Bill Maher segir að Ken Mehlman, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, sé gay - Mehlman tilkynnir að hann ætli að segja af sér daginn eftir...

Mehlman að reyna að koma orðum að einhverju gáfulegu.jpg

Það er engin leið að segja hvort sem það séu einhver tengsl á milli þess að Bill Maher hafi í viðtali við Larry King á CNN haldið því fram að Kenneth Mehlman, RNC chairman, sé gay og svo yfirlýsingar þess síðarnefnda að hann myndi láta af störfum í janúar. Ummæli Maher komust í loftið í beinni útsendingu, en voru svo klippt út af CNN þegar viðtalið var endurflutt. Óklippta útgáfan lítur þannig út: 

Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...
Larry King:You will Friday night?
Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...
Larry King: You will name them?
Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first. Ken Mehlman. Ok, there's one I think people have talked about. I don't think he's denied it when he's been, people have suggested, he doesn't say...
Larry King: I never heard that. I'm walking around in a fog. I never...Ken Mehlman? I never heard that. But the question is...
Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry.

 

Þegar viðtalið var endurflutt var búið að klippa athugasemdina um Mehlman út - og viðtalið er nú orðið nánast óskiljanlegt.

Maher: A lot of the chiefs of staff, the people who really run the underpinnings of the Republican Party, are gay. I don't want to mention names, but I will Friday night...
Larry King:You will Friday night?
Maher: Well, there's a couple of big people who I think everyone in Washington knows who run the Republican...
Larry King: You will name them?
Maher: Well, I wouldn't be the first. I'd get sued if I was the first.
Larry King: But the question is...
Maher: Maybe you don't go to the same bathhouse I do, Larry. 

 

Það er hægt að sjá báðar upptökurnar hér. CNN hefur reynt að fá YouTube til þess að stöðva sýningar á óklipptu útgáfunni, en hver einasta vinstrisinnaða bloggsíða í Bandaríkjunum er búin að birta viðtalið.

Maher, sem er skemmtikraftur og stjórnmálaskýrandi, er þekktur fyrir libertarian skoðanir - og þó hann sé bæði umhverfissinni og dýravinur er ekki með nokkru móti hægt að segja að hann sé einhverskonar vinstrimaður. Ekki nema við notum skilgreiningarfræði sumra bandarískra íhaldsmanna að hver sá sem ekki marserar "lock step" með forsetanum sé hættulegur kommúnisti. Jú, og svo eru Maher og Ann Coulter bestu vinir. Maher gæti alveg eins verið að vekja athygli á sjálfum sér með ummælum sínum um Mehlman, eða að sparka á hetjulegan hátt í liggjandi fórnarlamb. Repúblíkanaflokkurinn, eins og hann leggur sig, liggur þessa dagana steinrotaður í gólfinu, eftir að hafa eytt seinustu sex árum í skipulagslaust fyllerí á kostnað skattgreiðenda. Stjórnmálaskýrendur eru ekki búnir að átta sig á því hvort það hafi verið Howard Dean, formaður DNC og Rahm Emanuel, formaður DCCC (kosningaskrifstofu demokrataflokksins) sem hafi rotað repúblíkanaflokkinn, eða hvort repúblíkönunum hafi bara skrikað fótur í the santorum...

Eftir að ljóst var að Repúblíkanaflokkurinn myndi tapa í kosningunum tóku hinar aðskiljanlegustu blokkir hægrimanna, sem höfðu setið sæmilega sáttar saman í "the big tent" að rífast innbyrðis - og kenna hvor öðrum um ósigurinn. Þetta rifrildi hefur ekki batnað síðan á þriðjudaginn. Sumir kenna nýíhaldsmönnunum um, nýíhaldsmennirnir benda á Bush - aðrir halda því fram að "the religious right" hafi of mikil áhrif, og efir að upp komst um Mark Foley hefur trúarofstækisarmurinn reynt að halda því fram að það sé einhverskonar "hommasamsæri" innan flokksins, og það væri þessum kynvillingum að kenna hversu ílla væri komið.

En hvað sem því líður hefur Mehlman sagt af sér. Það er alveg jafn líklegt að hann sé að taka ábyrgð á því að hafa stýrt flokknum inn í stórkostlegasta skipbrot bandarísks stjórnmálaflokks síðan á fyrrihluta tíunda áratugarins. Heimildarmenn innan flokksins gera samt allt sem þeir geta til þess að afstýra því að nokkur komist að þeirri niðurstöðu:

Two sources, speaking on condition of anonymity, said Mehlman has made clear to close associates for some time he was likely to leave after the 2006 elections -- and that there is no dissatisfaction with his performance in the midterm cycle. A third source confirmed Mehlman's leaving is a good possibility but said a final decision has not been made. "It would be wrong to call it a done deal," this source said.

Ég skil ekki af hverju Mehlman getur ekki sýnt þá karlmennsku að viðurkenna að flokkurinn hafi beðið algjört skipbrot meðan hann var við stjórnvölin, og þó hann tæki ekki á sig alla ábyrgð, því forsetinn ber auðvitað mikið af ábyrgðinni, finnst mér að hann ætti að viðurkenna að flokkurinn sé "off course". En Repúblíkanaflokkurinn virðist ekki virka eins og venjulegur ábyrgur stjórnmálaflokkur, heldur frekar eins og einhverskonar hræðileg dysfunctional fjölskylda, með allskonar fjölsylduvandamál og harmleiki falda í skápunum.

Afsögn Rumsfeld og Mehlman, ásamt brottfalli margra af spilltustu og gölnustu þingmanna flokksins er fyrsta skrefið í að hreinsa til í flokknum, en þeir eiga enn langt í land.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband