Tilraunir Bush til að komast undan eftirliti þingsins án fordæmis

Snow og BushÞað merkilegasta sem kom út úr blaðamannafundi forsetans í gær var að Hvíta Húsið muni gera allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir að Karl Rove, Harriet Meiers eða aðrir háttsettir starfsmenn forsetans þurfi að svara spurningum þingmanna undir eið. Tilboð forsetans (sem hann sagði hvað eftir annað að væri "a good proposal") gengur út á að starfsmenn Hvíta Hússins "svari spurningum" þingmanna, bak við luktar dyr - án þess að sverja eið, og það merkilegasta: það má ekki skrifa upp svör þeirra!

Demokratar hafa auðvitað hafnað þessu skrípatilboði, því aðdragandi þess að ríkissaksóknararnir voru reknir er einfaldlega of grunsamlegur til þess að það sé hægt að "svara spurningum" á einhverskonar óformlegum spjallfundum. Þess utan er akkúrat ekkert sem tryggir að starfsmenn Bush segi sannleikann - þeir þurfa ekki að sverja eið að því að segja satt, og það má ekki skrifa upp það sem þeir segja, og fundirnir eiga að vera lokaðir - þannig að það er engin leið til þess að herma upp á þá útskýringarnar seinna.

Bush og Tony Snow, blaðafulltrúi forsetans, hafa varið þessa afstöðu með því að vísa til stjórnarskránnar (þeir halda því fram að þrískipting ríkisvaldsins komi í veg fyrir að þingið megi hafa eftirlit með embættisfærslu forsetans...), og halda því fram að það sé hefð fyrir því að forsetinn geti meinað starfsmönnum sínum að bera vitni. Snow sagði í seinustu viku:

Well, as you know, Ed, it has been traditional in all White Houses not to have staffers testify on Capitol Hill

En það er kannski rétt að rifja upp hver afstaða Repúblíkana og Tony Snow til valds þingsins til þess að kalla starfsmenn forsetans í yfirheyrslur var í valdatíð Clinton. Árið var 1998, og Newt Gingrich leiddi ofsóknir repúblíkana gegn Clinton sem hafði haldið framhjá konunni sinni. Clinton mótmælti því að starfsmenn sínir þyrftu að mæta í yfirheyrslur um þetta mál. Þá skrifaði Tony Snow blaðagrein (Salon endurprentar greinina) þar sem hann hélt því fram að með því að hafna beiðni þingsins væri Clinton að grafa undan bandarískri stjórnskipan, hvorki meira né minna:

Evidently, Mr. Clinton wants to shield virtually any communications that take place within the White House compound on the theory that all such talk contributes in some way, shape or form to the continuing success and harmony of an administration. Taken to its logical extreme, that position would make it impossible for citizens to hold a chief executive accountable for anything. He would have a constitutional right to cover up.

Chances are that the courts will hurl such a claim out, but it will take time.

One gets the impression that Team Clinton values its survival more than most people want justice and thus will delay without qualm. But as the clock ticks, the public’s faith in Mr. Clinton will ebb away for a simple reason: Most of us want no part of a president who is cynical enough to use the majesty of his office to evade the one thing he is sworn to uphold — the rule of law.

Clinton lét að lokum undan. En eftir stendur að Tony Snow er núna helsti talsmaður hátternis sem honum fannst fyrir neðan allar hellur meðan Clinton var við völd. Auðvitað á forsetinn að leyfa starfsmönnum sínum að bera vitni. Og ef Tony Snow fannst grunur um framhjáhald forsetans vera nógu alvarlegt mál til þess að kalla starfsmenn Hvíta hússins í yfirheyrslur frammi fyrir myndavélum hlýtur núverandi skandall að vera nógu alvarlegur? Ekki nema hlutverk þingsins sé að hafa strangara eftirlit með kynlífi forsetans en því að forsetinn brjóti ekki lög eða grafi undan réttarríkinu?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband