Næstum öll bandarísk dagblöð sammála: Gonzales verður að segja af sér!

Everybody loves RaymondEditor and Publisher tekur saman leiðara helstu dagblaða Bandaríkjanna, sem virðast öll vera sammála um að Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, verði að segja af sér. Þetta eru fréttir, því það er sjaldgæft að öll dagblöð séu sammála um jafn umdeilt mál. Og Gonzales hefur svo sannarlega unnið fyrir þessari andúð. Undir hans stjórn hefur dómsmálaráðuneytinu verið breytt í pólítískt tól forsetans, þ.e. meðan Gonzales er ekki upptekinn við að troða á stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna, eða að senda menn í leynileg CIA fangelsi í Austur Evrópu, þar sem þeir eru pyntaðir...

New York Times hefur leitt atlöguna að Gonzales, en blaðið birti í morgun frábæran leiðara um hreinsanir Bush stjórnarinnar á alríkissaksóknurum. Leiðaranum lýkur með einu lógísku niðurstöðunni sem hægt er að komast að: Stjórnmálaheimspeki Bush stjórnarinnar er:

What’s the point of having power if you don’t use it to get more power?

Því miður virðist þetta vera inntakið í "hugmyndafræði" Bush og Cheney, og stórs hluta Repúblíkanaflokksins. Þeir eru í stjórnmálum í þeim tilgangi einum að hafa völd. Auðvitað sækjast allir stjórnmálamenn eftir völdum, en það er sem betur fer munur á því hversu heitt þeir elska völd, og til hvers þeir sækjast eftir þeim.

Hörmuleg reynsla Bandaríkjanna af valdatíð repúblíkana seinustu sex árin eða svo ætti að vera áminning um mikilvægi þess að sami stjórnmálaflokkurinn sé ekki við völd árum eða áratugum saman og mikilvægi þess að þingið veiti framkvæmdavaldinu aðhald, mikilvægi þess að dómsvaldið sé sjálfstætt frá ríkinu og mikilvægi þess að við afsölum okkur ekki persónufrelsi og réttindi, og að við veitum ríkinu ekki leyfi til þess að þenja út lögreglueftirlit með borgurunum í einhverri móðursýkislegri hræðslu við óskilgreinda óvini.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Speedy Gonzales hlýtur að segja af sér á næstu klukkutímum...meira að segja hans eigin flokksmenn hafa verið að sverja hann af sér. John Cornyn, R-Texas, sagði áðan aðspurður um Alberto "...in Texas we believe in having a fair trial and then the hanging.”

Róbert Björnsson, 14.3.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: un

Þú gleymir einum litlum hlut, að Clinton rak alla "federal" saksóknara USA þegar hann tók við völdum. Ekki bara til að lofta út eftir margra ára R stjórn heldur til að losna við "White Watergate" spurningar.

un, 17.3.2007 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband