Shelley Sekula-Gibbs: nógu íllgjörn til þess að græta fyrrverandi starfsmenn Tom DeLay

Hver myndi ekki vilja mæta í opið hús hjá þykjustuþingmanni.jpg

Shelley Sekula-Gibbs tók við sæti Tom DeLay, sem gerði "tæknileg mistök" (það heitir það þegar þingmenn þiggja mútur, brjóta lög og stela peningum skattgreiðenda) og þurfti að segja af sér þingmennsku. Í kosningunum fyrir viku kusu íbúar Sugar-Land og 22 kjördæmis Texas Sekula-Gibbs til þess að taka við sæti DeLay í þær sjö vikur sem eftir eru af þessu þingi, en í almennu kosningunum, þ.e. þar sem kosið var um hver skyldi fulltrúi kjördæmisins næsta kjörtímabil, tapaði Sekula-Gibbs fyrir demókratanum Nick Lampson.

En Sekula-Gibbs ætlar ekki að sitja auðum höndum þær fáeinu vikur sem hún fær að þykjast vera þingmaður í Washington. Hún lýsti því yfir að hún ætlaði að lækka skatta, herða á innflytjendalöggjöfinni, reisa girðingu meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og almennt gera allsherjar skurk... Það var samt ekki djörf frammistaða hennar í baráttunni gegn sköttum eða útlendingum sem hefur vakið mesta athygli, því Sekula-Gibbs virðist vera jafn galin og Katherine Harris og íllgjörn og Jean Schmidt. Sekula-Gibbs var svo vond og andstyggileg að allir starfsmennirnir á þingskrifstofu hennar gengu út á þriðjudaginn!

Sekula-Gibbs erfði nefnilega skrifstofu Tom DeLay og með henni alla fyrrverandi starfsmenn hans. Þetta er semsagt fólk sem hefur unnið undir stjórn harðjaxls sem lét kalla sig "the hammer" - og er því öllu vant. En eftir að hafa unnið fyrir Sekula-Gibbs í fáeina daga var þetta fólk búið að fá nóg! Starfsmannastjóri skrifstofunnar hafði þetta að segja:

“Never has any member of Congress treated us with as much disrespect and unprofessionalism as we witnessed during those five days,” he said. He declined to detail specific behavior.

 

Ástæður uppþotsins eru eitthvað óljósar - það hefur enginn viljað segja hvað Sekula-Gibbs á að hafa gert eða sagt. Hún þarf að vera reglulega mikið ílla innrætt til þess að starfsmenn Tom DeLay gangi út. Samkvæmt orðrómum á internetinu hefur uppreisnin eitthvað með það að gera að Sekula-Gibbs trompaðist þegar Bush bandaríkjaforseti og Dick Cheney mættu ekki í einhverskonar opið hús sem hún hélt á mánudaginn. En það er ekki allt búið - því Sekula-Gibbs hefur heimtað opinbera rannsókn á dónaskapnum í starfsmönnum DeLay:

The turmoil in newly elected Rep. Shelley Sekula-Gibbs’ office deepened Thursday with the Houston Republican demanding a congressional investigation of aides who quit in a mass walkout earlier this week.

Sekula-Gibbs said the staffers, holdovers from her predecessor Tom DeLay, deleted records from the office’s computers Monday, the day before seven of them resigned in apparent protest of their treatment.

Ástæða þess að starfsmennirnir eyddu gögnum af tölvunum eru að vísu þeir voru að fara eftir reglum þingsins, sem segja að öllum tölvugögnum skuli eytt áður en nýjir þingmenn taka við skrifstofum. Sekula-Gibbs er læknir, og bæjarstjórafulltrúi í Huston, og þrígift. Tveir fyrstu eiginmenn hennar létust báðir óvænt... Konan er allavegana nógu scary útlítandi til þess að geta átt piparkökuhús útí skógi.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband