Besta lausnin að fá Saddam aftur?

Michael Savage, er sennilega skemmtilegasti þáttargerðarmaður í Bandarísku útvarpi - útvarpsþættir hans eru einhverskonar blanda af fáránleikaleikhúsi, flow of conciousness ranting og pólítískri analýsu, þar sem allar öfgafyllstu hugmyndir bandarískrar hægristefnu eru teknar og kerfisbundið hugsaðar til lógískrar niðurstöu. Það skemmtilegasta er að Savage meinar allt sem hann segir - ólíkt Colbert, sem bara þykist meina allt sem hann segir. Savage hatar alla homma, innflytjendur, konur, svertingja, vinstrimenn, miðjumenn, útlendinga, trúleysingja, og mest af öllu Araba og Frakka. Ef Savage hefði verið uppi í Þýskalandi á fjórða áratugnum hefði hann verið fastur dálkahöfundur á Sturmer, og fundist foringinn vera of mjúkhentur við óvini ríkisins.

Í fyrradag barst talið að Írak, eins og það gerir oft í útvarpsþáttum Savage, (Ísrael er annað uppáhaldsumræðuefni hans), og þá lét Savage þau orð falla að sennilega væri best að koma Saddam Hússein aftur til valda. Eftirfarandi uppskrift af útvarpsþætti Savage er að finna hjá Media Matters:

SAVAGE: Well I got news for you, [caller], I'm the first to have said it, but I'm not the last to have said it. I said it a year ago. Maybe we should bring back Saddam, a Sunni, because he knows how to control the Shia.

CALLER: Yeah. Could be. And you got Syria --

SAVAGE: No. You can laugh all you want. He knew how to control them; he knew how to keep these maniacs under control. And he was also a counterbalance to Iran. This is a gigantic mistake. Something is wrong.

Savage er auðvitað ekki fyrsti heimspekingur republikanaflokksins til þess að stinga upp á því að Bandaríkin styðji Saddam Hússein til valda, eða að Saddam hafi aldeilis kunnað að fást við hryðjuverkamenn. Ég bloggaði fyrr í sumar um Bill O'Reilly og svipaðar vangaveltur hans:

If we wage the war the way Saddam handled Iraq, then we would have already won. That means martial law, torture, murder, kicking in doors. You know, Saddam controlled that country for 25 years. He didn't have any insurrections. He didn't have bombs going off. And half the country wanted to kill him. You know, all the Shia hated him. And how'd he do it? Through terror. So we could do it. But then, you know, as soon as you look at one of these guys cross-eyed, the ACLU's got you sued.

Það sem er fyndið við þetta allt er auvðitað að ein af aðal ástæðunum fyrir því að standa í þessu stríði í Írak átti einmitt að vera sú að Bandaríkin væru að flytja út lýðræði og frelsi, og að Saddam væri svo hræðilega hættulegur að það yrði að gera innrás strax!

Reyndar er hálf hallærislegt að vera að æsa sig yfir því að jólasveinar á borð við Savage og O'Reilly skuli vera með asnalegar skoðanir. Og með því að vera að ræða þessar skoðanir þeirra er ég að gera þeim of hátt undir höfði, ég hef, með því að hlusta á þá og hugsa um þá, að vissu leyti sokkið niður á það plan sem þeir lifa og hrærast á. En ég held að það sé full ástæða fyrir okkur, skynsamt og upplýst fólk, að leggja við hlustir, og fylgjast með því sem öfgasinnuðustu öflin í Republikanaflokknum eru að segja, því það er óþægilegur samhljómur með mörgu af því sem Savage segir og Bill Kristol, og svo Dick Cheney segja. Og þó það séu oftar heilar brýr í röksemdafærslum Kristol, sýnir Cheney, með því að setja hugmyndirnar í framkvæmd, okkur fram á að utanríkispólítík Kristol er uppskrift að fullkomnu og algjöru fiaskó, og Savage sýnir okkur hinn lógíska ídeólógíska endapunkt...

Það er næstum öruggt að fylgismenn ný-íhaldsstefnunnar myndu ásaka mig um að vera ósanngjarnan, að það sé himinn og haf á milli Kristol og Savage, en ef svo er, þurfa Kristol og aðrir ný-íhaldsmenn að leggja einhverja vinnu í að skýra fyrir okkur muninn á sér og þeim sem hafa skipað sér í flokk með honum. Hugmyndafræði er aldrei merkilegri en það fólk sem flykkir sér um hana.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband