Skýrslur Bandaríkjaforseta um ástand í Írak munu ekki sýna neinn árangur af "the surge"

ABC fréttastofan greindi frá því í gær að samkvæmt nýrri skýrslu bandaríkjastjórnar, sem gerð verður opinber á morgun eða föstudag, hafi stjórnvöldum í Írak ekki tekist að náð neinum af þeim markmiðum sem sett höfðu verið um framfarir og uppbyggingu. Þing Írak er óstarfhæft og hefur ekki tekist að semja lög um mikilvæg mál, eins og skiptingu tekna af olíulindum landsins.

LA Times greinir svo frá því í morgun að árangurinn af The Surge, þ.e. "tímabundinni aukningu" í herafla Bandaríkjanna í Írak sé hverfandi. Bandaríkjaher hafi t.d. ekki tekist að stilla til friðar í Baghdad eins og til stóð. Tony Snow, talsmaður Hvíta Hússins, hefur reynt að gera lítið úr þessum fréttum.

Samkvæmt lögum sem sett voru fyrr í ár þarf forsetinn að skila þinginu skýrslu um ástand mála í Írak, fyrst 15 júlí og svo aftur 15 september. Septemberskýrslan hefur verið talin mikilvægari, því þá á yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Patreus, einnig að gera grein fyrir árangri hersins í að stilla til friðar í Írak. Margir repúblíkanar hafa lýst því yfir að þeir muni ekki geta stutt stefnu forsetans ef hann getur ekki sýnt fram á að ástand mála í Írak hafi batnað í september.

Þetta, aðrar fréttir frá Írak auka allar líkur á að repúblíkanaflokkurinn fari loksins að horfast í augu við raunveruleikann...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband