Og nú byrjum við að telja niður hvenær Gonzales segir af sér!

Norm Coleman og frúFyrst Wolfowitz er farinn þurfum við að snúa sjónum okkar aftur að Alberto Gonzales. Í gær skrifaði ég um vantraustsyfirlýsingu Demokrata í öldungadeildinni. Þegar er ljóst að sæmilegur hópur repúblíkana muni að öllum líkindum kjósa með demokrötum. Chuck Hagel, Coburn, Sununu, McCain og sennilega Pat Roberts, Kit Bond og Arlen Specter. Í gærkvöld bættist svo Norm Coleman, öldungadeildarþingmaður okkar Minnesotabúa á listann. Coleman gerir sér grein fyrir því að hann á ekki séns í endurkjör 2008 nema hann fari að koma sér í mjúkinn við kjósendur í þessu fylki sem vanalega kýs independents eða demokrata.

Coleman lýsti því beinlínis yfir að Gonzales þurfi að segja af sér - aðrir, eins og Bond og Specter hafa verið loðnari í yfirlýsingum sínum. Coleman lýsti því beinlínis yfir að hann hefði "misst allt traust á Gonzales":

"I don't have confidence in Gonzales," Republican Sen. Norm Coleman of Minnesota told reporters on a conference call Thursday as he became the fifth Senate Republican to call for the attorney general's departure. "I would hope that the attorney general understands that the department is suffering right now, and he does the right thing, and that is allows the president to provide new leadership."

Ef allir þessir menn standa allir við stóru orðin munu átta repúblíkanar kjósa með 48 demokrötum - einum sósíalista og einum Lieberman for Connecticut, að vísu hefur McCain ekki mætt í seinustu 42 atkvæðagreisðlur í öldungadeildinni, vegna þess að hann er svo upptekinn við að eltast við að verða forseti, og vegna þess að Tim Johnson frá suður Dakóta er á spítala. Vantraust á Gonzales ætti því í það minnsta að geta endað á 57 atkvæðum gegn 41... 

Aumingja Gonzales. Nú þarf hann líka að fara að leita að vinnu?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Alberto fengi nú alltaf vinnu við að slá garðinn suðrí Crawford, Texas. 

Spurning hins vegar hvað Norm Coleman fer að gera eftir að Al Franken vinnur af honum þingsætið á næsta ári    Einhversstaðar heyrði ég að Norm yrði líklegt varaforsetaefni fyrir McCain ef hann næði útnefningu.  Ætli þeir fengju náð fyrir augum James Dobson sem lýsti því yfir í dag að meðlimir Focus on the Family myndu alls ekki kjósa Rudy.

Róbert Björnsson, 18.5.2007 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband