Sherwood (R-PA) neitar að hafa kyrkt hjákonu sína - viðurkennir samt framhjáhaldið

sherwood.jpg

Það eru fleiri en Foley sem eiga í vandræðum með hneykslismál tengd vafasömu kynferðislegu athæfi. Don Sherwood þingmaður republikana í Pennsylvaníu hefur neyðst til þess að sýna sjónvarpsauglýsingu þar sem hann viðurkennir að hafa haldið framhjá frúnni - en reynir um leið að afneita sögu hjákonunnar - að hann hafi reynt að kyrkja sig. Forsaga málsins er sú að Sherwood, sem er 65 ára, var kosinn á þing, og þegar hann kom til Washington kynntist 23 ára stúlku á einhverjum fundi ungrepúblíkana. Þau tvö tóku upp einhverskonar ástarsamband, sem að sögn hennar fólst fyrst og fremst í kynlífi og barsmíðum. Stúlkan fékk hins vegar nóg eftir að Sherwood reyndi að kyrkja hana - hún hringdi á 911 og allt heila komst upp.

Málið komst hins vegar aldrei fyrir dómstóla, því þau skötuhjú náðu einhverskonar sáttum. Þ.e. Sherwood borgaði stúlkunni fyrir að halda sér saman.

"While I'm truly sorry for disappointing you, I never wavered from my commitment to reduce taxes, create jobs and bring home our fair share," Sherwood said, addressing viewers. "Should you forgive me, you can count on me to keep on fighting hard for you and your family."

Mótframbjóðandi Sherwood, demokratinn Chris Carney hefur nokkuð gott forskot í skoðanakönnunum, aðallega vegna þess að kjósendur eru ekki alveg vissir um að það teljist til fjölskyldugilda að halda framhjá og reyna svo að kyrkja hjónadjöfulinn. Ég held að í biblíunni standi að það eigi að grýta svoleiðis konur? Dick Cheney og George Bush, sem hafa snúið baki við aumingja Foley, hafa hins vegar staðið með sínum manni Sherwood - Cheney hélt prívat fjáröflunardinner fyrir karlinn.

Af öðrum stjórnálaskörungum republikana í Pennsylvaníu er það að frétta að Rick "fetus fetish" Santorum virðist ekki ætla að takast að vinna niður forskot demokratans Bob Casey.

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband