and feel they can do anything they want to do. They also hate Mr. Bush and want to weaken him as much as possible.
Hvað fleira er hægt að skýra með kosningunum í nóvember?
M
Seinustu viku hafa Republíkanar verið að reyna að fá bandaríska kjósendur til að trúa því að demokrataflokkurinn sé einhvernveginn á bakvið Foleyskandalinn. Strategían virðist vera sú að ef þeir bara endurtaki það nógu oft hljóti það að verða satt. Einn af ötulustu talsmönnum þessa er Patrick McHenry, þingmaður frá Norður Karólínu. Um helgina mætti hann hjá Wolf Blitzer þar sem hann hélt þessari kenningu sinni fram. Það er hægt að horfa á upptöku af viðtalinu á Think Progress.
Að vísu segir McHenry aldrei berum orðum að Pelosi eða aðrir demokratar hafi einhvernveginn hylmt yfir eða aðstoðað Foley (því það var hommasamsærið ægilega sem var þar að verki), þess í stað gefur hann í skyn að demokratarnir hafi einhvernveginn lumað á upplýsingum um Foley og svo lekið þeim í fjölmiðla rétt fyrir kosningar.
En McHenry getur auðvitað ekki staðhæft að svo sé - enda hefur ABC sagst hafa fengið upplýsingar um Foley frá þingstarfsmanni sem hafi verið flokksbundinn republíkani allt sitt líf. Svo hvað gerir McHenry? Hann segir að "allar staðreyndirnar bendi okkur að einni spurningu" (þetta hljómar eins heimskulega á ensku: "all the fact points lead to one question") - og það sé hvort Nancy Pelosi hafi á einhvern hátt verið viðriðin uppljóstrunina, og þetta sé svo augljós og sjálfsögð spurning að Pelosi og aðrir demokratar eigi að mæta fyrir sérstakan rannsóknarrétt þar sem þeir verði látnir sverja eið að því að hafa ekki haft neitt með þetta mál allt að gera...
Blitzer spurði McHenry fimm sinnum hvort hann hefði einhverjar heimildir til þess að styðja þessar ásakanir - og McHenry, sem augljóslega hefur sótt námskeið í útúrsnúningum svaraði "Do you have any evidence that they werent involved?"
Og þannig þykist McHenry hafa sannað mál sitt? Að andstæðingarnir geti ekki afsannað fáránlegar samsæriskenningar hans? Ég spyr þá á móti hvort hann geti fært ábyggilegar og áræðanlegar sannanir fyrir því að hann sæki ekki svartar messur og hafi þar mök við djöfulinn? Það er líklega álíka sanngjörn spurning. Og ef ég fer eftir orðræðutækni Tony Perkins get ég héðan í frá haldið því fram að það séu orðrómar á kreiki um að McHenry sé satanisti? (En talandi um orðróma: Nú er farinn að ganga orðrómur um að blöðruselurinn Haestert sé sjálfur viðriðinn hið viðfeðma gay-samsæri, og geri dónalega og ósiðsamlega hluti bakvið luktar dyr. Hvort sem þetta er legitimate orðrómur eða ekki, þá finnst mér tilhugsunin um Haestert að gera nokkurn skapaðan hlut á bakvið luktar dyr mjög disturbing!)
(Myndin er af heimasíðu McHenry - það er hann sem stendur í miðjunni)
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 5.10.2006
Haestert snýr vörn í "sókn"
Þ.e. ef "sókn" þýðir að hlaupast undan ábyrgð og spinna upp samsæriskenningar. Dennis Haestert á víst í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort hann hafi nokkurntímann heyrt minnst á Mark Foley - Í Washington Post kemur það t.d. fram að Haestert hafi bara einu sinni talað við Foley. Sem er stórmerkilegt, því Foley var deputy whip, og í forystuliði flokksins. En Haestert er gamall karl - svona af þeirri tegund sem girðir buxurnar upp fyrir nafla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svoleiðis seníl gamalmenni muni allt sem þau segi eða geri. (Á myndinni má sjá Haestert og forsetann Bush) Í millitíðinn reynir Haestert að kenna George Soros og demokrötum sem Soros fjármagnar um Foley skandalinn. Í viðtali við Chicago Tribune lét Haestert líka í veðri vaka að Bill Clinton væri potturinn og pannan í "samsærinu"!
When asked about a groundswell of discontent among the GOP's conservative base over his handling of the issue, Hastert said: "I think the base has to realize after awhile, who knew about it? Who knew what, when? When the base finds out who's feeding this monster, they're not going to be happy. The people who want to see this thing blow up are ABC News and a lot of Democratic operatives, people funded by George Soros." ...
"All I know is what I hear and what I see," the speaker said. "I saw Bill Clinton's adviser, Richard Morris, was saying these guys knew about this all along. If somebody had this info, when they had it, we could have dealt with it then."
Í morgun hlustaði ég á Lauru Ingraham á the Patriot - en hún fékk Haestert í viðtal. Haestert lýsti því vígreifur yfir að hann myndi kannski segja af sér ef hagur flokksins krefðist - en bara kannski, því hann hefði ekkert gert af sér. Ingraham hljómaði ekki eins sannfærð. Eftir að hafa talað um hversu slæmt það væri að Haestert hefði þurft að aflýsa öllum fjáröflunarfundum næstu viku sagði Ingraham: "Maybe we can turn this around. Maybe."
Viðbrögð fjölmiðlamaskínu republikana hafa verið sú "go on the offensive" - það er aldrei gott að vera í vörn, sérstaklega ekki þegar maður hefur mjög vondan málstað að verja! Skv CNN:
We understand that there was actually a meeting here on Capitol Hill just a short while ago with Republican press secretaries where the Speakers staff told the Republican press secretaries that theyre going to try very hard to change the mood, change the atmosphere, go on the offense.
Og sóknin hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að dreifa athyglinni - hætta að tala um Foley, og hvort flokksforystan ætli að taka ábyrgð á því að hafa ekki gert neitt til þess að stoppa hann af - heldur velta sér frekar upp úr samsæriskenningum um hvort demokrataflokkurinn hafi verið á bak við uppljóstrunina. Nú, eða reyna að halda því fram að Foley sé Demokrati, sbr. textavélar FoxNews.
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær (tímamunurinn, sko) skrifaði færslu ég um sjónvarpskappræður Rick "Santorum" við ímyndaðan frambjóðanda - og í morgun rakst ég svo á fréttir af nýrri skoðanakönnun sem sýnir að Santorum sé nokkuð öruggur um að tapa í nóvember - hann er nú heilum 14% prósentustigum á eftir Casey, frambjóðanda demokrata. 40% kjósenda ætla að kjósa Santorum, 54% Casey, afgangurinn er enn óákveðinn.
Þessi kosningabarátta Casey og Santorum er sennilega (ásamt viðureign Sen. Macaca og Webb í Virginíu) áhugaverðasta kosningabarátta haustsins. Santorum er nefnilega einn af íhaldsömustu og sannkristnustu öldungardeildarþingmönnum Republikana. Ásamt Bill Frist var hann einn af forsprökkunum í baráttunni fyrir því að koma í veg fyrir að eiginmaður Terri Schiavo fengi að framfylgja óskum hennar um að deyja með reisn, hann hefur leitt baráttuna gegn réttindum samkynhneigðra, og yfirleitt gengið framfyrir skjöldu í að verja stjórnlausan vöxt ríkisvaldsins undir handleiðslu Bush stjórnarinnar.
Ef Santorum hverfur úr þinginu hafa sæmilega hógværir, skynsamir republikanar, þ.e. sá armur flokksins sem er "reality based", meiri séns á að hafa áhrif á stefnu stjórnarinnar. Það er löngu kominn tími til að afturhalds og "faith based" armar flokksins, sem hafa undanfarin fimm til sex ár stjórnað landinu, séu minntir á að þeir þiggi ekki vald sitt og embætti frá guði, og að þeir séu, þrátt fyrir allt, ábyrgir gagnvart kjósendum - öllum kjósendum, ekki bara þeim sem fara í kirkju alla sunnudagsmorgna.
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rick "santorum" Santorum er einn af ástkærustu leiðtogum trúheitra afturhaldsafla í republikanaflokknum (hann er talinn þriðji hæstsetti republikaninn í öludungadeildinni). Enda ekki af ástæðulausu - Santorum er haldinn "fóstur-fetisma" á alvarlegu stígi, en "fóstur-fetismi" er ógeðfelld geðröskun sem virðist hrjá suma bandaríska pólítíkusa, móðursjúk gamalmenni og allskonar fólk annað sem hefur sjúklegan áhuga á fóstrum. Í flestum tilfellum brýst þetta fram í pólítískri baráttu fyrir löggjöf sem sviftir konur fullræði yfir líkama sínum, enda séu þær, þegar allt kemur til alls, ekkert annað en einhverskonar hýslar fyrir fóstur. Í öðrum tilfellum safnast þetta fólk saman fyrir utan læknastofur og gargar á konur sem það hefur grunað um að ætla í fóstureyðingu.
En Santorum hefur ekki bara áhuga á kynferði og kynlífi annarra - hann hefur líka áhuga á að ná endurkjöri sem öldungardeildarþingmaður Pennsylvaniu. En til þess þarf hann fyrst að sigra frambjóðanda demokrata, Bob Casey, sem hefur verið með öruggt forskot á Santorum í öllum könnunum seinasta árið. Casey hefur samkvæmt nýjustu könnunum 45% fylgi, á móti 38% fylgi Santorum, meðan afgangur kjósenda er enn óákveðinn. Santorum hefur reynt að saxa á forskot Casey með "neikvæðum" auglýsingum, sem sumar hafa verið gagnrýndar fyrir að vera fullar af lygum og uppspuna.
Uppspuni og veruleikaskáldskapur virðast reyndar vera einkunnarorð Santorum, sem reyndi alveg nýtt pólítískt trikk í gær: efna til sjónvarpskappræða við "frambjóðanda" græningja, Carl Romanelli, sem Santorum sjálfur kostaði til framboðs, en mun svo eftir alltsaman ekki verða í framboði!
Forsagan er sú að Santorum ákvað að reyna að vinna kosningarnar í Pennsylvaníu með því að lokka trúgjarna kjósendur demokrata til að kjósa frambjóðanda græningja. Santorum borgaði fyrir framboðið, þar á meðal söfnun 67.000 undirskrifta væntanlegra kjósenda, sem þarf til þess að frambjóðandi geti komist á blað. Santorum og græningjarnir réðu til þess fyrirtæki sem er alræmt fyrir falsanir og slæleg vinnubrögð, og fyrir vikið mistókst Romanelli að safna undirskriftum nógu margra kjósenda, og því var framboð hans dæmt ógilt... (sjá fyrri færslu mína um þetta hér)
En í millitíðinni voru Santorum og Romanelli búnir að ákveða að mætast í sjónvarpskappræðum, og þó þeir félagar hafi verið búnir að frétta að Romanelli væri ekki lengur í framboði, ákváðu þeir samt sem áður að fara í útsendingu. Ég bíð spenntur eftir fréttum af því hvernig þessum kappræðum lyktaði, og hvernig kjósendum í Pennsylvaníu líkaði frammistaða Santorum.
M
ímyndunarveiki | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)