Ógnin af Kína?

Um daginn ver þessi grein á Slate um mikilvægi kínverskrar hernaðaruppbyggingar fyrir bandaríska herinn.

The China Syndrome: Why the Pentagon keeps overestimating Beijing's military strength.

 Every day and night, hundreds of Air Force generals and Navy admirals must thank their lucky stars for China. Without the specter of a rising Chinese military, there would be no rationale for such a large fleet of American nuclear submarines and aircraft carriers, or for a new generation of stealth combat fighters—no rationale for about a quarter of the Pentagon's budget. In Secretary of Defense Donald Rumsfeld's Quadrennial Defense Review, released this past February, the looming Chinese threat is the explicit justification for all the big-ticket weapons systems that have nothing to do with fighting terrorists or insurgents.

Vegna þess augljóslega, að Íran er engin ógn við Bandaríkin. Kannski geta rússarnir mannað sig upp í að verða almennileg ógn aftur? Þá fengjum við Íslendingar kannski herinn til baka? Kannski væri það best. Mér finnst einhvernveginn að íllmenni þurfi að tala þýsku eða rússnesku.

Annars hef ég fylgst svolítið með umræðum um hvort Kína sé, eða sé ekki, einhverskonar ógn við "vesturlönd". Það var merkileg grein í Foreign Affairs fyrir nokkrum árum um þetta efni. George Gilboy, "The Myth behind China's miracle" Foreign Affairs júlí/ágúst 2004.

M

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ógn frá Kína sé raunveruleg. Þeir og Rússar hafa verið með heræfingar "http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1117868"
og eru þeir ekki að setja sig uppá móti tillögum í öryggisráðinu um hernað gegn Írönum.
Ég segi bara eins og Feitir og Frjálslyndir "Guð hjálpi okkur" ef Kína fer að belgja sig.

Rabbar (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 23:47

2 Smámynd: FreedomFries

Ég er ekkert hrifnari af Kínverjum og kínverskum stjórnvöldum en hver annar. Og ég held að alternative heimur (eða framtíð) þar sem Kína er heimsveldi á borð við Bandaríkin, væri frekar skuggalegur heimur. Þeir loka t.d. fleiri andófsmenn inni á geðsjúkrahúsum en Sovétmenn gerðu nokkurntímann!

Ég er bara ekki alveg viss um að þeir séu þessi imminent ógn sem sumir vilja láta.

Annars held ég að utanríkisstefna bandaríkjanna sé ekki sú að allir sem eru ósammála sé ógn, eða allir sem ógni hagsmunum þeirra séu ógn - frekar er hún "ef það hentar okkur, ertu ógn". Kína hentar vel sem ógn, og þá fá kínverjar að vera ógn. Mér finnst bara að kvikmyndalobbíið eigi að krefjast þess að utanríkisstefnuni verði snúið meira gegn Rússum.

M

FreedomFries, 6.6.2006 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband