Bush viðurkennir að hafa logið um Rumsfeld, hryðjuverkamennina

Djöfuls lýðræðið.jpg

Það þýðir ekkert að vera að blogga um kosningaúrslitin alveg strax. Sérstaklega meðan Macaca Allen neitar að viðurkenna að hafa tapað. Ef Allen væri hégómlegur og athyglissjúkur maður, myndi honum ábyggilega finnast mjög þægilegt að vita að augu allra fréttaskýrenda og bloggara hvildu á honum. Ok, Allen er hégómlegur, tilgerðarlegur og athyglissjúkur maður, ég veit samt ekki hvort hann sé trallandi kátur akkúrat núna... Af virðingu við Macacawitz ætla ég semsagt ekki að sega eitt aukatekið orð um hversu verðskuldaða rasskellingu Repúblíkanaflokkurinn hafi fengið í gær.

Fyrir kosningarnar hélt Bush því fram að ef demokratarnir myndu vinna meirihluta jafngilti það því að hryðjuverkamennirnir hefðu unnið, og gleði mín yfir stórtapi repúblíkanaflokksins þýðir því, samkvæmt þessari lógík, að ég sé að gleðjast yfir sigri terroristanna, enda hlýtur andúð mín á óstjórn, getuleysi og ólýðræðislegum vinnubrögðum Bush stjórnarinnar að stafa af einhverskonar ást á íslamskri bókstafsstrú. En á blaðamannafundi fyrr í dag varaði Bush okkur við því að gleðjast of mikið, því nú heldur hann því fram að sigur demokrataflokksins hafi ekkert með sigur eða ósigur Al Qaeda að gera! Kosningarnar hafi barasta snúist um eitthvað "working of our democracy"... hvað sem það nú er:

To our enemies, do not be joyful. Do not confuse the workings of our democracies with a lack of will. Our nation is committed to bringing you to justice. Liberty and democracy are the source of America’s strength and liberty and democracy will lift up the hopes and desires of those you are trying to destroy. 

Nú er mér sagt að lýðræði og frelsi væru "the source of America's strength"! Hvað er næst? Að mannréttindi, málfrelsi eða the virðing fyrir lögum og rétti séu líka góð bandarísk gildi, sem eigi að halda í heiðri? Ég hélt að það þyrfti að afnema allt einstaklingsfrelsi til þess að eiga séns í að sigra "the war on terror". Þetta hljómar allt eins og Bush sé orðinn "soft on terror". Og það virðist líka vera raunin, því hann segist ætla að reka Rumsfeld! Fyrir örfáum dögum sagði Bush að Rumsfeld myndi fylgja sér út kjörtímabilið. Nú kemur í ljós að það var bara einhverskonar plat:

Last week, President Bush unequivocally told a group of reporters that Defense Secretary Rumsfeld and Vice President Cheney would “remain with him until the end of his presidency, extending a job guarantee to two of the most-vilified members of his administration.” Bush said, “Both those men are doing fantastic jobs and I strongly support them.”

Today, he announced Rumsfeld is resigning and being replaced by former CIA Director Robert Gates. At the press conference, Bush said that “the only way to answer that question, and get it on to another question, was to give you [the reporters] that answer.” Bush admitted that he had talked to Rumsfeld about resigning and was actively searching for his replacement at the time.

Hvað kemur næst?

M


mbl.is Bush: Réttur tími til að skipta um forustu í Pentagon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband