Færsluflokkur: Ríkisvald

Hryðjuverkaógnin byggist á tölfræðifölsunum dómsmálaráðuneytisins

Þetta er gamall brandari, en samt alltaf pinkulítið fyndinn...Eftir "9-11" voru Bandaríkjamenn sannfærðir um að þeir stæðu frammi fyrir mjög alvarlegri hryðjuverkaógn, svo alvarlegri að það þyrfti að veita forsetanum og framkvæmdavaldinu nánast ótakmarkað vald til að 1) Svipta óbreytta borgara stjórnarskrárvörðum réttindum sínum, 2) Veita forsetanum fullt frelsi til þess að heyja stríð við nokkurnveginn hvern sem er. Það er óþarfi að gera lítið úr ótta bandaríkjamanna við hryðjuverkamenn og hryðjuverkaárásir - þó þessi ótti hafi stundum virst hálf fáránlegur og sumum hafi þótt bandaríska þjóðin hafa ofreagerað. Öll pólítík Bush stjórnarinnar var réttlætt með tilvísun til terroristaógnarinnar. Fólk hefði aldrei verið tilbúið að styðja innrásina í Írak, afnám stjórnarskrárvarinna réttinda, leynilegar hleranir og stórfellda útþenslu lögregluríkisins undir Bush-Cheney ef ekki hefði komið til ólógískur ótti við hryðjuverkamenn.

Stjórnvöld gerðu sitt til að æsa upp hryðjuverkaóttann. Þjóðaröryggisráðuneytið, "Department of Homleland Security" var stofnuð til þess að berjast við hryðjuverkamenn, en helsta afrek DHS virðist hafa verið að finna upp "terrorskalann" sem er eitthvað vitlausasta og barnalegasta uppfinning síðari tíma. Í hvert skipti sem ég keyri framhjá flugvellinum í Minneapolis sé ég stórt ljósaskilti sem á stendur "TERROR LEVEL NOW: ORANGE. Report all suspicious activity. Call 911"

Þetta leikrit allt var augljóslega hálf kjánalegt. Og nú kemur í ljós að dómsmálaráðuneytið stóð í stórfelldu falsi á tölfræðigögnum til þess að reyna að hylma yfir tilgangsleysi hryðjuverkaóttans!

Samkvæmt frétt AP flokkaði dómsmálaráðuneytið allskonar óskyld mál sem "anti-terror cases", í þeim tilgangi einum að svo líta út sem það væri allt grasserandi í einhverskonar hryðjuverkamálum.  Sannleikurinn er að löggæsluyfirvöld ekki orðið varir við nema örfá hryðjuverkamál!

WASHINGTON - Federal prosecutors counted immigration violations, marriage fraud and drug trafficking among anti-terror cases in the four years after 9/11 even though no evidence linked them to terror activity, a Justice Department audit said Tuesday.

Overall, nearly all of the terrorism-related statistics on investigations, referrals and cases examined by department Inspector General Glenn A. Fine were either diminished or inflated. Only two of 26 sets of department data reported between 2001 and 2005 were accurate, the audit found.

Í ljós kemur að dómsmálaráðuneytið hefur flokkað allskonar óskylda glæpi sem "hryðjuverk":

Much of the problem stemmed from how that office defines anti-terrorism cases. A November 2001 federal crackdown on security breaches at airports, for example, yielded arrests on immigration and false document charges, but no evidence of terrorist activity. Nonetheless, the attorneys' office lumped them in with other anti-terror cases since they were investigated by federal Joint Terrorism Task Forces or with other counterterror measures.

Other examples, according to the audit, included:

  • Charges against a marriage-broker for being paid to arrange six fraudulent marriages between Tunisians and U.S. citizens.
  • Prosecution of a Mexican citizen who falsely identified himself as another person in a passport application.
  • Charges against a suspect for dealing firearms without a license. The prosecutor handling the case told auditors it should not have been labeled as anti-terrorism.

"We do not agree that law enforcement efforts such as these should be counted as anti-terrorism," the audit concluded.

Þetta hlýtur að vekja spurningar. Af hverju er dómsmálaráðuneytið að flokka þessi lögbrot sem "glæpi tengda hryðjuverkum"?  

"If the Department of Justice can't even get their own books in order, how are we supposed to have any confidence they are doing the job they should be?" said Schumer, who sits on the Senate Judiciary Committee, which oversees the department. "Whether this is just an accounting error or an attempt to pad terror prosecution statistics for some other reason, the Department of Justice of all places should be classifying cases for what they are, not what they want us to think them to be."

Gæti kannski verið að það sé engin "hryðjuverkaógn"? Það að hópur vitfirringa sprengi sjálfa sig í loft upp með dramatískum hætti og drepi þúsundir óbreyttra borgara er auðvitað hræðilegt - en það er ekki þar með sagt að nýr kafli hafi opnast í mannkynssögunni, og að við Vesturlandabúar þurfum að fela okkur undir rúmi eða tapa okkur í einhverju stríði við "hryðjuverkamenn" í Írak. Repúblíkanar hafa reynt að sannfæra kjósendur um að "if we dont fight them over there, we will have to fight them here". En, svona í alvöru talað, hver trúir því virkilega að það muni koma til þess að þjóðvarðliðið þurfi að berjast við skeggjaða araba á götum Boise, Idaho?

M


Cheney hafinn yfir lög: Embætti hans hvorki partur af framkvæmdavaldinu né löggjafarvaldinu?

Einusinni var Dick ungur og myndarlegur maður... Darth Cheney og Rumsfeld áður en þeir voru orðnir seníl og valdasjúk gamalemenniNokkrir bloggarar hér vestra hafa undanfarnar vikur verið að fjalla um varaforsetann Dick Cheney og undarlega ást hans á leynimakki. Svo virðist nefnilega sem Cheney haldi að skrifstofa hans sé einhvernveginn hafin yfir lög og rétt - hann þurfi ekki einu sinni að tilkynna neinum hversu margt fólk hans sé með í vinnu, hvað þá hvaða fólk þetta sé! Cheney er nefnilega þeirrar skoðunar að það komi andskotann engum við hvernig skrifstofa hans ver fé skattgreiðenda. Það sé hans einka og prívatmál hverja hann ráði í vinnu. Skiptir þá engu að þetta fólk séu opinberir starfsmenn í vinnu hjá ríkinu og þiggi laun sín frá ríkinu. Því ríkið, það er ég, segir Cheney! TPM hefur tekist að finna hversu margt fólk Cheney hafi verið með í vinnu 2004 - en engar tölur eða upplýsingar eru til um hvesu margir vinni fyrir hann núna... Þetta mál er reyndar svo fáránlegt að það er varla að maður trúi því. Hvernig í ósköpunum getur annar valdamesti maður lýðræðisríkis komist upp með að þverneita að veita fjölmiðlum upplýsingar um hversu margir vinni á skrifstofu sinni?!

En þetta mál er ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að það er partur af stærra mynstri: Varaforsetinn trúir því virkilega að hann sé hafinn yfir lög. Þetta furðulega viðhorf kom skýrt fram í fréttum um að hann neiti að veita neinar upplýsingar um hvað þetta starfsfólk allt gerir! Varaforsetinn hefur nefnilega vald til þess að lýsa upplýsingar "leynilegar" - í krafti embættis síns má maðurinn stimpla hvaða skjal sem honum sýnist "Classified" og þar með leyna það sjónum almennings. Þetta er auðvitað eðlilegt. Framkvæmdavaldið þarf stundum að halda viðkvæmum upplýsingum leynilegum. Það sem er merkilegt við Cheney er að hann þykist líka hafa vald til að halda því leyndu hversu mikið af skjölum hann hafi látið gera leynileg! Og það besta eru rökin fyrir þessu: Skrifstofa Cheney er hvorki partur af framkvæmdavaldinu né löggjafarvaldinu!!! Hann er keisari yfir einhverskonar fjórðu grein ríkisvaldsins, sem heyrir ekki undir einn né neinn!

An important legal ruling is pending over Vice President Cheney’s refusal to disclose statistics on document classification and declassification activity. The Information Security Oversight Office, which is responsible for the policy and oversight of the government’s security classification system, has asked Attorney General Alberto Gonzales to direct Cheney’s office to disclose these statistics.

Cheney’s office provided the information until 2002 but then stopped doing so, J. William Leonard, the director of ISOO, told U.S. News. At issue is whether the office of the vice president is an executive branch entity when it comes to supporting the activities of the president and the vice president. The reporting requirements for disclosing classification and declassification activity fall under a presidential executive order.

Basically the definition says that any entity of the executive branch that comes into possession of classified information is covered by the reporting requirements,” says Leonard. “I have my understanding of what the executive order requires, and I’m going to the attorney general to ascertain if my reading of the executive order is correct.”

However, Megan McGinn, Cheney’s deputy press secretary, says the vice president’s office is exempt.

“This matter has been thoroughly reviewed,” McGinn told U.S. News, “and it has been determined that reporting requirements do not apply to the office of the vice president, which has both legislative and executive functions.”

Það er enginn að krefjast þess að varaforsetinn sendi öll leyniskjöl sín í pakkapósti til Ahmadinejad. Fréttamenn vilja bara fá að vita hversu mörg skjöl varaforsetinn hafi gert leynileg! Ekki hvað í þeim stendur - heldur hversu mörg.

"No secrets would be revealed, only statistics," says Steven Aftergood of the Federation of American Scientists, who urged ISOO to obtain the compliance of the vice president's office last May. "But the office of the vice president is resisting even that minimal level of accountability."

Þetta er prinsippmál, því forsetinn og nú varaforsetinn, hafa hvað eftir annað haldið þvi fram að engar stofnanir, þingið eða dómstólar hafi neitt yfir þeim að segja - og að allt eftirlit með starfsemi þeirra sé bæði óþarft og óeðlilegt. Í lýðræðisríkjum er hins vegar hefð fyrir því að framkvæmdavaldið lúti eftirliti almennings. Í því felst lýðræðið... almenningur, kjósendur, hafi eitthvað yfir valdhöfunum að segja!

En það er reyndar löngu ljóst hvað Cheney og Bush finnst raunverulega um lýðræðið.

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband