Fyrrverandi frambjóðandi Demokrata eltir uppi skemmdarvaga, vopnaður vélbyssu

Hackett.jpg

Paul Hackett bauð sig fram í Ágúst 2005 fyrir hönd demokrataflokksins í sérstökum aukakosningum til eins af þingsætum Ohio. Hackett tapaði naumlega fyrir "Mean" Jean Schmidt, og naumur sigur Schmidt var talinn til marks um hversu tæpt Repúblíkanaflokkurinn stæði, því kjördæmi þeirra Hackett og Schmidt er eitt af öruggustu kjördæmum repúblíkana í Ohio.

Á sínum tíma var Hackett talinn ein af björtustu vonum flokksins af mörgum Demokrötum - hann hafði barist í Írak, og eins og Jim Webb og aðrir "harðjaxlar" í flokknum var fánaberi hins nýja demokrataflokks sem er bæði skynsamari og meira "tough" en repúblíkanar. Með fyrrverandi hermenn eins og Hackett innan sinna raða vildu demokratar sýna bandarískum kjósendum að þeim væri betur treystandi til að stjórna Bandaríkjunum og utanríkisstefnu þeirra, reka "the war on terror" og almennt taka ábyrgar og skynsamlegar ákvarðanir. Og þó Hackett hafi tapað naumlega vann flokkurinn yfirburðasigur ári seinna.

En þó Hackett hefði hætt í pólítík hætti hann ekki að vera harðjaxl sem tekur málin í sínar eigin hendur og lætur skúrka og skítalabba ekki vaða yfir sig! Stuttu eftir seinustu kosningar vaknaði Hackett nefnilega upp við einhver læti. (Það er fyrst núna tveimur mánuðum seinna að fréttir af þessu atviki birtast...)

Police were called to Hackett's Indian Hill house after Fee failed to make a curve and ran into a fence at the home on Given Road, according to the police report.

When [Ranger Paul] White arrived at the house, Hackett's wife, Suzi, told him that her husband had called her to say he had stopped the men on Keller Road.

Hackett hafði nefnilega, einn og óstuddur rokið út í pikkuppinn sinn, vopnaður vélbyssu, til að elta uppi þessa villimenn! Eltingaleikur hans og glæpamannanna varð ekki mjög langur, því Hackett er þrautþjálfaður í að króa af "insurgents" og araba á götum Baghdad:

White called for backup. He arrived at a driveway in the 8700 block of Keller Road to find the three men lying face down near their small, black car and Hackett's pickup truck. With a flashlight, White saw a strap on Hackett's right shoulder and "what appeared to be an assault rifle hanging along his right side," White's report said.

White told Hackett to put away the rifle and "not take things into his own hands."

Hackett lýsti því hvað hafði gerst:

"He told the boys to 'Get the ---- out of the car and get on the ground.' ... He said he did not touch the vehicle with the rifle and maintained his distance. 'I knew they saw I was armed,' he said. He said he had done this about 200 times in Iraq, but this time there was not a translation problem," the Indian Hill police report said.

Ökumaður og farþegar bílsins sem Hackett yfirbugaði eins síns liðs voru handteknir fyrir umferðarlagabrotið, og fyrir að keyra án ökuréttinda, og svo fyrir að vera með "a concealed weapon" - einn var með hnúajárn í vasanum. Hackett sætir hins vegar rannsókn fyrir framferði sitt, því það er jú ekki ætlast til þess að prívatborgarar taki lögin í eigin hendur, vopnaðir vélbyssum...

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Assault rifle'' er ekki vélbyssa. Það er sjálfvirkur riffill, hríðskotariffill eða árásarriffill.

Almennum borgurum er almennt ekki heimilt að eiga vélbyssur í Bandaríkjunum. En svo er það að bandarískir fréttamenn eru sumir farnir að kalla venjulega veiðiriffla eins og margir Íslendingar eiga einnig ,,assault rifle.'' Það er hálf vandræðalegt.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: FreedomFries

Nei, þetta vélbyssumál er allt frekar fáránlegt - og þó sérstaklega að almennir og óbreyttir borgarar mega eiga hálfsjálfvirka riffla - og vélbyssur. En auðvitað þarf maður leyfi til þess. Ég heimsótti The Ahlmans meet, sem auglýsir sig sem stærstu vopnasýningu Minnesota seinasta haust, og skaut meðal annars (ásamt 9 ára syni mínum) úr M-16, sem er sjálfvirkur riffill, en hét þegar ég var að leika mér sem strákur í byssó "vélbyssa", þó það sé kannski ónákvæmt orðalag - ég bara gerði ráð fyrir að Hackett hefði verið vopnaður M-16 riffli. Á the alhlmans meet var líka bás frá "The Minnesota Machine Gunners Association" og ýmsar aðrar "vélbyssur" til sýnis og prufuskota. Við komumst ekki yfir þær allar. Það var reyndar djöfulli gaman - og ég náði um 50% hittni, sem mér fannst sjálfum mjög laglegt! Almennum borgurum er heimilt að eiga Assault rifles - ef þú ert vottaður "byssusmiður" máttu einnig eiga allar sjálfvirku vélbyssurnar sem þér sýnist, þó þú sért almennur borgari.

(heimasíða Ahlmans meet er niðri, en hér er dagskrá Ahlmans - og svo vil ég enn og aftur benda á Chris og vélbyssu- og skriðdrekafyrirtæki hans - sem er "must visit" ef maður á leið um Suðurhluta Minnesota!)

FreedomFries, 17.1.2007 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband