Dick Cheney er vinsælli en George Bush!

Þessi líka elskulegi maður...Samkvæmt nýrri skoðanakönnum FOX er Bush svo óvinsæll og ílla liðinn að það eru fleiri sem hafa neikvæða mynd af honum en Darth Cheney! 58% aðspurðra hafa neikvæða eða mjög neikvæða mynd af forsetanum, meðan 53% hafa neikvæða eða mjög neikvæða mynd af varaforsetanum.

Þeir félagar eiga þó enn einhverja aðdáendur. Það eru enn 35% kjósenda sem eru sátt við frammistöðu forsetans í embætti. Til samanburðar voru 88% bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að forsetinn stæði sig vel í starfi þegar best lét, tveimur mánuðum eftir 11. september 2001.

Þá vekur athygli að það er ekki bara forsetinn sem kjósendur hafa ímigust á: aðeins 39% aðspurðra hafa jákvæða mynd af Repúblíkanaflokknum, meðan 51% hafa jákvæða mynd af demokrataflokknum

Þegar kemur að stríðinu í Írak sýnir könnunin líka að þjóðin er andsnúin því að senda fleiri hermenn til Irak (59%), því það muni ekki hafa nein áhrif á útkomu stríðsins (52%), og yfirgnæfandi meirihluti (61%) telur að "surge" forsetans sé ekki ný stefna, þrátt fyrir að forsetinn hafi í sjónvarpsávarpi sínu reynt að selja kjósendum að hann væri að tilkynna "nýja stefnu". Og þó meirihluti aðspurðra (52%) telji að áætlun forsetans muni mistakast þýðir það ekki að almenningur vilji að stefna forsetans mistakist - 63% vona að áætlun forsetans lukkist. Nánast sama hlutfall telur þó að þetta seinasta útspil forsetans sé síðasti sénsinn: 61% sagðist telja að "the recent plan to send additional troops to Iraq [is] President Bush's last chance for victory in Iraq..."

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband