War Czar forsetans hefur fram til þessa verið andvígur fjölgun í herliðinu í Írak, talað um brottflutning hersins...

LuteSumum fréttaskýrendum hér vestra þykir val forsetans á Douglas Lute sem "War Czar", því Lute hefur fram til þessa ekki verið með eindregnustu stuðningsmönnum "the surge", þ.e. tilraunar Bandaríkjaforseta til þess að koma á röð og reglu í Írak með því að fjölga í herliði Bandaríkjanna. Lute hefur líka talað um að herlið Bandaríkjamanna sé hernámslið, og að það sé ekki nema eðlilegt að Írakar hafi íllan bifur á Bandaríkjaher meðan hann komi fram sem hernámslið!

Fyrir tveimur árum sagði Lute: (skv Financial Times): 

He said: “We believe at some point, in order to break this dependence on the . . . coalition, you simply have to back off and let the Iraqis step forward.

You have to undercut the perception of occupation in Iraq. It's very difficult to do that when you have 150,000-plus, largely western, foreign troops occupying the country.”

Lute hefur við ýmis önnur tækifæri talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að fækka í herliði sínu í Írak, m.a. haldið því fram að Bandaríkjastjórn verði að sýna írökskum stjórnvöldum að þau geti ekki gert ráð fyrir því að Bandaríkin muni verða að eilífu í landinu.

Þó það sé of snemmt að spá nokkru um það er smá von til þess að skipun Lute sé fyrsta skrefið í að stjórnin breyti um stefnu varðandi Írak. Undanfarna daga hafa nefnilega farið að heyrast getgátur um að forsetinn muni hugsanlega ræða stríðið við demokrata og gefa eftir af kröfu sinni að þingið haldi áfram að veita fé til stríðsrekstursins án þess að hafa neitt um það að segja hvort stríðið dragist endalaust áfram og án þess að Bandaríkjaher nái nokkrum árangri.

Andataðan við stríðið innan hersins fer einnig vaxandi. Cynthia Tucker, blaðamaður Atlanta Journal-Constitution sagði á The Chris Matthews Show á NBC News um daginn að það væri hætta á að herforingjar myndu rísa upp í "uppreisn" ef forsetinn héldi "the surge" til streitu:

"Look for a revolt from active-duty generals if September rolls around and the president is sticking with the surge into '08. We've already heard from retired generals. But my Atlanta Journal-Constitution colleague Jay Bookman has lots of sources among currently serving military officers who don't want to fall by the wayside like the generals in Vietnam did, kept pushing a war that they knew was lost."

M


mbl.is Bush útnefnir stríðsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband