Færsluflokkur: Karlmennska
mið. 31.1.2007
Bush reynir að drepa blaðamenn með jarðýtu
Það er eins og öll framvarðasveit ný-íhaldsmennskunnar sé mönnuð litlum strákum sem ekki kunna að skifta um sokka, eða dreymir um að terrorísera fólk með skurðgröfum. Við heimsókn í CAT verksmiðju í Illinois, þar sem Bush var að útskýra fyrir verkalýðnum hversu djöfullega gott allir hefðu það, því bandaríska hagkerfið hefði aldrei áður verið eins sterkt, ákvað Bush að sýna á sér léttari og grallaralegri hlið. Og kynni að keyra vegavinnutæki. Sagan segir að Bush hafi lært að stýra stórvirkum vinnuvélum á "búgarðnum" sínum í Texas. Fyrir utan verksmiðjuna stóð risavaxin jarðýta - samkvæmt Newsweek, sem var með einna ítarlegustu lýsinguna á jarðýtuuppátæki forsetans, var þetta D-10 jarðýta frá Caterpillar. Og þegar forsetinn var búinn að flytja ræðuna sína, gerði hann sér lítið fyrir og klifraði uppí þessa jarðýtu - og reyndi að keyra niður alla viðstadda! Frásagnir viðstaddra eru flestar frekar gloppóttar - blöðin segja bara að forsetinn hafi farið uppí, fírað jarðýtuna upp, og segja þvínæst að hann hafi stigið niður, eftir að hafa keyrt jarðýtuna aðeins um. Eini fjölmiðillinn sem segir hvað gerðist í millitíðinni er Newsweek, sem birti á heimasíðu sinni lýsingu á því hvað gerðist á þeirri rúmlega mínútu sem Bush keyrði jarðýtuna! Newsweek lýsir aðdraganda þessarar uppákomu þannig:
Wearing a pair of stylish safety glasses--at least more stylish than most safety glasses--Bush got a mini-tour of the factory before delivering remarks on the economy.
Og svo komum við að Jarðýtunni. Þegar forsetinn var kominn uppí gólaði hann á viðstadda:
"I would suggest moving back, I'm about to crank this sucker up."
Brumm, brumm... Starfsmenn forsetans áttuðu sig á því hvað var í vændum og reyndu að bjarga blaðamönnum sem voru viðstaddir:
As the engine roared to life, White House staffers tried to steer the press corps to safety, but when the tractor lurched forward, they too were forced to scramble for safety."Get out of the way!" a news photographer yelled. "I think he might run us over!" said another. White House aides tried to herd the reporters the right way without getting run over themselves. Even the Secret Service got involved, as one agent began yelling at reporters to get clear of the tractor.
Meðan blaðamennirnir og leyniþjónustan hlupu í hringi fyrir neðan skemmti forsetinn sér konunglega!
Watching the chaos below, Bush looked out the tractor's window and laughed, steering the massive machine into the spot where most of the press corps had been positioned. The episode lasted about a minute, and Bush was still laughing when he pulled to a stop. He gave reporters a thumbs-up. "If you've never driven a D-10, it's the coolest experience,"
Chicago Tribune bætti við að forsetinn hefði sagt "Oh, yeah" Þegar hann steig útúr jarðýtunni, meðan USA Today lýsti lokum jarðýtuakstursins þannig: ""That was fun," he exclaimed as he got off". Newsweek virðist vera eini fjölmiðillinn til að lýsa skelfingunni sem greip um sig meðan forsetinn lék sér að jarðýtunni. Aðrir fjölmiðlar segja frá þessu uppátæki eins og hér hafi verið á ferðinni frekar saklaust, og bara svolítið karlmannlegt grín, en ekki "That was fun! ... the coolest experience, ever! Oh yeah!"
Bush er reyndar ekki fyrsti pólítíkusinn til að keyra um á traktor - Washington Post upplýsti lesendur sína nefnilega um að "uppáhalds dægradvöl" George "Macaca" Allen væri að keyra í hringi á litlum sláttutraktor. Allen og Bush eiga reyndar fleira sameiginlegt en áhuga á vinnuvélum: Þeir eru líka báðir þykjustu-kúrekar!
Seinasta haust var "macaca" málið allt í hámarki - macaca uppákoman kostaði Allen kosninguna gegn Jim Webb, sem hefur orðið ein bjartasta stjarna demokrataflokksins. Í kosningabaráttunni afhjúpaði hann Allen sem tilgerðarlegan uppskafning og aula - og fyrir nokkrum dögum síðan tók Webb að sér að flytja andsvar demokrata við stefnuræðu forsetans, og meira að segja fréttaskýrendur, sem vanalega eru helstu klappstýrur forsetans, urðu að viðurkenna að Webb hefði flutt miklu flottari ræðu en Bush. Webb virðist því vera á krossferð gegn þykjustukúrekum repúblíkanafloksins! (sjá færslu mína um ræðu Webb hér, og ræðu Bush hér og hér.)
En þykjustukúrekunum þykir mjög óþægilegt þegar fólk fattar hverskonar prinsipplausir aular þeir eru. George "Macaca" Allen tapaði tiltrú "The Sons of Confederate Veterans", og Bush hefur tapað fylgi hörðustu stuðningsmanna repúblíkanaflokksins - sérstaklega í kjölfar fyrrnefndrar State of the Union ræðu. "The moral majority" hefur lýst yfir djúpstæðri vandlætingu á innihaldi SOTU ræðu hans. The Moral majority fattaði nefnilega að þeir, eins og allir aðrir Bandaríkjamenn, hefðu keypt köttinn í sekknum þegar þeir kusu Bush sem forseta.
Þegar George Allen kom heim eftir að hafa eytt öllum deginum í að reyna að sannfæra kjósendur og fjölmiðla um að hann ætti virkilega erindi á þing, að hann væri þeirra maður, var hann auðvitað atkerður. Það er erfitt að eyða öllum deginum í role-playing! Og þegar Allen róaði taugarnar með því að keyra litla sláttutraktorinn sinn:
His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.
Meðan Macaca Allen var bara óbreyttur senator - er Bush leiðtogi hins frjálsa heims. POTUS sjálfur! (að vísu var Allen með heljarinnar plön um áð bjóða sig fram til forseta - og National Review spáði því vorið 2006 að forsetakosningarnar 2008 yrðu einvígi milli Mitt Romney og Allen... Talandi um spádómsgáfu nýíhaldsmanna!) Og þó smávægilegur senator geti kannski þaggað niður allar óþægilegar spurningar með því að keyra í hringi á poggulitlum traktor, þarf forsetinn eitthvað stórtækara! Alvöru jarðýtu!
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona eiga allar fréttir að vera! AP, sem er augljóslega varhugaverð kommúnísk undurróðursstofnun, hefur hafið ófrægingarherferð gegn Paul Wolfowitz, bankstjóra alþjóðabankans, og einum valdamesta manni heims. Rannsóknarblaðamennska AP og fréttaljósmyndarar hefa nefnilega svift hulunni af því að Wolfowitz er einhverskonar labbakútur og sokkböðull. Eins og sést á myndinni er karlinn nefnilega í götóttum sokkum: Báðar stórutærnar standa útúr! Það besta er að svona göt fá menn bara á sokkana ef þeir klippa ekki á sér táneglurnar!!
In this combo picture, World Bank President Paul Wolfowitz, with holes on his socks, is seen as he leaves from the Ottoman era Selimiye mosque in Edirne, western Turkey, Sunday, Jan. 28, 2007. Wolfowitz was in turkey for a-two-day official visit. (AP Photo/Nadir Alp/Anatolia)
Það hafa víst áður borist fréttir sérkennilegum hreinlætisvenjum karlsins, því í einni senu í Fahrenheit 9/11 slefaði han munnvatni á greiðuna sína, áður en hann renndi henni í gegn um hárið... Maðurinn er í götóttum sokkum og vatnsgreiðir sig með eigin munnvatni? Og hvaða hvítu blettir eru þetta á buxunum hjá karlinum? Sannar að mannasiðir og völd þurfa ekki að fara saman!
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 27.1.2007
Hervæðing forsetaembættisins
Í New York Times í morgun var forvitnileg grein eftir sagnfræðiprófessorinn Garry Wills um embætti Bandaríkjaforseta, og vaxandi notkun hugtaksins "commander in chief" þegar talað er um forsetann. Wills leggur ekki út af þessu neina heimsendaspádóma, og það er svosem ekkert nýtt að forsetinn skuli vilja að kjósendur sjái sig sem "stríðsforseta". Að vísu virðist forsetinn vera orðinn hræddur við það orð, samanber færslu mína hér.
Á seinustu árum hafa ótal greinar verið skrifaðar í bandarísk dagblöð eða bloggfærslur ritaðar á veraldarvefjunum um að forsetinn væri hættulegur stríðsæsingamaður og að hann og Dick Cheney væru að breyta Bandaríkjunum í einhverskonar fasískt lögregluríki... það fer svo eftir því hvaða hóp á hægrivængnum greinarhöfundur hatar mest hvort stjórna eigi þessu lögregluríki af evangelistunum eða stórfyrirtækjunum, oft olíufyrirtækjunum, The Military Industrial Complex eða bara CIA. Þó sumar þessara greina séu vel skrifaðar, og veki mann stundum til umhugsunar eru þær yfirleitt frekar yfirdrifnar. Vissulega eru óþægilega mörg teikn á lofti um að ráðandi öfl innan ríkisstjórnarinnar beri litla sem enga virðingu fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum almennings, og stundum grunar mann að Bush stjórnin sæki innblástur sinn fyrst og fremst til Kafka. En ég hef engar áhyggjur af lýðræði í Bandaríkjunum. Það er of mikið af skynsömu og vel innrættu fólki í Bandaríkjunum, og lýðræðishefðin stendur á það gömlum grunni að Bandaríkjunum verður ekki breytt í fasískt lögregluríki. Í það minnsta ekki þegjandi og hljóðalaust.
