Minningarorđ um Pétur Pétursson ţul

Í dag var borinn til grafar Pétur Pétursson ţulur. Pétur lést ţann 23. apríl eins og hann hafđi lifađ öllu lífi sínu, í fađmi fjölskyldu sinnar. Ég kynntist Pétri fyrst ţegar ég heimsótti heimili hans og Birnu Jónsdóttur fyrir um fimmtán árum síđan ásamt tilvonandi eiginkonu minni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, en hún er dótturbarn ţeirra hjóna. Ef ég man rétt drukkum viđ kaffi og Pétur hlýddi mér yfir hverra manna ég vćri. Pétur hafđi mikla trú á ţví ađ hćgt vćri ađ segja til um karakter manna út frá ćttum ţeirra. Sólveig sagđi mér ađ afa sínum hefđi líkađ vel viđ mig, hann hefđi ţekkti afa minn, Magnús Sveinsson, barna- og unglingaskólakennara, sem honum ţótti hafa veriđ góđur mađur.

Pétur sagđi skemmtilega frá eins og allir sem ţekktu til hans kannast viđ. Pétri fannst líka gaman ađ segja sögur. Í brúđkaupi okkar Sólveigar flutti hann til dćmis ekki eina, heldur heilar ţrjár rćđur. Í gegn um árin kynntist ég Pétri betur, bćđi í fjölskyldubođum og sem frćđimanns og heimildarmanns. Hann var nćrri óţrjótandi brunnur heimilda um sögu Reykjavíkur, og ţekking hans á mönnum og tengslum ţeirra var óviđjafnanleg. Ég leitađi oft til Péturs eftir ađ ég byrjađi í sagnfrćđi viđ Háskóla Íslands, sérstaklega međan ég starfađi sem ađstođarmađur Ţórs Whitehead prófessors. Pétur nafngreindi menn á ljósmyndum, rifjađi upp sérkennileg atvik og ummćli, og ef hann gat ekki sjálfur svarađ brást ekki ađ hann gat bent á rétta heimildamenn. Sumar af sögum sínum sagđi hann oftar en einu, og oftar en tvisvar sinnum, en ţćr glötuđu ţó ekki fróđleiks og skemmtigildi sínu. Ţađ er einnig til marks um frásagnarlist Péturs ađ ţó sögurnar vćru fyndnar í hans frásögn voru ţćr ţess eđlis ađ ţćr lifđu oft ekki af ađ vera festar á blađ. Ţó ţađ vćri hćgt ađ skrifa upp eftir Pétri glötuđu sögurnar yfirleitt kímni sinni og ţví lífi sem ţćr öđluđust í frásögn hans.

Pétur var ţví ekki ađeins brú til Reykjavíkur fyrri tíma, hann brúađi önnur bil. Hann var í senn heimild um sögu Reykjavíkur og sjálfmenntađur frćđimađur, og naut virđingar sagnfrćđinga sem slíkur. Um leiđ var hann lifandi fulltrúi munnlegrar frásagnarhefđar fyrri alda. Pétur á ţví merkilegan sess bćđi í íslenskri sögu og íslenskri sagnfrćđi.

En ţó ég eigi ótal minningar um grúskarann Pétur Pétursson, umkringdan bóka og blađastöflum á heimili sínu á Garđastrćti, mun ég fyrst og fremst minnast hans sem hjartahlýs afa og langafa. Pétur skilur eftir sig raunverulega stórfjölskyldu, ţví hann eignađist fjögur barnabörn, níu barnabarnabörn og fjögur barnabarnabarnabörn. Pétur kunni ađ meta barnamergđina sem spratt upp í kringum hann, og ást sína fékk hann endurgoldna. Börn okkar Sólveigar, Jón Múli og Guđný Margrét tóku fréttum af fráfalli langafa síns mjög nćrri sér, enda var ţeim báđum fjarska hlýtt til hans.

Pétur mun lifa áfram í minningu allra ţeirra sem kynntust honum, en hans mun sárast saknađ af ţeim sem elskuđu hann. Minning hans mun lifa í hugum okkar allra, en ţó sérstaklega í hugum afabarna hans, langafabarna og langa-langafabarna.

Magnús Sveinn Helgason, sagnfrćđingur

-- 

Ţessi grein birtist einnig í prentútgáfu Morgunblađsins, og ég hef hugsađ mér ađ blogga ekkert í dag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband