Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skýrslur Bandaríkjaforseta um ástand í Írak munu ekki sýna neinn árangur af "the surge"

ABC fréttastofan greindi frá því í gær að samkvæmt nýrri skýrslu bandaríkjastjórnar, sem gerð verður opinber á morgun eða föstudag, hafi stjórnvöldum í Írak ekki tekist að náð neinum af þeim markmiðum sem sett höfðu verið um framfarir og uppbyggingu. Þing Írak er óstarfhæft og hefur ekki tekist að semja lög um mikilvæg mál, eins og skiptingu tekna af olíulindum landsins.

LA Times greinir svo frá því í morgun að árangurinn af The Surge, þ.e. "tímabundinni aukningu" í herafla Bandaríkjanna í Írak sé hverfandi. Bandaríkjaher hafi t.d. ekki tekist að stilla til friðar í Baghdad eins og til stóð. Tony Snow, talsmaður Hvíta Hússins, hefur reynt að gera lítið úr þessum fréttum.

Samkvæmt lögum sem sett voru fyrr í ár þarf forsetinn að skila þinginu skýrslu um ástand mála í Írak, fyrst 15 júlí og svo aftur 15 september. Septemberskýrslan hefur verið talin mikilvægari, því þá á yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Patreus, einnig að gera grein fyrir árangri hersins í að stilla til friðar í Írak. Margir repúblíkanar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki geta stutt stefnu forsetans ef hann getur ekki sýnt fram á að ástand mála í Írak hafi batnað í september.

Þetta, aðrar fréttir frá Írak auka allar líkur á að repúblíkanaflokkurinn fari loksins að horfast í augu við raunveruleikann...


Óvinsældir íraksstríðsins aldrei meiri - Bush jafn óvinsæll og Nixon

Samkvæmt nýrri könnun Gallup hefur fylgi við Georg W. Bush og stríðið í Írak aldrei verið minna meðal Bandarísks almennings:

  • "Approval rating" forsetans er lægra en nokkru sinn, aðeins 29%
  • Yfir 70% Bandaríkjamanna vilja að herinn verði að kvaddur heim - fyrir apríl 2008

Aðrar niðurstöður könnunarinnar eru á sama veg:

  • Sixty-two percent say the United States made a mistake in sending troops to Iraq, the first time that number has topped 60%.
  • Two-thirds say Bush shouldn't have intervened in the case of former White House aide Lewis "Scooter" Libby, who was sentenced to 2½ years in prison for perjury and obstruction of justice in the investigation of who leaked a CIA operative's identity. Bush voided Libby's prison sentence but let his conviction stand.
  • Six in 10 say the economy is worse than it was five years ago, and the same number predict that economic conditions are getting worse.

USA Today lýkur forsíðufrétt sinni af þessum niðurstöðum á "jákvæðum" nótum, og bendir á að 62% kjósenda séu á móti "impeachement" - þ.e. að þingið lýsi vantrausti á forsetann og ýti honum frá völdum. Þá staðreynd má þó lesa á tvo vegu, því 36% eru fylgjandi þeirri hugmynd, þar af 9% repúblíkana. Semsagt: Nærri einn af hverjum tíu repúblíkönum telur að þingið eigi að bola honum frá með íllu!

Það sem er magnað við óvinsældir Bush er að hann er núna jafn óvinsæll og Nixon, þegar hann lét af störfum. Samkvæmt þessari nýjustu könnun Gallup segjast 66% kjósenda ósátt við frammistöðu Bush - nákvæmlega jafn margir og sögðust ósáttir við frammistöðu Nixon í könnun Gallup í ágústbyrjun 1974. Miðað við að vinsældir Bush hafa verið á stöðugri niðurleið síðan í september 2001 má því búast við að hann muni hrökklast úr embætti sem óvinsælasti forseti fyrr og síðar!

M


Gonzales staðinn að því að ljúga að þinginu

Heiðarleiki og mannkostir eru einkunnarorð BushstjórnarinnarWashington Post greinir frá því í morgun að Alberto Gonzales hafi fengið afhenta skýrslu, sem greindi í smáatriðum frá margvíslegum brotum alríkislögreglunnar á The Patriot Act, sex dögum áður en hann mætti fyrir þingið og lýsti því staðfastlega yfir að hann vissi ekki um eitt einasta tilfelli þess að FBI hefði brotið umrædd lög.

Að vísu er ekki hægt að sanna að Gonzales hafi raunverulega lesið skýrsluna - og það er sömuleiðis jafn líklegt að honum hefði tekist að gleyma henni, og öllu innihaldi hennar, á þessum sex dögum sem liðu milli þess sem hann fékk hana afhenta og þess að hann bar vitni fyrir þinginu. Gonzales, eins og allir vita, er nefnilega með Alzheimers á mjög alvarlegu stígi - hann situr fundi sem hann kannast svo ekki við, skrifar undir pappíra sem hann kannast ekki við að hafa séð, og man yfirleitt ekki neitt, stundinni lengur...

As he sought to renew the USA Patriot Act two years ago, Attorney General Alberto R. Gonzales assured lawmakers that the FBI had not abused its potent new terrorism-fighting powers. "There has not been one verified case of civil liberties abuse," Gonzales told senators on April 27, 2005.

Six days earlier, the FBI sent Gonzales a copy of a report that said its agents had obtained personal information that they were not entitled to have. It was one of at least half a dozen reports of legal or procedural violations that Gonzales received in the three months before he made his statement to the Senate intelligence committee, according to internal FBI documents released under the Freedom of Information Act. ...

Það sem gerir þessa gleymsku, eða hvað það nú var í þetta skipti, alvarlegri er að þingið var að ræða hvort framlengja ætti The Patriot Act, og þingmenn vildu fá að vita hvort vitað væri til þess að sú viðamikla útvíkkun á valdi alríkislögreglunnar ...

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjan.is


Framboð John McCain svo gott sem búið að vera

Ron PaulUndanfarnar vikur hafa fréttir verið að berast af vandræðum John McCain. McCain var lengi talinn langsamlega sigurstranglegasti frambjóðandi repúblíkana, McCain raðaði í kringum sig fyrrum starfsmönnum af framboðsskrifstofum Bush og leitaðist eftir stuðningi afturhaldssamra kristinna kjósenda: "The straight talk express" þótti nokkurnveginn örugg um að keyra McCain alla leið í Hvita Húsið. Síðan þá hafa veður skipast í lofti, mikilvægir ráðgjafar og starfsmenn hafa yfirgefið framboðið og McCain virðist stöðugt eiga minni séns á að sigra prófkjör flokksins.

Fjáröflun McCain hefur alls ekki gengið nógu vel - á öðrum ársfjórðungi hefur safnaði hann minna fé en á fyrsta ársfjórðungi, en ef allt er í lagi eiga bandarískir forsetaframbjóðendur að safna meira fé eftir því sem liður nær kosningum. Fyrir vikið hefur McCain neyðst til að reka starfsfólk. Þó McCain eigi enn marga dygga aðdáendur, og segi sjálfur að hann sé alls ekki að íhuga að gefast upp, hafa fréttaskýrendur og bloggarar hér vestra í auknu mæli tekið að velta því fyrir sér hversu lengi hann muni haldast í slagnum.

Seinustu fréttir af framboði McCain benda ennfremur til að hann sé í vanda staddur: Frjálshyggjumaðurinn Ron Paul stendur betur að vígi þegar kemur að fjáröflun vegna komandi kosninga! Ron Paul, þingmaður repúblíkana frá Texas, mælist með nokkurra prósenta fylgi, en hefur gengið furðu vel í fjáröflun. ABC News:

Though often regarded as a longshot candidate for president, Republican Ron Paul tells ABC News that he has an impressive $2.4 million in cash on hand after raising an equal amount during the second quarter, putting him ahead of one-time Republican frontrunner John McCain, who reported this week he has only $2 million in the bank.  ...

"I think some of the candidates are on the down-slope, and we're on the up-slope," said Paul.

Reyndar varpa þessar fréttir ljósi á hversu ílla repúblíkönum hefur gengið við fjáröflun. Á sama tíma og demokratar eru að slá öll met virðist enginn hafa áhuga á að fjármagna frambjóðendur repúblíkana.

Paul's cash on hand puts him in third place in the Republican field in that important metric, although he is well behind leader Rudy Giuliani, who has $18 million in the bank, and Mitt Romney, with $12 million.

Þegar Ron Paul, sem mælist með um 2% fylgi, er þriðji best fjármagnaði frambjóðandi Repúblíkana er flokkurinn í vanda.

M


Það er alveg sama hvað það er kallað, náðun eða refsimilding, enginn er ánægður með niðurstöðuna...

ScooterÍ gær ákvað forseti Bandaríkjanna að Irve Lewis Libby Jr. þyrfti ekki að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að ljúga að alríkislögreglunni og hindra framgang réttvísinnar. Eins og glöggir bloggarar tóku eftir, var Libby ekki náðaður - þó aðrir vildu halda því fram að það kæmi raunverulega í sama stað niður. Auðvitað heldur enginn að Libby hafi verið náðaður - hver sá sem er nógu mikið stjórnmálanörd til að vera að fylgjast með vandræðagangi "Scooter" veit muninn á a presidential pardon og a commution of sentence. Það sem meira er - það virðist enginn sáttur við þessi málalok! Samkvæmt könnun Survey USA eru eingöngu 21% þeirra sem vissu hverjir Lewis Libby og Bush voru, og þekktu til sambands þeirra, voru ánægðir með ákvörðun Bush. Afgangurinn var ósáttur, þar af langflestir vegna þess að þeim fannst að forsetinn hefði átt að leyfa dómnum að standa.
21% of Americans familiar with the legal case involving former White House aide Scooter Libby agree with President Bush's decision to commute Libby's prison sentence, according to a SurveyUSA nationwide poll conducted immediately after the decision was announced. ... 17% say Bush should have pardoned Libby completely. 60% say Bush should have left the judge's prison sentence in place.

Það sem meira er, bara 32% repúblíkana eru ósáttir við málalokin. Samkvæmt fyrri könnunum voru aðeins 20% aðspurðra sammála því að Bush ætti að náða Libby, svo það virðist sem þessi refsimilding sé örlítið vinsælli - með 21% fylgi...

Það er samt merkilegt að forsetinn skyldi ekki hafa farið eftir vilja þjóðarinnar og sleppt því alveg að vera að hindra framgang réttvísinnar í þessu máli, því honum virðist ekki hafa tekist það sem maður hefði haldið að myndi vera aðalmarkmiðið í þessu máli: friðþægja stuðningsmenn sína á hægrivæng flokksins. Íhaldsmenn og hörðustu stuðningsmenn forsetans eru nefnilega alls ekki ánægðir. Robert Novak skrifar grein í dag þar sem hann heldur því fram að Libby sé eini maðurinn sem sé ánægður með þessi málalok:

Only Libby smiling today
Bush's decision to commute aide's sentence leaves liberals livid and conservatives still not satisfied
WASHINGTON -- President Bush's commutation of Scooter Libby's sentence pleased but did not fully satisfy restive conservatives, while enraging his liberal critics. Libby himself can breathe a sigh of relief that he does not have to serve prison time, but hardly anybody else is all that happy. ...
By standing apart from the Plame affair and the Libby affair, Bush has subjected himself to abuse from both sides. The abuse from the left certainly will expand thanks to his decision Monday, while praise from the right is a little bit muted.
Og þó Bush hafi ekki náðað Libby hefur forsetinn verið gagnrýndur fyrir að hafa gefið Scooter "A get out of jail free card". Editor and Publisher fer yfir leiðara bandarískra dagblaða, og kemst að þeirri niðurstöðu að nánast allir fordæmi ákvörðunina. New York Times segir að forsetinn sé "Soft on crime":
When he was running for president, George W. Bush loved to contrast his law-abiding morality with that of President Clinton, who was charged with perjury and acquitted. For Mr. Bush, the candidate, “politics, after a time of tarnished ideals, can be higher and better.” Not so for Mr. Bush, the president. ... Presidents have the power to grant clemency and pardons. But in this case, Mr. Bush did not sound like a leader making tough decisions about justice. He sounded like a man worried about what a former loyalist might say when actually staring into a prison cell.
Eftir stendur forsetinn, og getur engum gert til geðs. Viðbrögðin við mildun dómsins voru nákvæmlega þau sömu og hefði hann einfaldlega náðað Libby - nema að náðun hefði þó glatt hörðustu stuðningsmenn flokksins. Enda kemur í ljós að Bush hefur ekki útilokað að náða Libby seinna!
WASHINGTON - The White House on Tuesday declined to rule out the possibility of an eventual pardon for former vice presidential aide I. Lewis "Scooter" Libby. But spokesman Tony Snow said, for now, President Bush is satisfied with his decision to commute Libby's 2 1/2-year prison sentence.

Snow was pressed several times on whether the president might eventually grant a full pardon to Libby, who had been convicted of lying and conspiracy in the CIA leak investigation. The press secretary declined to say anything categorically.

"The reason I'm not going to say I'm not going to close a door on a pardon," Snow said, "Scooter Libby may petition for one."

Forsetinn gæti þá enn aftur vakið þessa sögu upp og gefið demokrötum, leiðarahöfundum, fréttaskýrendum og liberal bloggurum tækifæri til að lýsa yfir vandlætingu sinni enn og aftur!

Gærdagurinn var merkisdagur...

hahahaha... got you suckers!Gærdagurinn var merkilegur dagur í sögu Bandaríkjanna. Þetta var dagur afmæla, en einnig dagur merkilegra tímamóta.

Fyrir nákvæmlega 75 árum síðan kynnti merkilegasti forseti Bandaríkjanna, fyrr og síðar,* Franklin Delano Roosevelt, hugyndina um "a new deal" fyrir Bandaríkjamönnum. Velferðarríki það sem Bandaríkjamenn búa þó við var skapað í kjölfar þess að Roosevelt benti á leið út úr kreppunni. Roosevelt benti Bandaríkjamönnum - og öllu fólki - á að það eina sem við þurfum að óttast er óttinn. Nokkuð sem Bandaríska þjóðin hefur gleymt "in the post 9/11 era"... Í það minnsta hefur núverandi ríkisstjórn gert sitt besta til að sannfæra þjóðina um að aðalatriðið sé að vera alltaf á varðbergi og alltaf að óttast hryðjuverk og skeggjaða Araba.

Næsta merkisafmælið er fjögurra ára afmæli þeirrar sögufrægu yfirlýsingar núverandi forseta, Bush yngri, "Bring em on". Fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan, nokkru eftir að klaufabárðurinn Bush hafði álpast til að leyfa Cheney telja sér trú um að gera innrás í Írak stóð hann frammi fyrir fréttamönnum sem vildu fá svör við því hvort Bandaríkjaher gæti tekist á við einhverskonar mótspyrnu, hemdarverk eða jafnvel hryðjuverk í nýfrelsuðu Írak. Forsetinn þóttist nú alldeilis vita svarið við þessari spurningu. Hann hló að henni - og eggjaði hryðjuverkamennina til dáða:

There are some who feel like -- that the conditions are such that they can attack us there. My answer is, bring them on. We've got the force necessary to deal with the security situation. Of course we want other countries to help us -- Great Britain is there, Poland is there, Ukraine is there, you mentioned. Anybody who wants to help, we'll welcome the help. But we've got plenty tough force there right now to make sure the situation is secure.

Með Úkraínu og Pólland munu Bandaríkin bera sigurorð af Al Qaeda og hryðjuverkaógninni? You got to be fucking kidding me!? Og af hverjú í andskotanum var Bretland með vegna? Vegna þess að Blair, af einhverri óskiljanlegri ástæðu hélt að það væri góð hugmynd að veðsetja pólítískan frama sinn í vafasömu neo-con veðmáli?

En það var nú ekki aðalatriðið - "the coalition of the willing", sem Íslendingar tóku þátt í n.b., var skammarlegur brandari frá fyrstu stundu - það sem var svívirðilegt við þessa yfirlýsingu var að Bush beinlínis hvatti óvini Bandaríkjanna til að reyna að drepa Bandaríska hermenn. Enginn forseti, fyrr eða síðar, hefur sent slíka áeggjun til óvina Bandaríkjanna. Enginn forseti Bandaríkjanna, fyrr eða síðar, hefur komið fram af viðlíka vanvirðingu við Bandaríska hermenn.

En gærdagurinnvar líka dagur merkilegra yfirlýsinga - því forsetinn ákvað í gær að gefa skít í Bandarískt réttarkerfi. Lewis "Scooter" Libby sirkaabout náðaður í gær. Við eigum eftir að heyra meira af þeim atburð, því náðun Libby á eftir að draga dilk á eftir sér.

M

*Þó Roosevelt hefði ekki haft afrekað að leggja grunninn að samfélagsþjónustu í Bandarikjunum hefði hann engu að síður getað talist einhver merkilegasti forseti Bandaríkjanna fyrir það eitt að hafa sigrað her Þriðja Ríkisins í seinni heimsstyrjöldinni. Roosevelt var því, án nokkurs vafa, einn merkilegasti forseti Bandaríkjanna - á eftir Washington og Lincoln, auðvitað! (og fyrst við erum komin út í að telja fram "founding fathers" vil ég benda á Hamilton, sem því miður varð aldrei forseti, en það er önnur saga!)


Bush búinn að náða Libby!

Samkvæmt allra nýjustu fréttum er Bush búinn að náða Libby - eða næstum. Bush hefur semsagt gefið út tilskipun um að Libby þurfi ekki að fara í fangelsi. Dómurinn mun standa áfram, borga kvartmilljón í sekt og vera á skilorði í tvö og hálft ár. Politico.com mun hafa spáð fyrir um þessi málalok.

several Republicans, who sense a movement in Libby’s favor, said a more likely possibility might be a presidential commutation — a reduction or elimination of Libby’s 2½-year federal prison sentence. Such a move, they said, would be less divisive for the country.

M


Áfrýjanir Scooter, I. Lewis Libby bera engan árangur

Fyrrum starfsmannastjóri "vara" forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, var, sem frægt er orðið, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ljúgvitni og fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Libby reyndi að fá fangelsisvistinni frestað meðan hann áfrýjaði dómnum. Þeirri beiðni var fyrst hafnað af dómaranum í málinu, og nú hefur sérstakur áfrýjunardómstóll hafnað beiðninni. Libby þarf því að hefja afplánun dómsins meðan hann bíður eftir niðurstöðu áfrýjunar málsins: (skv. Reuters)

A  federal judge last month ruled Libby would have to report to prison in six to eight weeks. His lawyers appealed to a three-judge panel of the U.S. appeals court.

But the appeals court turned down Libby in a one-paragraph order, ruling he has not shown that his appeal "raises a substantial question."

Dómararnir kváðu upp þennan úrskurð samhljóða, enda þótti sannað að Libby hefði haft mjög einbeittan brotavilja og glæpur hans grafalvarlegur, þ.e. að ljúga að alríkislögreglunni og reyna að grafa undan viðkvæmri rannsókn. Stuðningsmönnum forsetans finnst þetta auðvitað frekar ósvífið, því Libby í þeirra huga er Libby "hermaður" í stríðinu gegn hryðjuverkum, eins og fram kom í einu þeirra fjölmörgu bréfa sem stuðningsmenn og vinir Libby skrifuðu dómaranum. Meðan National Review og önnur tímarit og málpípur ný-íhaldsmanna hafa reynt að halda því fram að Libby ætti ekki að fara í fangelsi, vegna þess að ekki hafi tekist að sanna að "undirliggjandi" glæpur hafi verið framinn - rök sem eru haldlaus, því það er glæpur að ljúga að alríkislögreglunni, hvort sem hægt er að sanna "undirliggjandi" glæp eða ekki - þá leggja bréfritarar flestir áherslu á manngæsku Libby.

Ég veit svo sem ekkert um innræti Libby, en hann virðist við fyrstu sýn sympatískari karakter en margir aðrir meðlimir Bush stjórnarinnar. En eitt er víst - hann nýtur gríðarlegra vinsælda meðal bandarískra ný-íhaldsmanna og harðra Repúblíkana, sem hafa þrýst á forsetann að náða Libby. Forsetinn hefur hingað til neitað að blanda sér í málið, m.a. vegna þess að sú hugmynd nýtur lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Skv. Fox news könnun sem ég vitnaði í um daginn telja aðeins 20% kjósenda að forsetinn eigi að náða Libby. En vinsældir forsetans eru litlu meiri, og það er því þeim mun mikilvægara fyrir Bush að halda í stuðning National Review og American Enterprise Institute...

 

 


Er Ann Coulter einn af 'leiðtogum' bandarískra hægrimanna?

CoulterAnn Coulter er lesendum Freedomfries að góðu kunn. Í gegn um tíðina hefur hún skemmt okkur með innsæi sínu og greindarlegum yfirlýsingum á borð við þá að skynsamleg utanríkispólítík felist í almennilegum krossferðum. Eftir 9/11 lýsti Coulter því hvernig bregðast ætti við ógninni af ergilegum Saudi Aröbum sem voru innblásnir af hatri á Bandarískri heimsvaldastefnu:

We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity.

Coulter hefur einnig lagt sitt af mörkum til umræðunnar um forsetaframbjóðendur, en samkvæmt henni er John Edwards "totally gay" - sem átti að vera "brandari". hahaha. Því það er alveg ótrúlega fyndið að ásaka pólítíska andstæðinga um samkynhneigð. Demokratar, vinstrimenn, og reyndar sennilega allt fólk sem hefur einhverja örgðu af smekkvísi er því fyrir löngu búið að afskrifa Coulter sem trúð og aula, en einhverra hluta vegna fær hún stöðugt aðgang að fjölmiðlum.

Það sem verra er, mikið af bandarískum hægrimönnum hafa ákveðið að standa vörð um Coulter. Seinasta dæmið er Brent Bozell, sem er formaður Media Research Center, sem er einhverskonar hægrisinnuð hliðstæða Media Matters. Bozell sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann hvatti bandaríska hægrimenn og íhaldsfólk um að standa vörð um Ann Coulter:

But Ann Coulter is owed an apology from those outlets, including NBC’s Nightly News, The Washington Post and CNN’s American Morning, which have mis-reported her comments. And conservatives, take note: Today it’s Coulter, tomorrow it may be you. The left has demonstrated that it will stop at nothing, including flat-out dishonesty, to undermine our leaders.

Ann Coulter, samkvæmt þessu er ein af "our leaders"? Í þessu felst vandinn: Mikið af bandarískum hægrimönnum halda að Ann Coulter sé einhverskonar "leiðtogi" eða hugsuður.

M


Þá er það loksins offisíelt: Engin gereyðingarvopn í Írak

The dog ate my WMD'sSameinuðu þjóðirnar hafa loksins komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilgangslaust að halda áfram að leyta að gereyðingarvopnunum sem Saddam Hussein átti að hafa komið sér upp til að gefa Bandaríkjunum afsökun til að gera innrás og breyta Írak í helvíti á jörðu. Skv. AP (via CNN):

UNITED NATIONS (AP) -- The Security Council voted Friday to immediately close down the U.N. inspection bodies that played a pivotal role in monitoring Iraq's unconventional weapons programs under Saddam Hussein.

The resolution, approved by a vote of 14-0, terminated the mandate of the U.N. bodies responsible for overseeing the dismantling of Hussein's programs to develop nuclear, chemical and biological weapons and long-range missiles.

En það eru þó ekki allir þeirrar skoðunar að það sé ljóst að það séu ekki gereyðingarvopn einhverstaðar í Írak:

Russia abstained, saying there was still "no clear answer to the existence of weapons of mass destruction" in Iraq.

Ég geri ráð fyrir að hörðustu stuðningsmenn stríðsins í Írak muni halda áfram að fylgja Kremlarlínunni í þessu eins og öllu örðu. Flokkurinn og foringinn geta jú ekki hafa haft á röngu að standa!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband