40% bandaríkjamanna trúa á heimsendi...

Los Angeles Times birti í dag áhugaverða grein um heimsendatrúarfólk og millenerianista – fólk sem trúir því í alvörunni að heimsendir sé í nánd, og að himnarnir opnist og þá muni Jesú, og herskarar engla streyma til jarðar og berjast við Satan og hans kóna... Fyrir skynsamt fólk, sem ekki þjáist af ranghugmyndum eða djúpstæðri veruleikafirringu er erfitt að trúa því að til sé fólk sem trúi bókstaflega á heimsendalýsingar biblíunnar.

Vitleysistrúarbrögð af þessu tagi eru oft annað hvort grátleg eða hlægileg – oft bæði í einu. Um áramótin 2000 voru margir Mormónar í Utah sannfærðir um að Jesú myndi birtast í kvöldmat á gamlárskvöld... og dekktu borð með humar og ný-afskornum blómum. Þó Jesú hefði ekki látið sjá sig var fólkið tregt til að hreinsa af borðum, ef ske kynni vera að frelsarinn væri bara seinn á ferð. Það var ekki fyrr en farið var að slá í humarinn og blómin farin að visna að hinir trúuðu ákvaðu að kannski hefði heimsendir ekki átt að koma 2000... kannski bara aðeins seinna?

Fræðimenn töldu að slá myndi á heimsendatrú eftir aldamótin, en reynslan hefur verið önnur – og benda kannanir nú til þess að 40% bandaríkjamanna trúi því að heimurinn muni farast bráðlega...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

2012 endar dagatal Maya. Það þykir fínt að nota þá tölu. Hvað verður notað eftir 2012 veit ég ekki, en það er sennilega einhver að skoða það dæmi.

Villi Asgeirsson, 23.6.2006 kl. 09:46

2 Smámynd: FreedomFries

Þetta er einmitt vandamálið - menn sem trúa því að veröldin muni farast eiga ekki undir neinum kringumstæðum að stjórna fólki eða heilum ríkjum, ég tala nú ekki um heimsveldum! Hægrimenn í bandaríkjunum hafa held ég gengið allt of langt í að daðra við þessa djöfulsins vanvita. Cheney, Rumsfeld, Rove - þessir gaurar trúa ekki á heimsendi! Þeir trúa á völd og sjálfa sig, Ég veit ekki með Bush - ég held að hann sé bara svolítið heimskari útgáfa af þeim þremenningum. En svo eru menn eins og Ashcroft, og Santorum, menn sem eru augljóslega ekki bara fasistar, heldur líka veruleikafirrtir.

M

FreedomFries, 23.6.2006 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband