Barney - hundur Bush forseta í nýju jólamyndbandi!

Bush að ræða jólaundirbúninginn og heimsmálin við Barney.jpg

Myndbandið er heilar níu mínútur að lengd, og allar stórstjörnur Hvíta Hússins mæta til leiks! Forsetinn í hlutverki "the decider", Karl Rove, Laura Bush, Tony Snow, og svo meira að segja Dolly Parton! Jú, og tveir ráðherrar úr ríkisstjórn forsetans sem höfðu ekkert betra að gera en að leika í myndbandi um hund að hlaupa í hringi: Henry Paulson, fármálaráðherra, Margaret Spelling menntamálaráðherra. Hreinasta snilld! Forsetinn og frú, og hundurinn Barney eru svo jólaleg að maður næstum fyllist eldheitri ást á forsetaembættinu og Hvíta Húsinu! Og jólagleði!

Myndbandið er hér, og heimasíða hundsins Barney, og hans "Holiday Extravaganza" er hér.

Framlag forsetans til Barneycam;

Barney, it’s time for BarneyCam. Are you ready for it this year? Say, what’s the plot about? (Close-up of Barney, blank look.) I can see from the look on your face, Barney, that you haven’t even thought about the plot. Hey Barney, you better get started and you better run along right now!

Og svona í tilefni hátíðanna hefur bandaríska þjóðin ákveðið að missa aðeins meira álit á forsetanum: Samkvæmt nýjustu könnun Zogby er "approval rating" forsetans nú 30%, sem er lægra en það hefur nokkurntímann verið.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór úr kjálkaliðnum; takk kærlega fyrir að benda á þetta absúrd myndskeið!

Gunnlaugur Þór Briem (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 18:19

2 Smámynd: FreedomFries

Ég veit! Forsetinn er með eitthvað fólk í vinnu á PR deildinni sem hefur fundist þetta hundamyndband alveg það allra sniðugasta sem þeir gátu gert - og þetta virðist vera einhverskonar jólahefð hjá Bush... En Bandaríkjamenn hafa ótrúlega gaman að allskonar heimilislegheitum eins og þessu... Á ábyggilega að sýna að forsetinn og Rove séu barasta venjulegir menn. Ég hefði samt viljað sjá Rumsfeld, Cheney og Bush syngja jólalög. Það hefði verið best!

FreedomFries, 12.12.2006 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband