Öldungadeildin greiði atkvæði um vantraust á Gonzales?

Vantraust á Alberto 'ég man ekkert' GonzalesÞað hefur verið nefnt nokkrum sinnum að Bandaríkjaþing gæti greitt atkvæði um vantraust á dómsmálaráðherra Bush, Alberto Gonzales - og núna fyrir örstuttu síðan bárustu fréttir af því að þingmenn demokrata væru að undirbúa slíka atkvæðagreiðslu! Samkvæmt sumum fréttum eiga Chuck Schumer og Dianne Feinstein að vera á bak við þessa ráðagerð. Skv. Roll Call:

With Attorney General Alberto Gonzales vowing to remain in his job and President Bush standing by him, Senate Democratic leaders are seriously considering bringing a resolution to the floor expressing no confidence in Gonzales, according to a senior leadership source. ...

The vote would be nonbinding and have no substantive impact, but it would force all Republican Senators into the politically uncomfortable position of saying publicly whether they continue to support Gonzales in the wake of the scandal surrounding the firings of eight U.S. attorneys.

Patrick Leahy, demokrati frá Vermont og formaður dómsmálanefndarinnar sagði: "I have absolutely no confidence in the attorney general or his leadership". Það eru allar líkur til þess að vantraustsyfirlýsingin muni samþykkt, og að margir repúblíkanar muni greiða atkvæði með henni. Tveir háttsettir öldungardeildarþingmenn Repúblíkana, Pat Roberts, frá Kansas og Chuck Hagel, frá Nebraska, hafa báðir nýlega lýst því yfir að Gonzales þurfi að segja af sér. Aðrir öldungadeildarþingmenn repúblíkana sem hafa lýst því yfir að Gonzales þurfi að segja af sér eru John Sununu frá New Hampshire, Tom Coburn frá Oklahoma og John McCain.

Ástæða þess að vantraustsyfirlýsing er komin til umræðu núna eru nýjar uppljóstranir um ólögleg njósnaprógrömm og hleranir á óbreyttum borgurum sem Gonzales skipulagði og stóð fyrr. Skv Fox news:

Sen. Arlen Specter of Pennsylvania, the senior Republican on the Senate Judiciary Committee, said Thursday that the Justice Department can't properly protect the nation from terrorism or oversee Bush's no-warrant eavesdropping program with Gonzales at the helm.

"I have a sense that when we finish our investigation, we may have the conclusion of the tenure of the attorney general," Specter said during a committee hearing. "I think when our investigation is concluded, it'll be clear even to the attorney general and the president that we're looking at a dysfunctional department which is vital to the national welfare."

Og við eigum enn eftir að heyra í Moniku Goolding bera vitni - hún mun mæta fyrir þingnefnd þann 23. Ég efast um að vitnisburður hennar muni styrkja Gonzales! Ef það verður ekki búið að reka Gonzales frá völdum fyrir lok mánaðarins verð ég hissa! Kannski tekst Wolfowitz meira að segja að hanga lengur í sinni bitlingastöðu en Gonzales?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband