Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ted Haggard: "það fer enginn til helvítis ef hann býr í Colorado Springs" og nýjasta lag Paul Hipp um Haggard

haggard boðar ást og náungakærleik - og hatur á syndsamlegu óeðli.jpg

Paul Hipp er einhverskonar pólítískur tónlistarmaður eða grínisti, ég get ekki alveg áttað mig á hvort - en á myspace síðu hans eru nokkur lög um Cheney, Rumsfeld og Bush. Fyrir þá sem hafa ekkert betra að gera en að lesa veraldarrrörin og hafa sæmilega góða nettengingu er það vel þess virði að heimsækja heimasíðu Hipp. Nýjasta lag hans er um Haggard, og það er hægt að hlusta á það hér. Tekstinn er svo við endann á þessari færslu. Af Haggard virðist hins vegar allt gott að frétta. Hann sendi söfnuði sínum tárvotar ástar- og saknaðarkveðjur á sunnudaginn - baðst afsökunar á að vera syndgari og hvaðeina. Og samkvæmt hans eigin prívat guðfræði er víst alveg öruggt að hann endi ekki í helvíti, hvað sem fyrirgefningu syndanna og persónulegri ábyrgð líður, því með því að láta nógu marga sanntrúaða biðjast nógu mikið fyrir og ákalla jesú nógu hátt er hægt að frelsa heilu borgirnar í einu!

In Ted Haggard’s book, "Primary Purpose", published in 1995, it is said that the spiritual climate in your city can be changed to such an extent that it will be "hard for people to go to hell from your city ... It happened in Colorado Springs, and it can happen in your city too.

Það hlýtur að koma sér vel fyrir Haggard? Haggard á að hafa hvatt trúaða til þess að keyra um hraðbrautir og götur og biðjast fyrir á meðan, svo íbúar í nágrenninu myndu líka frelsast. Haggard rak líka "worldwide prayer center", sem hann sagði að væri stærasta bænastöð sinnar tegundar - þaðan voru bænir tugþúsunda sanntrúaðra samræmdar. Haggard og sérfræðingar á vegum kirkjunnar rýndu í fréttir til þess að ákveða fyrir hverju ætti að biðja hverju sinni, og svo voru send út fyrirmæli til safnaðarmeðlima um fyrir hverju ætti að biðja. Þetta hefur verið einhverskonar hugarorkuveita?

M

Tekstinn við The Ballad of Haggard:

I been preachifying moralizing every day
Trying to get all lost souls to come my way
Cause I know what you sinners lack
and I know what you need
A back rub from a muscle man and godspeed
(CHORUS)

Give me meth and man ass on a sunday morning
Meth and man ass sure as I am born again
Meth and man ass I dont need nothing more
Just meth and man ass and well praise the lord
(CHORUS)

This train dont take no sinners
No murderers, no thieves no gays
You ask me what keeps this train running smooth
Well Ill bow my head and softly say
(CHORUS)

If a man lays with a man as with a woman
The bible says so shall he be killed
If a man snorts a gram with a male prostitute
Someones collection baskets geting filled
(CHORUS)

I'm looking for someone to turn the other cheek
I'll go on Larry King and tell him "Larry, I was weak"
Deliver me from evil and deliver me from greed
Deliver me a hot stud and a couple grams of speed


Sómalskir leigubílstjórar neita að keyra fólk með duty-free vín frá Minneapolis-St Paul flugvellinum...

I 94.jpg

Þetta er ein af þessum local fréttum sem eru ekki bara fyndnar, heldur líka stórmerkilegar. Semsagt: í Kóraninum, sem er víst einhverskonar helgirit fyrir sómalska innflytjendur í Minnesota, segir m.a. að áfengi sé stórt no-no. Og furðulega hátt hlutfall sómölsku innflytjendanna í Minneapolis og St Paul hefur fundið sér vinnu við að keyra leigubíla. Að vísu er hægt að finna leigubílstjóra af öðru þjóðerni, og flestir þeirra eru tilbúnir til þess að eiga í löngum samræðum um hversu ómugulegir leibubílstjórar sómalirnir séu. Vegna þess að þeir kunna ekki ensku, kunna ekki á umferðarreglurnar, eða vita ekki hvar neitt sé, og kunni ekki á hraðbrautirnar. Þetta síðasta er að vísu rétt: Ég hef sjálfur þurft að útskýra fyrir leigubílstjóra hvernig hann eigi að finna I 94 - sem er á eftir I 35 mikilvægasta hraðbraut the Twin Cities. I 94 liggur þvert í gegn um bæði St Paul og Minneapolis, og þaðan eins og leið liggur alla leið til Seattle með viðkomu í Fargo.

En það er ekki þetta sem hefur verið að angra farþega á alþjóðaflugvellinum, heldur hitt, að sómölsku leigubílstjórarnir hafa tekið upp á því að horfa eftir því hvort farþegar séu með duty free poka, vínflöskur og spyrja fólk hvort það væri með áfengi. Og ferðamenn sem eru með vín, eða játa í eifeldni sinni að hafa keypt sér viskípela í fríhöfninni þurfa að bíða eftir næsta leigubíl takk fyrir!

Þessi frétt var búinn að birtast í nokkrum lókal blöðum þegar Washington Post fjallaði um ástandið:

Over the past few years, a growing number of Somali taxi drivers in the Twin Cities have been interpreting Koranic prohibitions on carrying alcohol to include ferrying passengers with alcohol in their bags.

"If you are a cabdriver and a practicing Muslim, you can't carry alcohol," said Idris Mohamed, an adjunct professor of strategic management at Metropolitan State University in St. Paul.  

"Some people have been refused by driver after driver after driver," said Pat Hogan, a spokesman for the Metropolitan Airports Commission.

Last month, the airports commission proposed putting colored lights on top of cabs to indicate which ones will carry alcohol, a compromise worked out in discussions ongoing since May with the Muslim American Society of Minnesota. But the commission got about 2,000 e-mails opposing the idea and announced this month that it had scuttled the plan.

"Opposition came from both sides politically," Hogan said. "There are people who say, 'If they don't like the job, they should go back to Somalia.' And on the other side people are saying, 'We support diversity, but the Christian right is trying to tell us what to do, and now we're getting it from Muslims, too.' People were saying they wouldn't take a cab at all. . . . There was concern the industry as a whole would suffer."

Það merkilega er að þetta áfengisbann í leigubílum er alls ekki í kóraninum - og múslimskir leigubílstjórar frá öðrum löndum en Sómalíu eru ekki í neinum vandræðum með að flytja áfengi í aftursætinu:

"This is a Somali issue more than a Muslim issue," said Hogan, noting that Muslim drivers from other countries tend not to interpret the Koran the same way.

Eftir að hafa glímt við þetta trúar- eða menningarárekstrarvandamál í dálítinn tíma komust flugvallaryfirvöld að því að leigubílstjórar sem neituðu að flytja farþega, hvort sem þeir þættust hafa trúarlegar ástæður til þess eða ekki, þyrftu að fara aftast í leigubílaröðina. Sómalir í Minneapolis eru þó þeirrar skoðunar að trúbræður þeirra í fólksflutningaiðnaðinum eigi að hafa rétt til þess að neita hverjum sem er um þjónustu:

Somalis interviewed at several late-night coffee shops on a strip of Somali grocery stores, cafes and money-transfer outlets in downtown Minneapolis all thought Muslim drivers should have the right to refuse passengers visibly carrying alcohol.

Í fólksflutningaiðnaðinum má líka finna dæmi um kristna heimsku og fordóma: Strætisvagnabílstjóri í Minneapolis neitaði að keyra vagn sem var með auglýsingu frá gay tímariti.  Og hvað með "kristna" lyfsala sem hafa neitað að selja ógiftum konum getnaðarvarnir, eða hafa neitað að selja konum plan B eða daginn eftir pilluna? Þeir vísa í "trúarsannfæringu" sína til þess að réttlæta að þeir geti mismunað viðskiptavinum.

M


Það kannast enginn við Haggard...

Ef hann hefði nú bara lamið konuna sína - eins og heiðarlegir pólítíkusar.jpg

Hvorki Jerry Falwell né Bush Bandaríkjaforseti þykjast nokkurntímann hafa heyrt minnst á closeted- meth-fiend/tele-evangelist Ted Haggard. Og það þó mr Haggard hafi verið forseti Landssamtaka Evangelista - sem hafa rétt rúmlega 30 milljón meðlimi, leiði sína eigin megakirkju í Colorado Springs, Colorado með minnst 14.000 meðlimi, sé talinn meðal 25 áhrifamestu trúarleiðtoga Bandaríkjanna, hafi tekið þátt í vikulegum símaráðstefnum með forseta Bandaríkanna. Í viðtali á CNN hélt Falwell því fram að hann hefði aldrei hitt Haggard, sem væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, hvort sem er eiginlega ekki alvöru evangelical christian:

ZAHN: The Reverend Ted Haggard, who is the president of the National Association of Evangelicals, a man who represents some 30 million evangelicals in this country, is stepping down after allegations he carried on a three-year affair with a male prostitute. You're reaction?

REV. JERRY FALWELL: Well, I don't know him. I haven't met him, and he's been rather critical of activists like Dr. James Dobson and myself. In pastors' meetings, he's said we shouldn't be aggressive as we have. I certainly sympathize with his family and the great congregation that he pastors there…

En hvað með forsetann? Tony Fratto, einn af talsmönnum hvíta hússins þvertekur fyrir að forsetinn hafi haft neitt með Haggard að gera:

Q: This Reverend Haggard out in Colorado, is he someone who is close to the White House? There had been reports that he was on the weekly call with evangelicals. Is that true?

MR. FRATTO: I'm actually told that that's not true, that he has — in terms of a weekly call that he has? He had been on a couple of calls, but was not a weekly participant in those calls. I believe he's been to the White House one or two times. I don't want to confine it to a specific number because it would take a while to figure out how many times. But there have been a lot of people who come to the White House….

Það er forvitnilegt að hafa í huga að þetta er sami George W Bush sem finnst það minnsta mál að mæta á kosningafundi fyrir Don "the Pennslylvania Strangler" Swerwood. Það er nefnilega stórmunur á því að sofa hjá karlmönnum eða að lemja og kyrkja konur.

M

ps: Nú um helgina mun Bush heimsækja Colorado - heimafylki Haggard - þar sem hann er að berjast fyrir Marilyn Musgrave. Musgrave hefur lýst því yfir að alvarlegasta ógnin sem steðji að Bandaríkjunum sé "hommaplágan", en hún, er í sama félagi og Santorum og John Hostettler (IN). Musgrave hefur verið með öruggt forskot í skoðanakönnunum alveg þar til á seinustu vikum, en samkvæmt nýjustu könnun er frambjóðandi demokrata, Angie Paccione, einu prósentustígi á eftir Musgrave: 44% vs 43%. Fyrir tveimur vikum var Musgrave með 48% en Paccione með 38%. Það er vonandi að Methgate Haggard verði til þess að Musgrave tapi!


Sjónvarpspredíkarinn Haggard viðurkennir að hafa fengið "nudd" frá Michael Jones - gay escort

haggard.jpg

Haggard er farinn að viðurkenna örlítið meira - ekki bara að "sumt" af því sem hann hafi verið ásakaður fyrir sé satt, heldur séu alveg ákveðin atriði alveg sönn, en samt bara að hluta til... Semsagt: Haggard viðurkennir að hafa þekkt Michael Jones, en Jones segir að sjónvarpspredíkarinn og siðgæðispostulinn Haggard hafi borgað sér fyrir að stunda með sér kynlíf, minnst mánaðarlega, undanfarin þrjú ár. Haggard heldur því hins vegar fram að Jones hafi bara "nuddað" sig.

Og hann viðurkennir líka að hafa keypt amfetamín - en bara af forvitni, og svo hafi hann hent því strax. Kannski eftir að hafa þefað aðeins af því?

"I was tempted. I bought it but I never used it"

En hann neitar semsagt ennþá öllum ásökunum um að hafa sofið hjá Jones. Nú er spurning hvaða reglum Haggard er að fara eftir, þegar hann segist aldrei hafa "sofið hjá" Jones, hvort hann sé að tala um kynlíf á Clintonískan máta? Það má nefnilega skilja flest orð á fleiri en einn máta ef viljinn er fyrir hendi, og hver veit hvað "nudd" þýðir í Colorado? En Haggard þarf kannski ekki að leita í smiðju Clinton til þess að skilgreina kynlíf upp á nýtt, því meðal kristinna unglinga í Bandaríkjunum gildir nefnilega "If it is oral, it is moral".

Á NPR var fjallað um vandræði Haggard og tekin viðtöl við kirkjugesti í New Life Church, sem voru allir mjög efins um að fréttir af samkynhneigð og eiturlyfaneyslu hans gætu verið réttar. Það er hægt að sjá upptöku af Haggard í viðtali við MSNBC á Think Progress, og það verður að segjast að hann virðist nógu djöfulli sannfærður um sjálfan sig - og svo lýkur hann hverri setningu með þessari skuggalegu brosgrettu sinni og glampa í augum. Það er dálítið óþægilegt að hugsa til þess að þessi maður var forseti landssamtaka evangelista, sem eru ein áhrifamesti trúarfélagsskapur í Bandaríkjunum, og náinn ráðgjafi Bush stjórnarinnar í trúarmálum.

M


Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, leiðtogi "New Life Church", segir af sér í kjölfar ásakan um samkynhneigð og amfetamínneyslu

Haggard og tennurnar.jpg

Í gær bárust fyrstu fréttir af því að Ted Haggard, sem er einn af leiðtogum "kristinna" repúblíkana, formaður landssamtaka evangelista, stórtækur sjónvarpspredíkari og í forystusveit þeirra sem trúa því að samkynhneigð sé einhverskonar sjúkdómr eða "lífsstíll" sem eigi að uppræta, helst með eldi og brennisteini, hefði í mörg ár keypt kynlífsþjónustu af karlmönnum. Og ekki nóg með það - hann hafi líka keypt og notað amfetamín... 

The allegations were made Wednesday on a Denver talk radio station, KHOW-AM. Mike Jones, who described himself as a male escort, said he had a sexual "business relationship" with Haggard for the last three years. Jones, 49, told the Associated Press that he had saved voicemail messages from Haggard, as well as an envelope that he said Haggard had used to mail him cash.

Haggard var hins vegar ötull talsmaður siðgæðis og óvinur alls óeðlis:

Under Haggard's leadership, the National Assn. of Evangelicals, which has 30 million members, reaffirmed a policy statement that describes homosexuality as "a deviation from the Creator's plan" and calls same-sex relations a sin that, "if persisted in … excludes one from the Kingdom of God."

Haggard has lobbied for a U.S. constitutional amendment to ban same-sex marriage; he also supports the gay-marriage ban that will go before Colorado voters Tuesday.

Samkvæmt Harpers Magazine þá á Haggard að hafa byggt kirkju sína upp í kringum baráttuna gegn samkynhneigð - á fleiri en einn máta, því Haggard (sem hefur verið giftur í 28 ár, og á fimm! börn) á mörg á að hafa haldið til á gay-börum, til þess að boða trú, auðvitað, og til þess að bjóða afvegaleiddum syndaselum á trúarsamkomur. Haggard hefur augljóslega verið búinn að koma sér upp hinu fullkomna cover!

Þessar fréttir eru allt í senn, stórskemmtilegar og fyndnar, en líka svolítði sorglegar. Sorglegar vegna þess að maðurinn á fimm börn og konu - og ég hálfpartinn kenni líka í brjósti um alla samstarfsmenn hans meðal repúblíkana og evangelista sem hafa passað sig betur, og haldið fjársvikum, framhjáhaldi og kynferðislegu óeðli sínu betur leyndu.

James Dobson, sem er einn af nánustu bandamönnum Haggard, var enda fljótur til þess að ásaka "the liberal media" um samsæri og svik:

It is unconscionable that the legitimate news media would report a rumor like this based on nothing but one man's accusation. Ted Haggard is a friend of mine and it appears someone is trying to damage his reputation as a way of influencing the outcome of Tuesday's election -- especially the vote on Colorado's marriage-protection amendment -- which Ted strongly supports.

Dobson hefur skýrt alla skandala repúblíkanaflokksins sem einhverskonar vinstrisamsæri sem hafi það eitt að markmiði að "suppress the values voters", og Gary Bauer sem er formaður "American Values" bætir við:

Big, liberal media has been engaging in an all-out war on the Christian vote -- to suppress that vote, to discourage faith-based voters, to make them think through distorted polls that the election is already over.

Síðan það komst upp um hann hefur Haggard sagt af sér, og skrifstofa New Life Church - sem er "meagachurch" sem Haggard leiðir, hefur viðurkennt að "eitthvað" af því sem Haggard hefur verið sakaður um eigi við rök að styðjast!

From: Pastor Ross Parsley Mailed-By: newlifechurch.org
Date: Nov 2, 2006 10:59 PM
Subject: Update from Pastor Ross

Dear New Lifers and friends of New Life Church,

Many of you have expressed concern about today’s news regarding our pastor. Thank you all for your prayers and support, and for your concern for our church family.

As you’ve likely heard by now, Pastor Ted has voluntarily placed himself on administrative leave as New Life’s senior pastor to allow our external board of overseers to work effectively. Below is the statement that we released to the media on Thursday afternoon.

Since that time, the board of overseers has met with Pastor Ted. It is important for you to know that he confessed to the overseers that some of the accusations against him are true. He has willingly and humbly submitted to the authority of the board of overseers, and will remain on administrative leave during the course of the investigation.

Þar sem Haggard er sakaður um nokkrar syndir: eiturlyfjakaup og að hafa keypt kynlífsþjónustu af karlmanni, og þar með líka samkynhneigð og framhjáhald, til viðbótar við lygar og hræsni, er af nógu að taka.

Það er alltaf jafn skemmtilegt að fá fréttir af því að sjálfskipaðir siðgæðisverðir repúblíkanaflokksins séu afhjúpaðir sem hræsnarar af verstu gerð. Þessar fréttir minna okkur líka á að háværustu óvinir samkynhneigðar eru allir í einhverskonar vandræðum með eigin kynhneigð. Helmingur þeirra er í skápnum og hinn helmingurinn hatast við eigin samkynhneigð og reynir að friða samviskuna með því að beina hatrinu að öðrum.

M


Kristilegt sælgæti: Testamints, Noahs Gummy Bears, Bible Bar

biblebar.gif

Kristnir bandaríkjamenn geta farið út í búð og keypt eiginlega allt það sama og við hin, sem erum einhverskonar trúleysingjar, nema að það er búið að stimpla "jesús" eða eitthvað álíka á allan neysluvarninginn þeirra. Þannig þurfa sannkristnir ekki að neita sér um neitt! Ég veit ekki hvort þetta geti flokkast undir "sub-kúltúr", því þessi kristna neyslumenning hefur allt það sama og hefðbundin neyslumenning. Hún er eiginlega nákvæm spegilmynd hversdagsleikans, nema það er búið að sáldra biblíuversum og jesúmyndum yfir alltsaman.

Það eru auðvitað alltaf eitthvað sem er of heiðið eða satanískt til þess að guðrhræddir evangelistar geti tekið þátt í því. Til dæmis Halloween. En núna geta foreldrar andað léttar og tekið þátt í hátíðarhöldunum með góðri samvisku, þökk sé Bible-themed sælgæti sem Belief net mælir með:

Looking for a religious alternative to traditional Halloween candy? Beliefnet's panel of experts spent hours tasting and analyzing several spiritually-minded sweets, so you don't have to.

Mér leist eiginlega best á the Testamints og The Bible bar. Testamintunum er lýst þannig: 

Once you pop, you can't stop! These scripture-wrapped mints are downright addictive. Not too minty, yet soft enough to melt in your mouth. According to the maker, these mints were created to turn "a pagan holiday into something to glorify God."

Samkvæmt guðfræðinni er nefnilega nóg að vefja hvaða vitleysu eða ósóma sem er inní biblíuna, og þá voila: allur ósóminn eða vitleysan farin, og eftir stendur eitthvað sem "glorifies God". Það eru nefnilega pakkningarnar sem skipta öllu máli...

M


Rick Santorum vill að allir viti að hann hafi séð Lord of the Rings

Santorum og Gollum.jpg

Hvað gerir maður þegar maður er að tapa kosningum, finnst allir vera vondir og maður hvergi eiga heima? (Pennsylvaníu? Virginíu?: Það fer eftir því hvort spurt er hvar Santorum sofi á kvöldin, og hvar hann þiggi niðugreidda skólaþjónustu handa börnunum...)

Mér hefur alltaf verið sagt að við þessar aðstæður eigi maður að tala við vini sína, og svo leggjast í heitt bað. En Rick Santorum liggur í sófanum og horfir á vídeó. Hvernig annars ætti að skýra nýfundinn áhuga hans á hringadróttinssögu? Ég neita að trúa því að hann hafi lesið öll þrjú bindin, og hann lítur ekki út fyrir að vera þesskonar role-playing nerd sem bara veit allt um hobbita, háálfa og Uruk-hai.

Meðan Santorum var að troða í sig poppkorni núna um helgina fattaði hann nefnilega að það væri alveg augljós hliðstæða milli stríðsins í Írak og baráttu íbua Miðgarðs gegn Sauron og öflum hins ílla, og svo fór hann til að deila þessu stórkostlega innsæi með bandarískum kjósendum. Salon skýrir frá því að í viðtali við Bucks County Courier Times hafi Santorum sagt að

the United States has avoided terrorist attacks at home over the past five years because the "Eye of Mordor" has been focused on Iraq instead.

"As the hobbits are going up Mount Doom, the Eye of Mordor is being drawn somewhere else," Santorum said. "It's being drawn to Iraq and it's not being drawn to the U.S. You know what? I want to keep it on Iraq. I don't want the Eye to come back here to the United States."

Oooh the eye, the eye, the evil eye! Hverjir eru þessir Hobbitar? Og hvað eru þeir að gera? Ég skil hvernig Santorum getur í sínum skrýtna haus séð bandaríska herinn sem Riddarar Róhans, og Bush sem Aragorn. En hvar koma Hobbitarnir inn? Og hver er Sauron? Hvaða hlutverk er Cheney að spila? Og ég vil vita hver er með hringinn!

Vanalega þegar talsmenn the religious right, en Santorum er helsti talsmaður þeirra í þinginu, tala um Írak eða mið-austurlönd nota þeir lýmskulegar tilvísanir í biblíuna og "rapture-talk", um endalok heimsins og endurkomu frelsarans. Bush hefur oft verið staðinn að því að nota rapture-referensa í ræðum sínum. En hér hefur Santorum stígið inn á alveg flúnkunýja braut. Til hverra hann er að reyna að höfða?

M


Barnaníðingar, Satan, nota blogg til að "tala við börn", spilla fólki

god.gif

Á Wonkette er tengill á merkilegar vangaveltur einhverrar kirkju "The Restored Church of God" um skaðsemi internetsins - og sérstaklega hættur þess fyrir börn. Og samkvæmt internetfræðingum kirkjunnar eru blogg hættulegasta birtingarmynd internetsins - en undir blogg falla víst social networking sites, eins og Myspace. Þessar vangaveltur eru stórskemmtilegar - það er óhætt að hvetja alla til að lesa greinina í heild sinni, því hver hefur ekki áhyggjur af því hvernig ósómi internetsins grefur undan góðu siðgæði?

One of the reasons personal weblogs have made news headlines is because child predators and pedophiles use these pages to chat with and get to know young people. ...

Yet another obvious danger of blogs is the endless amount of inappropriate content often spread throughout them. This happens on a host of levels: filthy language, risqué pictures, etc.  ... Bullying even takes place between blogs, with some using them to defame or attack other people, or spread other forms of hatred.

En það er ekki bara internetpúkinn og klámið sem við eigum að hafa áhyggjur af, því veraldarvefurinn hefur víst líka grafið undan tilfinningalegri dýpt, og bloggarar almennt vanþroskaðara fólk en aðrir. Bloggi maður um líðan sína, tilfinningar eða daglegt líf, kallar maður yfir sig vanþóknun almættisins... 

This has grown so out of control it is routine for a person to start a daily blog entry with a single word that details his or her mood. A blog entry will start: “Current mood: ____” The level of shallowness and emotional immaturity this represents is astonishing! In the grand scheme of things, why would the world at large care?

If you post mundane details of your life, you are in effect saying that your life is important and that people should read about it. Also, whether or not you admit it, having a blog with your name, your picture and your opinions strokes the human ego—it lifts you up. ...

Þetta er auðvitað mjög slæmt - og kirkjan biður okkur því að spyrja þessarar áleitnu spurningar:

Ask yourself, “Do I have a tendency to want to have a voice?”

Rétta svarið er auðvitað ekki "já" - því tilhneyging til að vilja hafa rödd er guði hreint ekki þóknanlegt... 

Look at what the Bible says about idle words: “But I say unto you, That every idle word that men shall speak, they shall give account thereof in the day of judgment” (Matt. 12:36). Who would want to give account to God about how many hours a day he rambled on about his favorite pizza place, what brand of jeans he wears, the girl he thinks is cute, when he woke up on a particular morning and in what mood, etc.? If one has visited many blogs, the list above contains some of the “deeper” issues endlessly discussed.

Þá vitum við það. Biblían bannar blogg, og guð hefur sérstaka vanþóknun á bloggurum. Sérstaklega þeim sem tala um gallabuxur. Ég get þá sofið rólegur, því ég hef aldrei bloggað um gallabuxur. En þessa dagana er uppáhaldspízzastaðurinn minn er sennilega Reds Savoy Inn and Pizza, en sá staður öðlaðist töluverða frægæð þegar pabbi Norm Coleman, öldungadeildarþinganns Minnesota, var handtekinn á bílastæðinu fyrir "lewd behavior". Það er augljóslega einhverskonar samband á milli dónalegrar hegðunar, pízzastaða og bloggs. Norm Coleman Sr. var sennilega líka í gallabuxum, þ.e. fyrr um kvöldið?

M


Viðbrögð Washington Times og The moral "majority" við Foley

jamesdobson.jpg

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum republikana við Foley skandalnum. Að mestu hefur atburðarásin verið frekar fyrirsjáanleg - afneitun og ásakanir, fum og fálm. Leiðtogalið flokksins hefur hlaupið í hringi og breytt frásögn sinni af atburðarásinni nokkrum sinnum yfir helgina, og þykjast núna allir sem einn vera ægilega, já alveg ægilega, hneykslaðir á framferði Foley, sem þeir vissu akkúrat ekkert um fyrr en fréttir birtust um það í blöðunum á föstudaginn. Dennis Hastert getur að vísu ekki munað atburðarásina, og hvort einhver hafi sýnt sér einhverja tölvupósta, þetta rennur allt í eitt hjá honum, en hann er sannfærður um að öll viðbrögð sín hafi verið rétt og viðeigandi.

Þetta var allt eftir handritinu, en það eru ekki allir hægrimenn tilbúnir til þess að taka þátt í þessum leik. Washington Times, sem er hægrisinnaðasta dagblaðið á markaðnum og áræðanlegur bandamaður Bush stjórnarinnar, krefst þess í leiðara að Hastert segi af sér:

House Speaker Dennis Hastert must do the only right thing, and resign his speakership at once. Either he was grossly negligent for not taking the red flags fully into account and ordering a swift investigation, for not even remembering the order of events leading up to last week's revelations — or he deliberately looked the other way in hopes that a brewing scandal would simply blow away. He gave phony answers Friday to the old and ever-relevant questions of what did he know and when did he know it?

Mr. Hastert has forfeited the confidence of the public and his party, and he cannot preside over the necessary coming investigation, an investigation that must examine his own inept performance.

Þetta er auðvitað rétt - Hastert ætti að sýna að hann skilji hversu alvarlegt þetta mál er. Afsögn hans væri mjög gott damage control. Carpetbagger Report bendir á að það séu fleiri en bara Washington Times sem telji að Hastert þurfi að segja af sér, og telur upp nokkra þingmenn republikana og litla, en eftirtektarverða fylkingu republican-aktívista og bloggara. Þeirra á meðal útvarpsmanninn Michael Reagan, son Ronald Reagan.

Ég er nú ekki mjög bjartsýnn á að Haestert sýni þann þroska að taka ábyrgð á athafnaleysi sínu. Það væri úr stíl við heimspeki leiðtogaliðs flokksins, sem felst aðallega í að afneita augljósum staðreyndum. Í þeim veruleikaflótta eiga leiðtogar flokksins líka dygga bandamenn meðal "The moral majority", en Family Research Council og Focus on the Family, hafa áhugaverðar skýringar á hegðun Foley. Samkvæmt Tony Perkins hjá  Family Research Council:

Pro-Homosexual Political Correctness Sowed Seeds for Foley Scandal

Democrats seeking to exploit the resignation of Rep. Mark Foley (R-FL) are right to criticize the slow response of Republican congressional leaders to his communications with male pages. But neither party seems likely to address the real issue, which is the link between homosexuality and child sexual abuse. ... While pro-homosexual activists like to claim that pedophilia is a completely distinct orientation from homosexuality, evidence shows a disproportionate overlap between the two. ... The Foley scandal shows what happens when political correctness is put ahead of protecting children.

Sko, þetta er nefnilega allt vondu demokrötunum að kenna, því þeir vilja ekki leyfa sannkristnu fólki að hata alla sem eru öðruvísi en það... En Perkins finnur líka margt gott í Foley skandalnum, því í öðrum pistli heldur hann því fram að ef flokkurinn hans tapi í kosningunum, þá sé það allt Foley (og hommunum) að kenna. Bara Foley - afgangurinn af flokknum beri augljóslega enga ábyrgð á neinu. Ekki fjárlagahallanum, ekki mislukkaðri utanríkisstefnu. Neibb. Engu. Því þetta er allt hommunum að kenna!

Focus on the Family, sem er apparat á vegum James Dobson hefur hinsvegar aðrar skýringar á hegðun Foley - það var internetpúkinn sem hljóp í Foley:

"This is not a time to be talking about politics, but about the well-being of those boys who appear to have been victimized by Rep. Foley. If he is indeed guilty of what he is accused of, it is right that he resigned and that authorities are looking into whether criminal charges are warranted.

"This is yet another sad example of our society's oversexualization, especially as it affects the Internet, and the damage it does to all who get caught in its grasp."

Mér finnst ég ekki geta sagt mikið um klámvæðingu samfélagsins og hættur internetsins. Þetta er ábyggilega allt satt og rétt, þ.e. internetið stórhættulegt og samfélagið klámvætt, en það er athyglisvert að sjá að þegar einn af "þeirra" mönnum er fundinn sekur um kynferðislegt athæfi sem er ekki bara ógeðfellt, heldur líklega ólöglegt líka, rísa þessir menn upp og eru tilbúnir með afsakanir og kenna öllum öðrum um, internetinu, demokrötunum, hommunum, og samfélaginu. Bara ekki þeim sem braut af sér, eða þeim sem hylmdu yfir. Það er líka athyglisvert vegna þess að fyrir frekar stuttu síðan gátu þessir sömu menn ekki haldið vatni yfir því hversu hræðilegur pervert Clinton væri, og þá sögðu þeir ekki "This is not a time to be talking about politics".

M


Bara sannkristnar jómfrúr sem hafa verið "brutally, brutally sodomized" mega fara í fóstureyðingu í S.D.

pro-life_trailer.jpg

Eitt af þeim málum sem kosið verður um í haust er löggjöf í Suður Dakóta sem bannar nánast allar fóstureyðingar. Jerry Falwell og trúaröfl republikanaflokksins hafa barist hetjulega fyrir þessari löggjöf, sem þing fylkisins samþykkti í vetur. Þökk sé kjósendum í S.D. tókst sem betur fer að safna nógu mörgum undirskriftum til þess að löggjöfin verði borin undir vilja kjósenda í fylkinu samhliða því sem kosið er í nóvember. Ef meirihluti kjósenda samþykkir löggjöfina fær hún að standa - og skoðanakannanir benda til þess að þó meirihluti fólks í S.D. sé andsnúið fóstureyðingum telji það lögin allt of hörð.

Þessi lög eru merkileg, því yfirlýstur tilgangur þeirra er ekki bara að svifta konur í Suður Dakota öllum "reproductive rights", heldur er von republikana að þessi lög endi fyrir hæstarétti og neyði hann til að taka aftur upp Roe-vs-Wade. Von þeirra er að með liðsinni Roberts og Alito verði hægt að afnema Roe-vs-Wade.

Og þannig fjalla fjölmiðlar yfirleitt um tilraunir anti-choice aktivista, sem einhverskonar pólítík, sem eigi fullan rétt á sér, málið snúist um löggjöf, dómsúrskurði etc. Vissulega snýst þetta allt um dómsúrskurði og löggjöf, og við getum litið á andstæðingar fóstureyðinga sem hugsjónafólk sem hefur áhyggjur af "ófæddum börnum" og er í pólítík að semja lög og lagafrumvörp. En svoleiðis skilningur á andstæðingum fóstureyðinga villir okkur sýn - og til þess að skilja hverskonar fólk leiðir baráttuna gegn fóstureyðingum í Suður Dakóta er rétt að hlusta á hvað það fólk raunverulega er að segja, og velta því fyrir sér hverskonar þankagangur geti búið að baki þeim orðum.

Hvaða konur mega fara í fóstureyðingu samkvæmt republikönum í Suður Dakota? Bara hreinar meyjar sem er nauðgað- en það er ekki nóg. Bill Napoli, sem er í öldungadeild fylkisþingsins útskýrir fyrir okkur við hvaða aðstæður konur geta mögulega átt rétt á að taka sjálfar móralskar ákvarðanir um eigin líkama. Flestar fóstureyðingar eru að hans mati "convenience abortions", og þær eigi að banna, en það sé vissulega hægt að leyfa fóstyreðingar undir sérstökum aðstæðum:

A real-life description to me would be a rape victim, brutally raped, savaged. The girl was a virgin. She was religious. She planned on saving her virginity until she was married. She was brutalized and raped, sodmomized as bad as you can possibly make it, and is impregnated. I mean, that girl could be so messed up, physically and psychologically, that carrying that child could very well threaten her life. (það er hægt að lesa viðtalið í heild sinni, og horfa á það hér)

Semsagt:

  1. Brutally, savagely raped
  2. Virgin
  3. Religious
  4. Saving her virginity until marriage
  5. Sodomized as bad as you can possibly make it
  6. Physically and psychologically messed up
  7. Carrying the child would threaten her life

Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hverskonar maður getur hugsað upp svona lista. Maður þarf að hafa ansi merkilegt ímyndunarafl til að raða saman setningum á borð við þær sem mr. Napoli ryður útúr sér af augljósri gleði. Þær bera líka fagurt vitni um ást Napoli á fólki - það getur enginn efast um að Napoli elski fóstur, en ég leyfi mér að efast um að maður sem getur talað á þennan hátt geti borið mikla virðingu fyrir konum. Í hans huga geta eingöngu stúlkur sem eru hreinar meyjar og fara reglulega í kirkju verið trámatíseraðar af nauðgun? Og hvaðan kemur þessi liður nr 5? Ég get kannski skilið hina liðina - ef maður er andstyggilegur trúarofstækismaður og kvenhatari myndi maður auðvitað vera þeirrar skoðunar að engar konur mættu fara í fóstureyðingu aðrar en trúræknar og hreinar meyjar - en hvaðan kemur þetta með lið númer fimm? Hvað getur það mögulega haft með þunganir og fóstureyðingar að gera?! Það er augljóst hvert hugsanirnar reika þegar Napoli liggur í rúminu á síðkvöldum og hugsar um hvernig megi svifta konur yfirráðum yfir eigin líkama. 

Auðvitað eru ekki allir andstæðingar fóstureyðinga samskonar fólk og Napoli - en það er fólk eins og hann sem leiðir herferðina gegn reproductive rights.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband