Samkvæmt Sen. Conrad Burns (R-Montana), sem er tvímælalaust senílasti öldungardeildarþingmaður Bandaríkjanna, eiga Bandaríkin í stríði við "andlitslausan óvin" - hryðjuverkamenn sem "keyra leigubíla á daginn en drepa á næturnar" (a "faceless enemy" of terrorists "drive taxi cabs in the daytime and kill at night.") Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað maðurinn væri að segja, og hvað þetta með leigubílstjórana þýddi eiginlega. Að vísu eru nánast allir leigubílstjórar í Bandaríkjunum innflytjendur, hér í Minnesota eru þeir Sómalskir, og því allir múslimar. Það meikar ákveðinn sens... múslimar=terroristar. Ég tek reyndar aldrei leigubíl á daginn, svo ég veit ekki nema Sómalirnir leysi hryðjuverkabílstjórana af á meðan hinir síðarnefndu sækja sellufundi hjá Al-Qaeda. En hvað veit ég. (YouTube upptaka af Burns að tala um leigubílstjóra - og upptaka af CNN að fjalla um Burns mál)
Með þessu þóttist Burns hafa ætlað að leggja á það áherslu að hryðjuverkamenn gætu leynst hvar sem er... og það er vissulega rétt, sem auðvitað gerir þetta 'stríð' gegn hryðjuverkum fullkomlega merkingarlaust. En eins og svo oft áður voru vinstrimenn og íllgjarnir bloggarar fljótir að gera veður úr þessum yfirlýsingim. Wonkette fylgdi Burns hvert fótmál, og á YouTube birtust myndskeið af Burns að lýsa þessu og álíka rugli yfir. (Frekar en að fara að biðja stétt atvinnubílstjóra afsökunar ákvað Burns að gera þessa leigubílstjórakenningu að framlagi sínu til "the war on terror".)
Reyndar er það svo að Burns hefur ítrekað sagt skrýtna hluti. Fyrr í ár móðgaði hann slökkviliðsmenn í Montana sem honum fannst að hefðu ekki gengið nógu hraustlega fram í að slökkva gresjuelda, svo grínaðist hann með það að garðyrkjumaðurinn hans væri "a nice little Guatemalan man, didnt want to show his green card..." (YouTube upptaka af ræðunni hér, WaPo grein um sömu komment hér), orðrómar hafa gengið um internetin af því að hann væri drukkinn á fundum öldungadeildarinnar, nú, og svo er hann auðvitað viðskiptafélagi Jack Abramoff!
Þetta væri allt mun minna fyndið ef Burns væri ekki með svona stóran hatt. Þetta held ég að sé sennilega alvöru "ten gallon hat". Þá finnst mér Macaca-Allen gera betra fashion statement með kúrekastígvélunum.
En öllu gríni um klæðaburð og heimskulegar yfirlýsingar slepptu eru þessi Burns mál mjög merkileg. Burns hefur verið að tapa fylgi nokkuð stöðugt síðan upp komst um tengsl hans og Abramoff. Demokratinn Jon Tester er samkvæmt nýjustu könnun Rasmussen með 52% fylgi, en Burns aðeins 43%. Fyrir rétt ári síðan var Burns nánast öruggur um að vinna kosningarnar í haust. Það væri auðvelt að útskýra óvinsældir Burns (54% kjósenda segjast hafa neikvæða eða mjög neikvæða ímynd af honum) með tengslum hans við Abramoff, Bush og stríðið í Írak. Auðvitað er það rétt.
Óvinsældir Burns, líkt og Macaca-Allen, má nefnilega að miklu leyti þakka vafasömum yfirlýsingum þeirra - og bloggurum sem hafa séð til þess að þessar yfirlýsingar gleymdust ekki. En það er ekki nýtt að bloggarar séu að blanda sér í bandarísk stjórnmál. Það sem er alveg nýtt í þessu máli er hlutur YouTube. (Fyrir þá sem ekki þekkja til er YouTube vefsíða þar sem fólk getur póstað vídeóklippum, og þar er allt fullt af heimagerðum smámyndum, tónlistarmyndböndum, sjónvarpsupptökum.) Upptökur af Allen og Burns var dreift á YouTube.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Senílir pólítíkusar | Breytt 21.9.2006 kl. 15:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.