En grein Wills er laus við mest af þeirri æsingu sem oft einkennir greinar af þessari tegund, og er líka skemmtilegar skrifuð.
WE hear constantly now about our commander in chief. The word has become a synonym for president. It is said that we elect a commander in chief. It is asked whether this or that candidate is worthy to be our commander in chief.
But the president is not our commander in chief. He certainly is not mine. I am not in the Army.
...The president is not the commander in chief of civilians. He is not even commander in chief of National Guard troops unless and until they are federalized. The Constitution is clear on this: The president shall be commander in chief of the Army and Navy of the United States, and of the militia of the several states, when called into the actual service of the United States....
Með því að tengja forsetaembættið við hermennsku er nefnilega hægt að halda því fram að frambjóðendur sem ekki þykja nógu vígreifir og eru ekki með nógu stórkarlalegt göngulag geti ekki gengt embættinu. Menn eins og Al Gore eru einfaldlega of miklir bókaormar til að geta verið forsetar! Og Hillary Clinton? Hún er kona! Þegar maður hugsar um forsetann á maður að hugsa um æðsta yfirmann bandaríkjahers, ógurlegustu hernaðarmaskínu allra tima. Og yfirmaður heraflans er ekki í háum hælum og pilsi! Hann stendur á lendingarpalli flugvélamóðurskips, er í stígvélum og ólívugrænum samfesting.
Wills tengir þessa hugmynd um að forsetinn sé fyrst og fremst yfirmaður hersins, og að völd hans og umboði komi einhvernveginn frá þessu embætti "commander in chief", við nánast sjúklegan áhuga Bush á leynilegum ríkisprógrömmum:
There has never been an executive branch more fetishistic about secrecy than the Bush-Cheney one. The secrecy has been used to throw a veil over detentions, renditions, suspension of the Geneva Conventions and of habeas corpus, torture and warrantless wiretaps. We hear again the refrain so common in the other wars If you knew what we know, you would see how justified all our actions are.
But we can never know what they know. We do not have sufficient clearance.
When Adm. William Crowe, the former chairman of the Joint Chiefs of Staff, criticized the gulf war under the first President Bush, Secretary of State James Baker said that the admiral was not qualified to speak on the matter since he no longer had the clearance to read classified reports. If he is not qualified, then no ordinary citizen is. We must simply trust our lords and obey the commander in chief.
The glorification of the president as a war leader is registered in numerous and substantial executive aggrandizements; but it is symbolized in other ways that, while small in themselves, dispose the citizenry to accept those aggrandizements. We are reminded, for instance, of the expanded commander in chief status every time a modern president gets off the White House helicopter and returns the salute of marines.
That is an innovation that was begun by Ronald Reagan. Dwight Eisenhower, a real general, knew that the salute is for the uniform, and as president he was not wearing one. An exchange of salutes was out of order. (George Bush came as close as he could to wearing a uniform while president when he landed on the telegenic aircraft carrier in an Air Force flight jacket).
We used to take pride in civilian leadership of the military under the Constitution, a principle that George Washington embraced when he avoided military symbols at Mount Vernon. We are not led or were not in the past by caudillos.
Greinin öll er hér.
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 19.1.2007
Fyrir kosningar voru eftirlitslausar hleranir NSA algjört prinsippmál fyrir Bush - en ekki lengur?
Fyrir seinustu kosniningar reyndi forsetinn nokkrum sinnum að gera andstöðu Demokrata gegn njósnaprógrammi NSA að kosningamáli. Forsetinn hélt því blákalt fram að með andstöðu sinni við eftirlitslausar hleranir framkvæmdavaldsins væru demokratar að sanna ábyrgðarleysi sitt og andúð á Bandaríkjunum! Nú, vegna þess að þegar við förum að krefjast þess að það sé farið að lögum, og mótmælum því að ríkið geti njósnað um eigin borgara eftirlitslaust, hafa hryðjuverkamennirnir unnið! Þetta, að atkvæði greidd demokrataflokknum væru atkvæði greidd "hryðjuverkamönnum" var reyndar þema í kosningabaráttu Hvíta Hússins fyrir kosningarnar.
Think Progress tók saman nokkrar yfirlýsingar Bush frá því fyrir kosningarnar þar sem hann hélt þessu fram. Þann þriðja október:
BUSH: The stakes in this election couldnt be more clear. If you dont think we should be listening in on the terrorist, then you ought to vote for the Democrats. If you want your government to continue listening in when al Qaeda planners are making phone calls into the United States, then you vote Republican.
Þann fjórða október:
BUSH: If the people of the United States dont think we ought to be listening in on the conversations of people who could do harm to the United States, then go ahead and vote for the Democrats.
Og svo þrítugasta október:
BUSH: In all these vital measures for fighting the war on terror, the Democrats just follow a simple philosophy: Just say no. When it comes to listening to the terrorists, whats the Democrats answer? Its, just say no.
Taktík forsetans var nefnilega annarsvegar að halda því fram að eftirlit með njónsnum NSA myndi koma í veg fyrir að hægt væri að heyja stríðið gegn hryðjuverkum, og hinsvegar að ásaka alla sem leyfðu sér að gagnrýna hvernig njósnirnar væru stundaðar um að vilja "koma í veg fyrir að það væri hlustað á hryðjuverkamenn". (Ég minnist þess reyndar ekki að hafa nokkurntímann heyrt neinn halda því fram að það ætti að stöðva allar njósnir eða að það ætti að koma í veg fyrir að NSA njósnaði um hryðjuverkamenn.)
Kjósendur fóru samt og kusu demokrataflokkinn. Og tveimur mánuðum seinna lýsir forsetinn því yfir sjálfviljugur að hlerunarprógrammið myndi hér eftir lúta efitrliti dómstóla. En af hverju? Fyrst eftir að upp komst um hlerunarprógrammið hélt forsetinn og stuðningsmenn hans því fram að það væri algjörlega lífsnauðsynlegt að það lyti engu eftirliti - annars myndu hryðjuverkamennirnir vinna... Og fyrir kosningar endurtók forsetinn sama sönginn. Hvað hefur breyst í millitíðinni?
Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að útspil forsetans sé pólítískt. Nú þegar demokratar hafa lokið 100 klukkutíma prógrammi sínu (sjá færslu mína um þessa dularfullu 100 klukkutíma hér - þegar allt kom til alls tóku þeir svo bara 42 klukkutíma!) munu taka við þingrannsóknir á því hvernig forsetanum hefur tekist að klúðra bæði stríðinu í Írak og "stríðinu gegn hryðjuverkum" - en þess í stað tekist að þenja út vald forsetaembættisins og ríkisins, bæði í gegn um löggjöf (the Patriot Act), "signing statements" forsetans og svo með ólöglegum embættisfærslum, á borð við hlerunarprógramm NSA. Forsetinn gerir sér sennilega grein fyrir því að hann muni bíða lægri hlut ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja þetta prógramm sitt, og frekar en að þurfa að viðurkenna lægri hlut fyrir demokrötum eða dómstólum, dregur hann prógrammið til baka sjálfviljugur. Þetta viðhorf kom m.a. fram í NYT í morgun:
The details remained sketchy yesterday, but critics of the administration said they suspected that one goal of the new arrangements was to derail lawsuits challenging the program in conventional federal courts.
Its another clear example, said Ann Beeson, associate legal director of the American Civil Liberties Union, of the government playing a shell game to avoid accountability and judicial scrutiny.
In other cases, too, the timing of litigation decisions by the government has been suggestive.
Shortly before the Supreme Court heard a set of three detainee cases in 2004, the administration reversed course and allowed two Americans held incommunicado by the military to meet with their lawyers, mooting that issue.
Í hvorugu dæminu hefur forsetinn viðurkennt að hafa haft á röngu að standa. Með því að taka málið "af dagskrá" getur hann komist hjá því að það sé skorið skýrt úr um að embættisfærslur hans séu ólöglegar og brjóti stjórnarskrána. Með öðrum orðum, forsetinn hleypur af hólmi áður en kemur til átaka. Pínulítið eins og Jeb litlibróðir Bush sem faldi sig í kústaskáp frekar en að mæta mótmælendum! (sjá færslu mína um kústaskápaævintýri Jeb hér.)
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Hackett bauð sig fram í Ágúst 2005 fyrir hönd demokrataflokksins í sérstökum aukakosningum til eins af þingsætum Ohio. Hackett tapaði naumlega fyrir "Mean" Jean Schmidt, og naumur sigur Schmidt var talinn til marks um hversu tæpt Repúblíkanaflokkurinn stæði, því kjördæmi þeirra Hackett og Schmidt er eitt af öruggustu kjördæmum repúblíkana í Ohio.
Á sínum tíma var Hackett talinn ein af björtustu vonum flokksins af mörgum Demokrötum - hann hafði barist í Írak, og eins og Jim Webb og aðrir "harðjaxlar" í flokknum var fánaberi hins nýja demokrataflokks sem er bæði skynsamari og meira "tough" en repúblíkanar. Með fyrrverandi hermenn eins og Hackett innan sinna raða vildu demokratar sýna bandarískum kjósendum að þeim væri betur treystandi til að stjórna Bandaríkjunum og utanríkisstefnu þeirra, reka "the war on terror" og almennt taka ábyrgar og skynsamlegar ákvarðanir. Og þó Hackett hafi tapað naumlega vann flokkurinn yfirburðasigur ári seinna.
En þó Hackett hefði hætt í pólítík hætti hann ekki að vera harðjaxl sem tekur málin í sínar eigin hendur og lætur skúrka og skítalabba ekki vaða yfir sig! Stuttu eftir seinustu kosningar vaknaði Hackett nefnilega upp við einhver læti. (Það er fyrst núna tveimur mánuðum seinna að fréttir af þessu atviki birtast...)
Police were called to Hackett's Indian Hill house after Fee failed to make a curve and ran into a fence at the home on Given Road, according to the police report.
When [Ranger Paul] White arrived at the house, Hackett's wife, Suzi, told him that her husband had called her to say he had stopped the men on Keller Road.
Hackett hafði nefnilega, einn og óstuddur rokið út í pikkuppinn sinn, vopnaður vélbyssu, til að elta uppi þessa villimenn! Eltingaleikur hans og glæpamannanna varð ekki mjög langur, því Hackett er þrautþjálfaður í að króa af "insurgents" og araba á götum Baghdad:
White called for backup. He arrived at a driveway in the 8700 block of Keller Road to find the three men lying face down near their small, black car and Hackett's pickup truck. With a flashlight, White saw a strap on Hackett's right shoulder and "what appeared to be an assault rifle hanging along his right side," White's report said.
White told Hackett to put away the rifle and "not take things into his own hands."
Hackett lýsti því hvað hafði gerst:
"He told the boys to 'Get the ---- out of the car and get on the ground.' ... He said he did not touch the vehicle with the rifle and maintained his distance. 'I knew they saw I was armed,' he said. He said he had done this about 200 times in Iraq, but this time there was not a translation problem," the Indian Hill police report said.
Ökumaður og farþegar bílsins sem Hackett yfirbugaði eins síns liðs voru handteknir fyrir umferðarlagabrotið, og fyrir að keyra án ökuréttinda, og svo fyrir að vera með "a concealed weapon" - einn var með hnúajárn í vasanum. Hackett sætir hins vegar rannsókn fyrir framferði sitt, því það er jú ekki ætlast til þess að prívatborgarar taki lögin í eigin hendur, vopnaðir vélbyssum...
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Geraldo Rivera er sennilega einn tilgerðarlegasti og kjánalegasti fréttamaðurinn í bandarísku sjónvarpi. Rivera var lengi vel NBC og CNBC, en flutti sig til Fox News haustið 2001. Rivera varð m.a. frægur fyrir langt viðtal við Michael Jackson - en sjónvarpsframi Rivera hefur fyrst og fremst byggt á frekar ómerkilegum fréttaflutningi af slúðurmálum og "exposes". Spjátrungslegt yfirvaraskeggið fer mjög vel með fréttaflutningi af klæðskiftingum og börnum sem eru föst oní brunni einhverstaðar í Kansas.
En Rivera hefur aðrar hugmyndir um sjálfan sig. Honum finnst hann nefnilega vera mikið karlmenni - og sér sjálfan sig sem óttalausan stríðsfréttaritara. Og eftir að hann fékk vinnu hjá Fox fékk Rivera útrás fyrir karlmennskudrauma sína: Fox sendi hann bæði til Afghanistan og Írak. Rivera varð svo upprifinn af allri þessari stríðsreynslu sinni að honum fannst fullkomlega eðlilegt að halda því fram að hann hefði meiri reynslu af stríði en John Kerry - sem barðist í Vietnam. Í spjallþætti í sumar með Bill O'Reilly sagði Rivera orðrétt:
...in the last 35 years, I've seen a hell of a lot more combat than John Kerry
Því Rivera telur sig hafa "seen combat" þegar hann var fréttaritari í Afghanistan og Írak - og séð svo mikið af bardögum að hann væri einhvernveginn alveg jafn sjóaður í hermennsku og John Kerry. Það að "seen combat" geti haft tvær merkingar í ensku er engin afsökun - því Rivera var að leggja það að jöfnu að horfa á bardaga og taka þátt í þeim. Ég hef líka séð fullt af stríði - ég sá Predator með Swartzenegger þrisva... Og í framhaldi af því gat Rivera því sett sig á háan hest og sagt að tal Kerry um að það þyrfti að setja einhver tímatakmörk á hersetu Bandaríkjamanna í Írak væri einhverskonar landráð: Kerry væri "aiding and abetting the enemy". Það sem gerði þessa furðulegu yfirlýsingu Rivera eiginlega enn fáránlegri er að vorið 2003 gerði Bandaríkjaher hann brottrækan frá Írak fyrir að sjónvarpa leynilegum hernaðaráætlunum!
Víkur þá sögunni að Keith Olbermann. Olbermann er þáttastjórnandi á MSNBC, og þykir frekar frjálslyndur - hann hefur t.d. verið óhræddur við að gagnrýna Bush stjórnina og Repúblíkanaflokkinn, sem er, þrátt fyrir allt píp um "the liberal media" mjög sjaldgæft í kapalsjónvarpi. Í lok hvers þáttar tilnefnir Olbermann "worst person in the world" fyrir ósvífnustu eða andstyggilegustu ummæli dagsins. Bill O'Reilly hefur nokkuð oft verið þess heiðurs aðnjótandi - og í kjölfar þessara undarlegu Kerry ummæla fékk Rivera að vera "worst person in the world". Síðan þá hefur Rivera verið ílla við Olberman.
Fram til þessa hefur Rivera látið sér nægja að kalla Olbermann íllum nöfnum - en fyrir jól mætti Rivera í útvarpsviðtal í Orlando þar sem hann lofaði að láta Olbermann vita hvar Davíð keypti ölið. (Skv. Scott Maxwell, sem er víst einhverskonar blaðamaður og bloggari á Orlando Sentinel):
Geraldo was visiting with 104.1 FM's Monsters just before Christmas, when they asked him about the time he made international headline for disclosing too much information about troops in Iraq. Geraldo claimed the incident was blown out of proportion, largely by NBC -- and specifically Olbermann. Geraldo then began mumbling semi-audible names, seemingly meant to describe Olbermann: "midget ... punk ... slimeball."
But then, with the Monsters helpful prodding, Geraldo went a step further, leaving no doubt about what he was saying. He called Olbermann a coward -- specifically a "[female part of the anatomy] who wouldn't walk across the street against the red light."
He then said he was ready to fight him, saying: "I would make a pizza out of him."
Oh, and before leaving the topic, Geraldo offered an example of a TV talker who's a "real man" ... that would apparently be Montel Williams.
Það meikar auðvitað fullkominn sens að Montel Williams sé "alvöru karlmaður" í augum spjátrungsins Rievera - markhópur Montel eru frústreraðar húsmæður sem eru komnar yfir breytingarskeyðið...
M
(Ég skal viðurkenna að Montel er ekki alslæmur - yfirleitt hafa þættirnir hans frekar jákvæð skilaboð.)
fim. 7.12.2006
Meira af leti þingmannsins Jack Kingston, (R-GA), sem finnst þriggja daga vinnuvika barasta alveg nóg
Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Jack Kingston, þingmaður repúblíkana frá Georgíu, ákveðið að gera veður út af því að demokratar ætlist til þess að þirmenn mæti í vinnuna alla fimm daga vinnuvikunnar. Í gær lýsti Kingston því yfir í viðtali við Washington Post að Demokrataflokkurinn ætlaði að reka þingið eins og einhverja þrælagaleiðu, og að þetta sannaði enn og aftur að þeir hötuðu fjölskyldur og fjölskyldugildi. Íllska demokrata er nú samt ekki meiri en svo að þingmenn mega fara heim á hádegi á föstudögum. Mig grunar að það séu ansi margir fjölskyldumenn sem myndu glaðir fá að byrja helgina á hádegi á föstudögum. En ekki Kingston. Ef hann fær ekki sína fjögurra daga helgi er hann ónýtur maður.
En það þýðir ekki að Kingston vilji ekki vinna - því í viðtali við Fox í gærkvöld reyndi han að afsaka þetta fáránlega væl sitt:
With BlackBerrys, cell phones, you can stay in touch with whats going on in Washington. But you know, when youre back home with the real people
Það er þó gott að Kingston minntist ekkert á Instant messaging, því það er alvitað að þingmenn gera fleira með hjálp veraldarvefjanna en að "stay in touch with whats going on in Washington" - sumir þingmenn voru nefnilega að senda allskonar annarskonar tölvupósta og skeyti... En hvað sem Mark "Maf54" Foley og nútímalegri samskiftatækni líður eru minnst tveir gallar á þessari kenningu Kingston: Í fyrsta lagi eru margir þingmenn, og jafnvel forsetinn, alls óklárir á því hvað þetta "internet" er. Formaður the United States Senate Committee on Commerce, Science and Transportation,Ted Stevens - repúblíkani frá Alaska - varð t.d. frægur í sumar fyrir eftirfarandi yfirlýsingu:
...just the other day... an Internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday, I got it yesterday. Why? [...] They want to deliver vast amounts of information over the Internet. And again, the Internet is not something you just dump something on. It's not a big truck. It's a series of tubes.
Ted Stevens, sem er formaður þeirrar þingnefndar sem hefur með fjarskifti að gera veit m.ö.o. ekki hvað internetið er. Ég á erfitt með að sjá að sá maður geti sinnt þingstörfum með hjálp internetsins. Og forsetinn? Hann neitar að nota tölvupóst, og viðurkennir að hann noti internetið aðallega til að googla sjálfan sig og skoða gerfitunglamyndir af búgarðinum sínum í Texas!
En jafnvel þó allir þingmenn repúblíkana kynnu að nota internetið og gætu alveg jafn auðveldlega haldið nefndarfundi, samið lagafrumvörp og fengið þau samþykkt í gegn um tölvupóst og farsíma, virðist Kingston telja að vinna stjórnmálamannsins felist alls ekki í svoleiðis leiðindum. Kingston heldur því nefnilega fram að hann vinni 60 tíma vinnuviku, sem felst aðallega í því að tala við kjósendur:
When were back home, were visiting schools, were talking to groups, were meeting with constituents. Were getting real information on the ground. Were listening and were learning.
Þetta heitir "campaigning" og hefur vissulega heilmikið með stjórnmál að gera. Stjórnmálamenn þurfa stöðugt að vera að minna kjósendur á sjálfa sig, mæta á fundi til að auglýsa síðustu afrek sín, eða minna á hversu ægilega hættulegir andstæðingarnir séu, að demokrataflokkurinn "hati fjölskyldur og fjölskyldugildi"... En stjórnmálamenn eru ekki í vinnu hjá almenningi við að auglýsa sjálfa sig og stefnumál sín. Stjórnmálamenn fá laun frá almenningi fyrir að stjórna, sjá til þess að lög séu sett og ríkisstofnanir gæti almannahags. Það er reyndar hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Of margir þingmenn repúblíkana virðast nefnilega halda að stjórnmál snúist um kosningapot og "campaigning", að starf stjórnmálamannsins sé að mæta á fundi og halda æsilegar ræður, að starf stjórnmálamannsins felist í því að vera kosinn á þing. Jú, og svo halda svona stjórnmálamenn að þeirra starf felist í því að tryggja milljarða af almannafé til að byggja jarðgöng og brúarmannvirki á milli óbyggðra útnesja og eyja í Alaska. Svona menn eiga nákvæmlega ekkert erindi á þing.
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 6.12.2006
Repúblíkanar of "þreyttir" til að klára þingstörf
Þegar ég sá fyrst að liberal bloggarar voru að uppnefna 109 löggjafarþing bandaríkjanna "the do nothing congress" hélt ég að þeir væru að vísa til þess að Repúblíkanaflokkurinn hafi ekki sinnt skyldum sínum við kjósendur - þingið hafi ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu. Ástæðan er þó mun einfaldari: Núverandi þingmeirihluti Repúblíkanaflokksins hefur ósköp einfaldlega ekki nennt að mæta í vinnuna!
Before the midterm elections, GOP leaders had dismissed the Democrats' "do-nothing" label for the 109th Congress as political posturing, promising that a robust post-election session would put the accusation to rest. Instead, Republican lawmakers will have met for one week in November, devoted almost exclusively to leadership elections for next year, and one week in December, largely to pick committee assignments, move offices and pass a measure to keep the government operating through February.
En það er ekki bara að repúblíkanar hafi ekki getað mætt í vinnuna vegna þess að þeir hafi allir verið heima undir sæng í þunglyndi yfir útkomu kosninganna, því alls hafa þeir haldið 103 þingfundi undanfarið ár - vinnuvikan hefur að jafnaði byrjað eftir hádegi á þriðjudögum og lokið fyrir hádegi á fimmtudögum! Opinberir frídagar, þegar venjulegt fólk fær eins dags frí frá vinnu, hafa þingmenn notað sem afsökun til að taka sér viku frí frá vinnu.
Þetta væri svosem ekkert stórmál ef þingmenn væru þeim mun duglegri þegar þeir hundskuðust til að mæta í vinnuna - en þingmeirihluti Repúblíkana komst ekki yfir að ganga frá og samþykkja routine fjárveitingar til ríkisstofnana. Frekar en að klára þingstörf hafa þingmenn Repúblíkana ákveðið að taka sér jólafrí snemma, og láta næsta þingi, þegar demokratar verða komnir með meirihluta, sjá um að klára lagasetningar um 460 milljarða ríkisframlög til ríkisstofnana og ráðuneyta.
Af hverju geta repúblíkanar ekki klárað þessi þingstörf? Sumir vinstrimenn hafa haldið því fram að hér sé á ferð einhverskonar klókt plott: með því að velta leiðindastörfum eins og fjárlögum á næsta þing verði demokratar of störfum hlaðnir til að geta ráðist í einhver radikal stórvirki. Ástæðan er hins vegar mun einfaldari. Mike Pence, repúblíkani frá Indiana segir að þingmenn séu barasta of þreyttir til að geta hangið í vinnunni mikið lengur:
There is a lot of battle fatigue among members, probably on both sides of the aisle ... Contrary to popular belief, members of Congress are human beings. They have a certain shelf life and a certain amount of energy to be drawn on. We're tired.
Carpetbagger Report hafði þetta að segja um væl Mike Pence:
Tired? Americans are supposed to understand lawmakers unwillingness to do their job because theyre worn out? Two quick thoughts. One, members of Congress dont get to whine about running out of energy and feeling tired. Soldiers in a disastrous war, which Congress has been reluctant to talk about, they get to talk about feeling tired.
Two, what, exactly, has worn these guys out? Have any major pieces of legislation passed both houses of Congress this year? Lawmakers may be fatigued after running from reporters who have questions about Mark Foley, Tom DeLay, Duke Cunningham, and Bob Ney, but thats not much of an excuse.
Nýkjörnir þingmenn Demokrata hafa hins vegar lofað að mæta í vinnuna á mánudagsmorgnum, og sitja stíft við alla vikuna! Þetta þykja Repúblíkönum vondar fréttir. Í viðtali við Washington Post í morgun sagði Jack Kingston, repúblíkani frá Georgíu að þetta væri ein enn sönnun þess að Demokrataflokkurinn hataði fjölskyldur og fjölskyldugildi!
"Keeping us up here eats away at families," said Rep. Jack Kingston (R-Ga.), who typically flies home on Thursdays and returns to Washington on Tuesdays. "Marriages suffer. The Democrats could care less about families -- that's what this says."
Búúhúú!
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta Bush-Jim Webb mál virðist ekki ætla að hverfa af bandarískum bloggsíðum eða úr hefðbundnari fjölmiðlum. Og þetta er samt með einfaldari málum: Forsetinn spurði Webb (sem er nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demokrata frá Virginíu) hvernig syni þess síðarnefnda liði í Írak - Webb svaraði "Id like to get them out of Iraq, Mr. President" - sem forsetanum fannst ekki nógu kurteislegt, eða nákvæmt svar við mjög svo einfaldri spurningu, svo hann svaraði um hæl: "That's not what I asked you: How's your boy?" Webb var misboðið, og samkvæmt fréttum þurfti hann að taka á sér öllum til að hjóla ekki í "the decider". Ég fjallaði um þetta stórskemmtilega mál í síðustu viku. Sjá hér.
Stuðningsmenn Repúblíkanaflokssins hafa gert mikið mál úr "dónaskap" Webb - enda finnst þeim að Bush megi koma fram við foreldra hermanna, sem eru að heyja tilgangslaust stríð í fjarlægu landi, af fullkominn óvirðingu, krefja þau um svör og gerast snúðugur þegar fólk fellur ekki í stafi frammi fyrir foringjanum. Seinasta skoffínið til að tjá sig um dónaskap Webb var Bill O'Reilly, sem sagði í gær að Webb hafi sýnt forsetanum "óvenjulega óvirðingu", í ljósi þess að Bush hafi "bara verið að reyna að vera kurteis". Mannasiðakennarar repúblíkanaflokksins hafa látið í veðri vaka að Webb hafi sett alla uppákomuna á svið til þess að fá tækifæri til að lenda í einhverskonar konfrontasjón við forsetann.
Nýjasta uppljóstrunin í þessu undarlega máli er samt sú að Bush vissi að sonur Webb hafði nýlega sloppið naumlega við að vera drepinn: Stuttu áður en Webb og Bush ræddust við í kokteilboði Hvíta Hússins var bíll sem var að keyra við hliðina á Webb yngri sprengdur í loft upp, og í þeim bíl þrír landgönguliðar. Webb eldri hafði fengið fréttirnar, og var auðvitað hrærður. Það besta er þó að forsetinn hafði verið varaður við því að vera "extra sensitive" þegar hann talaði við Webb! Jim Moran (D-Va) segir að Bush hafi verið beðinn um að sýna Webb sérstaka aðgát:
Not only did Bush know about it, he was specifically briefed on the incident before meeting with Webb, and was cautioned to be extra sensitive in speaking with Webb about his son.
Og hvernig ákvað forsetinn að sýna föður hermanns sem hafði rétt í þessu horft upp á félaga sína sprengda í loft upp, og sjálfur rétt sloppið við að vera drepin? Nú með því að heimta skýr og greinargóð svör, þegar Webb lét í ljós ósk sína um að sonur hans og aðrir hermenn kæmust heim sem fyrst! "Thats not what I asked you"...
M
Karlmennska | Breytt 6.12.2006 kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.12.2006
Jólagjöfin í ár: GOP dagatalið
Íllgjarnir liberal bloggarar í Bandaríkjunum hafa varla getað hamið gleði sína yfir þessu frábæra dgagatali Repúblíkanaflokksins. Sérstaka gleði vekur herra águst - glæsilegur og karlmannlegur, með tíugallona-hattinn! "The decider" sem herra mars er líka viðeigandi - Mars, guð stríðs og hernaðar; forsetinn situr íhugull að naga gleraugun, ábyggilega að tala við þjóðarleiðtoga og stjórnspekinga í símann, meðan hann horfir út í fjarskann, hugurinn reikar til Írak, áhyggjurnar og samúðin skín úr augunum, og reyndar barasta hverjum einasta andlistsdrætti.
Dagatalið kostar skitna 25 dollara, og samkvæmt heimasíðu repúblíkanaflokksins er dagatalið tilvalið til að sýna öllum, vinum og kunningjum, hversu mikið þú elskir forsetann.
M
Karlmennska | Breytt s.d. kl. 03:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)