Bush lofar að reyna að virða sum lög

Alberto Gonzales og POTUS í bakgrunni.jpg

Það er til marks um hversu langt Bush stjórnin hefur gengið í því að misbjóða lögum og rétti að það skuli þykja fréttir að forsetinn ætli sér að fara að lögum. En það er akkúrat það sem gerðist í dag! Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, lýsti því yfir að stjórnin hefði látið til leiðast og ætlaði sér héðan í frá að fara að landslögum þegar kæmi að því að njósna um símtöl bandarískra ríkisborgara...

Attorney General Alberto Gonzales told the leaders of the Senate Judiciary Committee that the Foreign Intelligence Surveillance Court, created by the Foreign Intelligence Surveillance Act [FISA] of 1978 to supervise anti-terrorism wiretapping within the United States, will supervise the eavesdropping operations from now on.

Fyrir skemstu reyndi forsetinn og hans menn að halda því fram að FISA dómstóllinn væri alveg hræðilega óþjálft skriffinskubákn sem gerði að verkum að njósnarar ríkisstjórnarinnar gætu ekki með nokkru móti sinnt starfi sínusem skyldi. Skiptir þá engu að FISA dómstóllinn hefur aldrei neitað beiðni um símhlerun - og gengur meira að segja svo langt að veita afturvirkar heimildir! Eina ástæða þess að framkvæmdavaldið gæti viljað sniðganga dómsstólinn er að forsetinn, og ríkisstjórn hans, trúa því að framkvæmdavaldið eigi að mega fara sínu fram í leyni - og eigi ekki að þurfa að skýra mál sitt fyrir neinum. Svoleiðis hugmyndafræði hefur við og við skotið upp kollinum, og þykir ekki mjög lýðræðisleg...

Skv New York Times:

The eavesdropping program, secretly approved by President Bush shortly after the attacks of Sept. 11, 2001, and run by the National Security Agency, has been controversial from the moment it was disclosed late in 2005 by The New York Times. Its supporters have argued that it is entirely legal, does not infringe on legitimate privacy rights, and is a vital tool in the fight against terrorists. Its detractors have said it gives the government far too much power with far too little oversight.

Mr. Gonzales said President Bush would not issue an executive order reauthorizing the eavesdropping program when it expires, within the next 45 days, but would instead defer to the surveillance court. Until now, the White House has contended that it has all the authority it needs to keep the program going, and that a presidential review every 45 days guarded against abuses. Indeed, in his letter, Mr. Gonzales said the surveillance program as it has been run “fully complies with the law.”

Til hvers í ósköpunum er verið að burðast með þrískiptingu ríkisvaldsins, sjálfstætt dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald ef framkvæmdavaldið er fullfært um að setja sjálft allar reglur og sömuleiðis fylgjast með því að þessum reglum sé framfylgt? Og hver treystir ekki forsetanum til að passa sjálfur upp á sjálfan sig? Hverjum gæti dottið í hug að halda því fram að með því væri forsetinn kominn með of mikil völd?

Það er allavegana gott að það er í það minnsta virkt lýðræði í þessu landi - því ef demokratar hefðu ekki náð meirihluta í seinust kosningum eru engar líkur til þess að forsetinn hefði hundskast til að fara að landslögum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska þess heitast að "árans" mann- "skarninu" (...hugsaði: "andskotans mannfjandanum") honum Bush verði vísað af velli með rautt spjald.  Ég hef aldrei haft eins heitar tilfinningar til nokkurs ráðamanns og Gogga litla (...því lítill er hann bæði vitsmunalega og andlega).  Megi hann hverfa til ættjarðar sinnar við fyrsta tækifæri (...æ hvað þetta var fallega sagt, eitthvað!  ...svo sætt, eitthvað)

Farðu Hr. Bush!!!

Gísli (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband