Americablog: snúast átakalínur í bandarískum stjórnmálum um hægri-vinstri?

Left LibertariansAmericablog setur fram fram áhugaverða spurningu: Eru átakalínurnar í bandarískum stjórnmálum raunverulega á milli hægri og vinstri? Skoðun þeirra er að forsprakkar "íhaldsmanna" séu engir íhaldsmenn heldur "Authoritarians".

Authoritarians

I've been thinking that the problem we are dealing with in this country is not an ideological left/right battle at all, but rather the rise of the authoritarian personality-type in our politics. Authoritarians have seized the label of "conservative" but this crowd is not at all conservative - not even anything like traditional Republicans. I have always had the sense that the current crop of "conservative movement" wingnuts would attach themselves to any ideology if it helped them achieve power.

Ég held að ég sé sammála því að það sé ekki hægt að flokka bandarísk stjórnmál eftir "hægri" og "vinstri", sérstaklega ekki eins og við skiljum þau hugtök, því þó það séu bara tveir flokkar í Bandaríkjunum eru þeir langt því frá að falla snyrtilega sitt hvorum megin við einhverja ímyndaða "miðju" með vinstrimenn annarsvegar og hægrimenn hins vegar.

Bandarískir frjálshyggjumenn hafa lengi haldið því fram að það sé skynsamlegra að flokka fólk samkvæmt "the worlds smallest political quiz" í fimm flokka, hægri, vinstri, miðju og svo "statist" og "libertarian". Því miður hefur það engan stað fyrir "self serving hypocrites and crooks", en í þann flokk falla ansi margir af leiðtogum repúblíkana, t.d. Tom de Lay og Newt Gingrich...

Átakalínurnar eru nefnilega ekki bara milli þeirra sem trúa á lýðræði og réttarríki annarsvegar og "big state" repúblíkana eins og Bush og Cheney hins vegar, heldur líka milli þeirra sem trúa á lög og reglu annarsvegar og svo hinna sem trúa því að lög og reglur gildi ekki um þá...

Reyndar er sá flokkur líka leiddur af Bush og Cheney.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband