Áfrýjanir Scooter, I. Lewis Libby bera engan árangur

Fyrrum starfsmannastjóri "vara" forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, var, sem frægt er orðið, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ljúgvitni og fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Libby reyndi að fá fangelsisvistinni frestað meðan hann áfrýjaði dómnum. Þeirri beiðni var fyrst hafnað af dómaranum í málinu, og nú hefur sérstakur áfrýjunardómstóll hafnað beiðninni. Libby þarf því að hefja afplánun dómsins meðan hann bíður eftir niðurstöðu áfrýjunar málsins: (skv. Reuters)

A  federal judge last month ruled Libby would have to report to prison in six to eight weeks. His lawyers appealed to a three-judge panel of the U.S. appeals court.

But the appeals court turned down Libby in a one-paragraph order, ruling he has not shown that his appeal "raises a substantial question."

Dómararnir kváðu upp þennan úrskurð samhljóða, enda þótti sannað að Libby hefði haft mjög einbeittan brotavilja og glæpur hans grafalvarlegur, þ.e. að ljúga að alríkislögreglunni og reyna að grafa undan viðkvæmri rannsókn. Stuðningsmönnum forsetans finnst þetta auðvitað frekar ósvífið, því Libby í þeirra huga er Libby "hermaður" í stríðinu gegn hryðjuverkum, eins og fram kom í einu þeirra fjölmörgu bréfa sem stuðningsmenn og vinir Libby skrifuðu dómaranum. Meðan National Review og önnur tímarit og málpípur ný-íhaldsmanna hafa reynt að halda því fram að Libby ætti ekki að fara í fangelsi, vegna þess að ekki hafi tekist að sanna að "undirliggjandi" glæpur hafi verið framinn - rök sem eru haldlaus, því það er glæpur að ljúga að alríkislögreglunni, hvort sem hægt er að sanna "undirliggjandi" glæp eða ekki - þá leggja bréfritarar flestir áherslu á manngæsku Libby.

Ég veit svo sem ekkert um innræti Libby, en hann virðist við fyrstu sýn sympatískari karakter en margir aðrir meðlimir Bush stjórnarinnar. En eitt er víst - hann nýtur gríðarlegra vinsælda meðal bandarískra ný-íhaldsmanna og harðra Repúblíkana, sem hafa þrýst á forsetann að náða Libby. Forsetinn hefur hingað til neitað að blanda sér í málið, m.a. vegna þess að sú hugmynd nýtur lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Skv. Fox news könnun sem ég vitnaði í um daginn telja aðeins 20% kjósenda að forsetinn eigi að náða Libby. En vinsældir forsetans eru litlu meiri, og það er því þeim mun mikilvægara fyrir Bush að halda í stuðning National Review og American Enterprise Institute...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband