Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Katherine Harris hatar alls ekkert alla trúvillinga

c_documents_and_settings_initial_user_desktop_harris.jpg

Um daginn skrifaði ég um Katherine Harris, sem er þeirrar skoðunar að guð velji stjórnmálamenn til forystu fyrir þjóðum, og að það þurfi að kjósa sannkristna á þing, því annars verði öll löggjöf synd. Orðrétt sagði Harris:

If you are not electing Christians, tried and true, under public scrutiny and pressure, if you'e not electing Christians then in essence you are going to legislate sin. They can legislate sin. They can say that abortion is alright. They can vote to sustain gay marriage.

Nú þetta er svosem augljóst, ef við kjósum ekki góða kristna stjórnmálamenn munu löggjafarsamkomur breytast í hórukassa? En það virðast ekki allir skilja hversu tímalaus sannleikur þetta er, og því hefur skömmum ringt yfir Harris greyið, meðal annars frá gyðingum.

Kosningaskrifstofa Harris gaf því út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að orð hennar megi ekki taka út úr samhengi, því hún var "speaking to a Christian audience" en það vita auðvitað allir að maður lýgur rugli og vitleysu þegar maður talar við kristna kjósendur? En til að sanna hversu góð og full af ást á öllu fólki, og hversu djúpa virðingu hún ber fyrir öllum trúarbrögðum leggur Harris áherslu á að hún þekki sjálf persónulega gyðinga, hafi stutt löggjöf sem gagnist Ísraelsríki, og hafi meira að segja ráðið gyðinga í vinnu... (Rudnick, kosningastjóri hennar tekur skýrt fram að hann sé sjálfur gyðingur)

STATEMENT OF CLARIFICATION

TAMPA—In a recent article published in the Florida Baptist Witness, Congresswoman Katherine Harris was asked to comment on the interplay of faith and politics in the public square. In the interview, Harris was speaking to a Christian audience, addressing a common misperception that people of faith should not be actively involved in government. Addressing this Christian publication, Harris provided a statement that explains her deep grounding in Judeo-Christian values.

Bryan Rudnick, Harris for Senate Campaign Manager stated, “I joined this campaign because Congresswoman Harris is a passionate supporter of Israel, the Jewish people and always has the best interests of all Floridians at heart. As the grandson of Holocaust survivors, I know that she encourages people of all faiths to engage in government so that our country can continue to thrive on the principles set forth by our Founding Fathers, without malice towards anyone.”

In Congress, Katherine Harris has consistently supported pro-Israel legislation. Representative Harris co-sponsored numerous resolutions including: H. Con. Res. 248, to honor the life and work of Simon Wiesenthal and to reaffirm Congress’ commitment to the fight against anti-Semitism and all forms of intolerance; H.Con.Res. 392, to recognize the 58th anniversary of the independence of the State of Israel; H.Con.Res. 101, to push for the European Union to add Hezbollah to its list of terrorist organizations; and H.Res. 575, to stress that Hamas and other terrorist organizations should not take part in elections held by the Palestinian Authority.
As a Florida State Senator, Katherine Harris co-sponsored S. 3062, the Holocaust and Yom Hashoah Victims Resolution, encouraging observation of the day to remember the horrific tragedy of the Holocaust. While serving as Secretary of State, Congresswoman Harris advocated for funding for the Florida - Israel Linkage Institute to promote business/ cultural/educational/technological exchanges, and she traveled to Israel for personal and professional purposes. As Harris frequently reminds voters in her campaign speeches for the U.S. Senate, she is committed to standing by Israel.

Það gefur auga leið að ást Harris á Ísraelsríki hlýtur að afsanna allar ásakanir um fordóma gagnvart öðrum trúarbrögðum... 

Það lítur hins vegar ekki út fyrir að Harris komist á þing í haust - allar kannanir sýna að hún hefur minna fylgi en frambjóðandi demokrata, Bill Nelson. Til þess að toppa leiðindin fyrir aumingja Harris hafa republíkanar í fylkinu, þeirra á meðal Jeb Bush, neitað að styðja hana!

M


Kristnir kjósendur og vandamál Republikanaflokksins

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_christian_conservatives.jpg

Samkvæmt nýrri könnun virðast evangelistar og aðrir kristnir kjósendur vera að yfirgefa Republikanaflokkurinn. Hlutfall Bandarískra kjósenda sem telur flokkinn hliðhollan "vinsamlegan trú" hefur fallið úr 55% í 47%. Þó það sé slæmt, dylja þessar tölur þó mun athyglisverðari þróun sem ætti að hræða Karl Rove: fallið meðal hvítra evangelista og kaþólikka, sem eru kjarninn í 'the base' mun stærra, en tiltrú þessara hópa hefur fallið um 14 prósentustig. 

Religious voters have been a key voting bloc in recent elections with the most devout Protestant, Catholic and evangelical voters leaning strongly toward Republicans."The Republicans had done a good job of mobilizing those two groups in 2004 and that may be cooling a bit now," said Scott Keeter of the Pew Research Center said, referring to white evangelicals and white Catholics

Bush got 78 percent of the white evangelical vote and 56 percent of the white Catholic vote in 2004, according to exit polls.

Sigrar republikana í kosningum undanfarin misseri hafa að miklu leyti byggst á atkvæðum kristinna kjósenda, og því er það mjög alvarlegt mál fyrir flokkinn ef þessir kjósendur hætta að mæta á kjörstað. New york times veltir fyrir sér hvort stuðningur sumra republikana við stem cell research hafi grafið undan trú heittrúaðra á flokkinn...

Hver sem ástæðan er, virðast "kristnir" kjósendur í auknu mæli hafa misst trú á republikana.

Sjá umfjöllun NYT hér, aðeins styttri grein Washington Post hér.

Þessar niðurstöður eru mjög forvitnilegar, en þær vekja upp spurningar um hvaða hlutverk kristnir kjósendur, og trú, muni spila í bandarískum stjórnmálum.

Flestir Evrópubúar og frjálslyndir Bandaríkjamenn ganga út frá því sem vísu að áhrif trúariðkunar og trúhita á bandarísk stjórnmál séu af hinu ílla - og að vaxandi þátttaka trúarleiðtoga í stjórnmálaumræðunni hér vestra séu alvarlegt áhyggjuefni. Ég er í grundvallaratriðum sammála því. Maður þarf ekki að hlusta lengi á bandaríska sjónvarpspredíkara til að átta sig á því að þeir hafi sennilega gleymt að taka lyfin sín. Mann- og kvenhatrið sem skín í gegn um hómófóbíuna og karlrembuna er líka oft nóg til þess að fá hárin til að standa á sæmilega skynsömu fólki.

Ef við göngum út frá því að allir kristnir bandaríkjamenn hafi ekki áhuga á neinu öðru en hommum og fóstureyðingum, eins og Karl Rove og hugmyndasmiðir ný-íhaldsstefnu Bush-stjórnarinnar, ætti repúblíkanaflokkurinn að vera hið eina rétta pólítíska skjól kristinna kjósenda. En þó margir kristnir Bandaríkjamenn séu ílla upplýstar, fordómafullar pöddur sem hata homma og eru með einhverja morbid fixation á fóstureyðingar, er auvðitað mikið af fólki sem er í alvörunni trúað - trúir á jesú krist og allan kærleiksboðskap nýja testamentisins... þó það sé auðvelt að gleyma því þegar maður hlustar á Pat Robertson eða Jack Van Impe, er kristin trú hreint ekki einhverskonar satanismi sem snýst um það eitt að andskotast í því hvað fullorðið fólk gerir í svefnherberginu. Stjórnmálaflokkur sem þykist höfða til "trúaðra kjósenda", en hefur ekki upp á neitt annað að bjóða en löggjöf um samkynhneigð og fóstureyðingar getur varla notið velgengni til lengdar.

Republikanaflokkurinn hefur meira að segja tekist að svíkja þessi einu "kristnu" kosningamál sín. Stjórnarskrá bandaríkjanna var ekki breytt til að banna hjónabönd samkynhneigðra, og Bush stjórnin hefur ekki lagt til beinnar atlögu gegn fóstureyðingum. Þekking þingmanna republikana á biblíunni og grundvallarsetningum kristinnar trúar er reyndar svo léleg að það er vel skiljanlegt að þeir skuli ekki kunna að höfða til kristinna kjósenda.

Það er reyndar margt sem bendir til þess að "kristnir" kjósendur hafi áhuga á fleiru en þessum baráttumálum republikana. Eftir að fellibylurinn Katarína lagði New Orleans í rúst kom fram umræða meðal kristinna bandaríkjamanna um að það væri skylda okkar sem "kristinna manna" að hjálpa þeim sem minna mættu sín - og að samfélag sem umbæri fátækt og eymd á borð við þá sem Katarína afhjúpaði, gæti ekki staðið undir nafni sem "kristið". Ríkið, í kristnu samfélagi, yrði að standa sig... Nú er það löngu þekkt að ný-íhaldsmenn hafa litla trú á því að ríkið eigi að gera nokkuð annað en að útdeila skattaívilnunum til stórfyrirtækja og standa í stríðsrekstri í þriðjaheimslöndum. Karl Rove veðjaði á að það væri hægt að sjanghæa kristna kjósendur í republikanaflokkinn með því að lofa þeim að ríkið myndi líka vasast í kynlífi og prívatmálum fólks. Vandamálið er að "kristnir kjósendur" virðast hafa áhuga á fleiri málum, þar á meðal fátækt og umhverfismálum. Og, eins og könnun Pew sýnir, virðast þeir í auknu mæli vera að komast á þá skoðun að þessi mál verði ekki leyst nema með hjálp ríkisvaldsins.

In the poll, a large majority (79 percent) said there is “solid evidence” of global warning, and 61 percent said it is a problem that requires “immediate government action.”

Ef maður horfir á Fox news, og hlustar á AM talk radio, gæti maður haldið að allir bandaríkjamenn, fyrir utan fáeina íllgjarna kommúnista, femínista og kynvillinga, hötuðu ríkisafskipti og umhverfisvernd meira en pestina.

Það er þó ekkert sem bendir til þess að þessi þróun muni valda einhverjum vatnaskilum alveg á næstu misserum - samkvæmt könnun Pew eru ekki nema rétt 26% Bandaríkjamanna sem telja Demokrataflokkinn vinsamlegan trúuðum - og meðan svo er geta demokratar ekki nýtt sér óánægju kristinna kjósenda. Í millitíðinni hafa þeir ekki önnur hús að venda en Republikanaflokkinn.


Aðskilnaður ríkis og kirkju rugl, því það er guð sem velur hverjir fá að stjórna

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_katherineharris.jpg

Einn af uppáhaldstjórnmálamönnum mínum er tvímæallaust Katherine Harris, sem gat sér verðskuldaða frægð haustið 2000 þegar hún var innanríkisráðherra Flórídafylkis og lagði ekki lítið af mörkum til að tryggja að Bush ynni kosningarnar. Harris tókst að vinna sér inn hatur allra andstæðinga Bush, og ást Republikana. Að vísu snérust umræður í fjölmiðlum þá um haustið ekki svo mikið um persónu eða stjórnmálaskoðanir Harris - það vissu allir að hún væri eldheitur Republikani. Og meðan það var ekki annað bitastæðara til að fjalla um var töluvert talað um hversu ílla máluð Harris væri - en á fréttamyndum var ást hennar á kinnalit og augnskugga nokkuð augljós. Síðan þá virðist Harris hafa lært að mála sig. Eða ráðið förðunarfræðinga.

Síðan þá hefur Harris, sem var í millitíðinni kosin á þing fyrir Flórída, líka ákveðið að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Og þó það séu nokkurnveginn allir sammála um að hún eigi ekki mikinn séns, þar sem republikanar í Flórída neita að styðja hana opinberlega, hefur henni tekist að vera næstum stöðugt í fréttum, og fastur liður í blogospherinu undanfarnar vikur og mánuði.

Skemmtilegasta uppátæki Harris er hins vegar viðtal þar sem hún lýsir því yfir að:

  • Aðskilnaður ríkis og kirkju sé rangur, vegna þess að,
  • Það er guð sem velur stjórnendur okkar...

The Bible says we are to be salt and light. And salt and light means not just in the church and not just as a teacher or as a pastor or a banker or a lawyer, but in government and we have to have elected officials in government and we have to have the faithful in government and over time, that lie we have been told, the separation of church and state, people have internalized, thinking that they needed to avoid politics and that is so wrong because God is the one who chooses our rulers.

Við sem héldum að það væru spilltir stjórnmálamenn í Flórída með hjálp hæstaréttar sem ákvæðu hverjir fengju að verða forsetar.

M


Pat Robertson, the Christian Right, skítfúlir yfir vopnahléi í Líbanon

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_patrobertson.jpg

Eins og við öll vitum er bráðnauðsynlegt að Miðausturlönd séu logandi ófriðarbál til þess að frelsaranum þóknist að koma aftur til jarðar og steypa okkur syndurunum til helvítis og hefja hina fáeinu útvöldu upp til himna (semsagt þau okkar sem höfum verið dugleg að senda peninga til Pat Robertson og annarra sendimanna almættisins...)

Pat Robertson, sem í seinustu viku hitti Ehud Olmert til að biðja fyrir sigri Ísraels í stríði þeirra gegn Hezbollah, og óbreyttum borgurum Líbanon, lýstu því yfir í útsendingu "the 700 club" að vopnahlé Ísraels og Líbanon væri hið versta mál - hafi gert að verkum að stríðið allt hafi verið gagnslaust:

Back from Israel to resume hosting his "700 Club" broadcast, Robertson quoted a Bible passage from the prophet Isaiah: "We were with child. We writhed in pain, but we gave birth to wind."

Suggesting that the invasion of Lebanon failed to achieve its objective, Robertson said, "Israel went in, but what have they done? Is the word of Isaiah true? -- 'We writhed in pain but we gave birth to wind' -- I'm afraid so." 

Robertson er ekki að segja að stríðið hafi verið tilgangslaust, vegna þess að Ísraelsher hafi ekki tekist annað en að eyðileggja infrastrúktúr í suður Líbanon, að flest allir sem féllu hafi verið óbreyttir borgarar og að Hezbollah hafi komið tvíelfdir út úr átökunum... nei, hann er svekktur yfir því að Ísraelsher hafi stoppað í miðjum klíðum.

En þetta er svosem ekkert mjög merkilegt - það eru gamlar fréttir að ofstækismenn og jólasveinar í röðum evangelícal kristinna séu að bíða eftir heimsendi - og það er svosem ekki heldur neitt nýtt að svoleiðis menn séu svekktir þegar blíðsúthellingum lýkur. Það sem er hinsvegar athylgisvert er að Robertson talar um "we" - "okkur". Hann og áhorfendur hans, og Ísraelsher, eru í huga Robertson saman í liði - áhorfendum the 700 club er sagt að þeir og Ísraelsher séu í sama báti.

Þetta er bara eitt af mörgum dæmum um nýlega, og mjög skuggalega, tilhneygingu kristinna öfgaafla að sjá sig sem einhverskonar varðmenn Ísraelsríkis. Bandaríkin hafa alltaf haft tilhneygingu til að styðja Ísrael, en fram til þessa hefur sá stuðningur fyrst og fremst ráðist af atkvæðum gyðinga í Bandaríkjunum, og þörf Bandaríkjanna að hafa áræðanlega bandamenn í Miðausturlöndum. Stuðningur heimsendatrúaraflanna við Ísrael er hins vegar nýtt fyrirbrigði og mun alvarlegra, kannski aðallega vegna þess að þegar fólk sem í alvörunni trúir á heimsendi, og bíður hans með óþreyju, er farið að hafa áhrif á utanríkispólítík stórveldis er voðinn vís.

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband