Brottrekstur saksóknara ekki bara pólítískur skandall - sennilega líka lögbrot

Bush og Domenici, en Domenici hringdi í ríkissaksóknara Nýju Mexiko til að hafa áhrif á gang rannsóknar á hendur demokrötum í fylkinuNew York Times birtir grein eftir Adam Cohen þar sem fjallað er um ríkissaksóknaramálið, og bent á að eitt það alvarlegasta við það mál allt sé ekki að það lykti af vafasamri pólítík, heldur að brottreksturinn kunni hæglega að hafa verið lögbrot.

Í stuttu máli eru rök Cohen þessi: Dómsmálaráðuneytið og Bush stjórnin hafa líklega brotið "18 U.S.C. §§ 1501-1520, the federal obstruction of justice statute."

  • 1) Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, þar með talið Alberto Gonzales, virðast hafa logið að þinginu - því yfirlýsingar þeirra stönguðust á við skjöl og tölvupósta sem hafa síðan verið gerðir opinberir.
  • Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að kenna Kyle Sampson, starfsmannastjóra Gonzales um, en hann heldur því sjálfur fram að hann hafi aðeins fylgt skipunum. Eina spurningin er því: Braut Samspon eða Gonzales lögin - grein 1505 af fyrrnefndum lögum.
  • 2) Þegar þingmenn repúblíkana hringdu í saksóknara fyrir kosningarnar í fyrra til að þrýsta á þá að rannsöka frambjóðendur demokrata kunna þeir að hafa brotið 1512 grein þessara laga. Pete Domenici, öldungadeildarþingmaður repúblíkana frá Nýju Mexiko virðist hér hafa gerst brotlegur við lögin.
  • 3) Eftir að saksóknararnir voru reknir fór Michael Elston, starfsmannastjóri Paul McNulty, sem er "Deputy Attorney General" - annar valdamesti maðurinn í dómsmálaráðuneytinu, á eftir dómsmálaráðherranum sjálfum, og hringdi í minnst einn saksóknaranna og hótaði honum að "there would be consequences" ef hann færi í blöðin með sögu sína. Cohen heldur því fram að þetta sé "witness tampering" og sé brot á 1512 grein fyrrnefndra laga. Nú er spurningin hvort Elston eða McNulty beri ábyrgð á þessu símtali.
  • 4) Samkvæmt lögum má forsetinn reka saksóknara fyrir embættisglöp. Það er sérstaklega tekið fram að það sé brot á lögum að reka saksóknara til að hafa áhrif á framgang rannsóknar.
  • Þetta er sennilega alvarlegasta málið - því svo virðist sem stjórnin hafi rekið tvo saksóknara sem voru að rannsaka alvarleg og viðamikil spillingarmál. Carol Lam, sem ég hef þegar fjallað um - og Fred Black, sem var rekinn nokkru fyrr, en hann var að rannsaka spillingarmál Jack Abramoff á Guam. Þó rannsókn Lam hafi ekki verið drepin var rannsókn Black umsvifalaust stöðvuð af arftaka hans. Síðan þá hefur Abramoff þó verið dæmdur í fangelsi, því glæpir hans voru það víðtækir að þeir náðu yfir fleiri en eitt fylki.

Eins og Cohen bendir á getur vel verið að þetta séu allt furðulegar tilviljanir, en það verður að segjast að það er of mikið af grunsamlegum tilviljunum í þessu máli til þess að halda því fram að þetta sé pólítískt moldviðri.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Þakka þér fyrir greinargóð dæmi um fasíska stjórnarhætti klerkastjórnarinnar í Washington. Hennar tími ætti brátt að vera liðinn en vitað er að það geta leynst margir uppvakningar í pólitik (sjá t.d. suðurkjördæmi).

Ár & síð, 20.3.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband