Macaca-Allen og nýuppgötvaður gyðingdómur hans

george-allen-gobbidigobb.jpg

Fyrir nokkrum dögum síðan uppgötvaði George Allen að hann væri gyðingur, eða réttara sagt, að mamma hans væri gyðingur, og þá meikaði þetta alltsaman sens fyrir honum... af hverju afi gamli var í útrýmingarbúðum, mamman neitaði að gifta sig í kirkju og hafði aldrei farið í messu. Hann hafði alltaf trúað því að mamma gamla væri bara með svona slæman hausverk alla sunnudagsmorgna þegar aðrir góðir og sannkristnir wonderbread eating red-necks í Virgíníu fóru til messu...

Fréttaskýrendum þótti öll meðferð Allen á þessum nýuppgötvuðu gyðinglegu rótum frekar sérkennileg - í lok viðtals þar sem hann viðurkenndi að mamma hans hefði vissulega verið fædd gyðingur (sem gerir hann sjálfan að bona-fide gyðing, og eligible fyrir Ísraelskt ríkisfang) - tók hann það fram að mamma hefði alltaf búið til alveg frábærar svínakótelettur, og að hann hefði borðað samloku með skínku í hádegismat. Osti og skinku, tómmat, og fullt af mæjones.

Allen er hinsvegar maður eilífðrar iðrunar og sjálfsbetrunar, og í morgun bárust fréttir af því að hann ætlaði sér að fara að taka gyðinglegar trúarhátíðir alvarlega. Hann hafði bókað fund mánudaginn kemur í einhverri nefnd sem hann er formaður í, en breytti svo fundartímanum skyndilega. Ástæðan?

“He’s Jewish and Monday is Yom Kippur,” explained Brynn Slate, spokeswoman for the National Association of Women Business Owners,

(Fréttin er á Roll Call, sem krefst áskriftar) Þetta er auðvitað hið besta mál. Fyrir viku síðan varð Allen foxvondur þegar hann var ásakaður um að vera gyðingur, seinna í vikunni fannst honum það allt vera fyndið og grínaðist með skínkusamlokur og kótelettur, og svo núna er hann svo uppblásinn af trúhita að hann getur ekki haldið fundi á tilsettum tíma?

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband