Tími sem fór í að fjalla um Kerry

troops_respond_to_kerry.jpg

Áður en fréttir bárust af extracurricular áhugamálum Ted Haggard voru bandarískir fjölmiðlar undirlagðir af fréttum um skopskyn John Kerry, meðan aðrar fréttir, eins og t.d. að Bandaríkjaher hafi komist að þeirri niðurstöðu að Írak væri "edging towards chaos", fengu litla sem enga athygli eyddu kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna löngum tíma í að tala um hvað Kerry hefði sagt, og hversu ægilega slæmt það væri fyrir demokrataflokkinn, eða til að tala við Repúblíkana sem staðhæfðu að ummæli Kerry sönnuðu, í eitt skipti fyrir öll, að Demokrötum væri ekki treystandi fyrir utanríkispólítík.

Kvöldfréttir NBC:

    1. Segment One: John Kerry Apologizes For "Botched Joke" About Iraq (Running time: 3:35)
    2. Segment Two: Democrats Are "Furious And Frustrated" With Kerry's Timing (Running time: 2:20)
    3. Segment Three: Classified Pentagon Chart Suggests Chaos In Iraq (Running time: 40 seconds)

6 mínútur í Kerry, 40 sekúndur í alvöru fréttir - sem þýðir að brandari Kerry sé um það bil níu sinnum merkilegri frétt en að herinn hafi komist að því að Bandaríkin séu búin að missa stjórn á ástandinu í Írak. Kvöldfréttir CBS eyddu 2 mínútum og 40 sekúndum í Kerry - og 35 sekúndum í Írak, "Iraq Continues To Spiral Out Of Control" - en sú frétt var fjórða í röðinni. ABC eyddi um 3 mínútum í Kerry og 1:45 í að fjalla um ástandið í Írak. Sjá Carpetbagger Report. Myndin sýnir skilaboð meðlima the Minnesota National Guard í Írak til Kerry.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband