Kristilegt sælgæti: Testamints, Noahs Gummy Bears, Bible Bar

biblebar.gif

Kristnir bandaríkjamenn geta farið út í búð og keypt eiginlega allt það sama og við hin, sem erum einhverskonar trúleysingjar, nema að það er búið að stimpla "jesús" eða eitthvað álíka á allan neysluvarninginn þeirra. Þannig þurfa sannkristnir ekki að neita sér um neitt! Ég veit ekki hvort þetta geti flokkast undir "sub-kúltúr", því þessi kristna neyslumenning hefur allt það sama og hefðbundin neyslumenning. Hún er eiginlega nákvæm spegilmynd hversdagsleikans, nema það er búið að sáldra biblíuversum og jesúmyndum yfir alltsaman.

Það eru auðvitað alltaf eitthvað sem er of heiðið eða satanískt til þess að guðrhræddir evangelistar geti tekið þátt í því. Til dæmis Halloween. En núna geta foreldrar andað léttar og tekið þátt í hátíðarhöldunum með góðri samvisku, þökk sé Bible-themed sælgæti sem Belief net mælir með:

Looking for a religious alternative to traditional Halloween candy? Beliefnet's panel of experts spent hours tasting and analyzing several spiritually-minded sweets, so you don't have to.

Mér leist eiginlega best á the Testamints og The Bible bar. Testamintunum er lýst þannig: 

Once you pop, you can't stop! These scripture-wrapped mints are downright addictive. Not too minty, yet soft enough to melt in your mouth. According to the maker, these mints were created to turn "a pagan holiday into something to glorify God."

Samkvæmt guðfræðinni er nefnilega nóg að vefja hvaða vitleysu eða ósóma sem er inní biblíuna, og þá voila: allur ósóminn eða vitleysan farin, og eftir stendur eitthvað sem "glorifies God". Það eru nefnilega pakkningarnar sem skipta öllu máli...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband