Færsluflokkur: Ríkisvald

10 mánaða ungabarn fær byssuleyfi í Illinois

BabyÍ Illinois geta kornabörn fengið útgefin vopnaleyfi. Samkvæmt Fox news fékk Howard "Bubba" Ludwig, 10 mánaða gamall, útgefið vopnaleyfi. Drengurinn hafði fengið skambyssu að gjöf frá afa sínum, en var brotlegur við lög, svo lengi sem hann ekki átti byssuleyfi, svo pabbinn fór og sótti um leyfi fyrir piltinn:

Anyone who wants to own a firearm or purchase a firearm needs a FOID card," Ludwig told FOX News. "I applied for one of these for my son. Now ironically he can’t buy a gun until he’s 18 years old, but if he wants to own one -- which he does thanks to Grandpa -- he needs one of these cards anyhow."

The ID card, complete with a photo of the tot, allows the child to own a firearm and ammunition, and legally transport an unloaded weapon, even though Bubba has yet to learn how to walk.

Not only did I have his birthday on there, it had a picture of him giving a toothless grin," Ludwig said. "It asked for his weight, which I listed at 20 pounds, and his height, which is 2 feet, 3 inches.”

"He can’t quite sign his name yet, so I just put a pen in his hand," Ludwig told FOX. "He made a scribble in the appropriate box and that came superimposed at the bottom of the card."

Officials say that while it's rare to issue a FOID card to minors, it's not illegal.

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessa frétt af 10 mánaða gamla byssueigandanum Bubba. En svona í ljósi annarra frétta af vopnaeign og byssukaupum er í sjálfu sér er ekkert skrýtið að kornabörn megi kaupa og eiga skambyssur. Meira að segja fólk á listum yfir grunaða hryðjuverkamenn má kaupa og eiga vopn - um daginn var heilmikið fjallað um andstöðu NRA við því að sett væru lög sem kæmu í veg fyrir að grunaðir hryðjuverkamenn gætu fengið vopnaleyfi: (skv. Fox)

WASHINGTON —  The National Rifle Association is urging the Bush administration to withdraw its support of a bill that would prohibit suspected terrorists from buying firearms.

Backed by the Justice Department, the measure would give the attorney general the discretion to block gun sales, licenses or permits to suspects on terror watch lists.

In a letter this week to Attorney General Alberto Gonzales, NRA executive director Chris Cox said the bill, offered last week by Sen. Frank Lautenberg, D-N.J., "would allow arbitrary denial of Second Amendment rights based on mere 'suspicions' of a terrorist threat."

"As many of our friends in law enforcement have rightly pointed out, the word 'suspect' has no legal meaning, particularly when it comes to denying constitutional liberties," Cox wrote.

Þetta er hárrétt: Auðvitað á ríkið ekki að geta svipt menn stjórnarskrárvörðum réttindum, undir því yfirskyni að þeir séu "grunaðir" um glæpi. Það á ekki að svipta menn málfrelsi þó þeir séu grunaðir um hryðjuverk og það á ekki að leyfa að heimili þeirra séu leituð án dómsúrskurðar þó þeir séu grunaðir um glæpi... Og meðan stjórnarskráin leyfir fólki að eiga vopn hlýtur sá réttur að gilda, sama þó menn séu hryðjuverkamenn? Eða kornabörn?

M


Bara tímaspursmál hvenær Gonzales segir af sér

chertoff og bushSamkvæmt fréttum í gærkvöld er Hvíta Húsið byrjað að leita að arftaka Alberto Gonzales. Politico.com greinir frá því að Hvíta Húsið sé að athuga afstöðu repúblíkana til nokkurra hugsanlegra kandídata - Þeirra á meðal Michael Chertoff:

Among the names floated Monday by administration officials were Homeland Security Secretary Michael Chertoff and White House anti-terrorism coordinator Frances Townsend. Former Deputy Attorney General Larry Thompson is a White House prospect. So is former solicitor general Theodore B. Olson, but sources were unsure whether he would want the job. 

On Monday night, Republican officials said two other figures who are being seriously considered are Securities and Exchange Committee Chairman Chris Cox, who is former chairman of the House Homeland Security Committee and is popular with conservatives; and former Attorney General William P. Barr, who served under President George H.W. Bush from 1991 to 1993 and is now general counsel of Verizon Communications.

Perino Tuesday denied that the White House is searching for possible successors to Gonzales. "Those rumors are untrue," she said.

Sömu heimildir herma að Deputy Attorney General (Yfir-alríkissaksóknari) Paul J McNulty muni segja af sér á næstu dögum.

Keith Olberman á MSNBC benti á það í gær að ein ástæða þess að Bush vill reyna að þrauka þetta mál allt er að venjulegt fólk, sem ekki fylgist með fréttum eða fjölmiðlum, tekur eftir því þegar háttsettir ráðherrar segja af sér. Fólk sem ekki fylgist með fjölmiðlum heldur nefnilega enn margt að Bush stjórnin sé "ekki svo slæm" og að allar ásakanir á þeirra hendur séu bara "politics as usual". Afsögn Gonzales myndi jafngilda sektarviðurkenningu í hugum þessa fólks.

Bush gæti viljað reka Gonzales í von um að koma í veg fyrir að hneykslismálin umhverfis hann sökkvi ekki allri stjórninni - en ástandið er orðið það alvarlegt að margir eru farnir að efast um að stjórnin geti lifað þetta mál af:

In a sign of Republican despair, GOP political strategists on Capitol Hill said that it is too late for Gonzales' departure to head off a full-scale Democratic investigation into the motives and timing behind the firing of eight U.S. attorneys.

M


Kerfisbundin lögbrot FBI - innanríkisnjósnir þeirra mun umsvifameiri en áður talið

Inni í þessari skrifstofubyggingu sitja litlir menn í skyrtum og bindi og sanka að sér persóuupplýsingum um óbreytta borgara... og yfir þeim ríkir maður sem ber enga virðingu fyrir persónufrelsi. Og þetta er ekki Austur Berlín, og árið er ekki 1980.Í öllum hasarnum útaf ríkissaksóknarabrottrekstrinum vill gleymast að Alberto Gonzales er viðriðinn þrjú hneykslismál þessa dagana, þ.e. meira að segja þó við teljum öll hneykslismálin sem tengjast saksóknarabrottrekstrinum sem eitt mál. Hin tvö málin tengjast heimildarlausum innanríkis njósnum alríkislögreglunnar.

Í fyrsta lagi er Gonzales borið að sök að hafa ráðlagt forsetanum að stöðva rannsókn þingsins á símhlerunarprógrammi FBI, en ekki fyrr en hann hafði fengið veður af því að sú rannsókn væri í þann veginn að velta upp óþægilegum spurningum um hann sjálfan. (sjá National Journal):

Shortly before Attorney General Alberto Gonzales advised President Bush last year on whether to shut down a Justice Department inquiry regarding the administration's warrantless domestic eavesdropping program, Gonzales learned that his own conduct would likely be a focus of the investigation, according to government records and interviews

Í öðru lagi eru það fréttir af umsvifamiklum lögbrotum FBI þegar kemur að innanríkisnjósnum þeirra. Ég hef áður skrifað um þetta mál - það hefur nokkrum sinnum komið í fréttirnar, en í þeim tilfellum voru talsmenn stjórnarskrárbundinna réttinda almennings að hafa áhyggjur af því að bókstafur laganna væri of rúmur, að FBI hefði samkvæmt lögum of rúmar heimildir til þess að safna persónuupplýsingum um fólk. Núna kemur semsagt í ljós að FBI hafi fundist jafnvel þessi rúmu ákvæði of ströng, því stofnunin hefur viðurkennt að hafa kerfisbundið og í stórum stíl brotið ákvæði laganna!

Salon útskýrir þetta mál:  

In essence, the FBI and our nation's telecommunications companies have secretly created a framework whereby the FBI can obtain -- instantaneously and without limits -- any information it asks for. The Patriot Act already substantially expanded the circumstances under which the FBI can obtain such records without the need for subpoenas or any judicial process, and it left in place only the most minimal limitations and protections. But it is those very minimal safeguards which the FBI continuously violated in order to obtain whatever information its agents desired, about any Americans they targeted, with literally no limits of any kind.

In order to obtain telephone records within this FBI-telecom framework, FBI agents have been simply furnishing letters to the telecom companies -- not even NSLs, just plain letters from an agent -- assuring the telecom companies that (a) the records were needed immediately due to "exigent circumstances" and (b) a subpoena for the records had been submitted to the U.S. Attorneys Office and was in the process of being finalized. Upon receiving that letter, the telecoms provided any records the FBI requested -- instantaneously, via computer.

At times, they would request records for multiple numbers at once, and sometimes for hundreds of numbers.

FBI hefur staðfest að þessi lýsing sé rétt, en heldur því fram að þetta hafi ekki verið kerfisbundið eða að alríkislögreglan hafi vísvitandi verið að njósna um "heiðarlegt" fólk:

In a letter ... released along with the March 9 report, [FBI Director] Robert S. Mueller III acknowledged that the bureau's agents had used unacceptable shortcuts, violated internal policies and made mistakes in their use of exigent circumstance letters.

Mueller also said he had banned the future use of such letters this month, although he defended their value and denied that the agency had intentionally violated the law.

Other FBI officials acknowledged widespread problems but said they involved procedural and documentation failures, not intentional misgathering of Americans' phone records. Mueller ordered a nationwide audit, which began Friday, to determine if the inappropriate use of exigency letters went beyond one headquarters unit.

Þetta prógramm þeirra virðist hafa verið ótrúlega umsvifamikið - vitað er um minnst 739 tilfelli þar sem stofnunin bað um upplýsingar um alls 3.000 manns, óbreytta borgara, án þess að geta rökstutt það með neinum hætti, og að lokum voru starfsmenn stofnunarinnar hættir að geta haldið utan um allar þær upplýsingar sem þeir voru búnir að sanka að sér... svolítið eins og Stasí í Austur þýskalandi sem hljóðritaði hundruð þúsund símtöl, en hafði ekki mannskap í að hlusta á nema lítið brot af þeim:

Fine's report said the bureau's counterterrorism office used the exigency letters at least 739 times between 2003 and 2005 to obtain records related to 3,000 separate phone numbers. ...

The use of such letters was virtually "uncontrolled," said an FBI official who was briefed on the issue in early 2005. By that fall, CAU agents had begun creating spreadsheets to track phone records they had collected for a year or more that were not covered by the appropriate documents, according to FBI e-mails and interviews with officials.

Með öðrum orðum: starfsmenn FBI létu sér nægja að skrifa símafyrirtækjunum og biðja um upplýsingar um símnotendur, án þess að leita eftir neinni heimild neinstaðar, og án þess að rökstyðja af hverju þeir þyrftu þessar upplýsingar! Og það eftir að þingið hafði veitt FBI nánast ótakmarkað vald til þess að njósna um almenning. Þetta sannar að það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til þess að gæta hófs: Ef við opnum á að það sé í lagi að troða aðeins á stjórnarskrárbundnum réttinum okkar er þess skammt að bíða að við missum þau öll.

Það er líka athyglisvert að það símafyrirtækin mótmæltu aldrei að alríkislögreglan væri að biðja um persónuupplýsingar - án nokkurrar lagaheimildar og án rökstuðnings. Það datt engum hjá ATT eða Verizon að láta lögfræðinga sína athuga hvort þetta gæti talist eðlilegt.

Það sem við höfum lært af þessu er 1) Það er ekki hægt að treysta lögregluyfirvöldum til að virða persónufrelsi almennings. Það þurfa að vera skýr lög sem vernda almenning fyrir ástæðulausum og órökstuddum lögreglurannsóknum og njósnum, 2) Það er ekki heldur hægt að treysta einkafyrirtækjum til að vernda persónuupplýsingar sem þau hafa safnað.

Þegar Alberto Gonzales segir af sér verður það því ekki "bara" vegna þess að hann hafi skipulagt pólítískar hreinsanir í dómsmálaráðuneytinu, heldur líka vegna þess að undir hans stjórn hefur alríkislögreglan tekið mjög alvarleg skref frá því sem getur talist eðlilegt í opnu lýðræðisríki.

M


Meirihluti Bandaríkjamanna telja Gonzales og Bush hafa gengið of langt

Alberto GonzalesSamkvæmt könnun Newsweek telur mikill meirihluti Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að brottrekstur alríkissaksóknaranna hafi verið pólítísk hreinsun.

Fifty-eight percent of those surveyed–including 45 percent of Republicans–say the ouster of the federal prosecutors was driven by political concerns. Those attitudes seem to reflect a broader view of the Bush administration’s approach. When asked if the administration has introduced politics into too many areas of government, 47 percent said they agree.

Innan repúblíkanaflokksins eru líka æ háværari kröfur um að Gonzales segi af sér og að forsetinn fari að reyna að sýna smá stjórnunarhæfileika. Fjórði þingmaður flokksins, Paul Gillmor (R-OH) hefur opinberlega lýst því yfir að Bush verði að reka dómsmálaráðherrann, sem hafi orðið

a lightning rod and has distracted from the mission of the Department of Justice

Heimildamenn CBS segja hins vegar að stjórnin glími þessa dagana við alvarlegri veruleikafirringu en venjulega, og að forsetinn ætli ekki að láta neinn segja sér fyrir verkum:

The fallout from the firings continues to grow in Washington, and sources tell CBS News that it looks like Attorney General Alberto Gonzales will take the fall.

Republicans close to the White House tell CBS News chief White House correspondent Jim Axelrod that President Bush is in “his usual posture: pugnacious, that no one is going to tell him who to fire.” But sources also said Gonzales’ firing is just a matter of time.

The White House is bracing for a weekend of criticism and more calls for Gonzales to go. One source tells CBS News he’s never seen the administration in such deep denial, and Republicans are growing increasingly restless for the president to take action.

M


Flokkurinn og ríkið - alríkissaksóknarar voru flokkaðir eftir því hvort þeir voru "loyal Bushies"

Gonzales og FlokkurinnUm daginn fengu fjölmiðlar og almenningur aðgang að tölvupóstsendingum sem sýndu aðdraganda þess að Alberto Gonzales rak 8 alríkissaksóknara fyrir engar sakir aðrar en að þeir höfðu ekki reynst nógu auðsveipir flokknum og forsetanum. Og það eru ekki ýkjur. Tölvupósturinn sýnir að starfsmenn hvíta hússins hafi byrjað að undirbúa saksóknarahreinsanirnar haustið 2005. Grundvöllur þessara hreinsana var listi sem Karl Rove og Harriet Miers, ásamt Kyle Simpson starfsmannastjóra Gonzales, virðast hafa samið, en á honum voru ríkissaksóknarar flokkaðir eftir því hvort þeir hefðu sýnt "hollustu" eða ekki. Skv Washington Post:

Sampson sent an e-mail to Miers in March 2005 that ranked all 93 U.S. attorneys. Strong performers "exhibited loyalty" to the administration; low performers were "weak U.S. attorneys who have been ineffectual managers and prosecutors, chafed against Administration initiatives, etc." A third group merited no opinion.

At least a dozen prosecutors were on a "target list" to be fired at one time or another, the e-mails show.

Fyrir utan að það sé óheyrt að forsetar séu að reka ríkissaksóknara í stórum stíl í seinna kjörtímabili sínu, að forsendur þess að þeir eru reknir séu vægast sagt grunsamlegar, og að það sé í hæsta máta óeðlilegt að flokka ríkissaksóknara eftir því hvort þeir sýni "hollustu" - frekar en hvort þeir sinni starfi sínu -  eru tvö atriði sem koma upp í þessu máli. Annarsvegar er það alríkið og hins vegar flokkurinn.

Síðan árslok 2005 hefur forsetinn nefnilega heimild í lögum (The Patriot Act) til að skipa saksóknara án þess að leita eftir samþykki þingsins. Áður fyrr þurfti forsetinn að leyfa þingmönnum að segja skoðun sína á skipun saksóknara. Fyrir vikið var tryggt að þingmenn og almenningur gætu spurt forsetann hvort hann væri að tilnefna hæfa eða vanhæfa menn. En þessi forseti kærir sig ekki um að útskýra eitt né neitt fyrir einum né neinum. Sérstaklega ekki fulltrúum kjósenda.

En þetta er ekki bara spurning um flutning valds frá öldungadeildinni til alríkisins - því svo virðist sem starfsmenn Hvíta Hússins geri sér ekki alveg ljóst hvar skilin á milli flokksins og ríkisins liggi. Sumar af tölvupóstsendingum Hvíta Hússins vegna brottrekstrar saksóknaranna komu nefnilega ekki frá póstföngum Hvíta Hússins, heldur póstföngum repúblíkanaflokksins. Skv Washington Post:

One curious aspect of yesterday's document dump is that it shows e-mails from J. Scott Jennings, who is Karl Rove's deputy at the White House, coming from an e-mail address at gwb43.com -- a domain owned by the Republican National Committee.

It makes some sense that White House officials might have and use such accounts when they conduct party business, rather than White House business. But the distinction between party and government business seems to have been forgotten here -- which I guess is exactly the point.

Út af fyrir sig er það kannski ekki mjög merkilegt að einhverjir skrifstofudrengir skuli ekki skilja að þeir séu í vinnu hjá ríkinu, en ekki flokknum. Ástæða þess að bloggarar hér vestra hafa orðið mjög æstir yfir þessu er auðvitað að þetta virðist hluti mun stærra og alvarlegra mynsturs, þ.e. Bush og ríkisstjórn hans virðist ekki skilja að það á að gera greinarmun á þessu tvennu, ríkinu og flokknum.

Þetta mál snýst nefnilega ekki um hægri eða vinstri, eða eitthvað ólógískt Bush hatur. Þetta mál snýst um að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipulagði pólítíska hreinsun

Og tölvupóstsendingarnar sanna þetta atriði. ABC News (sem getur ekki talist til "the liberal media") fjallaði um hlut Karl Rove í þessu máli, og fjallaði meðal annars um tölvupóst sem bar titilinn "RE: Questions from Karl Rove" (Dómsmálaráðuneytið hefur gefið aðgang að þessu skjali - það er hægt að lesa það á TPM). Þar er talað um "performance evaluations", og að það þurfi að reka um 15-20% saksóknaranna, það sé í lagi með afganginn, og svo strax á eftir kemur þessi gullmoli:

80-85 percent, I would guess, are doing a great job, are loyal Bushies, etc.

Svona vinnubrögð eru óverjandi.

M


Hægrisinnuð slagsíða bandarískra frétta alls, alls ekki nógu mikil...

Máttarstolpar samsæris vinstrimanna eru valdamiklir menn... Michael Moore og Al Franken þar fremst í flokki... og til þess að stemma stigu við ægivaldi þessara manna þurfa repúblíkanar að hafa sig alla við?Í gær skrifaði ég stutta færslu um athugun Media Matters á fjölda hægrisinnaðra eða íhaldssamra gesta í hringborðsumræðum bandarísku fréttastöðvanna. Niðurstaðan kom svosem engum á óvart sem hefur horft á bandarískar fréttir: þó vinstrimenn og demokratar hefðu verið tíðir gestir hafði mun fleiri repúblíkönum, hægrimönnum og íhaldsmönnum verið boðið að tjá sig um málefni líðandi stundar.

En hvað finnst afturhaldssömum repúblíkönum um þessa niðurstöðu? Þeir geta varla kvartað yfir því að vinstrimenn fái of mikið rými í "the liberal media"? Nei, ekki beint, en þeir hafa hins vegar kvartað undan því að þeir fái ekki nógu mikla athygli, og að tölurnar taki ekkert tillit til þess hversu ægilega ílla sé farið með þá þegar þeir mæta í viðtöl!

Focus on the Family útbjó einhverskonar fréttatilkynningu sem hefur lýsir þessari sérkennilegu afstöðu:

The report found that during President Bush’s first term, the news shows favored GOP guests over Democrats 60 to 39 percent. Cliff Kincaid of Accuracy in Media said that’s a pyrrhic victory, considering the grilling conservatives often endure on the shows.

“When [Media Matters] analyzes so-called conservative bias,” he said, “it completely ignores the fact that the program is hosted by a liberal journalist.”

Gary Schneeberger, media liaison for Focus on the Family founder Dr. James Dobson, agreed.

Semsagt: Talsmenn Dobson og "Accuracy in Media", sem hefur fyrst og fremst einbeitt sér að því að "afhjúpa" samsæri vinstrisinnaðra fjölmiðlamanna til að sverta repúblíkana, telja að hægrislagsíða fjölmiðla sé nauðsynlegt til að vega upp alla vinstrislagsíðuna? Þetta er hreint snilldarlógík.

Það sem er samt merkilegast í viðbrögðum Focus on the Family er hverskonar umfjöllun eða fjölmiðlaaðgang þeir vilja fá. Talsmaður Dobson hafði þetta að segja:

“I get plenty of phone calls from journalists who want Dr. Dobson to appear on one these shows – but it’s never to give him an open mic to talk about how our ministry helps families stay together,” Schneeberger said. “They want him to talk about some contentious political issue – and there’s little doubt about the kinds of questions they want to ask or the disapproving tone with which they would ask them.”

Focus on the Family er ergilegt yfir því að fréttamenn skuli vilja vera að taka viðtöl við Dobson, og í ósvífni sinni spyrja hann spurninga! Þess í stað eiga þeir að gefa honum "an open mic"?! Í einfeldni minni hélt ég að hlutverk fréttamanna og fjölmiðla væri einmitt að spyrja spurninga, en ekki að gefa valdamiklum mönnum vettvang til að boða fagnaðarerindi pólítískra eða félagslegra skoðana sinna.

En í þessu felst auðvtiað vandamálið: Bandarískir íhaldsmenn trúa því í hjartans einlægni að það sé "liberal bias" að þeir séu spurðir spurninga og beðnir um að færa rök fyrir máli sínu. Því miður er þessi misskilningur ekki bundinn við Bandaríkin. Stjórnmálamenn sem heimta að fá að mæta einir í sjónvarpssal, og setja skilyrði fyrir því hvaða öðrum gestum sé boðið og sömuleiðis stjórnmálamenn sem neita að tala við suma fréttamenn er hægt að finna víðar. Þetta fólk allt heldur að hlutverk fjölmiðla sé að vera "an open mic" fyrir valdhafa að básúna snilld sína og visku.

M


Næstum öll bandarísk dagblöð sammála: Gonzales verður að segja af sér!

Everybody loves RaymondEditor and Publisher tekur saman leiðara helstu dagblaða Bandaríkjanna, sem virðast öll vera sammála um að Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, verði að segja af sér. Þetta eru fréttir, því það er sjaldgæft að öll dagblöð séu sammála um jafn umdeilt mál. Og Gonzales hefur svo sannarlega unnið fyrir þessari andúð. Undir hans stjórn hefur dómsmálaráðuneytinu verið breytt í pólítískt tól forsetans, þ.e. meðan Gonzales er ekki upptekinn við að troða á stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna, eða að senda menn í leynileg CIA fangelsi í Austur Evrópu, þar sem þeir eru pyntaðir...

New York Times hefur leitt atlöguna að Gonzales, en blaðið birti í morgun frábæran leiðara um hreinsanir Bush stjórnarinnar á alríkissaksóknurum. Leiðaranum lýkur með einu lógísku niðurstöðunni sem hægt er að komast að: Stjórnmálaheimspeki Bush stjórnarinnar er:

What’s the point of having power if you don’t use it to get more power?

Því miður virðist þetta vera inntakið í "hugmyndafræði" Bush og Cheney, og stórs hluta Repúblíkanaflokksins. Þeir eru í stjórnmálum í þeim tilgangi einum að hafa völd. Auðvitað sækjast allir stjórnmálamenn eftir völdum, en það er sem betur fer munur á því hversu heitt þeir elska völd, og til hvers þeir sækjast eftir þeim.

Hörmuleg reynsla Bandaríkjanna af valdatíð repúblíkana seinustu sex árin eða svo ætti að vera áminning um mikilvægi þess að sami stjórnmálaflokkurinn sé ekki við völd árum eða áratugum saman og mikilvægi þess að þingið veiti framkvæmdavaldinu aðhald, mikilvægi þess að dómsvaldið sé sjálfstætt frá ríkinu og mikilvægi þess að við afsölum okkur ekki persónufrelsi og réttindi, og að við veitum ríkinu ekki leyfi til þess að þenja út lögreglueftirlit með borgurunum í einhverri móðursýkislegri hræðslu við óskilgreinda óvini.

M


Ríkissaksóknaramálið og Gonzales

Foringinn og Blondie á góðri stunduMikilvægasta málið í Bandarískum fjölmiðlum þessa dagana er tvímælalaust ríkissaksóknarabrottrekstur Bush stjórnarinnar. Úr fjarlægð lítur þetta mál afspyrnu óspennandi út. Og Gonzales og Bush hafa líka gert sitt besta til að láta líta svo út sem þetta sé eitthvað minniháttar mál eða allsherjar pólítískt fjaðrafok. Ein helsta lína forsetans og repúblíkana hefur verið að alríkissaksóknarar séu pólítískt skipaðir, og forsetinn hafi því fullan rétt til að reka þá eins og honum sýndist.

Að vísu viðurkenndi í gær að hann hefði "staðið ílla" að brottrekstrinum - en stjórnin heldur enn í meginatriðum við þá afsökun að saksóknararnir hafi verið reknir vegna þess að þeir hafi fengið slæm starfsmöt. Enn önnur skýring birtist í Morgunblaðinu um daginn, nefnilega að þeir hefðu verið reknir eftr að kvartanir "hefðu borist yfir því að þeir hefðu ekki fylgt nægilega eftir rannsóknum á kosningasvindli". Sú skýring kom víst frá einhverjum blaðafulltrúa Hvíta Hússins.

Þetta virðist því vera frekar einfalt "open and shut case". Saksóknararnir sem voru reknir voru einhverskonar skúnkar, og forsetinn hafði fullan lagalegan rétt til að reka þá?

Vissulega er það rétt að alríkissaksóknarar eru pólítískt skipaðir, og fyrri forsetar hafa rekið saksóknara sem þeim líkaði ekki við. En afgangurinn af þessu máli öllu lyktar mjög grunsamlega. Í fyrsta lagi hefur enginn fyrrverandi forseti rekið marga sakskóknara á miðju kjörtímabili. Forsetar hafa skipt út saksóknurum þegar þeir taka við embætti, en eftir það eiga saksóknarar að vera nokkuð sjálfstæðir frá pólítískum þrýstingi - því þótt þeir séu pólítískt skipaðir eru embætti þeirra ekki pólítískt í sama skilningi og t.d. embætti dómsmálaráðherra. Hlutverk þeirra er að rannsaka glæpi og sækja glæpamenn til saka - ekki að reka pólítík.

Þess utan höfðu allir saksóknararnir sem voru reknir fengið góð og afbragðsgóð starfsmöt skömmu áður en þeir voru reknir! Og á sama tíma berast fréttir af því að Karl Rove og þingmenn Repúblíkana hafi hist og rætt hvaða saksóknarar væru ekki nógu auðsveipir Flokknum.

Því það er þar sem hnífurinn stendur í kúnni: Bush og Alberto Gonzales hafa kerfisbundið unnið að því að ná pólítískum völdum yfir dómskerfinu, og því hefur kerfisbundið verið beitt til þess að ofsækja demokrata. Allir saksóknararnir sem voru reknir höfðu neitað að láta undan pólítískum þrýstingi að hefja rannsóknir á demokrötum sem ógnuðu endurkjöri þingmanna repúblíkana, eða þeir höfðu verið að rannsaka þingmenn og öldungadeildarþingmenn repúblíkanaflokksins. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem dómsmálaráðuneytið er staðið að því að reka saksóknara sem fara að snuðra í kringum spillta repúblíkana.

Þetta mál snýst nefnilega um annað og meira en að Bush hafi rekið nokkra saksóknara, eða að Alberto Gonzales hafi staðið ílla að brottrekstri þeirra. Það snýst um að hulunni hefur verið svipt af kerfisbundinni tilraun Bush til að vernda spillta repúblíkana og ofsækja pólítíska andstæðinga. 

Og, jú, þetta er sami Gonzales og hélt því fram að það væri allt í lagi að pynta fanga, varði ólöglegar innanríkisnjósnir forsetans, og hélt því fram að stjórnarskráin verði borgarana ekki gegn órökstuddri fangelsun... Og nú seinast er hann staðinn að því að reka ríkissaksóknara sem marsera ekki lock step í snyrtilegri röð á eftir foringjanum. Ég held að það sé seint hægt að segja að Gonzales sé ötull varðmaður lýðræðis, réttarríkisins og persónufrelsis. 

M


Americablog: snúast átakalínur í bandarískum stjórnmálum um hægri-vinstri?

Left LibertariansAmericablog setur fram fram áhugaverða spurningu: Eru átakalínurnar í bandarískum stjórnmálum raunverulega á milli hægri og vinstri? Skoðun þeirra er að forsprakkar "íhaldsmanna" séu engir íhaldsmenn heldur "Authoritarians".

Authoritarians

I've been thinking that the problem we are dealing with in this country is not an ideological left/right battle at all, but rather the rise of the authoritarian personality-type in our politics. Authoritarians have seized the label of "conservative" but this crowd is not at all conservative - not even anything like traditional Republicans. I have always had the sense that the current crop of "conservative movement" wingnuts would attach themselves to any ideology if it helped them achieve power.

Ég held að ég sé sammála því að það sé ekki hægt að flokka bandarísk stjórnmál eftir "hægri" og "vinstri", sérstaklega ekki eins og við skiljum þau hugtök, því þó það séu bara tveir flokkar í Bandaríkjunum eru þeir langt því frá að falla snyrtilega sitt hvorum megin við einhverja ímyndaða "miðju" með vinstrimenn annarsvegar og hægrimenn hins vegar.

Bandarískir frjálshyggjumenn hafa lengi haldið því fram að það sé skynsamlegra að flokka fólk samkvæmt "the worlds smallest political quiz" í fimm flokka, hægri, vinstri, miðju og svo "statist" og "libertarian". Því miður hefur það engan stað fyrir "self serving hypocrites and crooks", en í þann flokk falla ansi margir af leiðtogum repúblíkana, t.d. Tom de Lay og Newt Gingrich...

Átakalínurnar eru nefnilega ekki bara milli þeirra sem trúa á lýðræði og réttarríki annarsvegar og "big state" repúblíkana eins og Bush og Cheney hins vegar, heldur líka milli þeirra sem trúa á lög og reglu annarsvegar og svo hinna sem trúa því að lög og reglur gildi ekki um þá...

Reyndar er sá flokkur líka leiddur af Bush og Cheney.

M


Á ríkið að skifta sér af ofáti barnanna þinna?

McCreaddie 8 ára og vegur 100 kílóÉg hef töluvert fylgst með umræðu um "réttindi foreldra" og tilraunir ríkisins til að segja foreldrum hvað sé börnunum þeirra fyrir bestu. Því þó ég sé sannfærður um að ríkið eigi ekki undir neinum kringumstæðum að taka alvarlegar (hvað þá minna alvarlegar) siðferðislegar eða persónluegar ákvarðanir fyrir fólk vandast þetta mál þegar kemur að börnum. Fullorðið fólk getur tekið ákvarðanir fyrir sjálft sig - og ef fólk vill taka ákvarðanir sem öðrum kunna að þykja rangar eða vitlausar, er það þeirra eigin einkamál. Það má kannski reyna að benda mér á að ég sé að hegða mér heimskulega, en ef ég kýs engu að síður að hegða mér heimskulega hlýtur það að vera mitt vandamál. Það er jú ég sem þarf að lifa með ákvörðunum mínum.

Börn eru hinsvegar ófær um að taka sjálfstæðar upplýstar ákvarðanir, og foreldrar taka ákvarðanir fyrir börnin sín - ákvarðanir sem foreldrarnir þurfa ekki að lifa með, heldur börnin. Og sumir foreldrar eru einfaldlega vanhæfir, og geta ekki með neinu móti passað upp á börn. T.d. eru margir foreldrar sannfærðir um að það sé allt í lagi að beita börn líkamlegum refsingum. Og þó ríkið geti ekki fylgst með því hvað gerist inni á heimilum og lögsótt fólk fyrir rasskellingar er í lagi að setja lög sem banna rasskellingar, nema milli fullorðins fólks. Nýlega hefur slíkt rasskellingabann verið rætt í Kalíforníu, en talsmenn "fjölskyldugilda" berjast harkalega gegn þessu banni. Svipuð deila milli talsmanna "fjölskyldugilda" og þeirra sem hafa áhyggjur af velferð barna og unglingum, hefur sprottið upp í Texas, en fylkið hafði ætlað sér að bólusetja stúlkur gegn papapilloma vírusnum sem veldur bæði kynfæravörtum og flestum tilfellum leghálskrabbameins. Þetta fannst talsmönnum "fjölskyldugilda" auðvitað óhæfa, því ríkið væri þar með að "hvetja börn til að stunda kynlíf"...

Í báðum þessum tilfellum finnst mér ríkið vera í fullum rétti að hafa vit fyrir foreldrum. En það er hægt að ganga of langt. Í Bretlandi eru félagsmálayfirvöld að velta því fyrir sér að svipta einstæða móður forræði yfir 8 ára syni sínum því hann þjáist af hættulegri offitu. Ég rakst á þessa frétt á Reason magazine blogginu, Hit and Run:

Authorities are considering taking an 8-year-old boy who weighs 218 pounds into protective custody unless his mother improves his diet, officials said Monday. Social service officials will meet with family members Tuesday to discuss the health of Connor McCreaddie, who weighs more than three times the average for his age....

A spokeswoman for health officials in Wallsend, North Tyneside, 300 miles north of London, said the hearing was part of a process that could eventually lead to Connor being taken into protective care. She declined to comment further....

An unidentified health official was quoted as telling The Sunday Times that taking custody of Connor would be a last resort, but said the family had repeatedly failed to attend appointments with nurses, nutritionists and social workers.

"Child abuse is not just about hitting your children or sexually abusing them, it is also about neglect," the official was quoted as saying....

Connor's mother said he steals and hides food, frustrating her efforts to help him. He eats double or triple what a normal seven-year-old would have, she said.

(fréttin kemur frá AP)

Þarf þá ekki að stofna nefnd sérfræðinga sem ákveður hvenær börn eru of feit til að fá að vera í umsjá foreldra sinna?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband