Stórtap Repúblíkana á öllum vígstöðvum

Suður Dakóta.jpg

Demokratarnir unnu stórsigur í þinginu, unnu 6 fylkisstjórasæti af repúblíkönum auk stórsigra í öllum fylkisþingum. Við þurfum ennþá að bíða eftir fréttum af afdrifum Macaca og Burns, að vísu er demokratinn Webb þegar búinn að lýsa yfir sigri í Virginíu, og Burns er undir í Montana. Ef þeir tapa báðir ná demokratarnir líka öldungadeildinni.

En þetta er ekki allt, því í mörgum fylkjum var líka kosið um stjórnarskrárbreygingar og allskonar voter initiatives - þeirra á meðal bönn við hjónaböndum samkynhneigðra og bönn við fóstureyðingum. Tvö þessara voru felld! Í Arizona felldu kjósendur "The Protect Marriage Initiative":

The Protect Marriage Initiative, which would amend the state Constitution to ban same-sex unions, is trailing by a slim margin. With 96 percent of the polls reporting, 48.6 percent have voted for while 51.4 percent are voting against the proposition.

Þetta er fyrsta anti-gay stjórnarskrárbreytingartillagan sem er felld, og þó nokkur fylki hafi samþykkt viðlíka löggjöf í gær, er niðurstaðan í Arizona mjög mikilvæg. En það er þó kannski merkilegra að almenningur (56%) í Suður Dakóta hafnaði fóstureyðingarbanni fylkisins - en þing Suður Dakóta var búið að banna allar fóstureyðingar.

The law in South Dakota banned nearly all abortions except to save the life of the pregnant woman. Lawmakers made no secret that it was written for the sole purpose to challenge Roe v. Wade. Opponents were intending to sue but then gathered signatures to put the law in the hands of South Dakota voters. Stoetz says while she expects lawmakers to continue to debate how to restrict abortions, she doesn't expect the issue in January's legislative session

Ef kjósendur í Suður Dakóta - sem eru mun íhaldssamari en kjósendur í flest öllum öðrum fylkjum Bandaríkjanna -  hafna löggjöf eins og þessari er útilokað að kjósendur í öðrum fylkjum muni samþykkja hana!

[Sarah Stoetz is the CEO of Planned Parenthood of Minnesota and the Dakotas] says when South Dakota passed the abortion ban earlier this year, there were 16 other states attempting the same thing. She says when opponents collected enough signatures to put the law to a public vote, the other lawmakers dropped their legislation.

"The fact that the people in this conservative state are rebelling against this kind of cynical political move is very significant and I think it sends a strong message to everyone in the country," Stoetz said.

Húrra fyrir Suður Dakóta!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband