Færsluflokkur: Bush

Fleiri kannanir og kosningaspár

Michelle Bachmann.jpg

Ég er mjög efins um að þetta geti gengið eftir - en það má alltaf láta sig dreyma. America Blog, sem einbeitir sér að því að fylgjast með skoðanakönnunum er gríðarlega bjartsýnt og vitnar máli sínu til stuðings í Larry Sabato. (Freedom Fries hefur, eins og önnur háalvarleg og hátíðleg stjórnmálablogg, hefur einbeitt sér að því að fylgjast með Macaca Allen, enda skoðanakannanir fullar af tölum og tölfræði). Sabato spáir eftirfarandi niðurstöðum:

Öldungadeildin: Demokratarnir vinna 6 sæti, ná meirihluta:
AZ: GOP Kyl
CT: Ind Lieberman
MD: Dem Cardin
MI: Dem Stabenow
MN: Dem Klobuchar
MO: Dem McCaskill
MT: Dem Tester
NE: Dem Nelson
NJ: Dem Menendez
OH: Dem Brown
PA: Dem Casey
RI: Dem Whitehouse
TN: Rep Corker
VA: Dem Webb
WA: Dem Cantwell

Neðri deild þingsins: Demokratar vinna 29 sæti, en þurfa bara 15 til að fá meirihluta.

Ég hef ákveðnar efasemdir um þessa spá - ég hef t.d. ekki séð neinn annan þora að spá því að demokratarnir nái meirihluta í öldungadeilidinni - því til þess þurfa þeir að fella Allen í Virginíu og Talent í Missouri - en kannanir hafa sýnt mjög mjótt á milli demokrata og repúblíkana í báðum fylkjum - og líka að sigra Conrad Burns í Montana. Burns, þrátt fyrir að vera senílt og spillt gamalmenni, en hefur sótt í sig veðrið undanfarna viku. En það má alltaf vona. Spá hans um þingið er trúverðugri. Hann er t.d. búinn að færa Minnesota 6 yfir til Repúblíkana - en margir liberal bloggarar og fréttaskýrendur (t.d. NYT) hafa verið að reyna að halda því fram að Michelle Bachmann (sem er nett spooky btw!) myndi geta tapað fyrir Patty Wetterling.

Og svo að lokum listi yfir hverja við ætlum að fylgjast með á kosningavökunni í kvöld (eftir að ég er búinn í vinnunni klukkan 9 þarf ég að bruna á eina minnstu, en sennilega bestu kosningavöku tvíburaborganna!) Ég setti líklega niðurstöður innan sviga.

CO 04: Angie Paccione (D) og Marily Musgrave (R) - Eftir að upp komst um Ted Haggard er óvíst um hvort value voters í Colorado mæti á kjörstað. Musgrave er í forystu fyrir fósturvísa-lobbíið, og einn helsti krossfarinn í baráttunni gegn "hommaplágunni" og "fóstureyðingafaaldrinum" (Toss up)

FL 13: Tim Mahoney (D) og Joe Negron (R) - Negron kom inn í staðinn fyrir Maf54 Foley. (Tossup-leans Dem)

IN 08: Brad Ellsworth (D) og John Hostettler (R) - Hostettler trúir því að fánabrennur séu alvarlegasta ógnin við Bandaríkin - og er í forystusveit "íhaldsmanna" sem telja hæstarétt eiga að hlýða framkvæmdavaldinu. (Likely Dem)

MI 07: Tim Walberg (R) og Sharon Renier (D) - Sharon er organískur bóndi og Walberg var studdur af Club for Growth og the Minutemen (Likely Rep)

MN 02: John Kline (R) og Coleen Rowley (D) - Rowley varð fræg fyrir að afhjúpa að FBI vissi af sumum 9/11 flugræningjunum, en gerði ekkert til að stöðva þá. Hún hefur hins vegar rekið einhverja ömurlegustu kosningabaráttu haustsins (Solid Rep)

MN 06: Michelle Bachmann (R) og Patty Wetterling (D) - MN 6 var búið til til þess að tryggja öruggt GOP kjördæmi í úthverfum the Twin Cities. Bachmann er eins solid culture warrior og þeir verða - einu málin sem hún hefur áhuga á eru fóstur og samkynhneigð. (Likely Rep)

OH 02: Victoria Wulsin (D) og Jean Schmidt (R) - "Mean Jean" Schmidt er bæði andstyggileg og heimsk. (Toss up - leans dem)

PA 07: Joe Sestak (D) og Curt Weldon (R) - Weldon hefur átt í viðskiptum við rússnesku mafíuna og serbneska stríðsglæpamenn, ég meina rússneska bissnessmenn og serbneska þjóðernissinna. (Leans Dem)

PA 10 Chris Carney (D) og Don Sherwood (R) - The Pennsylvania Strangler hefur reynt að höfða til fjölskyldugildanna í kosningabaráttunni... (Leans dem)

TX 22: Nick Lampson (D) og Shelley Sekula Gibbs (R) - TX 22 er kjördæmi Tom DeLay - og Sekula Gibbs er "write in candidate" (Toss up)

Þar að auki er mikilvægt að sjá hvernig demokrötunum reiðir af í kosningum til fylkisstjóra og fylkisþinga - en það er í fylkjunum sem það ræðst hvernig næstu kosningar fara. Það er í fylkjunum sem kjördæmi eru ákveðin, og það er í fylkjunum sem atkvæði í forsetakosningunum 2008 verða talin. Velgengni repúblíkana undanfarin ár hefur að miklu leyti ráðist af sterkri stöðu þeirra bæði í fylkisþingum og á fylkisstjórastólum.

M


Bush bræðurnir eyða deginum og kvöldinu með Katherine Harris

buuhuu það eru allir búnir að vera svo vondir við mig.jpg

Það er eitthvað bæði hjartnæmt og líka pínulítið disturbing við að báðir Bush bræðurnir ætli að eyða seinasta deginum fyrir kosningar með Katherine Harris. Samkvæmt Wall Street Journal verða nefnilega bæði George og Jeb Bush Harris innan handar á lokasprettinum:

Appearing with the president instead will be his brother, Gov. Jeb Bush, and Senate candidate Katherine Harris – whom White House strategists regarded as so hapless that they tried to ease her out of the race last summer.

Fylgi Harris er einhverstaðar á milli 20-30% lægra en mótframbjóðandans, og ég get ekki alveg séð hvernig nærvera Bushbræðranna getur komið í veg fyrir að hún skíttapi. Það eru aðrir frambjóðendur, eins og "The Pennsylvania strangler" Don Sherwood eða Conrad Burns í Montana sem eiga ennþá smá séns á að ná kosningu, og hafa sóst eftir félagsskap forsetans. En Bush er auðvitað góðhjartaður maður. Að vera viðstaddur pólítískan dauðdaga Harris er það minnsta sem hann gat gert, í ljósi þess að Harris var viðstödd fæðingu Bushstjórnarinnar: hún var secertary of state fyrir Flórída þegar Bush vann, á mjög svo dúbíus hátt, öll atkvæði Flórída í forsetakosningunum 2000. Harris stoppaði endurtalningu atkvæða þegar ljóst var að útkoma endurtalningarinnar myndi verða Al Gore í vil. Harris færði Bush Hvíta Húsið að gjöf, svo örlög hennar og Bush eru mjög svo samtvinnuð!

En það er annað en hugmyndin um Bushbræðurna að hugga Harris eftir niðurlægjandi kosningaósigur sem mér finnst disturbing. Eftir tvö ár þarf W líka að fara að leita sér að nýrri vinnu, og þá þarf Bandaríska þjóðin að leita sér að nýjum forseta. Jeb Bush er að yfirgefa fylkisstjórastólinn, og það er ekkert leyndarmál að sumir repúblíkanar hafa látið sig dreyma um að koma þriðja meðlimi Bush fjölskyldunnar á forsetastólinn.

The White House has been quick to refute suggestions that Bush is losing relevance, however. Asked about how Bush feels about being on his last campaign, spokesman Tony Snow said, “I know you guys are desperate for, you know, the President sort of putting on the spurs and walking off into the sunset, but there’s also a 2008 campaign to come and two more years of this presidency. Trust me, you guys need to strap on your running shoes, because it’s going to be a busy two years.

Indeed.

M


Það kannast enginn við Haggard...

Ef hann hefði nú bara lamið konuna sína - eins og heiðarlegir pólítíkusar.jpg

Hvorki Jerry Falwell né Bush Bandaríkjaforseti þykjast nokkurntímann hafa heyrt minnst á closeted- meth-fiend/tele-evangelist Ted Haggard. Og það þó mr Haggard hafi verið forseti Landssamtaka Evangelista - sem hafa rétt rúmlega 30 milljón meðlimi, leiði sína eigin megakirkju í Colorado Springs, Colorado með minnst 14.000 meðlimi, sé talinn meðal 25 áhrifamestu trúarleiðtoga Bandaríkjanna, hafi tekið þátt í vikulegum símaráðstefnum með forseta Bandaríkanna. Í viðtali á CNN hélt Falwell því fram að hann hefði aldrei hitt Haggard, sem væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, hvort sem er eiginlega ekki alvöru evangelical christian:

ZAHN: The Reverend Ted Haggard, who is the president of the National Association of Evangelicals, a man who represents some 30 million evangelicals in this country, is stepping down after allegations he carried on a three-year affair with a male prostitute. You're reaction?

REV. JERRY FALWELL: Well, I don't know him. I haven't met him, and he's been rather critical of activists like Dr. James Dobson and myself. In pastors' meetings, he's said we shouldn't be aggressive as we have. I certainly sympathize with his family and the great congregation that he pastors there…

En hvað með forsetann? Tony Fratto, einn af talsmönnum hvíta hússins þvertekur fyrir að forsetinn hafi haft neitt með Haggard að gera:

Q: This Reverend Haggard out in Colorado, is he someone who is close to the White House? There had been reports that he was on the weekly call with evangelicals. Is that true?

MR. FRATTO: I'm actually told that that's not true, that he has — in terms of a weekly call that he has? He had been on a couple of calls, but was not a weekly participant in those calls. I believe he's been to the White House one or two times. I don't want to confine it to a specific number because it would take a while to figure out how many times. But there have been a lot of people who come to the White House….

Það er forvitnilegt að hafa í huga að þetta er sami George W Bush sem finnst það minnsta mál að mæta á kosningafundi fyrir Don "the Pennslylvania Strangler" Swerwood. Það er nefnilega stórmunur á því að sofa hjá karlmönnum eða að lemja og kyrkja konur.

M

ps: Nú um helgina mun Bush heimsækja Colorado - heimafylki Haggard - þar sem hann er að berjast fyrir Marilyn Musgrave. Musgrave hefur lýst því yfir að alvarlegasta ógnin sem steðji að Bandaríkjunum sé "hommaplágan", en hún, er í sama félagi og Santorum og John Hostettler (IN). Musgrave hefur verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum alveg þar til á seinustu vikum, en samkvæmt nýjustu könnun er frambjóðandi demokrata, Angie Paccione, einu prósentustígi á eftir Musgrave: 44% vs 43%. Fyrir tveimur vikum var Musgrave með 48% en Paccione með 38%. Það er vonandi að Methgate Haggard verði til þess að Musgrave tapi!


Hryðjuverkamenn kjósa demokrataflokkinn

Rumsfeld prepares to use the sith force lightning.jpg

Ein aumasta röksemdafærslan fyrir því að Repúblíkanar séu þeir einu sem hægt sé að treysta til þess að leiða Bandaríkin í stríðinu gegn hryðjuverkum er að hryðjuverkamennirnir séu allir einhverskonar demokratar, og að hryðjuverk og árásir á bandaríska hermenn í Írak séu allt partur af einhverskonar kosningaherferð Al-Qaeda fyrir Demokrataflokkinn. Ég hef svosem ekki persónulega séð neinar sannanir fyrir því að Abu Musab al-Zarqawi hafi ekki verið meðlimur í Demokrataflokknum, en það getur varla skipt nokkru máli hvort hryðjuverkamennirnir vilji að Demokratar eða Repúblíkanar vinni í kosningunum í nóvember. Kosningar snúast um að velja hæfasta fólkið til þess að stjórna og leiða þjóðir. Þær eru ekki tækifæri til þess að senda skilaboð til fanatíkusa í fjarlægum löndum.

En Repúblíkanar vita auðvitað að það myndi enginn heilvita manneskja sem hefur fylgst eitthvað með fréttum komast að þeirri niðurstöðu að þeir væru réttu mennirnir til þess að stýra Bandaríkjunum. Þá er um að gera að sannfæra kjósendur um að Al-Qaeda yrði ægilega svekkt ef Repúblíkanar vinni. Og fyrst það er ekki hægt að sigra Al-Qaeda og "the insurgents" í Írak er allavegana hægt að ergja þá með því að kjósa Santorum og Conrad Burns?!

Í útvarpsviðtali hjá Scott Hennen, sem er talk radio host í Norður Dakota, lýsti Donald Rumsfeld því yfir að terroristarnir væru allir að vonast eftir sigri demokrata:

MR. HENNEN: I have a source in the Pentagon that has told me that recently there was a website of one of the terrorist groups, and I believe it might even be multiple websites, that are specifically in Arabic talking about influencing our elections in two weeks, about how the next two weeks is very crucial; the violence needs to be ramped up so as to influence the elections. Is that true?

SEC. RUMSFELD: I have seen those reports that there are terrorist websites that say that. It would be logical, obviously. It worked in Spain. And these people are smart. They're vicious. They're determined. And they watch very carefully what's taking place in the United States. They know there's this coming up. And I wouldn't doubt it for a second.

Rumsfeld hélt því fram að það væri "rökrétt" að hryðjuverkamenn væru að reyna að skapa glundroða til þess að demokrötum myndi ganga betur, og tók heilshugar undir analýsu Hennen:

Here they are, getting up every day saying, “We’ve got an election in two weeks in America, gang, and we want to change horses over there because we don’t like the folks we’re having to deal with now; they’re a little tough on us. So let’s get out there and let’s make some noise.

Rumsfeld er ekki einn um þessar kenningar. Dick Cheney, Bush og Tony Snow hafa undanfarna viku allir reynt að halda þessu sama fram:

Dick Cheney:

... the terrorists are actually involved and want to involve themselves in our electoral process, which must mean they want a change

George Bush:

There’s certainly a stepped up level of violence, and we’re heading into an election. … They [Al Qaeda] believe that if they can create enough chaos, the American people will grow sick and tired of the Iraqi effort and will cause government to withdraw.

Tony Snow:

And as Lieutenant General Caldwell said today in his briefing in Baghdad, it is possible, although we don't have a clear pathway into the minds of terrorists, it is possible that they are trying to use violence right now as a way of influencing the elections.

Það er vissulega rétt að við höfum ekki "a clear pathway into the minds of terrorists" og það má guð einn vita hvað þeir eru að hugsa. Hvað þeir ætli að hafa í kvöldmatinn á laugardaginn? Hvað málið sé eiginlega með Madonnu og Malawi ættleiðinguna? Hvort Brad Pitt sé ekki betur settur með Angelínu Jolie, enda hún miklu sætari og flottari en Jennifer Aniston? Hver veit. Kannski eru einhverjir þeirra líka að hugsa um kosningarnar í nóvember.

En þegar Bush er spurður hreint út, hvort hann hafi einhverjar heimildir fyrir því að hryðjuverkamenn eða "the insurgents" séu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar í nóvember, er svarið einfalt: nei!

STEPHANOPOULOS: So they’re trying to influence the elections?

BUSH: It could be. I don’t know. I haven’t - I don’t have any intelligence that says that.

M


Bush, Rumsfeld og Tony Snow ósammála um hvað forsetinn hafi yfirleitt átt við með "stay the course"

Stay the Course.jpg

Um daginn hélt George Bush því fram að hann hefði aldrei sagt að Bandaríkin yrðu að "stay the course" í Írak - og að hann væri altaf opinn fyrir nýjum hugmyndum og væri alltaf að leita að nýjum leiðum til að vinna stríðið í Írak. Þetta fannst öllum sem hafa opnað dagblað eða kveikt á kvöldfréttum undanfarin tvö til þrjú ár vera merkilegar fréttir, því Bush hefur ekki tjáð sig um stríðsreksturinn í Írak án þess annaðhvort lýsa því yfir að stríðið væri unnið, það væri við það að vinnast, eða að það yrði að "stay the course".

Þó Bush og ríkisstjórn hans hafi reyndar gert útúrsnúninga og veruleikaviðsnúning að einkennisorðum sínum, virðist sem þetta seinasta útspil forsetans standi aðeins í nánustu samverkamönnum hans. Tony Snow reyndi að útskýra hvað forsetinn hefur verið að segja:

Q Tony, it seems what you have is not "stay the course." Has anybody told the President he should stop calling it "stay the course" then?
MR. SNOW: I don't think he's used that term in a while.
Q Oh, yes, he has, repeatedly.
MR. SNOW: When?
Q Well, in August, because I wrote a story saying he didn't use it -- and I was quite sternly corrected.
MR. SNOW: No, he stopped using it.
Q Why would he stop using it?
MR. SNOW: Because it left the wrong impression about what was going on. And it allowed critics to say, well, here's an administration that's just embarked upon a policy and not looking at what the situation is, when, in fact, it's just the opposite. The President is determined not to leave Iraq short of victory, but he also understands that it's important to capture the dynamism of the efforts that have been ongoing to try to make Iraq more secure, and therefore, enhance the clarification -- or the greater precision.
Q Is the President responsible for the fact people think it's stay the course since he's, in fact, described it that way himself?
MR. SNOW: No.

Með öðrum orðum, forsetinn hefur ekki notað þetta orðalag í langan, langan tíma, og þess utan er ekki hægt að ætlast til þess að forsetinn taki ábyrgð á því að fólk taki mark á því sem hann segir: Hann meinti aldrei að það ætti að "stay the course" þegar hann notaði það orðalag, og það er ekki honum að kenna að fólk hélt að hann væri að segja "stay the course".

Og það besta er að við eigum ekki heldur að taka mark á því þegar forsetinn heldur því fram að hann hafi aldrei sagt "stay the course"... Donald Rumsfeld sagði í viðtali við Sean Hannity að stefna forsetans væri eftir sem áður "stay the course"...

HANNITY: A lot of debate has no emerged over the phrase “stay the course,” and what that actually means. “Well, the President is backing away from staying the course.”

RUMSFELD: Aww, that’s nonsense.

HANNITY: He’s not backing away from staying the course?

RUMSFELD: Of course not. The concern was that it gave opponents the chance to say, “Well, he’s not willing to make adjustments,” and of course, just the opposite is true.

Semsagt: forsetinn hefur aldrei sagt að stefna Bandaríkjanna væri "stay the course" - Tony Snow segir að það eigi hvort sem er ekki að taka mark á forsetanum, og Rumsfeld segir að það hafi aldrei hvarflað að forsetanum að það ætti ekki að "stay the course"? En svo kemur Tony Snow aftur, og núna er hann búinn að komast að því að forsetinn sagði kannski einhverntímann "stay the course". Nákvæmlega 8 sinnum. Ekki meira! (Think Progress tók saman lista yfir 30 skipti sem forsetinn hefur opinberlega sagt að það yrði að "stay the course".)

Update: DNC (Democratic National Committee) hefur sent frá sér sjónvarpsauglýsingu þar sem Bush, Snow og Cheney skiptast á að segja "stay the course, stay the course, stay the course" og svo er skipt yfir í Bush að segja "we have never been stay the course" - ásamt skilaboðum frá DNC: MR President, America deserves more than a change in rhetoric, America deserves a change in policy". Það er hægt að sjá auglýsinguna á Americablog.

M


Bush notar aldrei tölvupóst, en finnst gaman að "googla": "like, I kind of like to look at the ranch on Google"

Bush að tölva.jpg

Forsetinn var spurður að því í viðtali við CNBC hvort hann hefði einhverntímann notað Google. Bush lýsti því yfir að hann hafi ekki mikið vit á tölvum, og sér væri eiginlega frekar ílla við þær, af því að þær eru fullar af allskonar "tölvupósti" sem fólk vilji að hann lesi. Það sama gildir hins vegar ekki um Google - því það sé nefnilega stórskemmtilegt að googla.

"One of the things I’ve used on the Google is to pull up maps. It’s very interesting to see that. I forgot the name of the program, but you get the satellite and you can — like, I kind of like to look at the ranch on Google, reminds me of where I want to be sometimes. Yeah, I do it some."

Aumingja Bush, situr einn í skrifstofunni sinni meðan Cheney, Rumsfeld og Rove eru uppteknir við að stjórna landinu, og googlar kort og gerfihnattamyndir af búgarðinum sínum. En það er þó gott að hann skuli ekki vera búinn að læra á afganginn af "the worldwide intertubes", því í þeim er margt fleira en draumórar um búgarða:

"I tend not to email or — not only tend not to email, I don’t email, because of the different record requests that can happen to a president. I don’t want to receive emails because, you know, there’s no telling what somebody’s email may — it would show up as, you know, a part of some kind of a story, and I wouldn’t be able to say, "Well, I didn’t read the email." "But I sent it to your address, how can you say you didn’t?" So, in other words, I’m very cautious about emailing."

Hvaða póstur nákvæmlega er það sem Bush er hræddur við að fá sendan? Hverskonar bissness eru Bush og aðstoðarmenn hans að reka sem gerir forsetann hræddan við að fá póst?! Maðurinn er of hræddur um að skilja eftir sig "a paper trail" og er svo upptekinn af því að vernda það sem heitir "plausible deniability" til að hann geti notað tölvupóst! En það er gott að Bush og félagar virðast geta lært af sögunni: Nixon lét taka upp allt sem fram fór á forsetaskrifstofunni. Bush er varkárari.

M


Bush yngri skammar Bush eldri

Bushfeðgar ræða málin.jpg

Í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina á Sunnudaginn skammaði Bush pabba sinn fyrir að hafa lýst yfir áhyggjum af því að Demokratarnir kynnu að vinna í kosningunum í nóvember. Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum hafa, alveg síðan bók Bob Woodward, State of Denial, kom út haft mikinn áhuga á sambandi Bushfeðganna. Woodward byggði nefnilega lykilhluta bókarinnar á samræðum við nánustu samstarfsmenn Bush eldri. Fréttir af erfiðu sambandi þeirra gera fjölmiðlum líka kleift að auka á "persónulega" vínkilinn í "human interest" harmleiknum sem kosningabarátta repúblíkana hefur breyst í. Kjósendur hafa alltaf hrifist af "manninum" Bush, hvernig sem á því stendur.

Aðdragandi þessarar síðustu uppákomu í fjölskylduharmleik Bushfjölskydlunnar var ræða Bush eldri á fjáröflunarsamkomu Repúblíkana í Philadelphiu. Þó það hafi ekki fylgt fréttinni hefur hann sennilega verið að væla út peninga fyrir Rick Santorum, því hver annar í Pennsylvaníu getur kallað á Bush-klanið til að mæta í fjáröflunarboð? Það bárust reyndar engar sögur af því að Bush eldri hefði verið eltur inní kústaskáp eins og Jeb Bush, enda færri stálverkamenn í Phíladelphíu en Pittsburg. En semsagt, Bush eldri sagðist hafa þungar áhyggjur af yfirvofandi valdatöku Demokrata.

"if we have some of these wild Democrats in charge of these (congressional) committees, it will be a ghastly thing for our country."

He was also quoted as saying, "I would hate to think ... what my son's life would be like" if their Republican Party lost its majorities.

Gamli maðurinn hefur augljóslega ekki bara áhyggjur af framtíð þjóðarinnar, heldur líka miklar áhyggjur af sálarheill og líðan sonar síns... En eins og synir almennt, er Bush yngri fullur af þvermóðsku og kann engann veginn að meta umhyggju pabba síns: 

"He shouldn't be speculating like this, because -- he should have called me ahead of time and I'd tell him they're not going to (win)," a smiling Bush told ABC "This Week"

Því Bush veit auðvitað betur en skoðanakannanir. Hann veit að repúblíkanar munu vinna. Þegar ABC spurði hann út í þetta, hvort hann hefði einhverjar áhyggjur var svarið einfalt: "Not really ... I'm a person that believes we'll continue to control the House and the Senate." Bush hefur alltaf gert mikið úr trúarsannfæringu sinni, hann hefði einhverskonar "faith based" afstöðu til veraldarinnar. Meira að segja pabbi hans er farinn að hafa áhyggjur af því að forsetinn hafi endanlega misst veruleikatenginguna.

Þessi staðfasta sannfæring Bush og nánustu samstarfsmanna hans, um að þeir muni ekki missa meirihlutann í þinginu í nóvember veldur reyndar bæði repúblíkönum og sumum vinstrimönnum áhyggjum. Repúblíkönum vegna þess að þeir hafa áhyggjur af því að Bush hafi engin plön um hvernig hann ætli að stjórna landinu ef demokratar vinni - og sumir vinstrimenn vegna þess að þá grunar að sannfæring Bush um sigur skýrist af því að repúblíkanar séu með eitthvað diabolical scheme til þess að snúa kosningunum sér í hag, t.d. að kosningavélarnar séu allar forritaðar til þess að tryggja repúblíkönum nauman sigur, sama hvernig atkvæðin falli...

M


Bush segist aldrei hafa sagt að það þyrfti að "stay the course" í Írak - Tony Snow lemur höfðinu í ræðupúltið

Tony Snow sýnir blaðamönnum að Rogeinið virki - hann sé ekkert að verða sköllóttur.jpg

Í viðtali við ABC sjónvarsstöðina reyndi Bush að halda því fram að hann hefði aldrei sagt að bandaríkin yrðu að "stay the course" í Írak:

STEPHANOPOULOS: James Baker says that he’s looking for something between “cut and run” and “stay the course.”

BUSH: Well, hey, listen, we’ve never been “stay the course,” George. We have been — we will complete the mission, we will do our job, and help achieve the goal, but we’re constantly adjusting to tactics. Constantly.

Þetta eru fréttir. Í fyrsta lagi er það athyglisvert að forsetinn skuli nú hafa einhverja strategíu í írak, og svo er það líka athyglisvert að hann skuli aldrei hafa sagt að það yrði að "stay the course"! Ég man ekki eftir því að hafa heyrt Repúblíkanana segja mikið annað um Írak en að það þurfi að "stay the course", og satt best að segja hélt ég að það væri öll strategía þeirra!

Og fyrir örfáum dögum sagði forsetinn reyndar í viðtali við AP að það kæmi ekki til greina að hann breytti um stefnu í Írak: "Our goal has not changed".  Bob Woodward segir líka að Bush hafi sagt að hann myndi ekki breyta um stefnu í Írak, þó að allir aðrir en Laura og Barney, hundurinn hans, hefðu snúið við hann baki. Úr 60 minutes:

Bob Woodward: Late last year, he had key Republicans up to the White House to talk about the war, and said 'I Will Not Withdraw Even If Laura And Barney Are The Only Ones Supporting Me.' Barney is his dog."

Þetta hefur fram að þessu átt að sýna venjulegum bandarískum kjósendum að Bush væri maður sem hefði sannfæringu, og skipti ekki um skoðun. Fyrr í haust ætluðu republíkanar að heyja kosningabaráttuna á þessari "stay the course" línu: Demokrötum væri ekki treystandi til að stjórna því þeir myndu "cut and run". En því miður eru kjósendur ekki lengur sérstaklega hrifnir af þessari þrjósku forsetans. Það er nefnilega eitt að standa við orð sín og vera ekki einhverskonar vingull sem hefur eina skoðun í dag og aðra á morgu, og annað að neita að horfast í augu við raunveruleikann.

Fyrir vikið hafa frambjóðendur flokksins reynt að forðast alla umræðu um Írak. Frétt í New York Times um daginn fjallaði um þennan merkilega viðsnúning í umræðunni um Írak. Samkvæmt könnun blaðsins voru tveir þriðju kjósenda ósáttir við stefnu forsetans í Írak, og 66% sögðu að stríðið væri "going somewhat or very badly." Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að Demokrötum væri betur treystandi þegar kæmi að Írak. Þegar haft er í huga að stríðið í Írak eða undirbúningur þess, og "stay the course" voru helstu kosningamál Repúblíkana 2002 og 2004, er ljóst að hér er á ferðinni mikilvæg breyting á pólítísku landslagi í Bandaríkjunum:

With three weeks until Election Day, Republican candidates are barely mentioning Iraq on the campaign trail and in their television advertisements.

Even President Bush, continuing to attack Democrats for opposing the war, has largely dropped his call of “stay the course” and replaced it with a more nuanced promise of flexibility.

Það er erfitt fyrir forsetann og repúblíkana að skipta um stefnu, því seinustu ár hafa þeir lagt gríðarlega vinnu í að sannfæra kjósendur um að það væri aðeins um tvennt að velja: stay the course eða cut and run, og að allt tal um "nuances" og "flexibility" væri appeasement.

Þegar menn hafa málað sjálfa sig út í horn með stórkarlalegum yfirlýsingum eða vanhugsaðri orðræðu almennt reyna þeir að snúa sig út úr vandræðunum með því að fara að rífast um merkingu og skilgreiningu orða: það ylti allt á því hvað orðin "alone" eða  "is" þýddu. Clinton varð á sínum tíma frægur fyrir þesskonar orðhengilsröksemdafærslu. En Bush er ekki minni maður en Clinton, og nú síðast hefur hann reynt að fá blaðamenn til þess að rökræða merkingu orðsins "sigur".

QUESTION: Just a simple question: Are we winning?

SNOW: We’re making progress. I don’t know. How do you define winning?

En það er of erfitt að reyna að endurskilgreina sigur, sem er eiginlega of gegnsætt orð til þess að það sé hægt að snúa merkingu þess við. Þess í stað hefur hann ákveðið að reyna að sannfæra kjósendur um að hann myndi ekki breyta um strategíu, en hann myndi vissulega breyta um tactics.

Presidential spokesman Tony Snow said that while Bush might change tactics, he would not change his overall strategy.

En þegar forsetinn segist stöðugt vera "adjusting to tactics" og þegar Snow segir að Bush sé að íhuga að breyta um tactics eru þeir félagar bara að leika sér að orðum. Hvað eiga þeir eiginlega við? Þegar Tony Snow var spurður út í þetta, og beðinn um að útskýra hvað hann ætti við þegar hann talaði um "strategíu" og "tactics", lenti hann í mestu vandræðum þar sem hann var að reyna að endurskilgreina þessi hugtök fyrir nærstöddum:

Q Let me ask you a question to make sure that I have my arms around -- we've been talking tactics and strategy and objectives. Let's get it on the table, and for purposes of future discussion, even, have an understanding of what we're talking about. Strategy, as I understand it, is how war is conducted, it's a plan of action.

MR. SNOW: That's going to fall more -- let me explain --

Q And tactics are how you implement that, right?

MR. SNOW: Let me try to explain the terms I'm using the way I've used, because it's given us all plenty to talk about the last two weeks. 

Og í kjölfarið kom löng útlistun á því hvernig tactics er raunverulega strategía, eða "policy", eða semsagt eiginlega þannig að allt sem Bandaríkjamenn væru að gera í Írak "tactics".

Q Okay, and that's the Snow definition --

MR. SNOW: Yes.

Q Webster's has "tactics" as: the way you implement strategy.

Snow fór svo að tala um að það væru líka "mid level goals", og þau væru stöðugt í endurskoðun. Fréttamennirnir héldu áfram að reyna að fá það á hreint hvað Snow væri eiginlega að reyna að segja:  

Q Tony, what is James Baker doing? What are they looking at, if not trying to change the strategy? It almost seems like you're changing the definition of strategy to fit tactics in the middle --

MR. SNOW: No, what I'm trying to do is to come up with some way in which you and I can talk the same language so that we don't all go cross-eyed in total bewilderment and confusion. And so perhaps -- look, you guys, why don't you email me the labels you want me to use for these various groupings that I've given to you.

Q I just want to know, James Baker is using -- will look at strategy, and you're saying you're going to listen to James Baker and Lee Hamilton and this bipartisan report --

MR. SNOW: Well, I think what they're talking --

Q -- then what's strategy in your definition?

MR. SNOW: I think they will agree with what I described as "strategy," which is --

Að lokum var Snow orðinn svo uppgefinn að hann lamdi höfðinu í ræðupúltið! Í beinni útsendingu, hvorki meira né minna!! "The cross-eyed total bewilderment and confusion" sem Snow var að tala um hefur sennilega náð tökum á honum í smá stund! Það er hægt að sjá vídeóupptöku af Tony Snow að berja höfðinu við ræðupúltið hér, og svo er hægt að sjá upptöku af öllum fundinum, og lesa transcript hér. 

M


Bill O'Reilly ætlar að fara "inní blogospherið" "með handsprengju" til að stoppa alla vondu bloggarana

svona stór.jpg

Bill O'Reilly sagði í The O'Reilly Factor í gær að hann vissi fyrir víst að forsetinn vissi ekki "hvað væri að gerast á internetinu", og að þar réðu ríkjum dularfullir bloggarar, á háum launum, sem hefðu það markmið eitt að standa í skítkasti og árásum á góða og heiðarlega menn, eins og Bush og O'Reilly. En O'Reilly er með lausnina á hreinu: Hann dreymir um að "fara inní blogospherið" og ráða alla þessa vondu bloggara af dögum, með handsprengju...

I know for a fact that President Bush doesn’t know what’s going on in the Internet. I know that for a fact because I did ask around. ... He is lucky, because these are hired guns. These are people hired — being paid very well to smear and try to destroy people.

I think - I have to say President Bush has a much healthier attitude toward this than I do. Because if I can get away with it, boy, I’d go in with a hand grenade

Kannski hann sjái fyrir sér að hann geti einhvernveginn skriðið inní "the worldwide intertubes", því eins og senator Ted "Bridge to nowhere" Stevens (R-AL) benti á í þingumræðum í sumar, þá er "the internet a series of tubes", og um þessi rör öll flæða einhver "internet", og þau geta flækst, enda "net", og rörin stíflast:

I just the other day got, an internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday and I just got it yesterday. Why?

Because it got tangled up with all these things going on the internet commercially...

They want to deliver vast amounts of information over the internet. And again, the internet is not something you just dump something on. It's not a truck.

It's a series of tubes.

And if you don't understand those tubes can be filled and if they are filled, when you put your message in, it gets in line and its going to be delayed by anyone that puts into that tube enormous amounts of material, enormous amounts of material.

Veraldarvefirnir eru merkilegir, og dularfullir. Ekki furða að hugsuðir eins og Bill O'Reilly og Ted Stevens eigi í mestu erfiðleikum með að skilja hvað þar fer fram.

M

(Á myndinni er O'Reilly sennilega að sýna hversu lítill maður þarf að verða til að geta skriðið inní veraldarrörin?)


Leynivopn Ísraelshers: Klingon disruptors, Thalaron Cannons - bandarískir vísindamenn hanna "a cloaking device"

star-wars-in-space.jpg

Og hver myndi þá verða hissa á að frétta að Bandaríkjastjórn sé að búa sig undir geimhernað? Í morgun las ég frétt á the Guardian: "Gaza doctors say patients suffering mystery injuries". Samkvæmt the Guardian hafa læknar á Gaza verið að taka á móti mönnum með stórskrýtin skotsár:

Doctors said that, unlike traditional combat injuries from shells or bullets, there were no large shrapnel pieces found in the patients' bodies and there appeared to be a "dusting" on severely damaged internal organs.

"Bodies arrived severely fragmented, melted and disfigured," said Jumaa Saqa'a, a doctor at Shifa hospital, the main casualty hospital in Gaza City. "We found internal burning of organs, while externally there were minute pieces of shrapnel. When we opened many of the injured people we found dusting on the internal organs."

At the Kamal Odwan Hospital, in Beit Lahiya, deputy director Saied Jouda, said he had found similar injuries. "We don't know what it means - new weapons or something new added to a previous weapon," he said. "We had patients who died after stabilisation and that is very unusual."

Kannski ekki Thaleron rays? Ísreaelsher neitar því líka að hafa verið að gera tilraunir með ný vopn. En þá sá ég þessa frétt frá AP: "Scientists create cloak of invisibility" - en AP heldur því fram að vísidamenn í Bretlandi og Bandríkjunum hafi hannað einhverskonar cloaking device, og að í fyrstu tilraun hafi þeim tekist að láta koparhólk hverfa. Vísindamenn eru auðvitað hæst ánægðir með þessar fréttir:

the ideas raised by the work "represent a first step toward the development of functional materials for a wide spectrum of civil and military applications."

En gamanið var ekki búið, því þriðja fréttin sem ég las var frétt Washington Post um nýjustu geimáætlanir Bandaríkjaforseta: "Bush Sets Defence As Space Priority":

Bush's top goals are to "strengthen the nation's space leadership and ensure that space capabilities are available in time to further U.S. national security, homeland security, and foreign policy objectives" and to "enable unhindered U.S. operations in and through space to defend our interests there."

Það er augljóst að Mossad og Bandaríkjaher eru að undirbúa sig undir geimhernað: Cloaking devices, Klingon Disruptors, "Space Defence"! Það vantar samt ennþá transporters og Warp drive. En bíðum við. Fyrir örfáum dögum sá ég þessa frétt hjá Reuters: "Scientists teleport two different objects", og nú voru það danskir vísindamenn við Niels Bohr Institute sem fluttu nokkrar efnisagnir yfir stutta vegalengd:

The experiment involved for the first time a macroscopic atomic object containing thousands of billions of atoms. They also teleported the information a distance of half a meter but believe it can be extended further.

"Teleportation between two single atoms had been done two years ago by two teams, but this was done at a distance of a fraction of a millimeter," Polzik, of the Danish National Research Foundation Center for Quantum Optics, explained. "Our method allows teleportation to be taken over longer distances because it involves light as the carrier of entanglement," he added.

Að vísu er vísindamennirnir ekki alveg nógu sannfærðir um að þeir muni geta flutt fólk og stærri hluti á milli geimskipa alveg í bráð, og segja ekkert um "the development of functional ... military applications" eða hvort þessi tækni muni "enable unhindered U.S. operations in and through space to defend our interests there." En semsagt, nú vantar okkur bara Warp drive!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband